Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1971 13 rftTi 1 KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð, ★ sæmileg, léleg. aiuiiua Sig. Sverrir Pálsson Björn Vignir Sæbjörn Sigurpálsson Valdimarsson Háskólabió * Irska leynifélagið (The Molly Maguires) írsklr innflytjendnr báa við ill an kost í námubæjum Pennsyl- vanín á síðari hlnta nítjándn ald ar. Verkfðll ern brotin á bak aftur með lögregluvaldi, en J>eir svara með spellvirkjum. Maður nokkur sem námumenn telja upp ljóstrara tekst að vinna traust þeirra, og er hann tekinn inn í leynifélagsskap þeirra, „The Molly Maguires'*. Leikstjórí er Martin Rítt. ★ ★ ★ 1 heimi, þar sem valdhaf- inn fremur stærra brot en smælinginn, sem dæmdur er fyrir smáglæpi í sjálfsbjarg arviðleitni sinni, ætti írskt leynifélag rétt á sér. Þokka- leg leikstjórn Ritts, en kvik- myndatökumaðurinn James Wong Howe á þó stærstan íieiður skilinn. ★ ★ Góð afþreying. Efnið er alþekkt en fær næstum nýtt og ráunsætt yfirbragð vegna prýðilegrar myndatöku Jam- es gamla Wong Howe. í>á er Richard HaTris sannfærandi í hlutverki njósnarans sam- vizkuiausa. ★ ★ ★ Önnur mynd Martins Ritt i Háskólabíói á skömmum tíma, og er þessi þeirri fyrri að flestu ieyti fremri. Ligg- ur þar þyngst á metunum stórkostleg myndataka snill ingsins James Wong Howe og harmsögulegur efnisþráð ur, sem ætti að ýta við okk ur fiestum. Stjörnubíó Harðjaxlar frá Texas Jónas nokkur Trapp er kominn í dalinn sinn á leið til konu sinnar eftir 11 ára fjarveru með 17 þúsund ðollara, sem hann hef ur safnað í búið á buffaloveið- um. — brír menn ræna Jónas skömmu áður en hann nær heim og brennimerkja hann. — Unir hann því illa og leitar ódæðis- mennina uppi, en aðstæður reyn ast erfiðari en hann hugði. — í aðalhlutverkum Chuck Connors og Michael Rennie. Ódýrir vestrar geta oft ver ið býsna skemmtilegir og eft irtektarverðir á margvísleg- an hátt en þessi vesitari er þvi miður enn lakari en ég átti von á. Myndataka og tækni- frágangur afleit og sama er að segja um Connors í aðal- hlutverkinu Austurbæjarbíó Refurinn Myndin er gerð eftir sögu D. II. Lawrence og segir frá tveim- ur konum, sem stunda saman hú rekstur á afskekktu sveitabýli. — ónnur þeirra (Anne Heywood) annast einkum karlmannsstörfin, en hin (Sandy Dennis), scm virð ist veiklundraði, húsmóðurstörfin. Vetrarkvöld eitt ber ungan mann (Keir Dullea) að garði, og verð ur úr að hann er um kyrrt, og tekur að sér ráðsmennsku. Mætir hann í fyrstu kuldalegu viðmóti Anne, en vinnur um síðir ástir hennar. Við það vaknar afbrýði- semi hjá Sandy, og óttinn um að missa Anne. Um leið kemur í ljós, að hún hefur I rauninni alltaf verið sterkari aðilinn með an þær stöllur bjuggu einar. En eitthvað afdrifaríkt verður að gerast til að tilfinningatengsl þeirra rofni . . . ★ ★ Þeir, sem eru hrifnir af D. H. Lawrence ættu ekki að láta Refinn sleppa. Mynd in er vel útfærð innan þess efnislega ramma, sem bókin skapar. Sandy Dennis er af- bragðs góð og kvikmynda- taka Williams Frakers með ágætum á köflum. ★ ★ ★ Mynd þessi er mjög vel gerð tæknilega, vel leikin og leikstjóranum tekst mjög vel að ná ÍTam hinni sálrænu spennu, sem einkennir sögu Lawrence. Notkun Tefsins sem karlmannstákns í karl- mannslausu umhverfi tveggja kvenna er frábærlega út- færð í myndinni. Tilfinningarikt efni sögu Lawrence, kemst allvel til skila í góðum leik þeirra Sandy Dennis og Anne Hey- wood. Laugarásbíó Tígrisdýrið Franskur sjóræningi er send- ur af stjórnvöldunum til að eyði- leggja mikilvæga pappíra á eyju nokkurri, sem fallið hefur Bretum í hendur. Eftir að sendi förin hefur tekizt, hyggst hann hætta ránsferðum og felur skip ið í umsjá bróður síns. Sá er hins vegar handtekinn í misgrip um og dæmdur til lífláts. en þeim fyrrnefnda er gefinn kost- ur á að ganga í bróður stað og taka út þá refsingu, sem honum var ætluð. Handrit og kvikmyndataka afspymuléleg, leikstjórnin er þaðan af verri og leikur unum því vorkunn, þótt hlegið sé að þeim í alvarleg ustu atriðunum. Tónabíó * I næturhitanum (In the heat of the night) Myndin gerist í smáhæ í Suð- urríkjum Bandaríkjanna. Morð hefur verið framið, og lögreglu- stjóri staðarins lætur þegar hand- taka aðkomunegra einn, sem bíð- ur lestar á járnbrautarstöðinni. Við yfirheyrslur reynist hann vera einn helzti glæpamálasér- fræðingur stórborgarlögreglu í Norðurríkjunum, og verður hann eftir í bænum lögreglustjóranum til aðstoðar við iausn morðgát- unnar. Lýsir myndin innbyrðis átökum þessara tveggja manna og hvernig með þeim þróast gagn kvæm virðing þrátt fyrir ólíkan litarhátt og viðhorf. ★ ★ ★ Spennandi sakamálamynd, ivafin ádeilu á kynþáttahat- ur. Frábær samleikur í aðal- hlutverkum. Tækni kunn- áttusamlega beitt við fram- setningu efnis. Mjög góð skemmtimynd. ★ ★ ★ Góð leikstjórn, góð taka og góður leikur. Trúverðug og fordómalaus efnismeðferð. ★★★★ Það hjálpast allt til að gera þessa mynd þá beztu, sem hér hefur verið sýnd á árinu. Leikurinn er stórkost legur hjá Rod Steiger, hand- rit Silliphants laust við dauða punkta, kvikmynda- takan frábær og jassmúsík Quincy Jones fellur vel að hitamollu Suðurríkjanna. Hafnarbíó Þar til augu þín opnast Ung ensk stúlka kemur til San Fransico í atvinnuleit og kemst þegar £ kynni við ungan, frakk- an ljósmyndara. Honum tekst að útvega henni atvinnu, og lætur hana vinna fyrir sér. Hún verð- ur brátt vör við ýmsa skapbresti í honum, og yfirgefur hann um síðir. Hún er þá orðin barnshaf andi, en lætur eyða fóstrinn. — Ljósmyndarinn bregst hinn versti við þessum tíðindum og hyggur á hefndir. Litlu síðar kynnist stúlkan ungum stjórnmála- manni, og giftist honum. Hún verður barnshafandi að nýju, en þá kemur fyrri elskhuginn fram á sjónarsviðið og byrjar að of- sækja hana. Fáeinum vikum eft ir að hún hefur alið barnið, ræn ir hann því, og ætlar að neyða hana til að myrða það. Tæknilega vel gerð á köfl um, tekst sæmilega að ná upp spennu og hraða þegar á líður. En þar með er líka upptalið. Að eyða tíma og peningum í þann efnivið, sem þessi mynd er byggð á, er hreinlega ofar mínum skilningi. Handritið gefur tilefni til sæmilegrar hrollvekju, en því er klúðrað í leiksjórn og leik. Myndin er nánast ömur leg fram að hléi en örlítið lifnar yfir henni undir lokin, þegar hinir voveiflegu at- burðir gerast. Robson nær þó aldrei tökum á efninu. Reifabarn er leiksoppur þessarar myndar. Þó að spurningin um hvort það lifi í myndarlok haldi ein hverjum spenntum, þá finnst mér slíkur efnisþráður væg ast sagt ógeðfelldur. Nýja bíó Kvennaböðull- inn í Boston (The Boston Strangler) Myndin segir frá sannsöguleg- um atburðum í Boston á árunum 1962—1964, er óhugnanlegur morð ingi lék þar lausum hala og myrti 11 konur á ýmsum aldri, og lýsir hún viðureign lögregl- unnar við hann. Leikstjóri er Richard Fleischer, en í aðalhlut- verkum Tony Curtis, Henry Fonda og Arthur Kennedy. ★★ Sæmilega vel uppbyggð mynd, gerð að nokkru í stíl heimildarmyndar. Tony Curt is sýnir óvenjumikla leik- hæfileika í hlutverki morð- ingjans DeSalvo og lýsingin á þessum tvíklofa er óvenju sannverðug. „Split-screen“ er forvitnileg tækni, sem oft er notuð hér skemmtilega. ★ ★★ Sérlega fagmannlega unn- in kvikmynd eins og þær gerast beztar í bandarískum kvikmyndaiðnaði. ★ ★★ Flestum eru enn minnis stæð hin viðbjóðslegu morð, sem framin voru í Boston fyrir nokkrum árum. FleisC' her gerði myndina í frétta- myndastíl og notar mikið „split-screen“. Eykur það gildi myndarinnar. Kópavogsbió Ógn hins ókunna (The Projected Man) Vísindamaður nokkur fæst við tilraunir á að umbreyta lifandi tilraunir til að umbreyta lifandi þannig í nokkurn tíma og breyta því síðan aftur í sína uppruna- legu mynd, lifandi. Þetta tekst en þegar vísindamaðurin ætlar í reiðikasti, út í sína vantrúuðu yfirboðara, að umbreyta sjálfum sér, mistekst tilraunin og hann verður að rafmagnaðri ófreskju. í „Ógn hins ókunna" felst aðeins sú staðreynd, að ógn- in er myndin sjálf, láti ein- hver glepjast til að sjá hana. Klassískt dæmi um það allra lélegasta, sem framleitt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.