Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1#71 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Hyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augíýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði ihnanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. REKSTUR LANDAKOTSSPÍTALA TRYGGÐUR Tlfleð yfirlýsingu frá heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytinu hefur rekst- ur Landakotsspítala nú verið tryggður. Þar með hefur margra ára barátta systranna á Landakoti borið jákvæðan árangur og er það vel. Ann- að sæmir ekki en að rekstur þessa myndarlega sjúkrahúss sé á öruggum grundvelli. í yfirlýsingu ráðuneytisins segir svo: „Vegna halla á rekstri Landakotsspítala á árunum 1969 og 1970, hefur ríkisstjórnin ákveðið, að greitt skuli úr ríkissjóði, halli ársins 1969 og hálfur halli ársins 1970 og hafa heilbrigð- is- og tryggingamálaráðu- neytið og fjármálaráðuneytið orðið ásátt um að fela ráðu- neytisstjórum sínum að kanna fjárhagsstöðu Landa- kotsspítala þau tvö ár, sem hér um ræðir og gera síðan um það tillögur til ríkisstjórn arinnar, hvað telja beri eðli- legan halla sjúkrahússins þessi tvö ár, þegar tekið hef- ur verið tillit til fyrninga, op- inberra framlaga, vinnu systr anna við spítalann og annarra þeirra atriða, sem í þessu sam bandi geta skipt máli. Ráðuneytic hefur í dag rit- að Landakotsspítala bréf, þar sem þessi ákvörðun er stað- fest og jafnframt tekið fram, að ráðuneytið telji, að starf- semi Landakotsspítala sé nauðsynlegur hlekkur í sjúkrahúskerfi Reykjavíkur og landsins alls og að ráðu- neytið muni vinna að því, að daggjöld spítalans standi framvegis undir rekstrar- kostnaði sjúkrahússins, eða að öðrum kosti verði halli sjúkrahússins greiddur úr ríkissjóði, að því tilskyldu að starfsemi þess verði í þeim farvegi, er því verður mark- aður af samstjóm sjúkra- húsa í Reykjavík, sem ráðu- neytið hefur nú forgöngu um að koma á.“ Með þessari yfirlýsingu hefur ríkisstjómin ábyrgzt, að rekstur Landakotsspítala verði tryggður, annað hvort með því að daggjöldin nægi til þess að standa undir rekstr arkostnaði eða að halli verði greiddur úr ríkissjóði, ef svo verður ekki. Þessi yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er stað- festing á því, að daggjalda- nefnd hefur ekki ákvarðað Landakotsspítala þau dag- gjöld, sem vera bar eftir að hin nýja skipan gekk í gildi og er einsýnt, að endurskoða þarf str.rf daggjaldanefndar. Landakotsspítali hefur ver- ið byggður upp með fórnfúsu starfi systranna þar, sem hafa varið ævi sinni og starfs- kröftum til þess að koma þessu sjúkrahúsi upp og reka það svo að til fyrirmyndar er. Það mikla framlag ber íslendingum að þakka að verðleikum og í rauninni leitt til þess að vita, að deila um daggjöld skyldi ganga svo langt að til hafi staðið að loka spítalan- um vegna skilningsleysis stjómvalda. Úr því hefur nú verið bætt og vill Morgun- blaðið sérstaklega fagna því. V irk junarf ramkvæmdir ¥ andsvirkjun hefur nú tekið " lán að upphæð 900 millj- ónir króna til þess að ljúka við Þórisvatnsmiðlun Búr- fellsvirkjunar og til að fjölga rafölum Búrfellsvirkjunar úr þremur í sex. Þessi fram- kvæmd leiðir til þess að orkuframleiðsla virkjunar- innar mun tvöfaldast, úr 120 MW í 240 MW. Hluta af þessari orku hef- ur þegar verið ráðstafað til álversins í Straumsvík en í júlí 1972 stækkar það úr 44 þúsund tonnum í 77 þúsund tonn og orkuþörf þess eykst úr 80 MW í 140 MW. Með þessari stækkun er talið, að Landsvirkjun hafi verið tryggð nægileg orka fram til ársins 1975. Jafnhliða þessari stækkun Búrfellsvirkjunar er nú unn- ið að undirbúningi nýrra stórvirkjana á vegum Lands- virkjunar. Er þar átt við 170 MW raforkuver í Tungnaá við Hrauneyjafpss og 170 MW orkuver í Tungnaá við Sig- öldu. Gert er ráð fyrir, að hvor virkjunin um sig muni kosta um 2400 milljónir kr. eða samtals nálægt 5000 milljónum íslenzkra króna og má af því sjá, að hér er um miklar framkvæmdir að ræða. Jafnframt því, sem unnið er að undirbúningi þessara nýju stórvirkjana er nauð- synlegt að kanna grundvöll til orkusölu með viðræðum við hugsanlega kaupendur orkunnar. Á miklu veltur, að haldið verði áfram hinum miklu virkjunarframkvæmd- um, sem hófust með Búrfells- virkjun. Orka fallvatnanna er önnur mesta auðlind okkar íslendinga og tími til kom- inn að við nýtum hana sem bezt. „VIÐ verðum að vinna eins og þolinmóðir maurar,“ voru sovézkir hershöfðingjar van- ir að segja við okkur er við ræddum málefni Mið-Aust- urlanda við þá. „Flytja svo- litla mold til í hvert sinn og stíga hvert varfærnisskrefið á fætur öðru.“ Þetta var vissulega ná- kvæm lýsing á aðferð þeirri, sem ég sá þá beita til þess að komast til áhrifa í mörg- um Arabaríkjum með árxrn- um, einkum í Egyptalandi. Þeir ættu að hafa bætt við þessa samlíkingu sína, að líkt og er um maurana, vissu þeir nákvæmlega hvað þeir voru að gera, hversu sak- leysislegt það virtist vera þeim, sem ekki va/ hnútum kunnugur; einnig því, að líkt og maurarnir, gáfust þeir aldrei upp. Það var árið 1955 að ég komst fyrst í samband við Egypta og kynntist þá jafnframt í fyrsta sinn stefnu Rússa gagnvart þeim. Ég var þá aðeins majór að tign í hernum, en ég var að- stoðaryfirmaður verkfræðinga- sveita alls hers Tékkóslóvakíu og einnig pólitíslkur kommissar þeirra. Að því er tekur til flokksins hafði ég þá þegar öðlazt sæti í Miðstjóminni. Mér var blandað í málið vegna þess að fyrir egypzku hemaðarsendinefndinni, sem kom til Prag, fór aðstoðar- styrjaldarráðherrann, Hassan Ragab, hershöfðingi, en hann var sérfræðingur í tækjabúnaði verkfræðingasveita. Ég varð að sýna meðlimum hemaðarsendi- nefndarinnar þau sérstöku vopn og tækjabúnað, sem þeir höfðu áhuga á. Þetta var, að því er ég bezt vissi, í fyrsta sinn sem slík sendinefnd hafði verið gerð út af Nasser til höfuðborgar nokk- urs kommúnistaríkis, og að sjálfsögðu fengum við „grænt ljós“ hjá Sovétmönnum fyrir- fram. Þeir voru himinlifandi yfir þessu þar sem þetta þýddi að Egyptar voru nú teknir að snúa sér til kommúnistaríkj- anna fremur en til Vesturlanda. „Ágæ'tt," sögðu þeir við okkur. „Nú verðið þið að hafa snör handtök." Meðal þeirra mála, sem þeir sögðu okkur að hreyfa við um ekki að senda eigin hemað- arráðgjafa okkar tii Egypta- lands ásamt vopnunum. Enda þótt Sovétmenn væru þá að ræða um tékknesk vopn og tékkneska ráðgjafa vissum við jafnvel þá, að þeir ráðgerðu að koma sjálfir til skjalanna síðar og taka ráðin i eigin hend- ur. Og að sönnu var eitt af því, sem okkur var sagt af Moskvu að færa í tal við Egyptana, hvort ekki væri æskilegt að þeir fæm einnig í heimsókn til Sov- étrikjanna. SENDING AF HIMNUM Egyptar voru greinilega taugaóstyrkir varðandi það atr- iði um þessar mundir. Einn for- Egyptana, var, hvort við ætt- ingja þeirra svaraði: „Nei. Samband við Sovétríkin myndi valda okkur of miklum erfið- leikum varðandi álit heimsins.“ Þannig stóð taflið i eitt ár eða svo. Egyptar skipfu aðeins við okkur, og þrátt fyrir að þeir væru ekki alltof hrifnir af því, tókst okkur að koma nokkrum tæknimönnum okkar inn í Egyptaland fyrir árslok 1955, og sumir herforingja þeirra komu til Prag til þess að verða þjálfaðir þar af okíkur. Síðan kom Súez-málið til sög- unnar 1956 og landganga Breta og Frakka. Þetta breytti allri stöðunni og var sem algjör sending af himnum fyrir Sov- étmenn. Krúsjeff og Sovétríkin staður hans Motkva. Er Amer kom við í Prag gerðum við fyrstu tilraunir okkar — með samþykki Rússa, auðvitað — í þá átt að draga Egyptaland enn nær kommúnistaríkjunum á sviði stjórnmála og efnahags- mála jafnt og hermála. FYRST EITLIFINGUR . . . En Amer var mjög varfærinn í þessu öllu. Hann fór þó fram á að við legðum til aukna þjálfun fyrir egypzka herinn og að við settum upp sérstaka deild inn- an herskólans í Prag fyrir for- ingja hans. Hann samþykkti það skilyrði okkar, að Egypt- arnir yrðu þjá'lfaðir á nákvæm- lega sama hátt og okkar eigin menn. Svo sem hann komst að raun um í heimsókn til Prag síðar, þýddi þetta að allir menn hans urðu að sækja tíma í marx- leninískum fræðum. En þá var orðið of seint fyrir hann að ganga á bak orða sinna. Þessi síðari heimsökn Amers var fróðleg um ýmislegt. 1 fyrsta lagi fór hann fyrst til Moskvu í þessari ferð, og heim- sótti okkur á leiðinni heim — og þetta var timanna tákn um MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1971 Jan sejna, hershöfðingi, seni f lúði frá Tékkóslóvakíu 1968, fyrir utan heimili sitt i Washington, þar seni liann býr nú. Okkur tókst ekki að komast langt með Amer á þessu sviði. En þó tókst samkomulag um aukna samvinnu á sviði stjórn- mála og efnahagsmála, og enn einu sinni sóttum við mjög fram á hernaðarsviðinu. Það var á þessum fundi að Amer samþykkti tillögu okkar (jem hafði verið borin undir Rú*sa að sjálfsögðu) þess efn- is, að Tékkóslóvakía skyldi koma á laggirnar sérstökum herskðla í Egyptalandi sjálfu og leggja honum til starfs- krafta. Þetta þýddi i raun að miklu fleiri tékkneskir herfor- ingjar komust nú til Egypta- lands. RÚSSAR STlGA FRAM Á SVIÐIÐ Það var ekki fyrr en á þessu stigi að Rússar, sem höfðu til þessa stjórnað öUiu bak við tjöld in, fenigu tæíkifæri til þess að stiga sjálfir fram á sviðið. Nass er bað um éldflaugar — fyrst loftvarnaflaugar og síðan um eldflaugar, sem skotið er á skot- mörk á jörðu niðri. Við gátum ekki látið þessi vopn í té, en Rú-ssar gátu það, og þeir kröfð- ust þess að senda sovézka tæknimenn með fyrstu send- ingunium til Egyptalands. hafnaði sig og fjandskapinn, sem hann vakti upp á meðal samstarfsmanna sinna. (Þetta var aðeins skömimu fyrir fall hans). ORÐUFLUGIÐ Áður en hann lagði af stað hafði Krúsjeff lagt til við stjómmálanefndina að það væri prýðishugmynd að hann sæmdi Nasser orðu „Hetju Sov- étríikjanna" í Kairó. En stjómmálanefndin var á móti þessu af tveimur ástæð- um: 1 fyrsta lagi væri Nasser ekki kommúnisti; hann hefði reyndar gert marga kommún- iista höfðinu styttri. 1 öðru lagi vaeri Egyptaland ekki „ekta“ sósíalistarlki. Við þetta bættist einnig sú skoðun stjórnmála- nefndarinnar, að viðurkenning af þessu tagi myndi verða alfltof miklum erfiðleikum bundin vegna álits heimsins. Krúsjeff lagði því af stað orðulaus, eftir að hafa beðið algjöran ósigur í stjórnmála- nefndinni. Tiil allrar óhamingju fyrir stjórnmálanefndina var eitt af fyrstu verkum Nassers eftir komu Krúsjeffs til Kaíró að sæma gest sinn æðsta heiðurs- 15 Þegar Brezhnev tók við stjórnartaumunum í Moskvu gagnrýndi hamn Krúsjeff (auk margs annars) fyrir aðferðir hans í Mið-Austurlöndum og einfcum fyrir að hafa ekki beitt marxistískum aðferðum í með- höndlun sinni á þjóðernissitefnu Nassers. En það leið ekki á löngu þar til Brezhnev fullviss- aði Nasser um að stefna Sovét- ríkjanna gagnvart Egyptalandi myndi áfram verða hin sama. Og það varð hún — og i meira mæli en áður. Nú var hægt að flýta fyrir auknum áhrifum innan Egypta- lands vegna þess að sovézku marskálkamir, sem Krúsjeff hafði haldið nok'kuð aftur af, fengu nú að ráða málum I miMu ríkari mæli. 1 þeirra aug- um var Egyptaland gliitrandl djásn frá heimishemaðarlegu sjónarmiði og þeir höfðu vart þólinmæði tiil að biða eftir hnossinu. SEX DAGA STRÍÐIÐ AI.G.IÖRLEGA Á ÓVART Þá komum við að styrjöld Araba og ísraela 1967, með vaxandi áhrif Sovétmanna í bakgrunninum. Hið svonefnda „Sex daga Jan Sejna segir frá: Hvermg Kussar naðu tangarnaldi a ii Igyptum Fyrst vopnin, síðan var Marxismanum laumað á eftir Sex daga stríðið: Kom sér vel fyrir Moskvumenn tóku að sér með ánægju það hlutverk, að gerast verndarar allra Araba. Nasser þurfti nú vopn i miklu rík: mæli en nokkru sinni fyrr til þess að bæta upp vopnatap sitt i stríðinu og hann vildi einnig fá ný og fullkomn- ari vopn. Sovétríkin mæltu svo fyrir, að þegar hann kæmi að máli við okkur næst, ættum við að segja: „Síðustu óskir yð- ar eru viðaimeiri en svo, að Tékkóslóvakía fái risið undir þeim. Þér verðið að snúa yður til Moskvu." Og Nasser sneri sér til Moskvu. Skömmu eftir að Bret- ar og Frakkar höfðu kvatt heim lið sifct i árslok 1956 sendi hann styrjaldarmálaráðherra sinn, Amer marskálk, til Prag og að þessu sinni var næsti viðkomu- í hvaða röð áherzla var lögð á málin. Einnig var það, að helrn- ingur föruneytis Amers voru nú Sýrlendingar, þar sem Arabiska sambandslýðveldið hafði verið stofnað nokkru áð- ur. Hvorki við né Rússar vorum sérstaklega hriifnir af þessu. Að Nasser skyldi nú birtast á svið- inu í Damasous, sem til þess tima hafði verið hvað viðkvæm- ust fyrir kommúnismanum af öllum höfuðborgum Arabarikj- anna, varð til þess að erfiðara varð um vik að ná öllum und- irtökum. Ríkjaraambandið var þar að auki augljóslega erfitt, þannig að ástamdið, sem til þessa tíma hafði verið skýrt og augljóst, varð nú miklu flókn- ara. ÞOLRIFIN REYND I AMER Þegar Amer kom til þess að eiga við okkur ,,toppviðræður“ í Hradcamy-kastala i Prag, reyndi forsætlsráðherra okkar, Siroky, að koma á framifæri nokkrum pólitískum hugmynd- um. Við vorum að reyna þolrif- in í Amer á þennan hátt, vegna þess að samkvæmt bæði sov- ézkum og tékkneskum leyni- þjónusfcuupplýsingum, var hann vinstrisinnaðri en Nasser og því bezta tækið til þess að hafa áhrif á hugsianagang Nassers. Siroky sagði honum til dæm- is, að það væri okkar skoðun að Nasiser leyfði of mörgum stjórnrmálaflokkum að starfa; að hann væri of and-kommún- ískur og að hann hállaði sér of mikið að smáborgaralegum öflum o.s.frv. t Allir brosandi 1 er tökin eru hert! 1 i i j Talið frá vinstri: t 1963: — Amer, marskálk- I ur (t.v.) ritar undir samning * | ásamt Malinovsky, mar- I I skálki, varnamáiaráðlierra g Sovétríkjanna. Að baki Am- ® ers stendur Krúsjeff; að * I baki hans Kosygin. ■ * 1961: — Krúsjeff með * I Nasser í heimsókninni til I g Kaíró, er hann gerði Nasser y að „Hetju Sovétríkjanna" í ® trássi við stjórnmáianefnd- * I ina. I 1 1966: — Amer (t.v.) í 1 I Moskvu á ný. Kosygin hefur I I nú tekið að sér það hlutverk | að seiiast til álirifa í Egypta- ^ 1 iandi. En liann fylgdi aðeins ■ stefnu hins failna Krúsjeffs * I —í ríkari mæli, segir Sejna. | Frá þeirri stundu tóku Rúss- ar að ýta okkar eigin hernaðar- ráðgjöfum í Egyptalamdi úr hverri grein hersins á fætur annarri. Foringjar okkar komu einu sinni á ári í orlof til Tékkó- slóvakíu, og þeir skýrðu mér frá þessu öilu. Þeir voru að vonum öskuvondir, en gátu ekkert aðhafzt. Rússarnir voru jafniam vingjarnlegir í afchöfn- um sinum, en enginn vafi lék á ákveðni þeirra. „Okkur þykir þefta leitt, fél- agar,“ sögðu þeir við okkur. „Én ástandið hér í Egyptalandi er að verða svo flókið, að við verðum að taka sjálfir við mál- um.“ Stjómmálaleg bönd tókust nú að þróast með Egyptum og Rússum og hámarki sínu náði þetta með heimsókn Krúsjeffs til Kaíró 1964. Ég hefi þegar sagt mikið um Krúsjeff, én ein er sú saga úr þessari ferð, sem ég verða að segja, þvi að hún er svo dæmigerð um á hvaða hátt hinn rússneski leiðtogi at- merki Egyptalands. Þetta var einum of mikið fyriir Krúsjeff, sem aldrei vildi vera undirmáls- maður i neinu, og var þar fyrir utan farinn að hafa miklar mætur á Nasser. Hann hringdi til skrifstofu sinnar í Moskvu og tilkynnti: „Ég er þegar búinn að segja Nasser að ég ætli að sæma hann Hetjuorðunni og hún eigi rauinar að vera komin hingað. Svo þið sfculuð taka til hend- inni og senda eina með flug- vél hingað." Þegar málin stóðu svo, gátu menn í Moskvu ekkert gert. Flogið var með orðuna til Egyptalands, og þar nældi Krú- sjeff, Ijómandl af ánægju, hana í barm gestgjafa síns. Þannig varð „andkommúnistinn" Nass- er „Hetja Sovétrikjanna". En þetfca var einmitt sú þver- móðskuiiega, ögrandi og sjálf- stæða henitistefna, sem Krúsjeff var að grafa eigin gröf með, og síðar þetta sama ár féll hann niður í hana. stríð" kom okkur Tékkóslóvök um, svo og Rússum, algjörlega á óvart. Ég get persónulega bo* ið vitni um það, því ég var sjálf- ur viðstaddur marga fundi með Rússum, þar sem málið var brotið til mergjar eftir á. Hvorki í Moskvu né Prag höfðu menn hugmynd um tírna- setningu og áætlanir Israela. Það varð okkur jafnvel enn meira áfal'l og undrunarefni að sjá hve auðveldlega þeir unmu sigur. Við höfðuim trúað ölium skýrslum manna okkar um, að Nasser gæti unnið algjöran sig- ur á Israel. Nú stóðu menn uppi í algjörri gremjublandinni undr un. Hvað hafði farið úrskeiðis? Hvað voru ráðgjafar okkar að gera? Hvað hafði orðið um öll vopn okkar, peninga og þjálf- un? Og Israél, sem var svo lítið land! UM ÞOTUR OG VISKÝ Þegar við fórum að grafaat fyrir um málin, kom auðvitað Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.