Morgunblaðið - 17.03.1971, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971
Jón Þorgrímur Jóhannsson
lögregluflokksforingi — Minning
Fæddur 16. júnS 1918
Dáinn 9. marz 1971
Síðdegis þann 9. þ.m., er ég
frétti hið sviplega íráfall vinar
míns Jóns Jóhannssonar, ætlaði
ég vart að trúa þvi, sena mér
var sagt Að visu vissi ég að
Jón gekk ekki heill til skógar að
undauiförnu, en engan held ég
að hafi órað fyrir því, hvorki
hann né aðra, að til hans kæmi
kallið stóra, svo skjótt, sem nú
hefur raun á orðið.
Jófn Þorgrímur Jóhannsson
var fæddur að Hrauni í Sléttu-
hlið, Skagafjarðarsýslu, 16, júní
1918. Hann var sonur hjónanna
Stefaniu Jónsdóttur og Jóhanns
Jónssonar, er þar bjuggu. Bæði
voru þau hjón Skagfirðingar að
upþruna og komin af dugnaðar-
og atorkufólki. Þama ólst Jón
upp i foreldrahúsum. Snemma
þótti að því hníga að Jón sýndi
óvenjulega mikinn dugnað og
íyrirhyggju. Varð hann því for-
eldrum sinum og þeirra heimili
brátt mikil styrktarstoð, og þeg-
ar hann komst til fullorðinsára,
gerðist hann slíkur afkastamað-
ur til starfa, að með ágætum
Maðurinm minn og faðir
okkar,
Ólafur B. Bjarnason
Kirkjuhóli,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landa
kirkju fimmtudagimn 18. marz
kl. 2 e. h.
Dagmey Einarsdóttir
og börn.
Eiginmaður minn og stjúpfað
ir okkar,
Kristján Á. Stefánsson
frá Hóli í Bolungavik,
andaðist á sjúkradeild Hrafn-
istu þann 15. marz.
Sigþrúður Halidórsdóttir
og börn.
var. í>ar kom að Jón fluttist til
Reykjavikur og hóf störf í lög-
reglunni hér 17. júní 1944, en
því starfi gegndi hann sáðan til
dauðadags.
Ég átti því láni að fagna að
verða um mörg ár allnáinn sam-
ferðamaður Jóns. Við störfuðum
um árabil á sömu lögregluvakt-
innd og einnig unnum við auka-
vinnu saman, sem dyraverðir
við eitt af samkomuhúsum borg-
arinnar. Jón rækti lögreglu-
starfa sinn af stakri samvizku-
semi og dugnaði. Lögreglumað-
urinn verður oft að horfast í
augu við mikil og margvísleg
mannleg vandamál í starfi sínu.
Þeim vandamálum mætti Jón aí
skilningi, æðruleysi og karl-
mennsku. Þó að hann kæmi fram
í starfi sínu af þolinmæði.-lagni
og lipurð, var á bak við hjó
honum einurð, festa og trú-
mennska við starf hans og þann
málstað, sem hann taldi réttan.
Þegar það bar við að Jón þurfti
að fást við þá menn, sem vilja
virða að vettugi lög, reglur og
velsæmi og fara sínu fram i
krafti hnefaréttar, sýndi hann
handtök ágætrar karlmennsku,
enda aflmaður og svo um skap
farið að hlífa sér hvergi. Dagfars-
lega var hann rólyndur og glað-
sinna og hafði oft á vörum gam-
anyrði. — Gott var með honum
að vera á hverju sem gekk.
Þann 16. nóvember 1946 gekk
Jón að eiga eftirlifandi konu
sína Jóhönnu Einarsdóttur, ætt-
aða úr dölum Borgarfjarðar, en
hún er flestum þeim kostum bú-
in, sem prýða mega eiginkonu,
móður og húsfreyju. Þeim varð
þriggja barna auðið, sem eru
Stefán Ragnar, hárskeri, fædd-
ur 10. ágúst 1947, kvæntur
önnu Bjarnadóttur, flugfreyju,
Ragnhildur fædd 6. júlí 1955 og
Anna Björk fædd 25. febrúar
1969. Þau Jón og Jóhanna höfðu
skapað sér glæsilegt heimili að
Rauðalæk 28, hér í borg og
bar þar allt vott smekkvísi og
myndarskapar. Gestum sem þar
Maðurinn minin,
Ottó E. Guðjónsson
sjómaður,
lézt að heimili sinu, Mosgerði
18, að morgni 16. marz.
Fyrir hönd bama okkar,
Svanhvit Guðniundsdóttir.
Eiginkona mdn og móðir okk-
ar,
Elín Elíasdóttir
frá Saurbæ,
Réttarholtsvegi 31,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju fösdudaginn 19.
marz M. 15.
Ólafur Guðmundsson
og böm.
Kveðjuathöfn um móður
okkar,
Kristrúnu Kritíjánsclóttur
frá Fljótsdal í Fljótshlíð,
fer fram í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 18. marz kl.
13,30. Jarðsett verður að
Hlíðarenda í f'ljótshlíð laug-
ardaginn 20. marz kl. 14.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
F. h. aðstandenda,
Guðlaug E. tjlfarsdóttir
Kristján Úlfarsson
Sigurður Úlfarsson.
Þökkum inniiega auðsýnda
samúð við andlát og útför
Guðbjargar Stefaníu
Þorgrímsdóttur
frá Satirbæ.
Fyrir mána hönd og annarra
vandamanna,
Sigurður Árnason.
bar að garði var í senn vel fagn
að og veitt.
Mannsævin er ekki löng
stund á tímans straumi. Vel er
það þegar fólk ver æviskeiði
sinu til góðra og nytsamlegra
hluta, en það gerði Jón. Hann
var traustur heimilisfaðir, starfs
maður og vinur. Það var lán að
fá að verða samferðamað-
ur Jóns á hans annars allt of
stuttu ævileið. —- Nú heldur
hann frá oss samferðafólki hér
í heimi og færi ég honum þá
kærar þakkir, við leiðarlok,
íyrir viðkynninguna og hans
tryggu vináttu.
Jón minn. Þegar við hitt-
umst nú fyrir fáum dögum, datt
mér ekki í hug að sá yrði fund-
ur ökkar hinn síðasti. En nú ert
þú farinn og lagður af stað yfir
ómælishafið til fyrirheitna lands
ins. — Standi þar á ströndu
vinir, er þú kemur. Guð leiði
þig og blessi.
Kæra Jóhanna, börn, öldruð
móðir hins iátna og aðrir vanda-
menn. Hjartanlegar samúðar-
kveðjur sendi ég ykkur öllum
frá mér og minni fjölskyldu.
Hallgrimur Jónsson
Það er laust liðið af há-
degi. Síminn hringir. Það er
rödd vinnufélaga mins í síman-
um. „Hefurðu heyrt að Jón er
dáinn?" „Nei.“ „Það er vist
satt." — Þögn. Vot tilkenning
fer um hvarma, kökkur í hálsi.
Stutt stund líður. Váfrétt-
in er staðfest. Hvað hefur gerzt?
Eljumaður hefur fellt verk á há-
degi. Hví svo snemma? Hvað
veldur? Hvað? — Spurningarn-
ar streyma fram, en við þeim
íæst ekkert svar. Þau rök, sem
hér kunna að vera að baki, eru
okkur mönnunum hulin.
Jón Þorgrímur Jóhannsson
fæddist að Hrauni í Sléttuhlíð,
sonur hjónanna Jóhanns Jóns-
sonar og Stefaníu Jónsdóttur,
er þar bjuggu. Jón var kominn
af skagfirzku bændafólki, og þó
að ég kynntist Jóni ekki á upp-
vaxtarárum hans, tel ég mig sem
Norðlending þekkja baksvið
uppvaxtarára hans: Bændafólk,
búsett á norðurmörkum hins
byggilega heims, fólk, sem áttá
allt undir hagsýni og vinnu
tií framfærshi sér og sín-
um, vinnu, eins og þrek leyfði
og aðeins meira. Jón mun
snemma hafa tileinkað sér þetta
viðhorf til lífsins og lagt hönd á
Eiginmaður minn, faðir og sonur
HAUKUR HAUKSSON,
blaðamaður,
andaðist laugardaginn 13. marz.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19, marz
klukkan 10.30.
Margrét Schram og bömin,
Else Snorrason.
pióginn, svo sem þrek leyfði,
þegar S æsíku.
Ég kynntist Jóni fyrst, er
hann hóf störf í lögreglunni í
Reykjavilk, lýðveldisdaginn 17.
júni 1944, og dró fljótt til ali-
náins kunningsskapar með okk-
ur, sem entist æ siðan, enda vor-
um við alQa tíð va'ktaifélagar.
Þó mun meiru hafa ráðið sam-
kennd okkar, að báðir vxxru úr
sveit með þrá til búskapar, þótt
við hösiuðum okkur starfsvöll
annars staðar. En þó að hugur
Jóns muni hafa staðið til bú-
skapar, höfðu atvikin hagað því
svo ti3, að hann réðsit til lög-
reglustarfa í Reykjavík. Það
var ekki viðhorf hans, að mæta
til leiks eða taka laun fyrir lít-
ið starf, og því gekk hann að
verki með þeim drengskap og
samvizíkusemi, sem honum voru
í blóð boriin, og þessi stóri, sterki
og myndarlegi maður varð brátt
einn bezti starfskrafur, sem lög-
reglan hafði á að skipa.
En fljótt verða veðrabrigði og
stutt bil milii lífs og heljar. 1
maí 1949 erum við, ásamt nokkr-
um félögum okkar, að koma frá
skyldustörfum í bifreið lögregl-
unnar. Við erum ungir og kátir
og leikum á als oddi. Bifreiða-
stjórinn ætlar að stanza
skammt frá heimili Jóns og
hleypa honum út, svo að hann
megi ganga á vit fjölskyldu
sinnar, konunnar ungu og son-
arins. Bifreiðin hægir ferð, Jón
uggir ekki að sér og finnst hún
stöðvuð, stígur út, og á sömu
stundu er hann sem liðið lík á
götunni. Höfuðkúpubrot. Flutn-
ingur á spitala. Barátta milli
lífs og dauða. Lífið og hinn
sterki líkami sigrar, batinn kem-
ur, fyrst hægt, en svo furðu
fljótt og öruggt, komið er á ný
til starfa, og ekki verður annað
merkt, en að um fullan bata sé
að ræða. Kunnugir fá þó að vita
að stundum er um höfuðkvalir
að ræða, sem kosta vökunætur,
en ekki er slakað á og starfið
rækt með sömu árvekni og áð-
ur og æ síðan. Það er erfitt fyr-
ir ökkur félagana í lögreglunni
að bera lof hver á annan. Til
þess eru störf okkar of samof-
in. Meira má marka viðbrögð
borgaranna i garð einstakra lög
reglumanna, en þar átti Jón
einstökum vinsældum að fagna,
og þess mun fjölskylda hans án
efa verða vör við hið snögga
fráfall hans.
Jón var skipaður flokksstjóri
í iögreglunni í ágúst 1964, og
starfaði síðan sem slíkur eða
sem afleysingavarðstjóri, en
hvort sem hann starfaði sem
óbreyttur lögregluþjónn eða
sem yfirmaður, var elja hans og
árvekni hin sama. Við, sem starf
að höfum með honum í meira en
aldarfjórðung, svo og yngri lög-
regluþjónar, munum sakna hans
sem eftirminniiegs manns og
hressilegs félaga, og vita
af auðum sessi, þar sem hann
var fyrir.
Konu sinni, Jóhönnu Einars-
dóttur, kvæntist Jón 16.
nóvember 1946, og eignuð-
ust þau þrjú börn; Stefán
Ragnar, sem nú hefur stofnað
sitt eigin heimili, Ragnhildi, 15
ára, og Önnu Björk, 2 ára.
Þó að Jóns hafi verið getið sem
góðs starfsmanns og drenglund-
aðs féiaga, skyldi sízt gleyma
hlut hans sem húsbónda og
heimilisföður. Þar naut sín eðli
hans og uppeldi. Ekki var
skirrzt við að vinna tvöfaldan
vinnudag til að leggja efnaleg-
an grundvöll heimilisins, en þar
kom líka til samhjálp góðrar
konu, og með samstilltu átaki
tókst þeim fljótt að búa fagurt
heimili, sem vera skyldi athvarf
fjölskyldunnar. Þennan reit var
svo stöðugt unnið við að auka og
enduibæta og búa fögrum mun-
um. Þessa nutu þó fleiri en
f jölskyldan, því gestrisni hef ég
hvergi kynnzt meiri enhjáþeim
hjónum, og þá sá ég Jón glað-
astan, er hann stóð sem veitand-
inn i stórum vinahópi. Þótt vak-
að væri yfir velferð fjölskyld-
unnar á nóttu sem degi og
vinnudagurinn væri oft langur,
vannst aUtaf ttmi tU að gera
öðrum greiða, sem með þurftu,
og hann var oft látinn af hendi
óbeðið, enda Jón næmur fyrir
því, hvar hjálpar var þörf. Því
var ekki heldur látið undir höf-
uð leggjast að veita aldraðri
móður og tengdaforeldrum alla
hjálp og hlýhug, sem urnit var
að veita.
Ein af fyrstu bemsku-
minningum mínum er sú, að ég
horfði á fjallahringinn heima og
braut heilann um, hvað væri á
bak við fjöllin, því ég vissi að
eitthvað væri þar. Skilningur
fullorðinna nær litlu lengra. Við
trúum, að á bak við þann sjón-
deildarhring, sem ofckur er
áskapaður, sé eitthvað ann-
að að finna, og að það sé gott.
Þvi kveð ég þig, kæri samferða-
maður, þegar leiðir okkar skilj-
ast um sinn og þú leggur af
stað á undan yfir mörk hins
sýnUega. Ég bið þess, að hið
góða afl megi vernda þig og
styrkja, og það megi veita styrk
konu þinni, sem nú verður að
taka á sig auknar byrðar. Þetta
sama afl leiði böm þin, og verð-
ur mér þá hugsað til litlu dótt-
urinnar, sem vegna æsku mun
fara á mis við minninguna um
hlýja föðurhöndina. Ég bið um
styrk handa roskinni móður,
sem nú saknar einkasonarins, og
tengdaforeldrunum, sem þú
reyndist sem skilgetinn sonur.
Alvalds hönd, sem öllu ræður,
leiði ástvini þína og mildi sökn-
uð þeirra. En minningin lifir um
ástkæran heimilisföður.
Jónas Jónasson.
Kveðja
Rutt er, og eyða eftir,
eika-vali úr hæli.
Stutt ort falla fréttir,
förlar eftirmæli.
Ljóðin bera keim af sínum
sögum,
sum eru blik af fáum, hvössum
slögum.
Þessi vísuorð eins af stór-
skáldum okkar duttu mér í hug
þriðjudaginn 9. þessa mánaðar,
er ég frétti skyndilegt og óvænt
andlát vinar míns og frænda
Jóns Jóhannssonar lögreglu-
þjóns Rauðalæk 28. Hann hafði
fyrir 4 dögum hringt mig upp
glaður og reifur að vanda, tU
að segja mér frá að hann væri
nýbúinn að kaupa nýjan og
vandaðan bU. Hugurinn var
fullur af framtíðaráætiunum og
tilhlökkun yfir að geta notið
frístunda komandi sumars, í nýj
um og vönduðum sumar-
bústað í fögru umhverfi, í sam-
félagi við ástríka eiginkonu og
börn. En nú kom sumarfríið
fyrr en varði, og í það frS
varð hann að fara einn. Þannig
fer oft um áform okkar og fyr-
irætlanir. Almættið sem öllu
stjórnar ofar okkar mann-
lega skiiningi tekur æði oft ráð-
in í sinar hendur.
Kynni okkar Jóns frænda
míns voru orðin löng, og ödl með
þeim ágætum frá hans hendi, að
Innilegar þakkir faerum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför föður okkar, tengda-
föður og afa
JÓNS JÓNSSONAR
frá Mörk.
Sérstakar þakkir viljum við færa eigendum H. Benedikts-
sonar h.f. fyrir aðstoð alla og umhyggju okkur til handa.
Þórir Jónsson. Þóra Karitas Arnadóttir,
Bergdís Jónsdóttir, Júlíus Friðriksson,
Guðjón Jónsson og barnabörn.