Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1971 SllHgMtlMftfrÍfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. SKATTVISITALAN lð undanfornu hefur verið hamrað á því í Tímanum, að vegna rangrar skattvísi- tölu muni nú verða stórhækk un á sköttum. Þetta er al- rangt varðandi hækkanir, sem urðu á árinu 1970, því að sikattvísitalan hefur verið hækkuð meir en nemur hækkun framfærsluvísitölu eða meðalhækkun launa. Skattvísitalan hækkar þannig um 20% en meðalframfærslu- vísitala um 13,12% og meðal- hækkun launa er 18,4%. Skatt vísitölunni er ætlað það hlut- verk að breyta persónufrá- drætti og þrepum í skattstig- um í því skyni, að menn greiði ekki hlutfallslega hærri skatta, þótt laun hækki vegna verðlagsþróunar en auðvitað hljóta skattar að hækka í sama hlutfalli og launabreytingar. Sú kenning er fjarri lagi, að skattvísitala skuli hækka til samræmis við framfærsluvísitölu, ef engin kauphækkun verður eða hún er mun lægri en hækkun framfærslukostnað- ar. Það er rétt, að á árunum 1968 og 1969 var skattvísi- tölu ekki breytt. Varðandi tekjur ársins 1967 var það eðlilegt vegna verðstöðvunar það ár en hefði vísitalan verið hækkuð 1969, hefði annars vegar verið óumflýj- anlegt fyrir ríkissjóð vegna hinna miklu efnahagsáfalla að leggja á samsvarandi nýja skatta og hins vegar hefðu sveitarfélögin orðið að mæta hækkun skattvísitölunnar með samsvarandi álagi á út- svörin. Á sáðaista ári var sbattvísitalan hækkuð um 11 stig en nú um 28 stig eða 20%, sem er meira en eðlileg hækkun og vegur að nokkru upp skerðingu erfiðleikaár- anna. í skattalagafrv. nú er lagt til, að skattvísitalan verði framvegis ákveðin af Alþingi í sambandi við afgreiðslu fjárlaga. Er það mjög eðlileg tilhögun, því að þá metur Alþingi, með hliðsjón af fjár- hagsástæðum hverju sinni, hvað fært er að ganga langt í hækkun skattvísitölunnar. Persónufrádráttur í ár verð- ur fyrir hjón 188 þúsund krónur og að auki 27 þúsund krónur fyrir hvert barn inn- an 16 ára aldurs. Vísitölu- fjölskyldan, hjón með tvö böm hefur því skattfrjálsar við álagningu tekjuskatts 242 þúsund krónur. Flokksþingið í Moskvu iTuttugasta og fjórða flokks- þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, sem hófst í fýrradag er rúmu ári á eftir tímanum. Það átti að halda snemma á árinu 1970 en þá var því frestað m.a. vegna af- leiðinga innrásarinnar í Tékkóslóvakíu og annarra ágreiningsefna meðal komm- únistaríkjanna. Frá því að síðasta flokks- þingið var haldið í Moskvu hefur engin atburður í komm únistaríkjunum komið jafn miklu róti á hugi manna og innrásin í Tékkóslóvakíu. Hún er framkvæmd á grund- velli þeirrar kenningar Brezh nevs, aðalritara Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, að Sovétríkin hafi rétt til að hlutast til um innanríkismál allra svonefndra sósíalískra ríkja. Þessi kenning hefur það væntanlega í för með sér, að Sovétríkin telja sig hafa heimild til slíkrar íhlutunar í málefni þeirra ríkja, sem héðan í frá kunna að taka upp sósíalískt þjóðskipulag. í þessu ljósi verður að skoða baráttu þeirra manna hér og annars staðar, sem segjast berjast fyrir því, að sósíal- xskt þjóðskipulag verði upp tekið. í kjölfar innrásarinnar í Tékkóslóvakíu hafa Sovét- ríkin markvisst unnið að því að framkvæma hreinsanir í Kommúnistaflokki Tékkósló- vakíu og nú er svo komið, að öllum helztu leiðtogum frjáisræðiss'tefnunnar í land- inu hefur verið hrundið úr valda- og áhrifastöðum. At- hyglisvert er, að kommún- istar hér á íslandi, sem í orði kveðnu töldu sig vera and- víga innrásinni 1968 hafa ekkert haft við þessa þróun að athuga. En þótt Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra hafi tek- izt að kæfa í fæðingu þá frjáisræðisöldu, sem fór um Tékkóslóvakíu á árinu 1968 er sýnt, að þeim tekst ekki til lengdar að halda niðri eðlilegum kröfum fólksins í Austur-Evrópuríkjunum um bætt kjör. Atburðirnir í Pól- landi í desember sýna það, svo að ekki verður um villzt. Ef kommúnistaleiðtogarnir þar hefðu ekki látið undan síga fyrir kröfum fólksins þar má óhikað fullyrða, að þar hefði orðið enn hrylli- legra blóðbað. Þegar komm- únistaleiðtogarnir koma nú saman til fundar í Moskvu standa þeir frammi fyrir því, að kröfurnar um bætt lífs- kjör eru orðnar svo hávær- ar í ríkjum þeirra, að á móti þeim verður ekki staðið. EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR KONUR og mengun virðast efst á baugi í umræðum þennan vetur. Enda hvort tveggja merkilegt viðfangsefni. Þetta má m.a. marka af því, að þeir sem vanir eru að sigla á vinsældaöld- unum, flykkjast nú að þessum mála- flokkum. í dálkunum sínum um maddömur, kerlingar, frökenar og frúr í Mbl., benti hún Þórdís nýlega á hlunnindi, sem íslenzkar konur hafa umfram all- ar aðrar konur í veröldinni. Það er rétt urinn til að halda sínu eigin nafni allt sitt langa eða stutta lífshlaup. í öðrum löndum fær konan nýtt nafn með hverjum nýjum eiginmanni. Hún varp ar þá hinu gamla af sér, eins og not- aðri flík, og byrjar nýtt líf undir nýju nafni. Konum þykir flestum nokkuð vænt um nafnið sitt. Finnst það vera stór hluti af þeim sjálfum, sem þær halda í lengstu lög. Þó eru ekki allar íslenzkar konur sammála þar fremur en annars staðar, og skipta við fyrsta tækifæri um nafn, þó ekki sé þess af þeim krafizt. Hvað um það. Flestum finnst okkur að minnsta kosti hart að útlendur karl maður skuli neyddur til að skipta um nafn, þegar hann flytur til íslands. Minna er um það rætt þó konurnar þurfi þess líka. Mágkona mín, sem er þýzk, tók með mestu ró öllum nafna breytingunum, sem yfir hana dundu, þegar hún eignaðist mann og fékk sér nýtt föðurland. Þegar ég kynntist henni í hennar heimalandi, hét hún Jutta Schaupp. Svo giftist hún bróður mín- um og hét nú Jutta Pálmason. Síðan kom að því að hún fengi íslenzkan rík isborgararétt. Þá gekk það ekki leng- ur. En hún var svo heppin að eiga í fórum sínum alveg ónotað seinna nafn, Eva, sem nú kom í góðar þarfir. Og þar sem faðir hennar heitir Júlíus að fyrra nafni, heitir hún nú Eva Júlíus- dóttir. Juttu-nafnið langaði hana að vísu að halda í og eftir heilmikið um stang og bréfaskriftir, þar sem hún kvaðst vona að hennar nýja föðurland væri ekki orðið eins mikið skriffinnsku land og hennar gamla, þá fékk hún leyfi til að halda gamla nafninu með því að færa það aftur fyrir, skrifa það með ú-i, Jútta, og nota það helzt ekki. Þegar nú ættingjar og vinir fóru að býsnast yfir þessum nafnaskiptum öll um, svaraði hún bara ofur rólega og brosti við: „Úr því ég þurfti að missa nafnið mitt á annað borð og taka upp nýtt nafn, þá vil ég heldur vera dóttir hans pabba míns en sonur hans tengda föður míns.“ f rauninni er ákaflega broslegt að vera sonur hans tengdapabba síns. Nú, eða fyrir karlmann að vera dóttir, sem fáir sækjast víst eftir. — Þetta minnir mig þó á þegar ég var boðin í veizlu til Azikiwe landsstjóra í Nig eríu, er ég var skreiðarsölukona og fulitrúi fslands á vörusýningu í þvísa landi. Þá hrópaði þjónninn við dyrn- ar hátt, um leið og ég gekk í salinn með herrann minn við hlið: — Herra og frú Pálmadóttir! Þetta þótti herr- anum, sem var Norðmaður, fyndið og hló mikið. En enginn annar skildi að hverju hlegið var. Jafnan þegar hann mætti vinum sínum, Norðmönnunum, næstu daga, sagði hann: — Má ég kynna mig, Mister Dóttir! í rauninni er það víst ekkert broslegra en frú Son. Annað er það, sem við íslenzkacr kon ur höfum fram yfir kynsystur okkar í mörgum rótgrónum, gömlum samfélög- um. Við getum ófeimnar og átölulaust komið hvar sem er á opinbera skemmtistaði, án þess að hafa karl- mann upp á síðuna. Til hvers? Ja, það veit ég eiginlega ekki. Þetta er víst einn af þessum siðum, sem fest hafa rætur meðan litið var á konuna, sem veikbyggða veru, er þyrfti vernd við hvert fótmál. Og afleiðingin er sú, að konunum hefur farið að finn- ast að þær þyrftu að sýna við hvert tækifæri að einhver vildi vernda þær og að þær gætu ekki sýnt sig án slíks „varðhunds11. Betra sé að hafa „ein- hvern“, en éngan. Hér held ég að við séum að mestu blessunarlega lausar við þessa tilfinningu og mætum hik- laust hvar sem er, ef við höfum áhuga á, án þess að hafa einhvern til sýnis við hliðina á okkur. Margir slíkir siðir og furðulegar venjur, sem hér ríkja ekki síður en annars staðar, komu vel fram í leikrit inu hennar Svövu Jakobsdóttur um konuna í blýhólki heimilisins sem sýnt var í sjónvarpinu um daginn. Þó margt af því hafi að vísu heyrzt í ræðu eða riti, einkum síðari árin, þá hitti það miklu betur í mark í því formi, sem það var í leiknum. Þar voru dregnar upp margar sannar skyndimyndir, með vissri hæðni, svolitlum húmor og hæfi legum ýkjum. Og það var góð og þörí ádrepa, bæði fyrir konur og karla. Mér fannst þetta gott leikrit. Eg átti bara svolítið erfitt með, að sætta mig við að þessi kona (eins og hún var skrifuð og leikin) gæfist upp á náminu. Úr því hún komst í gegnum erfiðu árin með sinn kjark og sína löngun til að nema og verða manneskja, eins og hún segir. Ég hafði það á tilfinningunni að miklu meira þyrfti en tvö börn og námsárabasl í nokkur ár, til að drepa hana niður til frambúðar. Hún mundi rísa upp eins og tré sem svignar en brotnar ekki, eftir barnableyjuárin. En það breytir ekki leikritinu. Þær eru svo margar, sem eiga við meiri og lang varandi erfiðleika að stríða og sem hafa minni kjark og minni löngun en mér fannst þessi sérstaka kona hafa. Og þessi skammtur af mótlæti hefði auðveldlega nægt til að brjóta þær niður til lífstíðar. í umræðum um kvenfólk er oft sagt, að konur gefi sig lítið að félagsmálum hér á landi. Er þetta ekki hreina vit- leysa? Ég sé ekki betur en að konur sýni áhuga á flestum málum, sem fyrir koma í lífinu, og stundi störf sín í hvers kyns félögum af miklum dugnaði. Þær rækja bara félagsstörfin öll á sinn persónulega hátt — með því að baka kökur. Þær baka fyrir trú sína, í þágu björgunarmála og slysavarna, fyrir hestamennsku í landinu, af ást til átt haga sinna, í þágu stjórnmálaskoðana sinna o.s.frv. Við konur erum með og tökum til hendi til framdráttar öllum okkar hugsjónum í lífinu — bregðumst skjótt við og leggjumst á eitt með þvi að baka kökur. Og séu menn tregir til að borða þær í þágu sömu hugsjóna, þá sjáum við um að útvega til þess fjölskyldur og vini. Og svo er sagt að við séum óduglegar í félagsmálum. — Svona er vanþakklætið í henni veröld! Úr því ég er að rabba um konur og — afsakið, mér lá við að segja kvenn- réttindi — mannréttindi, þá ætla ég að nota tækifærið til að éta ofan í mig syndugar hugrenningar um kynsystur mínar. Stundum hefur læðzt að mér grunur um að við sækjumst kannski ekki jafn ákaft eftir þessu lofaða jafn rétti, þegar það er ekki okkur í hag. í blaði sá ég svo, mér til ánægju svar frá starfshópi rauðsokka um skatta- mál og skattlagningu hjóna. Rauðsokka hópurinn svaraði því þannig, að þar sem það væri ófrávíkjanleg stefna hans að líta bæri á konuna sem full- komlega sjálfstæðan einstakling, líka eftir að hún giftist, þá hallist þær að sérsköttun, þ.e. að hver einstaklingur verði skattlagður sér, hvort sem hann er giftur eða ógiftur. Þetta finnst mér vera hinn rétti andi í réttindamálum fyrir þær, sem vilja standa uppréttar á eigin fótum og leggja þjóðfélaginu til á borð við aðra borgara, ekki síður en þiggja af því. Já, 3á tími er víst endanlega liðinn, þegar konur vildu standa með ábyrgð arsvip í skjóli að baki karlmannsins, eins og konan, sem spurð var, hvort hún vildi ekki fá kosningarétt, hvort hana langaði ekki til að geta farið með manni sínum á kjörstað og kosið með honum. — Nei, svaraði hún, ég held það væri nú það minnsta sem hann gæti gert hjálparlaust, að setja kross á blað, sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.