Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 SJÓNVARP EFTIK GÍSLA SIGURÐSSON Hvar eru kóngrr þeir, er fyrr á öld- lnni sungu eins og þrestir á sólbjörtum vordegi, hver úr sínu hásæti. Nú eru að- eins sjö konungsriki eftir af þeim seytján, sem voru i Evrópu við upphaf fyrri heimsstyrjaidar. Tíu kóngar hafa verið sviptir hásæti og kórónu og jafn- vel beðnir að hafa sig á brott úr landinu með allt sitt hafurtask. Þar af leiðir, að allmargt kóngafólk, prinsar og prinsess- ur lifa í rikmannlegri útlegð, en ala samt með sér þá von, að hásæti kóngsins kunni að verða endurreist og kóngafólk- ið kallað tii að gegna skyldu sinni. Víðast um heiminn liefur sú skoðun orðið ofan á, að það sé meira en hæpið, að staða þjóðhöfðingjans gangi í erfðir og nýfædd börn hljóti í vöggugjöf að taka við æðsta embætti þjóðar, hvernig svo sem það er af guði gert. Hitt er svo annað mál, að lýðræ'5 og konungsstjóm kemur prýðilega saman, likt og sannast á Norðurlöndum, enda er margt Norður- landafólk ákafir konungsinnar og telur, að konungsfjölskyldan verði æskilegt sameiningartákn þjóðar. Þeir halda því einnig fram, að sá þjóðhöfðingi verði betur tiil stöðu sinnar búinn, sem sér- stakLega hefur verið menntaður til henn- ar frá blautu barnsbeini. Um kosti þess og galla að hafa kóng, er að sjálfsögðu hægt að þrasa til eilífðamóns. En hvað er orðið af kóngafólkinu? Brezk mynd, sem fjailaði um landlausa konunga og erfingja að rikjum, leiddi okkur í nokkum sannleika um þetta merkilega, þjóðfélagslega fyrirbrigði. Svipmestur þeirra konungbornu utan- garðsmanna, var fraandi Friðrika Dana- konungs og afkomandi Þýzkalandskeis- ara, Loðvík Ferdinand af Hohenzollen. Bæði hann og Otfo, erkihertogi af Habs- burg, sýnast betur fallnir til ábyrgðar og starfa en iðjuleysis. Erkihertoginn kvað búið að koma því inn, að kónga- fólk sé flest hálfvitai’. En hvað um það; hinir konungbornu útlagar virðast naumast á fjárhagslegu nástrái og má ætla, að þetta fólk hafi verið búið að koma undan álitlegum fjárfúlgum, þeg- ar það hraktist úr höllum sínium. Hætt er við að Símon krónprins af Búlgaríu verði ekki kallaður heim i bili og getur hann þess vegna unað sér við byssusafn sitt í næði. Sama er um Don Juan í út- legðinni í Estoril. Þetta var ágætur þátt- ur að ýmsu leyti. En hví var ekki heim- sóttur Konstantin Grikkjakóngur í út- legðinni í Róm ? Hann hrökklaðist úr há- sæti sínu siðar en hinir og bendir margt til þess, að örlög hans eins og hinna, verði að biða eftir því, sem aidrei gerist. ★ KirsulM'r. jagarðiirinn hans Tsjekovs var nokkuð þungiamalegt verk, eins og raunar á við um flest rússnesk leikrit. En margt var þar ihugunarvert; Tsjekov kafar niður í dýpi mannlegra tilfinninga og atferliis. Hér gerðist það enn eins og svo oft áður, að gaimlir draumar ræt- iist ekki. Frúin, sem sneri heim frá París, var að leita glæstrar fortáðar. Sliik leit veldur oftast vonbrigðum. Jafnvel þótt gamalt hús standi, er mjög óliklegt, að hægt sé að lifa þar upp gamla daga. í hinu frábæra leiliriti Ibsens, Sólness byggingarmeistara, kemur skáldið að þeirri mannQegu áráttu að elsfca dauða hluti og bindast þeim eldheitum tilfinn- ingaböndum. Það sama gerir Tsjekov raunar í Kirsuberjagarðinum; gamla húsið var hluti af fjölsfcyldunni með fullri aðild og rétti og stóð fólkinu í rauninni mildu nær en gamli þjónninn, sem mundi þá miklu óhappatíð, þegar bændaánauöinni var aflétt. Sviar fóru vel með þetta verk; samt er ég ekki viss um, að allir hafi haft þolinmæði til að sitja yfir þvi til enda. ★ Sögulega séð er Lækjargata ekki eins merk og Aðalstræti. En þar stendur þó húsaröðin sú hin gamla, sem margir vilja vemda í núverandi mynd. Kannski er það tímanna tákn, að sumir eldri menn Mta á þessi hús sem danskar fúa- spýtur, þegar yngri kynslóðin Skrifar undir plögg um að þeim verði þyrrnt. Þessi gömlu hús, aMt frá stjómarráðinu suður að menntaskóla, hafa þó sérkenni og persónuleika, sem ómögulegt er að segja að hin nýju stórhýsi borgarinnar hafi, þegar á heiidina er litið. Og kannski er það einmitt þess vegna, að unga fó-lkið vill að þessar byggingar standi. Merkustu byggingarnar við Lækjargöfcu eru gamla fangelsið, nú stjórnarráðið, og Latínuskólimn, sem nú er menntaskóli. En það er rétt sem Ámi Óla sagði, að hvorugt þessara húsa heyrði ti-1 Lækjargötu hér fyrr meir. Latinuskólinn stóð — og stendur vænt- anlega enn — í Ingóifsbrekku, en stjórn- arráðsbyggingin neðst á Arnarhóli. Hitt er svo annað mál, að ýmsar þær bygg- imgar, sem nú standa við Lækjargötu, gefa ókunnugum þá hugmynd, að mið- hluti Reykjavíkur sé í senn fátæklegur og ljótur. ★ Þátturiun iim sögufræga andstæðinga hefur tvívegis fjallað urn Hitler. í fyrra skiptið átti hann við Hindenburg, en í þetta sinn hafði hann komið, séð og sigr- að á heimavigstöðvunuim. Aukið „lebens- raum“ til handa Þjóðverjum stóð mjög fyrir brjóstinu á honum um þessar mundir. Það kom í hiut brezka forsætis- ráðherrans, Chamberlains, að freista þess að tala hann tiil og drag-a þar með úr hin-um mikla styrjaldarótta, sem þá þegar var orðinn í Evrópu. Umræður þeirra Hitlers og Chamberlains virðast ekki hafa verið teknar upp eða kvik- myndaðar sérstaklega; að minnsta kosti voru þær ekki hafðar mieð og það gerði þáttinn til muna rýrari. Hinsvegar var í senn fróðlegt og átakanlegt að sjá andstæðurn'ar; hinn demoniska nasista- forimgja og brezka lambið, sem af ósk- hyggju sinni lýsti yfir friði um vora tima, þegar heim kom. ★ Bandaríska sjónvarpskvikmyndin, Áð- iu' en ég dey, skal að minni hálfu fá bærilega einkunn, vegma þes-s að hún fjallaði um raun-verulegt vandamál og lýsti vel þeirri furðuiegu uppákomu, þegar allt er gert til að lifga sjúkling, sem á að taka af lífi eftir nokkra daga. Hún sýndi Mka þennan illræmd-a múr, embættismannavaldið, sem engin frávik leyfir frá reglum skriffinnsikunnar. Það skiiur ekki annað en að lækni hljóti að standa á sama um, hvað verður af sjúkl- ingi, eftir að hann er kominn af skurðar- borðinu. Að vísu býst ég við, að listrænt gildi myndarinnar hafi ek-ki verið mikið og einhvem veginn var það alltaf aug- ljóst, að hinn góði málstaður ætti að sigra i þessari mynd, með þvi að ná fram fyrir hendurnar á embættism-anna- valdinu. Þrátt fyrir læknarómantík og dauðadæmdan fanga var myndin næst- um án væmni og hlýtur það eitt að telj- ast verulegt a-frek hjá þeim fyrir vestan. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%<%%%%%%%%%%%%%%%%%4 Lára Ágústsdóttir miðill — Minning Óttastu ei! Sú hönd er mild og hlý, aem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn. Sjá! Nóttin dvínar, dagur rís við ský, því dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn. Þessi milda hönd hefur nú lokað þreyttum hvarmi frú Láru Ágústsdóttur, miðils, þeirrar konu, sem hlaut í vöggugjöf einstæða skyggni- gáfu óg dulræna hæfileika, sem fyrir löngu hafa gjört hana landskunna. dáða af mörgum MORGUNBLAÐSHÚSINU en tortryggða og jafnvel ofsótta af öðrum. Og enda þótt þessar gáfur hennar fengju ekki tæki- færi til þess að þroskast eðli- lega og njóta sín til fulls, hef- ur henni eigi að síður með miðilsstarfi sínu um nær hálfr- ar aldar skeið tekizt að opna augu manná, svo þúsu-ndum skiptir fyrir ljósi þess dags, sem rís efti-r dauðans dimmu nótt og veita þeim fyrir það huggun og styrk, von og trú í söknuði þeirra og hörmum, og tendrað í sálum þeirra fullviss- una um það að látinn vinur lif- ir, heldur áfram að unna ást- vinum sínum á jörð og vera þeim iðulega nærri. Hún lézt á Sj úkrahúsinu á Akureyri þann 6. þ.m. eftir stutta legu þar, en hafði verið heilsutæp hin síðari ár. En á Akureyri hefur hún verið búsett um rúmlega tuttugu ár ásamt síðari man-ni sínum Steingrími Sigursteins- syni. útför hennar fer fram í dag frá Gaulverjarbæjarkirkju. Var það ósk hennar sjálfrar að fá að hvíla þar hjá fósturfor- eldrum sínum, Árna Símonar- syni og konu hans, Ingibjörgu Einarsdóttur, sem jafnframt voru afi hennar og amma í móðurætt. Þessari byggð voru björtustu minningar lífs hennar tengdar. Og enda þótt hún færi á mis við það í uppvextinum að njóta ástríkis föður og móð- ur, þá urðu blómin og fugl- amir og fénaðurinn í haganum fljótt vinir hennar, og blessuð sóli-n vermdi hana og gladdi engu síður en þau böm, sem við bjartari kjör áttu að búa. Og þar eignaðist hún einnig ósýnilega leikfélaga úr þeim heimi sem fjöldanum er ekki unnt að skynja, en barnsaugum hennar stóð opinn. Samband hennar við þann hulduheim hef- ur síðan aldrei rofnað. Hér er ekki ætlunin að rekja æviatriði Láru Ágústsdóttur, enda ekki unnt í stuttri blaða- grein. En hún var fædd að Eystri-Hellum í Gaulverjarbæ- arhreppi 15. apríi 1899. Stóð að henni gáfað fólk og fjölhæft í báðar ættir. Eins og áður segir ólst hún upp hjá afa sínum og ömmu aðallega á bænum Arn- arhóli. Þegar sumarið eftir fermingu fór Lára að heiman til vandalausra til þess að vinna fyrir sér sjálf, sem kallað var þá. Var hún í kaupavinna um sumarið, en um haustið tók hún skyndilega þá ákvörðun að fara til Reykjavíkur í leit að lífsgæfunni, sem þó reyndist henni löngum torfundin alla ævina. En sú saga skal ekki rakin hér. Á hitt skail aftur á móti minn-a hér, vegna þess að það hafði úr- slitaþýðin-gu fyrir a'llt henniair ævistarf og má raumar beinilinis nefn-a æðri haindleiðslu, að þessi umkomulaiusa unglinigs- sitúl-ka, sem þá þegar vegn-a skyggnigáfu siinniar vatr tekin a-ð lifa í tveim heim-um, sem hún þó hvorugan skildi eða var fær um að átta sig á, skyldi lenda þá öll um ókunn-ug í höf-uðstaðnum í sín-a fyrstu vetrarviist hjá þeim hjónum Eina-ri H. Kvaran og frú GíSlíniu komu hanis. Þar kynntist hún miðilsfyrirbærum í fyrsta sinn. Og þar kom það einrnig ótvírætt í Ijós, að þessurn hæfi- leikum vair hún eirani-g sjálf gædd í harla ríkum mæli. Segja má að til þessa megi ótvírætt rekja upphafið að hinu lan-ga og merkil-ega miðilsstarfi frú Láru, enda þótt hún tæki ekki að leggja verulega stuind á það fyrr en nokkrum árum síð- ar, eða um 1925. Um miðilsihæfi- leika hennar, sem ég átti kosit á að kynna mér a-lkækilega og um margra ára skeið, er mér bæði ljúft og skylt að t-aka fram, að hæfileikar heninar reyndust vera fjölþættari og jafnframt sterkari en hjá nokkr- um öðnum íslenzkum miðli, sem ég hef kynmzt. Og ég er í emgum efa um það, að ef þegar frá upp- hafi hefði reynzt unmt að búa henni þau starfsskilyrði, sem nauðsynleg voru, og henmi hefði verið veittir þeir þroskamögu- leikar og sú vernd og sá ákilin- in-gur, sem slíku fólki er niaiuð- synlegt, þá hefði gáfur hemmar notið sím ólíkt betur og orðið margfalt fleii'um til heilla og blessum-ar. En Lára Ágúsbsdóttir verður ekki aðeins minnistæð þeim, sem þekktu ham-a, vegma þeirra dulhæfileika, sem hún var gædd í svo ríkum mæli. Hú-n var eimrn- ig óvenjulega glæsileg kon-a, greimd að eðlisfari,- hafði næmian smekk fyrir fegurð, ekki aðeins tign náttúrumnar og yndi-sleik blómanna, sem voru sénsta/kir vinir hennar, svo og töfrum ljóða og söngs og tóna, heldur hafði hún alveg sérstakan hæfi- leika til þess að gjöra sm-ekklegt og hlýlegt í krinig um sig og oft af litíium efn-um. Og það var sem hvert verk léki henin.i í hön-dum, jafn-vel vandasamur skraiutsaum- ur, þótt aldrei hefði hún átt þess kosit að nema í skólum, hvorki það né anmað. Ég og við hjóniin þökkum henind góð kynni forn og ný og eimilæga viraáttu. Og ég votta eigimm-ainmi henmiar og fóstursyni, sem húrn reyndist sönn móðir, svo og uppkomnum börmum he-nmiar, barmiabörruum og öðrum námu-stu ættingjum og vinium in-nilega samúð. Ég bið góðan Guð að vermda og blessa sál hennair í þeirri veröld, þar sem ég von-a og veit, að dagurimn verður henni bjartari og betri, en það líf, sem dauðinn, vinur okkar allra, hefur nú leyst hana frá. Sveinn Víkingur. LÁRA Ingibjörg Ágústsdóttir er látin. Hún er fædd 15. apríl 1899 að Eystri-Hellum í Gaulverja- bæjarhreppi og var því 71 árs er hún lézt. Ég kynntist Láru aust ur í Hveragerði sumarið 1970 og vorum við þá sjúklingar þar. Lára þú varst mér góð, sem móð ir og þú varst glöð og ánægð með lifið. Þú varst góð og rausn arleg við alla og átt þú þökk skilið fyrir. Guð blessi þig að eilífu. Kristinn Giiðiniiiiilsson, Iljallalandi 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.