Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 19 - Hvernig Rússar... Framhald af bls. 15 í ljós hörmuleg mynd egypzks úrræða- og getuleysis. Einn af hæstsettu ráðgjöfum okkar Tékka í Egyptalaindi, Hlavaty hersihöfðingi, sagði okkur t.d.: „Þegar bardagarnir brutust út var ekki einn einasti foringi — hvað þá hershöfðingi — í að- alstöðvum loftvama Egypta- lainds. Ég var þar aleinn. Hverj- um í ósköpunum hefði ég átt að ráðleggja þegar þeir voru allir í burtu, ýmist að elta kven- fólk eða sinna einkaviðsikipta- málum sínum?“ Að því er tekur til viðbúnað- ar Egypta, skýrði leyniþjónusta okkar frá því, að kvöíldið fyrir árásina hef ðu flestir æðstu hers höfðdngjar Egyptalands verið við drykkju i boði, sem banda- riski hermálaful'ltrúinn hélt við flugvöll einn utan Kaíró. „Það er ekki hægt að skjóta þotur niður með skozku viskýi,“ var eitt af því, sem sagt var um þetta. STUÐNINGUR VI» fSRAEL 1 VARSJÁRBANDALAGS- LÖNDIIM En varðandi Rússa var það fleira um styrjöld Israela og Araba, sem ti!l kom, en hinn niðurlægjandi ósigur skjölstæð- inga þeirra. Styrjöldin varð til þess að starfsemi lítilla en mjög starfssamra Gyðingcihópa, sem fylgdu Israel að máium, kom nú upp á yfirborðið innan kommúnistaríkjanna. Þar sem í þessum hópum voru m.a. for- ingjar í herjunum af Gyðinga- ættum, gerðum við okkur grein fyrir því, að hér stóðum við ekki aðeins ahdspænis stjóm- málalegu, heldur einnig örygg- ismálavandamáli. Þessir hópar voru til í Sovét- rikjunum og Tékkóslóvakíu og í síðarnefnda landinu tóku menn, sem ekki voru af Gyð- ingaættum, höndurn saman við þá. Þeir notfærðu sér það áfalls andrúmsloft, sem skapazt hafði vegna málanna í Mið-Austur- löndum til þess að ráðast á alla utanrikismálastefnu Sovétríkj- anna og fýlgiríkja þeirra — og meðal þeirra voru margir kommúnistar, sem ekki félá í geð útþenslustefna Rússa. En langmest vandræði af þessu tagi komu fram i Póllandi. Við komumst að raun um i leynibréfi, sem pólski kommún- istaflokkurinn ritaði Kommún- istaflokki Tékkóslóvakíu, að þegar sityrjöldin brauzt út hóf hópur háttsettra, pólskra her- foringja af Gyðingaættum raun verulegan áróður fyrir ísrael i andstöðu við hina opinberu, sovézku (og pölsiku) stefnu um stuðning við Nasser. Málið gekk svo langt, að meira að segja æðsti yfiimaður pólska flughersins, sjálfur Czeslaw Mankiewicz hershöfð- ingi, og næstráðandi hans, Tade usz Dabkowsky hershöfðingi, höfðu haldið fund í varnamála- ráðuneytimu til þess að reyna að vinna Israel fylgi. Ásamt tveimur mönnum öðr- um, Jan Stanieski hershöfð- ingja og Ignacy Blutm hershöfð- ingja (sem var eini Gyðinigur- inn af þessum fjórum), voru þeir reknir úr starfi og dæmdir með leynd af herdómstóli. Til þess að sverta þá var gefið til kynna að þessir fjórir, háttsettu foringjar í Póllandi hefðu um nokkra hrið ástundað að hafa fé á ólöglegan hátt úr sjóðum ríkisins, og að þeir hefðu smyglað þessum peningum til Israels. Pólska stjómin notaði síðan þessa atburði sem tylli- ástæðu fyrir and-Gyðingaher- ferðinni, sem sigldi i kjölfarið. TÍTÓ LEGGUR OR» í BELG Bn aðalvandamálin, sem við stóðum andspænis eftir hrakfar ir Egypta, voru að sjálfsögðu hemaðarlegs eðlis. Sfcrax eftir lok Sex daga striðsins var ráð- herra minn, Lomsky hershöfð- ingi, kvaddur til sérstaks skyndifundar leiðtoga Varsjár- bandalagsins i Varsjá. Hann sagði mér ailt af létta er hann kom aftur. Meii'a að segja TLtó hafði komið til þessa Varsjárbanda- langsfundai' — í fyrsta og sið- asta sinn — vegna hinnar miklu stjórnmálalegu og þersónulegu vináttu sinnar við Nasser, sem hafði verið svo auðmýktur. Og Lomsky sagði mér, að það hefði verið Titó meira en nokkur ann- ar, sem þrábeðið hefði Rússa um að skilja ekki við Nasser, heldur láta hann þvert á móti fá meiri vopn nú en nokkru sinni fyrr. » Að hve miklu leyti Rússar þurftu á fortölum að halda var ekki ljóst, en að lokum var að- stoð i gífurlegum mæli, svo sem Tító lagði til, samþykkt. Lomsky sagði mér hins vegar, að þrjú skilyrði hefðu verið sett Nasser: 1. Hann yrði að hætta öllu tali um að „afmá lsrael“. Á Varsjárfundinuim var samþykkt að þetta væri of líkt „Hitlers- tali“ og myndi aðeins verða til þess, að skapa ónauðsynleg vandræði varðandi þá hópa manna, sem studdu málstað ísraets i Varsjárbandalagslönd- unum. 2. Nasser yrði að hreinsa bæði rikisstjórn sína og her af öfflum „hægri öflum". 3. Hann yrði að endurskipu- leggja herþjálfun í Egyptalandi til samræmis við þjálfun Rússa. Þegar komizt hafði verið að samkomulagi um stefnuna, brá Moskva filjótt við. 1 Prag, líkt og í Moskvu, var sérstök nefnd skipuð af Miðstjórninni til þess að kanna öll mistök, sem átt hefðu sér stað varðandi aðstoð- arstefnu okkar við Egypta — í stjórnmálalegu, efnahagslegu og hemaðarlegu tilliti. Við urð- um nú að gæta þess að láta ekki dragast of langt inn i mál- in stjórmmálalega, og i þessu var fóligin hætta. Sýrlendingar lögðu til dæm- is til við Rússa að bezta leiðin tiil þess að tryggja framtíðar- öryggi þessa heimshluta væri að bæði þeir og Egyptar gerð- ust aðilar að Varsjárbandalag- inu. Þar sem þessi heimskulega till.aga fól í sér augljósa hættu á því, að heimsstyrjöld brytist út vegna Mið-Austurlanda, höfn uðu Rússar henni kurteislega en ákveðið. NASSER GENGIIR A» SKILYRÐUNUM Hins vegar óttuðust Rússar nú, að annað hvort Bretland eða Frakkl'and myndi gripa Innilegustu þakkir færi ég öHum þeim, sem sýndu mér hlýhug með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 80 ára afmæli minu 5. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll. Njáll .lónasson, frá Sigluf irði. tækifærið til að seilast á ný til áhrifa í Mið-Austurlöndum, eða að Mao (sem hafði boðið Nass- er 10 milljón dollara lán er verst gegndi hjá honum) myndi koma sér þar fyrir. Því var það að hinni nýju áætlun um hemaðaraðstoð á grundvelli skilyrðanna þriggja, sem sett voru á Varsjárfundin- um, vor flýtt svo sem tök voru á. Innan viku frá ósigri Nass- ers fengum bæði við og Rússar beiðni hans, svo sem búizt var við, um neyðaraðstoð. Sérstak- ar sendinefndir frá Sovétríkj- unum og Tékkóslóvakíu héldu án tafar til Kairó. Þegar hinn pðlitíski fulltrúi Tékkóslóvakíu í nefndinni, Vladimir Koutsky, ritari Mið- stjómarinnar, kom aftur frá Kairó, var ég viðstaddur „topp- fundi“ í Prag í því skyni að meta gildi ferðar hans. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru þessa fundi, vom ráðherra minn, Lomsky hershöfðingi, yf- irmaður herforingjaráðsins, Rytir, hershöfðingi, og hermála fulitrúi Rússa í Prag, Kuscev, hershöfðingi. Nasser hafði gengið að öllum skilyrðum okkar og hin nýja vopnaaðstoð var fljótlega kom- in í gang. Það, sem var fróð- legt, var hversu tailsmaður Rússa og okkar eigin menn voru þegar teknir að meta hina nýju áætlun sem vott um al- gjöran sigur kommúnismans í Norður-Afríku jafnt og í Mið- A u sburlön dum. „NEGRI MUN TREYSTA ARABA . . .“ Rytir, hershöfðingi, sagði t.d. er hann var að ræða um hina nýju möguleika á að Mófesta leyniþjónusfcur Egypta og Sýr- lendinga i net kommúnismans, eftirfarandi: „Þetta mun hjálpa okkur við að smeygja okkur inn hjá Aröbunum og jafnvel öðru lituðu fólki. Negri mun ávatlt treysta Araba betur en hvítum manni.“ Og Koutsky, milli þess sem hann saup á kaffiboHa sínum með ánægjusvip, hafði eftirfar- andi að segja: „Sumir menn skilja ekki að barátta fyrir ArabariMn hefur þrefalda þýð- ingu. í fyrsta lagi veikjum við stöðu heimsvaldasinna. 1 öðru lagi byggjum við flóðgarð af lituðu fólki gegn Kína. Og ,í þriðja lagi, á síðasta stigi máls- ins, mun kommúnisminn varpa akkerum í annarri heimsálfu." Nú, ég get staðfest að innan þriggja mánaða frá þvi að Nasser hafði beðið ósigur fyrir Israelum, hafði hann fengið vopnatap sitt bætt að fuMu (ókeypis) og að Rússar — bæði stjórnmálalega og hemaðarlega — voru i betri aðstöðu en nokkru sinni fyrr að því er tók til framkvæmdar á langtima- áætlunum þeirra. Staðreyndin er sú, að svo var Sex daga stríðinu fyrir að þakka, að þeim haíði á nokkr- um vikum tekizt að ná þræla- tökum á Nil, sem hefði tekið þá mörg ár öðrurn kosti. Hinni „þolinmóðu mauravinnu", sem þeir höfðu rætt um við mig 10 árum áður, hafði verið flýtt — ekki aðeins af maurunum held- ur einnig sögunni. IIINN IiAUftl ÞRÁftl’R . . . Að lokum nokkur orð al- menns eðlis, bæði úm fortíð og framtíð. Sovézku leiðtogarnir fjar- lægðu Krúsjeff, kölluðu hann raupara og óraun-sæan stjórn- málamann, en þrátt fyrir það fylgja þeir hinni sömu utanrík- ismálastefnu hans enn í dag. Hins vegar gorta þeir ekki eða hrópa um takmörk sín á sama hátt og hann gerðd. Þeir hafa tekið upp staðfastari efnahags- stefnu og snúið aftur til stífni Stalínismans, bæði innan Sovét- ríkjanna og gagnvart leppríkj- unum. Sumir slá því fram, að Krú- sjeff hafi reynt að breyta kommúnismanum eða gera hann mannlegri, jafnvel af- nema hann, en þetta er með öHu raogt. Hann leit á kenning- ar kommúnismans sem tæki til þess að styrkja Sovótrikin sjálf og tök þeirra á öðrum þjóðum. Hann fyrirskipaði hernám Ung- verjalands 1956 nákvæmlega á sama hátt og Brezhnev fyrir- skipaði hernám Tékkóslóvakíu 1968. Krúsjeff trúði þvi, að með því að fordæma Stalin opinberlega svo og þá þætti kommúnism- ans, sem gera hann svo óaðlað- andi í augum fjölda fólks, myndi hann bjarga Sovétríkj- unum frá þvi að lamast í kreddufestu, og að þetta myndi einnig hjálpa til við að breiða kommúnismann út um heims- byggðina og koma í veg fyrir stöðnun hans. Hann var alls óhræddur að ráðast á rétttrúnaðars’-agorð vegna þess að hann taldi að með því væri hann að tryggja endan'legan sigur kommún- ískrar byltingar. Þetta er hinn rauði þráður, sem gen-gur í gegnum alla utan- ríkismálastefnu Sovétríkjanna, algjörlega óháð því að nýir leið- togar hefjast og faHa siðan. Hér er um að ræða nákvæma, langtíimaskuldbindingu, og í hesnnar þágu er beitt allri skipu- lagnin-gu, hvort sem hún lýtur að efnahagsmálum, hermálum, menningarmálum eða hverju sem vera skal. Sama máli gegn- ir um alla starfsemi á vettvangi leyniþjónustu og áróðurs. Þetta heit og skuldbinding við byltiniguna sjálfa er sá bak- grunnur, sem sovézk utanríkis- málas-tefna tekur mið af i mót- un sinni. Andspænis þessu standa hin andkommúnisku Vesturlönd klofin í fylkingar og hagsmunahópa, sem sumt virðist ótrúlega barnalegt, og þau veita aðein-s hlutlausa and- stöðu. ENDIR. (Einkaréttur Mbl.) SÉRHÆD Nýleg 5—6 herbergja sérhæð á góðum stað i Reykjavík óskast til kaups. Skipti á nýlegri 3ja herbergja íbúð í Vesturborg- inni möguleg. Upplýsingar í síma 24489. Útgerðarmenn — Skipstjóror Fyrirliggjandi 3 og 4 kg. netasteinn. HELLUSTEYPAN Garðahreppi, simi 52050 og 51551. Opið til klukkan 4 í dag Matvara nýkomið: VERÐ ÚT Á VIÐSKIPTASPJÖLD HVEITI 25 KG KR. 398.00 SYKUR 25 KG — 429.00 RÚSÍNUR 1 KG — 66.00 HAGKAUP SÍMI 30975 — SKEIFAN 15. KJÖTBÚO SUDURVERS STICAHLÍÐ 45-47 - Sími 35645 ÞORRAMATUR - ÞORRAMATUR Pantið fermingarveizlumat tímanlega Opið luugardag til klukkan 20 — Opið sunnudag klukkan 10-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.