Morgunblaðið - 17.03.1971, Page 20

Morgunblaðið - 17.03.1971, Page 20
20 MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1971 Frumleiðandi lúxusfutnaður í París (eingöngu efni) leitar eftir útflytjanda á kápum og stuttum loðkápum, mjög vandaðri framleiðslu fyrir karla og konur í Frakklandi og Þýzkalandi. Staðsettur í París og Köln. Tilboð með upplýsingum (á ensku) um verð og gæði sendist: „SPORT JEUNE — 103 rue Réamur — Paris 2. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Hveragerði! Hveragerði! Félagsmálanámskeið Sjálfstæðisfélagið Ingólfur, Hveragerði gengst fyrir félagsmála- námskeiði miðvikudaginn 17. marz og mánudaginn 22. marz í Hótel Hveragerði. Dagskrð: Miðvikudag kl. 20,30 um RÆÐUMENNSKU. Leiðbeinandi: Hörður Einarsson, lögfræðingur. Mánudag k1. 21.00 um FUNDARSKÖP og FUNDARFORM. Leiðbeinandi: Jón Atli Kristjánsson, deildarstjóri. Frekari dagskrá nánar tilkynnt síðar. Þátttaka tilkynnist til Skafta Ottesen Frumskógum 3, sími 4148 eða Vignis Bjarnasonar Hveramörk 10, sími 4163. STJÓRNIN. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði. Spilakvöld Spilað verður í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 18. marz kl. 8,30 stundvíslega. — Kaffiveitingar. — Góð kvöldverðlaun, NÁMSKEIÐ UM ATVINNU- LÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 19,30. Miðvikudaginn 17. marz kl. 19,30 i Skipholti 70, efri hæð, heldur námskeiðið áfram og verður þá rætt um: SJAVARÚTVEG Fyrir svörum sitja: Már Elísson, fiskimála- stjóri og Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmda- stjóri. Samband ungra Sjálfstæðismanna. Málfundafélagið Óðinn heldur stórglæsilegt BINGÓ að HÓTEL BORG næstkomandi fimmtudag 18. þ.m. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Samtök ungs Sjálfstæðisfólks í Langholts-, Voga- og Heimahverfi halda almennan fund fimmtudaginn 18. marz kl. 20,30 í 16- lagsheimiii Samtakanna að Goðheimum 17. Gestur fundarins verður JÓHANN HAFSTEIN forsætisráðherra og flytur hann erindi, sem nefnist „LAND- HELGI og LANDGRUNN". Er þetta byrjunin á sérstakri kynn- ingu og fræðslu, sem Samtökin ætla að standa fyrir um Landhelgismál íslendinga. Allt ungt fólk í þessum hverfum er hvatt til að mæta á þessum fundi. Vestmannaeyjar — Vestmannaeyjar EYVERJAR - F.U.S. Haldinn verður félagsfundur í litla salnum í samkomuhúsinu fimmtudaginn 18. marz n.k. og hefst kl. 20,30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Umræður um aðstöðu til æskulýðs- starfs í bænum. Félagar fjölmennum! STJÓRNIN. Áttræður í dag: Ludvig G. Braathen skipaeigandi í Osló 1 dag verður Ludvig G. Braathen áttatiu ára. Þeir, sem hafa séð hann ganga að og frá skrifstofu sinni snemma á morgni og seint á kvöldi létt- stigan og beinan i baki, munu vart geta trúað þessu. Dagsverk hans eru meiri en flestra með sex tugi á herðum. Ludvig G. Braathen er meðal mikilhæfustu Norðmanna á þess- ari öld. Er það með eindæmum hvað hann hefur gert og komið til leiðar með dugnaði sínum og hyggjuviti. Ungur að árum réðst hann til skipafélaga, fyrst í Noregi og síðan í Englandi, og þegar hann hafði kynnzt siglingum til hlít- ar stofnaði hann sitt eigið skipa- félag 35 ára að aldri. Þrátt fyr- ir heimskreppuna græddist hon- um fé svo hann jók við skipa- stól sinn jafnt og þétt. Á hann nú s'kipallota, sem er miklu stærri en samanlagður floti allra Isiendinga. Siglir sá floti á Kyrrahafi og malar gull fyr- ir eigandann og norsku þjóðina. Þegar Braathen sá hvilik framtíð var í loftferðum stofn- aði hann sitt eigið flugfé- lag fyrir 25 árum. Byrjaði hann fyrstur allra á reglubundnum ferðum milli Suður-Ameríku og Austurlanda og hlaut félagið því nafnið South-American and Far East Airtransxxirt, er strax fékk styttinguna Braathens Safe i munni manna, og þótt! það gott og traustvekjandi nafn á flug- félagi áður en flugið var orðið slík almenningseign og nú er. Flugleið Braathens frá Suður- Ameríku til Hong Kong, sem var hin lengsta i heimi, gekk ÁRLEG skákkeppni gagnfræða skólanna hófst á laugardaginn var í Tónabæ. Þrettán sveitir keppa, 9 úr 1. og 2. bekk, en 4 úr eldri bekkjum gagnfræðaskól anna. Alls fimm skólar senða sveitir til keppninnar, en keppt er í tveimur flokkum. Keppninnl lýkur miðvikudaginn 24. marz. Upphaflega stóð Æskulýðsráð ágætlega i allmörg ár og leit út fyrir að Norðmenn hefðu haslað sér völl á sviði flugsins eins og þeir höfðu í siglingum. En þó fór svo, að fyrir skammsým Norðmanna sjálfra en yfirgang annarra, var Braathen sviptur þessu leyfi með því að það átti að afhenda það öðru flugfélag', sem við ísiendingar þekkjum og ekki að ahtof góðu. Svo fór þó. að Bretar neituðu Norðurlönd- unum um flugleyfi til Hong Kong þegar tffl kastanna kom, þvi varð leyfissynjunin Noregi til tjóns, en það er önnur saga. Um tíma leit ekki vel út fyr- ir hinu unga flugfélagi Braathens, en þá tókst mikil og góð samvinna með þvi og Loft- leiðum, sem varð til mikils gagns fyrir báða aðila, og um mörg ár studdi Braathen Loft- leiðir með ráðum og dáð. Fyrir það standa Islendingar í mikilli þakkarskuld við Ludvig G. Braathen. Nú er svo komið, að flugfé- lag Braathens er stærsta flug- félagið í einkaeign á Norður- löndum og þótt víðar sé leitað. Og Norðmenn eiga honum að þakka, að þar eru betri innan- landssamgöngur í lofti en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Auk siglinga og flugs á Braathen sér mörg hugðarefni, og meðal annars á hann viðlenda skóga í Austurdal í Noregi, þangað sem hann kemur oft sér til hvíldar. Þegar hann kom hingað í fyrsta sinn fyrir mörgum árum furðaði hann sig mjög á skjólléysinu og skógleys- inu á Islandi. Lagði hann þá þeg ar fram nokkra fjárhæð til skóg að keppni þessari, en hin síðari ár hefur tekizt samivimna við Taf Lf élag Reykj avíkur. Fyrsti bikarinn, sem keppt var um, var farandbikar, sem Morgumblaðið gaf, en í ár er keppt um tvo bik- ara gefna af Æskulýðsráði og Tónabæ. Keppninni verður hald- ið áfram á laugardaginn kemur, en hermi mun ljúka mdðvikudag inn 24. marz, eina og áður segir. Ludvig G. Braathen í Braathensskógi í Skorradal plöntunar og hefur síðan gert það um mörg ár. Hefur enginn einstaklingur enn lagt meira af mörkum til skógræktar á Islandi en hann. Fyrir gjafir hans hefur þegar verið gróður- sett í marga tugi hektara lands, bæði í Skorradal og Haukadal. Skógur sá, sem ber nafn hans í Skorradal er að verða einstak- lega fagur, enda eru nú 15 ár frá þvi að fyrstu plöntun- um var plantað þar. Ég hef nú þekkt Braathen í 16 ár og af kynnum mínum við hann hef ég séð, að hann legg- ur allt i sölumar fyrir góðar hugsjónir og notar allt sitt afla- fé til að búa í haginn fyr- ir framtíð þjóðar sinnar. Eitt sinn sagði hann mér að öllum tekjum sínum af skipunum skyldi hann verja til þess að Norðmenn gætu komizt í sömu afstöðu í loftinu og þeir hafa haft um margar aldir á heims- höfunum, og þetta þótti mér vel sagt af einlægum föðurlandsvini. Af kynnum minum við hann hef ég lært margt, sem mér hef-ur að gagni komið og tel mér mik- ið happ að hafa eignazt vináttu og trúnað svo einstaks manns, sem hann er. Hákon Bjamason. Til fyrrverandi nemenda KÆRU fornvinir míinir! Beztu þakkir fyrir öll góð og skemmtileg kynni, — Stjórn nemendasambands húsmæðra- skólans frá Löngumýri er dvel ur hér syðra, hefur beðið mig að segja þá sögu, að ákveðið er að hafa nemendamót í Lindar- bæ í Reykjavík, sunnudaginn 21. marz n.k. Hefst fundurinn kl. 20,30. — Þar verða rædd framtíðarstörf félagsing, m.a. um hvert skuli stefna væntan- legri skemmtiferð. Á fundi þessum verður um fræðslu og skemmtiatriði að ræða: Leiðbeiningar um dag- og kvöldsnyrtingu kvenna. Einnig rifjuð upp meðferð pressugers og rætt um hagnýta og holla matargerð. Almennur og glaður söngur mun hljóma þaðan þetta kvöld og skemmtilegar skuggamyndir verða sýndar þar. Kaffisala er þar á boðstólum. Eru það vinsamleg tilmæli mín til ykkar allra, kæru nemendur mínir frá Löngumýri, er dveljið hér syðra, að þið fjölmennið til þessa nemendamóts. Ykkur, kæru hollvinir mínir frá Staðarfelli er vinsamlega boðin þátttaka í þessari kvöld- stund. Gjörið mér gömlum velunn- ara ykkar þá gieði að hitta ykk ur í Lindabæ 21. marz n.k. kl. 20,30. Vinsamleg kveðja og beztu óskir til ykkar allra. Ingibjörg Jóhannsdóttlr frá Löngumýri. prettan sveitir taka þátt í hinni árlegu skákkcppni gagnfræðaskól- anna. Mynd þessi var tekin sl. laugardag, á fyrsta degi mótsins. — (Ljósm.: Mbl.: Sveinn Þorm.) Gagnfræðaskólanemar keppa í skák

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.