Morgunblaðið - 17.03.1971, Page 10

Morgunblaðið - 17.03.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971 Charles de Gaulle DE GAULLE sárnaði að franska þjóðin hafnaði hon- um í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 1969 er leiddi til þess að hann sagði af sér, en sætti sig við úrskurð þjóðarinnar. Þetta kemur fram í frásögn, sem birzt hefur eftir rithöf- undinn André Malraux um síðasta fundinn, sem hann átti með de Gaulle, en þeir voru nánir vinir. De Gaulle sagði meðal annars við rit- höfundinn: „Frakkar hafa ekki lengur nokkurn þjóðar- metnað. Þeir vilja ekki leng- ur leggja nokkuð á sig fyrir Frakkland. Ég skemmti þeim með fánum .... Jafnvel Englendingar hafa ekki leng- ur nokkurn þjóðarmetnað." Malraux var einn örfárra utan fjölskyldu de Gaulle, sem heimsóttu hann eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Frá sögn hans fjallar um síðustu samræður þeirra 11. desem- ber 1969 í Colombey-les- Deux-Eglises. Frásögnin hef ur birzt í Parísar-blaðinu Le Figaro, en mun birtast síðar i nsesta bindi endurminninga rithöfundarins. í formála að greininni í Le Fígaro harmar Malraux að mikilhæfir listamenn hafi ekki skráð samræðhr við mikilmenni sögunnar, en það sé tilgangur hans með þess- ari frásögn. Frásögnim er í samtalsformi, og gerir de Gaulle þar margar naprar at- hugasemdir um menn og mál efni, aðeins 11 mánuðum fyrir dauða sinn. Þar koma fram skoðanir hans á atburð- unum, sem leiddu til þess að hann hrökklaðist frá völdum. Þar koma einnig fram þær skoðanir, sem hann hugðist gera grein fyrir í síðasta bindi æviminninga sinna, Samræður við de Gaulle Malraux segir frá siðasta fundi sínum með hershöfðingjanum sem honum entist ekki aldur til að ljúka við. TALAÐ UM FARANGUR Viðræðurnar eru þrungnar heimspeki, sem oft ein- kenndu samræður de Gaulles og Malraux, sem var menn- ingarmálaráðherra í stjórn hans. Þannig spyr de Gaulle til dæmis Malraux, hvort líf- ið hafi tilgang. Malraux svar ar með því að vitna i Ein- stein: „Það sem er sennilega langsamlega furðulegast er, að heimurinn hefur næstum því örugglega tilgang." De Gaulle gerði sig ekki ánægðan með þetta svar og spyr: „Og dauðinn, hvað er hann?“ Malraux svarar: „Svefngyðjan. Ég hef aldrei haft áhuga á dauðanum og þú ekki heidur. Við erum í hópi þeirra sem láta sig engu skipta, þótt þeir verði drepn- ir . . . .“ Síðan hófust langar um- ræður um farangur — tákn veraldlegs frama, sem menn skilja eftir við dauðann. De Gaulle leit svo á að það væri til lítils að hirða um farang- urinn, bezt væri að gleyma honum. „Losaðu þig við hann,“ sagði hann. Hann spyr síðan Malraux hvernig eigi að losa sig við farangur- inn, og rithöfundurinn svarar einfaldlega: „Lifðu fyrir líð- andi stund.“ De Gaulle sagði: „Það eina sem Stalín sagði við mig í alvöru var: „Dauðinn er eini sigurvegarinn að lokum.“ Margir aðrir stjómmála- menn komu við sögu í sam- ræðum hershöfðingjans og rithöfúndarins, þeirra á með- al Lyndon Johnson, John Foster Dulles, Nehru, Ge- orges Pompidou, og hann hefur fátt gott um þá að segja. • Um Bandaríkin sagði hann: „Ég held ekki að Bandaríkin hafi nokkur fram tíðarmarkmið þrátt fyrir mátt sinn. Ósk þeirra er sú yfirgefa Evrópu, og henni mun fullnægt einn góðan veðurdag.“ • Rússland: „Rússar vilja vinna sér tíma.“ • Frakkland: „Frakkar hafa alls ekkert markmið.“ Mikil beiskja kemur fram í ummæium de Gaulles um þróun máia í Frakklandi eft- ir að hann sagði af sér: „Mér kémur það sem nú er að gerast ekkert við. Það er ekki það sem ég vildi. Það er eitthvað allt annað. — Þegar ég fór frá völdum (eftir ósigurinn í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 1969) hafði aldur minn ef til vill eitt- hvað að segja. Það er hugs- anlegt, en þú veizt að ég var bundinn samningi við Frakk- land. Frakkland var með mér í blíðu og stríðu. — Samningnum var slitið. Nú, þetta skiptir engu máii lengur. Samningurinn var höfuðstóll, hann var form- laus. Honum fylgdu engin arfgeng réttindi, engin þjóð- aratkvæðagreiðsla, ekkert af því sem leiddi mig til þess að taka að mér að gæta varna og örlaga Frakklands. . . . . Ég svaraði óafturkail- anlegu og þögulu kalli. Þetta sagði ég, skrifaði, þessu lýsti ég yfir. Og hvað nú? — Frakkar hafa ekki leng ur nokkurn þjóðarmetnað. Þeir vilja ekki lengur leggja nokkuð af mörkum fyrir Frakkland. Ég skemmti þeim með fánum.“ Og nú? De Gaulle svarar: „Meira að segja Englending- ar hafa ekki lengur nokkurn þjóðarmetnað." Malraux spyr, hvenær hann hafi komizt að þeirri niður- stöðu, að samningnum hafi verið slitið. Var það í maí 1968, þegar stúdentar gerðu uppreisn? Var það í kosning- unum 1965, þegar hann neydd ist til þess að gefa tvívegis kost á sér, þar sem hann fékk ekki tilskilinn meiri- hluta í fyrri umferð kosning anna? De Gaulle svarar tví- rætt: „Miklu fyrr. Þess vegna varð ég að kalla á Pompi- dou.“ Malraux viðurkennir, að hann skilji ekki svarið, og de Gaulle heldur áfram: ,,í maí gekk allt á aftur- fótunum. Ég missti tökin á minni eigin ríkisstjórn. Auð- vitað breyttist þetta allt, þeg ar ég skaut máli minu beint til þjóðarinnar. Þegar ég sagði: „Ég rýf þing.“ Síðar bætir hann við: „En tening- unum var kastað.“ Malraux spyr, hvers vegna hann hafi látið af embætti út af smámáli — völdum fylkisstjórna. Var það af því það var svo fáránleg? „Af því það var svo fáránlegt,11 át de Gaulle upp eftir hon- André Malraux uni. Eftir nokkra þögn hélt hann áfram: „Það sem við vildum — því ekki kalla það sínu rétta nafni — mikilleiki — það er búið að vera Kannski getur Frakkland enn komið heim- inum á óvart, en það verður ekki fyrr en síðar meir. Nú ætla Frakkar að semja við Bandaríkjamenn og jafnvel Rússa. Við Þjóðverja og kommúnista. Þetta er byrjað. Það gæti orðið varanlegt. Það skiptir ekki miklu máli.“ Seinna í samræðunum skýr ir de Gaulle mál sitt nánar. Hann býst við, að það sé óhjákvæmilegt að afsögnin leiði til afturhvarfs til þing- ræðisstjórnar og þeirra veik leika, sem hann hafi alltaf talið samfara sliku stjórnar- formi. „Þegar ég verð dauð- ur, verður þú vitni að end- urfæðingu fiokkanna og gæfulausra ríkisstjórna, sem þeim fylgja." Seinna sagði Malraux de Gaulle, að enginn stjórnmála maður gæti talizt fyrirrenn- ari hans. Ekki eini sinni Clemenceau. De Gaulle svar- ar: „Þú veizt, að í rauninni er eini keppinautur minn í heiminum Tin-tin (hetja í myndasögu). Við erum litlu strákarnir, sem stóru strákarn ir ráða ekki við. Fólk gerir sér bara ekki grein fyrir þessu, af því ég er hávax- inn.“ Talið beindist að Napóleon. Malraux segir, að annars veg ar hafi verið „risinn“ Napó- leon og hins vegar maðurinn Napóleon „með mjög mikla andagift en fremur litla sál.“ De Gaulle er ekki viss. „Var- aðu þig á þessu með sálina. Hann átti ekki nógu langa ævi.“ Enn um laxveiði- réttindi útlendinga VEIÐIMÁLASTJÓRI heldur því fram í svargrein í blaðinu þ. 26. síðasta mánaðar að embætti hans hafi lögum samkvæmt engin af- Skipti af ráðstöfun veiðiréttar- eigenda á veiði. í grein minni frá 24. s. m. undraðist ég það andvaraleysi, aem fram kemur í því að útlend- ir menn fái óáreittir að brjóta ísl. lög með því að endurleigja veiðirétt og gerði þar ráð fyrir því, að þeir hefðu ekki atvimnu- rekstrarleyfi hér á landi. Ef ekki veiðimálastjóri, hver á þá að hafa eftMit með þessu „veiðimáli"? Veiðimálastjóri er löguan samkvæmt ekki einung- is faglegur ráðunautur heldur einnig stjómunarlegur (admini- strative) ráðunautur stjórnvallda um alit, sem veiðimál varðar, sbr. 87. grein laga um lax- og sil'Ungsveiði frá 1970 (einnig sbr. eldri lög) g-lið: „Harrn (veiði- málastjóri) veitir leiðbeiiningar um veiðimál og er ráðherra til aðstoðar um allt, sem að þeim lýtur." Það eru að vísu ótal opinberir aðiilar, sem gætu átt að hafa af- skipti af slíku málii, og má þair nefna félagsmálaráðuneyti, út- lendingaeftirlif, skattayfirvöld, gjaldeyrisyfirvöld, viðkomandi sýsiuyfirvöld, sýslumaður eða hreppstjóri. Líklegt er, að allir þessir aðilar segi eiims og veiði- málasitjóri: ekki ég, heldur hiinin. Hvað um lagafyrirmæli um af- skipti veiðimálastjóra, veiði- málanefndar og ráðherra af ráð- stöfuin veiðiréttareigenda á veiðd- rétti. Um það segir í lögum nr. 76 frá 25. júní 1970 2. grein 4. lið, að eigi megi siki'lja veiðirétt við landareígn annan en stanga- veiðirétt, sem má skilja frá allt að 10 árum og ekki lengur nema leyfi ráðherra komi til og veiði- málasfjóri og veiðimálainefnd mæli með því, að leyfið sé veitt. Þama eru því afskipti fyriirskip- uð. Þá er veiðimálastjóra skylt að safna sikýrslum um veiði, þar sem meðal aininars er getið um, hver veiðir hvern fisk. Veiðifé- lögum er skylt að gefa veiði- málastjóra árlega skýrslu um starfsemi sína svo og aðrar þær skýrslur, er hanm kann að æskja. Veiðimálastjóri er eind opinberi aðilinm, sem veiðiifélöguim ber að tiil'kynna hverjum þau selja veiðirétt á leigu og með hvaða skilmálum. Það eir því ótvírætt embætti veiðimálastjóra, sem bæði vegna efnis og amda lag- amna um lax- og silumgsveiði, ber að hafa eftirlit með hand- höfum veiðiréttar og þar með, að ekki séu brotim lög í sambandi við umsýsilu með hanm. Aðal- atriði þessa máls er auðvitað það að athugað sé hvort lögbrot hafi átt sér stað og að koma í veg fyrir þau í framtíðimni. Skúli G. Johnsen. Kjarvalsmálverk Málverk eftir Kjarval óskast keypt Upplýsingar í síma 19032—20070 í dag. Mynd þessi birtist hér í Mbl. sl. laugardag, en nafn listamanns- ins, sem málverkið gerði, var ekki rétt. Málverkið er eftir Finn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.