Morgunblaðið - 13.02.1971, Side 20

Morgunblaðið - 13.02.1971, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 \ — Einar í Mýnesi Framhald af bls. 11 að vera fundarstjóri á nefndri ráðstefnu? Hann hefur svo góða reynslu af samvinnu og sam-- neyti við kommúnista. Eru eng- in takmörk fyrir því, hvað kommúnistar og fylgifiskar þeirra mega bjóða fólki? Vilja íslendingar slíta þeim tengslum og samskiptum er þeir hafa við vestrænar þjóðir og halda út í óvissuna undir forystu kommún- ista og Hannibalista? Lúðvík talar mikið í grein sinni um fullvinnslu sjávarafla. Það er ekkert sérmál fyrir kommúnista. Menn eru sammála um, að nauðsyn beri til að vinna úr þeim hráefnum, sem til eru í landinu, bæði matvæli og aðrar iðnaðarvörur. Inngangan í Efta var við það miðuð, að endur- skipuleggja iðnaðinn og huga að nýjum iðngreinum og gera hann samkeppnisfæran á erlendum mörkuðum. Minna má á, að ís- lenzkt dilkakjöt selst nú á betra verði eftir Eftaaðildina. 1 Svíþjóð fékkst fullt verð fyrir kjötið. Kommúnistar börðust gegn að- ild íslands að Efta og sýndu þar með í verki, að þeir vildu halda Islendingum á nýlendu- stigi í iðnþróun. Niðurlagningarverksmiðja er nú í uppsetningu í Neskaups- stað, sem vinna á úr síld og öðr- um sjávarafurðum og mun taka til starfa innan tíðar. Hún hef- ur sölumöguleika við Svia og fleiri. Þessi verksmiðja er reist í tíð þessarar rikisstjómar, sem Lúðvík telur óalandi og óferj- andi. Hafnarframkvæmdir hafa staðið yfir í Neskaupsstað og þurft mikið fé til þeirra fram- kvæmda. Lúðvík vill kannski telja Norðfirðingum trú um, að hann hafi einn unnið að þeim málum. Þar hafa fleiri að komið, sem hægt er að upplýsa, ef með þarf. Hvemig stóð á því, að Lúðvík skyldi ekki láta setja upp niðurlagningarverksmiðju í Neskaupsstað, þegar hann var sjávarútvegsmálaráðherra. Hon- um hefði þó átt að vera I lófa Íagið að semja við vini sína í austri. Skyldi hann hafa gleymt sér á þeim árum. Sannleikurinn er sá, að hráskinnsleikur Lúðvíks og tilburðir að reyna að gera sjálfan sig að einhverju alls- herjartæki fyrir framkvæmdir í Neskaupstað, en vanvirða aðra, er ekkert annað en það sem kommúnistar stunda alls staðar til þess að þjóna sínu illa eðli og hugarfari. Hefur ekki útgerð vaxið i Neskaupsstað síðasta áratuginn og móttaka sjávar- afla batnað. Nýr togari hefur nú bætzt I flota Norðfirðinga og margt fleira mætti telja. Það situr ekki á Lúðvík Jóseps- syni og fylgifiskum hans að vera með sífelld ónot og ávirðingar á aðra, eins og Austurland, blað kommúnista, hefur stundað um frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi. Þeim hefur verið falin forysta þetta kjörtímabil og munu i för sinni um Austurland ræða fjölmörg framfaramál, sem bar- izt berður fyrir að nái fram að ganga næsta kjörtímabil. En láta nöldur og óhróður kommún- ista lönd og leið. Það færi betur ef Lúðvík hefði drenglund til að þakka margháttaða fyrirgreiðslu í málum Norðfirðinga í stað þess að láta blað sitt níða aðra, sem af engu minni skilningi og velvild hafa þar að unnið. En það er ekki háttur kommúnista að meta neitt gott í fari annarra. Þær framfarir, sem orðið hafa í Nes- kaupsstað og sú fyrirgreiðsla, sem gerð hefur verið, er fyrst og fremst vegna byggðarlagsins og þess dugmikla fólks, sem þar býr og skilað hefur miklum afla á iand, en ekki til að viðhalda kommúnistaforkólfunum, sem yfirráðastétt yfir atvinnulífi og athöfnum Norðfirðinga. Allir eru sammála um, að land búnaður og sjávarútvegur eru að alatvinnuvegir þjóðarinnar, enda undirstaða margs konar iðnað- ar í landinu. En þanþol þessara atvinnuvega er ekki óendanlegt, þó fiskirækt í sjó, ám og vötn- um sé líklegt til að skapa meira öryggi en ella. Ræktun láglend- is og sáning í heiðarlönd er framtíðin í íslenzkum landbún- aði og umsköpun hans í kvik- fjárrækt, heyöflun og heyverk- un og annarri hagræðingu er framtíðarmálið. Nauðsyn ber til að rækta hreinan holdanauta- stofn upp í landinu, sem mundi tryggja styrkari stöðu landbún- aðarins í framtíðinni. Ástæða er til að huga að ræktun erlendra mjólkurkynja, sem gefa meiri arð en ísl. kýr gera. Þetta hafa allar landbúnaðarþjóðir gert í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. En þrátt fyrir efl- ingu nefndra atvinnugreina er nauðsynlegt að nýta fallvötn landsins og jarðhita til að knýja stóriðjuverksmiðjur og tryggja landsfólkinu ódýra orku til uphitunar húsa og annarrar starfsemi. Þess vegna er það rugl eitt hjá Lúðvik og öðrum kommúnistum, að einhverjar tvær stefnur séu í atvinnu, og efnahagsmálum. Þvi stefna kommúnista er engin stefna nema til niðurrifs og að skapa hér ringuireið, þeim sjálfum til framdráttar. Kommúnistar hafa verið ötul- ir við að stunda óhróður um Egg- ert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs málaráðherra, sem hefur gegnt því ráðherraembætti um nær 6 ára skeið. Eggert er mikill mann feostaimaður og velviRjaðuir öllu, sem til framfara horfir, en ekki gefinn fyrir að hafa hátt um sín störf. Miklar framfarir hafa ver ið í sjávarútvegi síðustu árin. Og fiskiskipaflotinn verið endur- nýjaður með stærri og fullkomn ari skipum en áður var. Tækni- búnaður og önnur aðstaða á veiðiskipunum hefur verið bætt. Hagræðing og nýbygging fisk vinnslustöðva og annarra mót- tökustöðva, hefur verið gerð með það í huga að taka á móti hinum mikla afla, sem borizt hef ur á land. Fieiri fisktegundir eru nú nýttar en áður, rækja, humar og loðna og nokkuð af skelfiski er nú drjúg viðbót til gjaldeyrisöflunar og skapar mikla vinnu í landi. Lagt er mik ið kapp á að fá það hráefni sem berst að landi, í sem beztu ásigkomulagi enda nauðsynlegt vegna kaupenda, sem gera strang ar kröfur um gæði framleiðsl- unnar. Nýir togarar eru nú að koma til landsins, sem miklar vonir eru bundnar við. Tvö haf- rannsóknarskip hafa verið keypt til landsins, sem nú stunda haf- og fiskirannsóknir og fiskileit. Með tilkomu þessara skipa standa íslendmgair betur að vígi og geta nú sjálfir stundað öflugar haf- rannsóknir umhverfis landið og á nærliggjandi hafsvæðum. Það get ur orðið góður stuðningur í bar áttunmd um útfærsQiu lamdhelgiinin ar og yfirráð yfir landgrunninu öllu, sem er lifsnauðsyn fyrir Is- lendinga að verði að veruleika sem fyrst. Stálskipasmíði er nú stunduð á nokkrum stöðum í landinu, sem er orðin mikil at- vinnugrein ásamt smíði þilskipa og smærri báta. Enginn vafi er á þvi, að lögin um ráðstafanir í sjávarútvegi er sett voru í desember 1968, vegna gengis- breytingarinnar, sem þá var gerð og stafaði af aflabrestin- um mikla á síldveiðum og verð- falli á sjávarafurðum, er burð- arásinn, að því að sjávarútveg- urinn hefur gengið snurðulaust síðustu árin. Ákvæði laganna um stofnfjársjóð fiskiskipa og verðjöfniuniarsjóð, sem hetfur tryggt úthald og emdumýjuin skipaistólsimis eir hin merkaista á- kvörðum, sem tekim hefur verið um árabil. Nefnd lög bafa stuðl- að mjög að inmdendri ákipasmíði. Þeitta æittu allir að geira sér ljóst, sem vilj a stuðla að velgemgni sjávarútvegsiina í fnamtíðimim og sjómemin einmig, þótt þeir séu óámægðir með sinn Mut vegna nefndra ákvæða. Væmtamlega fæst liausn á þeiirri deiilu, ®em nú stendur yfir við yfirmenn fiski skipaflotans, svo að allir megi vel við una, enda þjóðamauð- syn, þar sem sjávarútvegurinn er aðalútflutningsatvinnuvegur þjóðarinnar og megimstoð fram- fara og atvinnu í landinu. Það er tími til kominn að aðvara menn við niðurrifsstefnu komm- únista og áhangenda þeirra, hvar sem hún birtist. En þeir kynda alls staðar undir ónægju, vegna þeirra ráðstafana, sem áð ur er getið og þeim erfiðleik- um, sem nú eru um samninga vegna togaraverkfallsins. Lúðvík Jósepsson barðist gegn ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar um stofnfjársjóð o. fl. Hann hefði hvorki haft þor eða dug til að leysa þann vanda, sem að steðjaði 1968. Hvernig væri á- statt í sjávarútvegi og þar með um atvinnu í landinu ef lögin frá 1968 hefðu ekki verið sett. En hann þeysti um landið til að hæla sjálfum sér fyrir afrekin, þegar hann var sjálfur sjávarút vegsmálaráðherra og kom þeirri gloríu á stað, að hann væri sá eini, sem hefði vit á þeim málum. En Adam var ekki lengi í Paradís, því Lúðvík hljóp frá þeim mál- um eftir rúmlega tveggja ára setu sæilar minningar og skyldi vinstri manna hreyfinguna eft- ir alla sundurflakandi, eins og alls staðar, sem kommúnistum hefur verið sýndur einhvei' trúnaður. Sú hörmungarsaga hefur gerzt um alla Evrópu og nú er leikurinn leikinn á Norð- urlöndum með öllum þeim meðul um, sem kommúnistar hafa yf- ir að ráða til að reyna að eitra hugarfar manna og þá sérstak- lega ungu kynslóðarinnar í æskulýðsfélögum og skólum. Sú iðja er einnig stunduð hér af kappi. En unga fólkið þekldr ekki vinnubrögð kommúnista og þá neikvæðu afstöðu, sem þeir reyna að spúa út á meðal al- mennings og koma slíku hugar- fari inn í fjölmiðla eftir ýms- um leiðum, svo sem útvarpi og sjónvarpi. Að þessu þarf að gefa gætur meira en gert hefur ver-> ið. En til þess að gera langa sögu stutta vil ég ráðleggja mönnum að líta I kringum sig hver í sínu byggðarlagi. Þá geta menn séð þær framfarir, sem orðið hafa í sjávarútvegl síðasta áratuginn. Austfirðingar vita um þá miklu umbyltingu, sem varð í austfirzkum bæjum og kauptúnum á síldarárun- um og nú birtist i miklum bol- fiskveiðum og öðrum veiðum. Seyðfirðingar vita hvað hefur gerzt hjá þeim, þar sem tvö frystihús eru nú starfrækt og bátaflotinn eykst. Stálskipasmíð ar byrjuðu fyrst hjá vélsmiðju Stefáns Jóhannssonar á Seyðis- firði. Þar vantar betri aðstöðu til smíðanna, þó hún hafi batn- að nokkuð. En til þess þarf f jár magn, sem sjálfsagt er að veita. Auk þess eru þar smíðaðir minni stálbátar og bátar úr tré hjá öðrum fyrirtækjum. Á Aust fjörðum eru öflugar síldarverk- smiðjur og síldarsöltunarstöðv- ar sem tiltækar eru, þegar síld- in lætur á sér bæra á ný, sem getur orðið fyrr en varir. Og svo heldur Lúðvík Jósepsson og fylgifiskar hans á Austur- landi, að þeir séu eitthvert afl til að leysa málefni Austur- lands með þá neikvæðu afstöðu, sem þeir hafa til flestra mála. Tveir forustumenn kommún- ista á Austurlandi, þeir Lúðvik Jósepsson og Sigurður Blöndal hafa tekið afstöðu gegn rann- sóknum fallvatnanna á Austur- landi og þar með fyrirhugaðri Austurlandsvirkjun, sem setur Austurland í brennipunkt mik- illa framkvæmda og er mesta jafnvægismál fyrir landsbyggð- ina, sem upp hefur komið og mundi skapa milljarða fjárfest- ingu og glæsilega framtíðar- möguleika í austfirzkum byggð- um. Og svo talar Lúðvík fjálg- lega um jafnvægi i byggð lands- ins og flytur á Alþingi tillögu um skipun sjö manna nefndar til að athuga um jafnvægismál landsbyggðarinnar. Það er sam- ræmi í slíkum málflutningi. 1 útvarpsþætti talaði Sigurður Blöndal um nauðsyn á að styrkja hlut landsbyggðarinnar og ætlaði alveg að hrökkva upp af standinum yfir öllum „ósóm- anum“ í Reykjavik, en láta Faxa flóasvæðið hafa alla orkuna og stóriðjuma, en talaði svo fjálglega um meiri menntun og starfsval fyrir fólkið úti á landsbyggðinni. Ekki er nægilegt að ganga i kring um jólatré upp í Hallormsstaða- skógi og kyrja afturhaldssöng kommúnista og hræða menn á mengun með laufblað í barmi sér. Þó Sigurður hafi fengið einokun araðstöðu til að flytja sex erindi um daginn og veginn í ríkisút- varpið og sjálfsagt í nafni Aust- firðinga!!!, og þar með einráð- ur með þá skoðanamyndun. Ekkl ólíkt siðferðinu austan jám- tjalds. Nefndiir menin vilja liltl- ar framfarir á Austurlandi, en vilja nota kjósendur þar sem nokkurs konar pólitíska ný- lendu fyrir sjálfa sig. En sú tíð er liðin. Hinir miklu framtíðar- möguleikar, sem við blasa S Austurlandi og raunar um allt ísland, skola kommúnistum fyr- ir borð, enda nauðsynlegt til að starfsfriður skapist I landinu. Útvarpsráð hélt upp á 40 ára afmæli ríkisútvarpsins í vetur, ein minntist þess á „verðugam." hátt með þvi að rifta því gesta- boði, sem staðið hafði I nær 40 ár um að hafa einn frjálsan þátt í útvarpinu fyrir þá, sem vildu ræða um daginn og veginn hverju sinni. Nú eru 24 erindi flutt af fjóruim mönmium, sínium í hveirj- um iaindstfjórðiumgi. Þessu athæfi er hér með mótmælt og þeiss farið á leit við Útvarpsráð, að þáttur- inn Um daginn og veginn verði aftur frjáls hverjum sem er. St. Rvík. FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kópavogur Kópavogur SPILAKVÖLD Týr F.U.S. í Kópavogi heldur félagsvist í Félagsheimili Kópa- vogs neðri sal þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Góð verðlaun verða veitt og einnig verða heildarverðlaun. Öllum er heimil þátttaka. Stjórn Týs F.U.S. SMÁÍBÚÐA- BÚSTAÐA- OG FOS SVOGSHVERFI. SKEMMTIFUNDUR verður haldinn sunnudaginn 14. febrúar n.k. kl. 21.00 í Dansskóla Hermanns Ragnars i Miðbæ við Háaleitisbraut. D A G S K R A : 1. Ávarpsorð: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. 2. Hið landskunna þjóðlagatríó Þrjú á palli skemmtir. 3. Erlendur Jónsson les úr verkum Matthíasar Johannessens, skálds. 4. Bingó. Spilaðar verða nokkrar spennandi umferðir um vandaða og eigulega vinninga. Fundarstjóri: Svavar Gests. Allt Sjálfstæðisfólk í hverfinu er hvatt til að mæta vel og stundvíslega á skemmtifund þennan. — Enginn aðgangseyrir. Stjóm Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi. HAFNARFJORÐUR Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund í Sjálfstæðis- húsinu mánudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Félagsmál, spiluð félagsvist, upplestur, kaffidrykkja. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Hljómsveitin ÁSAR leikur frá kl. 8—2. Matur framreiddur frá kl. 7. Borðpantanir í síma 52502. SKIPHÖLL, Strandgötu 1, Hafnarfiröi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.