Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1971 > Mjl BÍLALEIGAJV ÆJALUIt" Hfflim BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SendiferSabifreiJ-VW 5 manna-VW svefraapi VW 9 manna-Landrover 7manna IITIA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEICAN Bliki hf. Lækjargata 32, Hafnarfirði. Sími 5-18-70 KVÖLD- OG HELGAR- SlMAR 52549 — 50649 NÝIR BlLAR •3^—bilqsglq GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 20070 Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Simi 26200 (3 línur) Svarið er: Ms. Hekia fer 7. þ. m. austur um land í hringferð. Vörumóttaka í dag, á morgun og á mánudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfj.,, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarð- ar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- víkur, Akureyrar, Siglufjarðar, Ölafsfjarðar og Norðfjarðar. 0 Sovézkir fimmmenn- ingar reknir frá Mexíkó: Höfðu lært hermdarverk Jan Eriksson skrifar: „ Velvakandi! Morgunblaðið skýrði frá því um daginn, að fimm starfsmenn sovézka sendiráðsitns í Mexíkó- borg hefðu verið gerðir raekir út úr ríkinu. Blaðið kallar þessa njósnara fimmmenniriga, og þykir mér það vera orðið vel að sér í rússneskri ætt- fræði. Brottreksturinn er talinn standa í sambandí við hand- töku nítján innlendra konrmún ista, sem höfðu iært undirróð- ursstarfsemi og framkvæmd hryðjuverka í Moskvu og Norð ur-Kóreu. t>ess er ennfremuir getið, að sendiherra Mexíkós í Moskvu hafi verið kallaður heim. Starfsmenn sendiráðs Mexíkóa í Moskvu séu þrír til fjórir, en aftur á móti séu starfsmenn sovézka sendiráðs- ins I Mexíkóborg hvorki fleiri né færri en tuttugu og fimm. 0 Sovézka sendiráðið í París Þetta leiðir hugann að skil- merkilegri frásögn, sem Tómas Karlsson, ritstjóri Tímans, öutti fyrir nokkru í útvarps- þættinium „Frá út!löndum.“ Þar sagði hann frá helzta stjómmálahneyksli vetrarins í Parísarborg, sem varð, þegar háttsettur embættismaður frönsku ríkisstjórnarinnar kallaði austur-evrópsikiu sendi- ráðin í París njósnarahreiður. Muni ég rétt, sagði embættis- maðurinn að um fjöruti'u manns ynnu í franska sendiráð inu í Moskvu, en um fjögur hundruð Rússar voru í sov- ézka sendiráðinu í Paris. Þetta segði auðvitað sína sögu. 0 Sovézka sendiráðið í Reykjavík: Stórfurðu- leg útþensla Málflutningur þessa franska embættismanns var laus við alla móðursýki. Hann skýrði að eins frá staðreyndum með vit- und og vilja yfirboðara sinna, sem þykir víst nóg komið. Þess vegna vænti ég, að ég undirritaður verði ekki vænd- ur um of mikla Rússahræðslu, (en þannig er vaninn að af- greiða þá, sem skýra frá hrein um staðreyndum um Sovétrík in og sósíalismann), þótt ég bendi Isíendingum á, að i aug- um útlendinga, sem víða þekkja til, er útþensla sov- ézka sendiráðsins og fylgistofn ana þess í Reykjavík stórfurðu leg. Sendiráð Sovétrikjanna á Is landi er langsamlega f jölmenn asta sendiráðið í Reykjavík. Sendiráð Bandarlkjanna er t.d. eins og dúkkuhús í sarnan- burði. Mannfjöldinn í sovézka sendiráðinu er svo mikill, að útilokað er, að viðskipti ía- lenzka og sovézka rikisins rétt læti hann. Sé eingöngu litið á diplómataskrána, kemur auðvit að í Ijós, að sovéZkir rikisborg arar með diplómatísk réttindi á Islandi eru mikiki fleiri en all- ir aðrir diplómatar. En sagan er ekki öll sögð með þvi. Önn ur sendiráð, til dæmis hið bandariska, hafa marga íslend inga í þjónustu sinni, — við skrifstofustörf, afgreiðslustörf, akstur, þjónustu, hreingeming- ar o.s.frv. Það gera Rússar h/ins vegar ekiki. Þeii flytja aUt starfslið sitt inn með sér. Eins og menn vita, er það al- gengt, þegar upp kemst um njósnir sovézkra sendiráða, að aðalnjósnararnir séu í lágum stöðum í sendiráðunum. 0 Sovézkar njósnir á Islandi Þegar upp hefur komizt um sovézkar njósnir á íslandi, hafa meðaÞháttsettir menn að visu aðallega verið flæktir í málin, en ekki liágt sett starfs- fólk, muni ég rétt. Mér finnst, að Islendingar eigi að athuga sinn gang í þessum efnum. Það er alveg augljóst, að áihugi Sovétríkj- anna á íslandi hefur auikizt aiveg gifurlega á alilra siðustu árum, af hverju svo sam það er. Ég gæti látið mér koma til hugar, að Rússar geti ekki gleymt hernaðarlegu mikilvægi ÍSlands, minnist fámenni þjóðar innar og geðjist vel að and- varaleysi hennar og almennu kæruleysi um öryggismál. Hver veit, nema einhvern tima komist vinstri stjóm tiil valda, sem strunsi með ísland út úr A11 antsh a fis ba nda 1 a g inu og segi vamarsamningum upp við Bandaríkin? Þá er hægur eftiir leikurinn. Létt verk yrði að finna ástæðu til „aðgerða" á Islandi, til þesis „að tryggja ör yggi Ráðstjórnarrikjanna og hinnar islenzku þjóðar sjálfr ar.“ • Hann er ekkert að hrella okkur Með þessum skritfum mínum ætla ég mér ekíki að hræða líf- tóruna úr vinum mínum og frændum á Islandi; aðeins benda þeim á staðreyndir, sem stinga útlendinga í augun, eink um þegar þeir verða varir við mjög einikernnilegt andvara- leysi um mestá sjálfstæðismál hverrar þjóðar, ekki sízt mátt- lítillar smáþjóðar: öryggi henn ar og vernd gegn yfirgangi annarra. Það er engin smáræð iáheppni að hafa fengið Banda ríkin til þess að tryggja ör- yggi landsins á grundveili NATO-sáttmálanis, og munu vísit rnargar smáþjóðir öfunda Islendinga af því að hafa feng ið eitt öflugasta ríki veraldar til þess að ábyrgjast sjáilfstæð ið og þar að auki ríki, sem þeir geta fullkomlega treyst til þess að blanda sér ekki í innan ríkismál sín. En það er eins og margir Islendingar kunni ekki að meta þetta einstæða happ nýfrjálsrar smáþjóðar og veigri sér við að nefna hlut- ina réttum nöfnum I þessu sam bandi. 0 Hræðileg sjón fyrir sanna Vesturbæinga Nógu margt ætti samt að vera til þess að minna íslend- inga á návist sovézka heioms- veldisins, og nógu mikið ættu þeir að hafa lesið 1 mannkyns sögu siðustu fimmtíu ára til þess að vita, við hverju má bú ast úr austanáttinni. Reykvík- ingar hljóta a.m.k. að hafa tek ið eftir hinum geysdlegu húsa- kaupum sovézka sendiráðsins á síðustu árum. Það hlýtur að vera ömurleg sjón fyrir gamla Vesturbæinga, sem ganga frá landnámsbæjar- stæði Ingolifs í Aðalstræti upp á Landakotshæð að sjá rússn- esk feitabolluandlit gægjast fram undan svo að segja hverri gardínu alia leiðina. 0 Þorir Velvakandi ekki? Jæja, Vetvakandii sæll, meira hefur nú teygzt úr þessu en ætlumin var, og væri þó raun- ar hægt að skrifa um þetta miklu lengra mál. Það yrði þá e.t.v. löng og leiðinleg analýsa (skilgreining), þar sem sleppt væri óviðurkvæmilegu tali um affituvandamál erlendra sendi- ráðsstarfismanna. Ætld þú þorir annars að birta þetta? Rússar eru alira manna hörundssárast ir. Þeir eru siklagandi. Sömu sögu mun vera að segja hér og í Sviþjóð og Bandarikjunum og aUs staðar annars staðar, að aldrei má segja neitt ljótt um sovézka sendiráðsstarfs- menn, án þess að upp sé rok- ið til handa og fóta og farið að kvabba og kvarta, klaga og kæra hjá viðkomandi utan- ríkisráðuneytum. Þettá er skilj anlegt, því að þeir þekkja ekki frjálsa biaðaútgáfu og halda, að ráðuneyti beri ábyrgð á bílöðunum. Þetta er sama sag- an og um sósíalista yfirleitt: þeir vilja komast upp með það að svívirða, rógbera og hund- Skamma hvem sem er og hvað sem er í hinum frjál'su kapítal istaríkjum. En um leið og orð- inu er haMað á þá sjálifa, hlaupa þeir vælandi undir næsta pitefald og æpa: Það var verið að hrekkja miig! Engir standa oftar i klögumálum vegna skrifaðs eða talaðs orðs en einmitt þeir kommúnistar í frjáTívum þjóðfélögum, sem þeir viilja svo auðvitað eyðileggja. Ég ætla^að vona, að þú birt ir þetta. Ástæðan til bréfsins er sú, að ég vil vekja athygli hinna hálí-sofandi IslLendinga á hinum einkennilega áhuga Sov étstjómarinnar á högum ykk- ar. Með beztu kveðjum, Jan Andreas Eriksson." — Velvakanda finnsit þesisi áhugi ekkert einkennilegur, heldur sjálifsagður frá sovézku sjónarmiði. Hitt væri einkenni- legt, tækju menn atonennt ekki ef.tir þessu, eins og bréf- ritari virðist óttast. TIL ALLRA ATTA L0FTLEIDIR Nemendur Varmalandsskóla Nemendomót Húsmæðraskólans ú Vnrmnlandi verður haldið sunnudaginn 16. maí 1971. Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en 7. maí til Nönnu Tómasdóttur, Blönduósi sími 4155, Grétu Finnbogadóttur Reykjavík, simi 30319 og Helgu Helgadóttur Borgarnesi, sími 7350 og 7201. Ferð með Sæmundi frá Umferðamiðstöðinni kl. 8 f.h. 16. maí. Geymið auglýsinguna. NEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.