Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1971 ' t C- -f . . I BLÓÐ- TURNINN n . . 50 . . sjá sig hér. Nú kemur til yðar kasta. Þér munið sjálfsagt að þér sögðuð mér, að yður yrði ekki mikið fyrir að finna hann. Jimmy fór aftur til Scotland Yard, heldur en ekki niðu'rdreg Við skerum pöruna frá fyrir yður. Biðjið þvi kaupmann yðar aðeins um ALI EACOIM. Það er yðar hagur. SfTJ) & FISKUll inn. Sýnilega hafði Appleyard rétt fyrir sér. Benjamín var stunginn af. Atvikin að brottför hans frá skipinu létu engan þurfa að efast um það. Hann hafði sagt þrisvar sinnum greini lega rangt til. Að faðir hans hefði veikzt á þeim tíma, er hann var sannanlega við venju lega heilsu. Að faðir hans hefði tekið sér dauða Calebs mjög nærri, en hann hafði einmitt lát ið sér hann í léttu rúmi liggja. Að hann sjálfur ætlaði til Lyd enbridge en fór þangað svo alls ekki. Ennfremur lá það í augum uppi, að Benjamín hefði aldrei farið að strjúka, hefði hann ekki verið valdur að dauða bróð- ur síns. Jimmy bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa skjátlazt svöna illilega um innræti Benjamíns. Eftir að hafa talað við hann, hafði hann verið sannfærður um sakleysi hans. Hann hafði látið blekkjast af eðlilegri framkomu hans. Reyndari lögreglumaður hefði ekki látið blekkjast, en hefði einmitt tekið framkomu Benjamíns sem merki um sekt hans. I mikium iðrunarhug leitaði Jimm.v ráða Hanslets. Ég er búinn að heimska mig, sagði hann, eftir að hafa rakið raun ir sínar. — Ég hefði auðvitað átt að láta fylgjast með honum, það sé ég nú. Ég ætti að sparka í sjálfan mig, öðrum til viðvör- unar. — Það skyldi ég ekki gera í þínum sporum, sagði Hanselt ró lega. — Ertu búinn að fá nokk- uð að éta í dag? Það var orðið áliðið dags. — Ekki síðan morgunmatinn í lest- inni á leiðinni hingað, sagði Jimmy. — Jæja, fáðu þér þá eitthvað í svanginn. Jafnvel leynilög- reglumenn geta ekki unnið á fastandi maga. Þú getur falið mér einföldustu verkin. Þú ert þegar búinn að semja lýsingu af náunganum, segirðu? Bættu við lýsingu á klæðaburði hans, þeg- ar hann fór frá borði, og láttu mig hafa hana. Þegar Jimmy var farinn, treg- lega þó, til þess að fá sér eitt- hvað að éta, hló Hansiet með sjálfum sér. Jimmy var uppá- halds skjólstæðingur hans, og hann hafði örugga trú á skerpu hans og dugnaði. Vissulega hafði hann hlaupið á sig í þessu máli, líklega af of miklu siálfs- trausti — en þetta leit samt ekki eins illa út og Jimmy hélt Það yrði auðvelt að ná í þennan véi stjóra. Og þegar hann fyndist, mundi sitt af hverju standa í honum. Hanslet vissi nógu vel um þetta mál til þess að geta áttað sig á gangi þess. Benjamín hafði verið of öruggur um, að þetta bragð hans með sprengiefnið mundi ekki komast upp. Honum hlaut því að hafa orðið hverft við, er hann sá, að Jimmy og lög reglan höfðu þegar rakið atvik in að morðinu. Samt hlaut hann að hafa séð, að í bili var hann ekki í neinni sérlegri hættu. Framkoma Jimmys hafði gefið honum til kynna, að hann lægi ekkert sérstaklega undir grun. En þá hafði þessi fram- hleypni bóksali, Woodspring komið til sögunnar. Auk þess sem honum var mikið í mun að ná í undirskrift Benjamíns und ir samninginn, þá virtist hann vera einn þessara manna, sem þurfa að stinga nefinu í ann- arra manna málefni. Vafalaust hefði hann útlistað nákvæm- lega fyrir Benjamín athafnir lög reglunnar í Lydenbridge. Og með því fengið Benjamín til að gera sér ljóst, að afstaða hans var hættulegri en honum hafði áður dottið í hug. — En Benjamín hafði nú samt sem áður varðveitt still- ingu sína Hann hafði ekki tek- ið til fótanna samstundis held ur beðið þangað til hæfilegur tími var liðinn frá brottför gests hans. Svo hafði hann, á upplog inni forsendu, fengið leyfi úr vinnunni og síðan farið í land, eins og ekkert væri um að vera. Það mátti ganga að því nokk uð vísu, að maður, sem eins stóð á fyrir og Benjamin mundi reyna að komast úr landi við fyrsta tækifæri. Kunnátta hans og eiginleikar mundu gera hon um það tiltölulega auðvelt. Hann gat fengið sér vinnu á ein hverju skipi eða jafnvel farið um borð sem laumufarþegi. Þess vegna var einna vænlegast að leita hans í höfnunum. Þegar Hanslet var kominn að þessari niðurstöðu, gaf hann skipun um að dreifa lýsingunni Félagsvist í kvöld Ný 3ja kvölda kcppni 1., 15. og 29. apríl. Safnaðarheimilí Langholtssóknar. sonderborq garn F ramúr- slcarandi gæðavara Hjá okkur fáið þér frumlegar SÖNDERBORG prjónaupp- skriftir og getið valið úr 50 litum af SÖNDERBORG GARNI af tegundunum GLORIA og FREESIA CREPE. Verzlið þar sem úrvalið er. VERZLUNIN HOF Þingholtsstræti 2. til lögreglunnar í öllum höfmum landsins. Einnig til allra skipa, sem höfðu lagt af stað úr land- inu eftir klukkan fjögur daginn áður. Að þessu loknu hafði hann góða von um að frétta frá Ben jamín innan fárra daga. Það leið ekki á löngu áður en Jimmy kom aftur, vel sadd- ur og ákafur að halda áfram verki sínu. - -Það er nóg handa þér að gera, sagði Hanslet, er Jimmy bað hann um leiðbeiningar. —- Þú skalt láta mig um ieitina að Benjamín. Ég skal gera það, sem þarf og meðal annars hafa samband við lögregluna í Cat- ford. Hún getur athugað, hvort hann hefur komið til frænda sins og haft auga með húsinu hans. — En þú verður að athuga, að þessi leit að Benjamin er ekki nema einn þáttur málsins. Ég veit, að hann hefði aldrei far ið að stinga af, ef hanm hefði ekki verið valdur að dauða bróð ur síns. En það eitt út af fyrir sig nægir ekki til að sanmfæra Hverfisgötu 16 A. Hrúturlnn, 31. niarz — 19. tipril. Lcggðu vel til hiiðar i dag og rukkaðu inn útistandandi skuldir. Nautið, 30. apríi — 30. maf. Þú ert fljótfær, en gættu þín í öilu. Tvíburamir, 31. rnaí — 30. júní. Þú hefur samhand við marga og þér eengur vel. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Vertu fljótur að snúa þér viö og hagnýta þér tækifærin. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þér er óhætt að gleðjast yfir unnum sigri. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þér verða staðreyndirnar æ ljósari. Þú hefur (akmarkað svig- rúm. Vogin, 23. septombe.r — 22. október. Kannaðu vel möguleikana á ölluin sviðurn. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú verður að hugsa rökrétt, þótt erfitt sé. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú kemst að góðum kjöruin i dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þér hættir til að hcimta mikið. Gerðu það hægt. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að koma þér út úr ringulreiðinni. I'iskarnir, 19. febriíar — 20. marz. Reyndu að komast i ný og betri sambönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.