Morgunblaðið - 10.03.1971, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1971
r
I3ILALEIGA
IIVERFISGÖTU 103
V W Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastrætí 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
STOVELLA 3JET
UPPÞVQTTAVELIN
STENDUR FETIFRAMA8
• Vélin hitar vatnið sjáif
upp I 95°C
0 Hægt er a3 forsköla sér-
siaklega í vélinni mjög
óhreint leirtau (potta
o. fL)
• Alger óþarfi að skola af
leirtauinu. Kvörn er í vél-
inni, sem malar öll ó-
hreinindi.
• Ljós sýna ávallt hvað vél-
in er að gera.
• Vélin er hljóðlát. (Vand-
lega einangruð).
• Vélin er á hjólum. Hún
getur bæði staðið sjálf-
stætt á gólfi eða verið
byggð inn í innrétting-
una.
• Fjölbreytt þvottaval.
• Einstaklega smekkleg og
vönduð uppþvottavél.
MJÖG GÓÐIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR.
— ÁRS ÁBYRGÐ
EINAR FARESTVEIT
& CO. HF.
Raftækjaverzlun
Bergstaðastræti 10A
Sími 16995.
• „Hægan, hæffan,
skoðanabræður góðir"
Gísli Árnason skrilar:
„Til stjórnanda Velvakanda-
dálkanna, Morgunblaðinu,
Reykjavík.
Heiðraði Velvakandi:
Má ég fá rúm í dálkum þín-
um fyrir nokkrar setningar um
ofur viðkvæman hlut?
Það er ekki skemmtilegt fyr
ir okkur ýmsa, sem tökum bar-
áttuna gegn mengun og spjöll-
um á islenzkri náttúru alvar-
lega, hve æsingaseggir hafa
(áreiðanlega óviljandi) spillt
málstað okkar.
Ég þurfti að dveljast í
Reykjavík um hríð fyrir
nokkrú, og þá varð ég þess oft
áþreifanlega var, hve fólk, sem
annars er okkur sammála i
raun og veru í grundvallar-
atriðum, hefur látið styggj-
ast við svokallaðar „aðgerðir"
nokkurra manna norður i Mý-
vathssveit. Þar á ég við tiltekt
ir eins og stiflusprengingar og
maurasýruinngjafir. Af ein-
hverjum ástæðum hefur
ábyrgðarmönnum þessara
verknaða tekizt að blanda
hreinni baráttu gegn meng-
un og náttúruspjöllum við „að-
gerðir“ sínar. Þar með er kom
ið óorð á okkur og þær hug-
sjónir, sem að baki liggja.
Þetta er mjög slæmt mál og
miklu alvarlegra, en ýmsir
hyggja. Það er nú einu sinni
svo, að í Reykjavik og ná-
grenni býr upp undir helming-
ur hinnar íslenzku þjóðar. Ör-
ætlaði með hr. Bjarnason að
lög málstaðar okkar eru eigin-
lega undir því komin, hvort
þéssi fjölmenna byggð fyíg-
ir og ýtir á eftir því, sem við
höfum að segja. Viljann finnst
mér ekki vanta, en ýmislegt
hefur orðið til þess að fæla
fólk frá góðu málefni. Af því
að „aðgerðum" ofstopamanna
er ruglað saman við gott mál-
efni, hrökklast margir í burtu
frá beinni þátttöku í okkar
þágu. Þegar ég minntist á nauð
syn þess að vernda landið,
fékk ég oft svar á borð við
þetta, (sem hjúkrunarkona í
fjölmennu sjúkrahúsi sagði):
„Já, það má vel vera, en ég
get ekki staðið með fólki, sem
sprengir, og hananú."
Þetta er augljóslega afstaða
flestra Reykvíkinga. Einhvern
veginn í fjáranum hefur þessu
mikla nauðsynjamáli verið
blandað saman við „aðgerðirn-
ar“ við Mývatn.
0 Ljótar umsagnir um
andstæðinga
Laxárvirkjunar
Og ég fékk meira að heyra:
Að „málstaður landeigenda við
Mývatn“ byggðist á öfgum og
ósannindum, að enginn vandi
hefði verið fyrir þá að koma
í veg fyrir þetta fyrir mörg-
um árum, hefði vilji þá verið
fyrir hendi, að farið væri að
nota þetta pólitískt, að Her-
móður hefði fælt alla góða
menn frá sér í sjónvarpinu, að
ef landeigendur við Mývatn
Reimub
og óreimuð
stretchstígvéf
Hvít, rauð,
svört og
Jörðin Fífustaðir
í Arnarfirði er til sölu og laus til ábúðar í vor. Á jörðinni
er stórt íbúðarhús, raflýst með öllum þægindum. Útihús
steypt og stálgrindahús, grindafjárhús (700 fjár), heyhlaða
(1000 hestb.), votheysgryfja (8 kýrfóður), fjós (4 stórgripir).
— Ræktað land 40 ha og 7 ha þurrkað og brotið. 300 ha. girt
og þurrkað beitiland. Við söluna fylgir samliggjandi jörð,
Klúka, ásámt geysistóru beitilandi. Ennfremur getur fylgt ný
heyvinnutæki, traktorar o. fl. og allt að 300 úrvals fé (úrtak
úr stórum stofni). Um dalinn liðast straumlygn vatnsmikil á
tilvalin til fiskiræktar.
Greiðsluskilmálar mjög hagstæðir.
Fasteignasalan HÚS & EIGMIR
Bankastræti 6 — sími 16637.
vildu ekki rafmagn, þá þeir
um það, en ef þeir vildu það,
þá skyldu þeir ekki halda, að
þeir fengju það á niður-
greiddu „landsverði" rafmagns
sunnan um heiðar, að vestfirzk
ar, austfirzkar og sunnlenzkar
ár væru jafnfagrar og norð-
lenzkar, að við byggjum enn í
réttarríki, þar sem meirihluti
íbúanna þyldi ekki ofbeldis-
og frekjuaðgerðir, — og að
lokum gekk þetta svo langt
hjá sumum, að þeir sögðu ekki
hundrað í hættunni, þótt
„0,02% þessa ljóta Laxárdals"
lægi að eilífu undir vatni.
Svona er nú hljóðið í fólki,
og því vil ég segja: Hægan,
hægan, skoðanabræður góðir.
Spillum ekki mikilsverðasta
máli Islands á vorum dögum
með því að hræra þvl saman
við óvinsælar „aðgerðir" nokk
urra landeigenda. Ofbeld-
iskenndar aðfarir landeigenda-
stéttarinnar geta orðið til þess,
að öfgamenn til hægri og
vinstri sameinist í mjög svo
vanheilögu bandalagi. Mót-
staða gegn ■ framförum og
breytingum er landlæg hjá aft
urhaldsmönnum, en þegar hún
fær stuðning hjá móðursjúkum
vinstrimönnum, þá er ekki á
góðu von.
Þess vegna: Sjáum í gegnum
áróður beggja, höldum ró okk-
ar og viti, og látum fyrir alla
muni ofstækisáróður nokkurra
Þingeyinga (aðallega burt-
fiuttra) ekki eyðileggja mál-
efni okkar, sem án hagsmuna-
tilgangs viljum vernda fóstur-
jörðina, en samt gera börnum
okkar líft i þessu góða landi.
Gísli Árnason".
0 B.jörk gegn barri
Vigdís Ágústsdóttir skrifar
nú öðru sinni um barrvið og
birkitré. Um leið og hún svar-
ar bréfi Hákonar skógræktar-
stjóra Bjamasonar, sem birtist
hér fyrir nokkrum dögum, legg
ur hún nokkrar spurningar
fyrir hann.
„Komið þér sælir, hr. skóg-
ræktarstjóri!
Nú skal ég segja yður frétt-
ir. Norski maðurinn, sem ég
hitti í Hötel Loftleiðum í maí í
fyrravor, var einmitt að fara
að hitta hr. Hákon Bjarnason,
skógræktarstjóra. Þess vegna
er ég ekki alveg viss um, að
þér séuð eins utan gátta og þér
viljið vera láta. Og nú kemur
skemmtilegasta fréttin. Eftir á
langaði mig að vita nafnið
á þessum manni, sem ég hitti
þarna af einskærri tilviljun, og
þá var mitt eina ráð að hringja
á skrifstofu Skógræktar ríkis-
ins, og þar var mér gefið upp
nafnið Per Ojen. Vonandi hef
ur enginn ruglingur orðið, ef
vera kynni, að tveir Norðmenn
hefðu heimsótt yður í maí?
Maðurinn sagði mér, að hann
ætlaði með hr. Bjamason að
Hallormsstað og að mig minnir
að Mógilsá líka, en hans aðal-
áhugamál var íslenzka birkið
og að finna góða stofna af þvi.
Ekki voru það mín orð, að
Norðmanninum hefði verið
„meinaður" aðgangur að blöð-
unuin eins og þér komist að
orði, en a.m.k. var þagað yfir
þessari heimsókn af Skógrækt
ríkisins. Hefði hann hins veg-
ar verið algjör „barrkarl“, þá
grunar mig, að hann hefði
fengið heillar síðu viðtal i
Mogganum. — Svo að ég segi
yður það í einlægni, hr. Hákon
Bjarnason, þá trúi ég, að þér
séuð fyrir löngu búinn að sjá
mistökin í sambandi við barr-
trén hér. Og meiri maður yrð-
uð þér, ef þé viðurkennduð
það og sneruð við. Væri það
ekki verðugt verkefni yðar og
um leið Skógræktar rikisins að
rækta íslenzku trjátegund-
irnar og hlú að þeim en reyna
að gleyma barrtrjánum og sög-
unarmyllunum?
0 Strítt er nú spurt
Að síðustu fáeinar spurning-
ar tii yðar.
1) Hvenær — að öllu
óbreyttu, búizt þér við, að timb
urframleiðsla úr barrtrjám hef j
ist?
2) Hefur þá tilkostnaður
með tilliti til allra barrtrjánna,
sem drepast í uppvextinum, gef
ið þann afrakstur, að við gæt
um með góðum og gildum rök-
um sagt, að „timburframieiðsl-
an“ borgaði sig?
3) Hvers konar timburfram-
leiðsla yrði þetta? Girðingar-
staurar, jólatré?
4) Eruð þér með góð og gild
rök fyrir því, að framleiðsla
þilplatna úr grasi bogi sig síð
ur en timburframleiðslan yðar?
5) Er það ætlunin að reisa
„sögunarmyllur" um land allt,
eða hvers vegna er barrtrján-
um dritað niður alls staðar með
höppum og glöppum innan'um
birkikjarrið?
Margt fleira langar mig að
spyrja yður um, hr. Hákon, en
ég veit að þér eruð mikill
framkvæmdamaður — og land-
ið þarf einmitt á slíku fólki að
halda. Gætuð þér ekki gefið
björkinni krafta yðar, þvi að
hún á heima í íslenzku lands-
lagi og ilsenzkri veðráttu. Það
er mín ósk, að allir gangi vel
um ættjörðina og unni þvi, sem
íslenzkt er. Yðar einlægur
bjarkarunnandi.
Vigdis Ágústsdóttir.
E.S. Ef þér vilduð láta fjar-
lægja dauðu barrtrén úr Heið
mörkinni t. d. skal ég verða
fyrst til sjálfboðavinnu. Eins
þyrfti að laga til á Þingvöll-
um þeim helga stað. Ættum við
að byrja á Stjórnarráðstrján-
um?
Sama“.
NYKOMID
Terylene flauelsbuxur
í úrvali.
Gallabuxur í öllum stærðum.
Dönsk herra- og drengja-
nærföt stutt og síð.
Mikið úrval af handklæðum.
Undirfatnaður, nærfatnaður
og sokkar.
Verzlunin DALUR
Framnesvegi 2, sími 10485.
Kveninniskór
Gúmmístigvél, græn reimuð
á böm og fullorðna.
Herravínnuskór.
Skóv. P. ANDRÉSSONAR
Framnesvegi 2.
y