Morgunblaðið - 13.02.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 13.02.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 5 i Eívorki sprungur né nýir KAPAN hverir.... Flogið yfir jarðskjálftasvæðið ENGAR nýjar sprungur og ekkert nýtt sig sást á svæð- inu kringum og norður af Haukadal í Biskupstungum, þar sem jarðskjálftakippir hafa fundizt undanfarna daga, þegar þeir Sveinbjörn Björns- son, eðlisfræðingur og Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræð- ingur, flugu þar yfir ásamt blaðamanni Mbl. í gær. Hvergi sáust heldur neinar gufur á nýjum stað í hvítri snjóbreið- unni, sem gætu bent til þess að hver væri að myndast. En ekki fréttist af—neinum jarð- skjálftakippum á svæðinu í gær. Sveinbjörn kippir sér ekki upp við það þó finnist nokkr- ir jarðskjálftakippir. Hann er einmitt að vinna í tölvu Raun- visindadeildar úr 1300 smá- kippum, sem mældir voru í Hveragerði 1968 og 1969, og um 300 kippum, sem mældir voru í sumar við Sandvatn. Og auk þessara jarðskjálfta- kippa, sem hafa verið stað- settir, hefur hann til úr- vinnslu mikið af litlum jarð- skjálftakippum frá Hveragerði og Krisuví'k. En á þessum evæðum er sífellt smáskjálfti, sem kemur fram á mælum á jarðhitasvæðunum. f Hvera- gerði eru alltaf 3—20 kippir á dag og á tveimur mánuðum 1969 fengust á mæla 1300 kipp ir, útskýrir Sveinbjörn með- an flogið var af stað í gær- morgun austur í flugvél frá flugskóla Helga Jónssonar. Ekki er reyndar ólíklegt að jarðhræringarnar núna, séu í einhverju sambandi við jarð- hræringarnar, sem mældar voru í sumar við Sandvatn. Þess vegna spyrjum við Svein björn nánar um það. Kippimir þar fundust fyrst í apríl eða maí. Þegar Hekla gaus, fóru Sveinbjörn og fleiri frá Orkustofnun, með jarð- skjálftamæli á staðinn og settu upp mælingastöð þar 20. júní. Á mælana komu þá svo „djúpir“ skjálftar, að þeim fannst það óeðlilegt. Upptök- in hefðu þurft að vera 50 km niðri í jörðinni. Svo þeir fóru að flytja sig með mælana kringum fjallað og komust þá að raun um að upptökin mundu vera í norðvesturátt. Seinna fluttu þeir jarðskjálfta mælana frá Heklu að Sand- vatni og settu stöðina þar upp. Mældust þar margir smákipp- ir, ailt upp í 100 á klst. og Strokkur gaus, þegar flogið var yfir Geysissvæðið. Geysir lét ekki á sér bæra. upp í þúsund á dag. Var mælt á þessum slóðum og stöðin færð til þar til þurfti að taka hana niður í október. Þegar mælarnir voru settir upp, var mesta hrotan búin. En um 400 kippi, sem hægt er að stað- setja hafa mælingaménn á tækjum sínum. En 3 mæla þarf alltaf til að staðsetja upp- tök skjálfta. Fyrstu jarðskjálftarnir í sumar áttu upptök sín við Hagavatn, síðan færðust upp- tökin að Sandvatni og loks áttu þeir síðustu upptök við Sandfell. Og þvi gætu upp- tökin nú verið að færast suð- ur í Haukadal. Allir þessir staðir eru á gossprungusvæð- inu, sem liggur frá suðvestri til norðausturs yfir landið og stefnan á milli þeirra er nokk- urn veginn hin rétta sprungu stefna. Hvergi sést þó neitt á yfirborðinu. — Það gæti verið sprunga niðri í jörðinni, sem ekki er farin að sjást, sagði Svein- björn. Svona hreyfingar eiga sér oft stað á gosbeltinu, en enginn veit bara um það af því þar býr enginn til að finna jarðskjálftana. Fagurt veður var í gær- morgun, snjóbreiða yfir land- inu, þó ekki þykkari en svo, að allar útlínur í fjöllum og jörðu nutu sin. Við flugum frá Reykjavík yfir Þingvelli, sunnan við Skjaldbreið, sem er fjarska ómerkilegt fjall þegar sést svona beint ofan á „þúfuna“. En Hlöðufell með hamrabeltum sínum, tekur sig vel út með snjóbreiðu til að skerpa línurnar. Við för- um að líta í kringum okkur yfir Lambahrauni. Þarna er bærinn Neðri- Dalur, þar sem sprunga kom í vegg í jarðskjálftanum og lengra framundan stíga gufur upp — þar er Geysissvæðið. Sá stóri hreyfir sig að vísu ekki, en Strokkur sendir fall- egan strók upp í loftið og gérir það reyndar oftar með- an við hringsólum þarna yfir. Gaman hefði verið að geta sagt frá því að jarðskjálftinn hefði lífgað Geysi við aftur, svo að hann færi að gjósa. Það hefur gerzt áður í jarð- skjálftum. í Oddaverjaannál er þess getið í sambandi við mikla jarðskjálfta árið 1294, að „í Eyjarfjalli hjá Hauka- dal (sem talið er það sama sem nú er kallað Laugarfjall) komu upp hverir stórir, en sumir hurfu þeir sem áður voru.“ Aftur segir í sambandi Framhald á blaðsíðu 11. Ali Bacon Við skerum pöruna frá fyrir yður. Það er yðar hagur. Biðjið því kaupmann yðar aðeins um ALI BACON. SÍLD & FISKUR Sveinbjöm Bjömsson, eðlisf ræðingur, skimar úr flugvél- inni eftir sprungum eða sigi á jörðu niðri. Þarna sést til Bláfells. Nýr sérréttur „Itölsk PIZZA“ margar fyllingar NÝ TEGUND AF BOTNUM S.TWJltS.1 kaffi LAUGAVEG 178 ER FLUTT I NYTT HUSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66-68, 2. HÆD ÚRVAL AF BUXNADRÖGTUM OG KÁPUM MEÐ OG ÁN SKINNA - NÝJASTA TÍZKA OPIÐ TIL KL. 4 LAUGARDAG ----KÁPAN SÍM114278 — 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.