Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1971 • • Einar Qrn Björnsson, Mýnesi: Endurskoðun á samskiptum íslands og Bandaríkjanna UNGIR Sjálfstæðismenn í Reykjavík héldu ráðstefnu fyr- ir skömmu, þar sem fjallað var um utanríkisstefnu og öryggi íslands. í framhaldi af því komu svo þrír þátttakendur fram í Morgunblaðinu laugar- daginn 20. marz og voru spurðir um sjónarmið sín um ýmsa þætti utanríkismála. Einn þeirra Sigurður Hafstein, lætur hafa eftir sér. „Vitanlega þurfum við alltaf að vera vakandi yfir breytingum og fyrir því að að- laga utanríkisstefnuna þeim mál um, sem efst eru á baugi hvei'ju sinni“ og síðan segir: „En eins og á stendur nú, sé ég ekki fram á að utanríkismálin verði stórmál í þessum kosningum, sem nú fara í hönd“. Þar með er sagt berum orðum, að þessi mál eigi að vera í hönd- um valdamanna í innsta hring þeim til ráðstöfunar eftir kosn ingar, eins og verið hefur. Það var þá öll nýbreytnin. Hörður Einars9on, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna, sem tók þátt í þessum umræðum, er nær sama sinnis og Sigurður, en Jakob R. Möller virðist vilja breytingar, en þær eru frekar í þá átt að draga úr gildi Atlantshafsbandalagsins, en þó sérstaklega úr vörnum ís lands og þar með samskiptum við Bandaríkin. Björn Bjarna- son skrifar einnig í sama blað fræðilega grein um Atlantshafs bandalagið og hlutverk þess, en virðist ekki gera sér grein fyrir hver afstaða fslendinga er nú til varnarsamningsins og sam- skiptanna við Bandaríkin og þeirri hættu, sem okkar biði, ef við drægjum úr viðnáms- þrótti þjóðarinnar með óná- kvæmu tali um varnir og ör- yggi Vesturlanda. Eru áðurnefndir ungir Sjálf- stæðismenn búnir að gleyma at ferli Kremlverja, er þeir í lok heimsstyrjaldarinnar lögðu sex þjóðir Austur-Evrópu í viðjar og þurrkuðu út sjálfstæði þriggja smáríkja við Eystra- salt, og litlu munaði, að Júgó- slavía og Albania lentu einnig undir hramm Stalíns? Senni- lega hefðu Norðurlönd lent und ir yfirráð Rússa og mikil hætta verið á, að Vestur-Evrópu hefðu beðið sömu örlög, ef varnarsam tök vestrænna þjóða hefðu ekki verið stofnuð á réttu augna- bliki. Halda menn að einræðis öfiin í Austur-Evrópu hafi gef ið upp alla von um að útbreiða veldi sitt vestur á bóginn. Það er aðeins breytt um aðferð með lýðskrumi, þjóðernistali og blekkingu og reynt með lævís- um haétti að koma flugumönn- um kommúnista inn í verkalýðs félög, æskulýðsfélög og skóla; skipuleggja Víetnamgöngur og bjóða samstarf í formi samfylk ingar og vinstri einingar. Verst er að sumir ungir menn í öðrum flokkum gleypa við þessu, eða deyfa eggjarnar, eins og Fjórblöðungsskrifin í Morg- unblaðinu bera með sér. Olof Pílme, forsætisráðherra Svía, tók þátt í Víetnamgöngum með kommúnistum, en hvað hefur hann uppskorið í staðinn? Alls konar níðurrifsöfl kynda undir verkföllum og ósamlyndi meðal almennings og menntamanna. Þetta eru vinnubrögð kommún ista hvarvetna og þeirra nei- kvæðu afla, sem safnast utan um þá og ekki sízt á Norður- löndum. Jafnaðarmannaflokkarn ir þar eru slíkum öflum þyrnir í augum. Sömu sögu er að segja hér á landi. Þess vegna eru bollaleggingar og undansláttur þeirra manna, sem vitnað er í hér að framan furðulegur, enda vekur það undrun manna hér í borg og víðar um landið og maður spyr mann, hvernig færi ef slík sjónarmið yrðu ráðandi í utanríkismálum íslendinga. Halda þeir að þetta séu einhver gamanmál eða leikspil, til að láta til sín heyra eða eru þeir sér ekki meðvitandi að utanrík ismálin eru annar meginþáttur hverrar þjóðar og ekki sízt ís- lendinga, sem búa á eylandi hér norður í hafi og þurfa því að tryggja sín viðskipti og skapa sér öryggi í þeim vopnaða heimi, sem við búum í, og verður ekki betur tryggt en í samvmnu við Bandaríkin og veru. þjóðarinnar í NATO, sem ekki væri til sem öflug vörn gegn ógnarveldi kommúnism- ans, ef Bandaríkin væru þar ekki með eg í samvinnu við ís lendinga um varnir vestrænna þióða hér á norðanverðu At- lantshafi. Kommúnisminn hefur aldrei verið ægilegri en hann er í dag, þar sem tvö stórveldi, grá fyrir járnum, ógna nú allri Suðaustur-Asíu, ef út af ber. Styrjöldin í Indó-Kína er ekki til áð skapa ibúum þar frelsi og hamingju. Hún er liður í áform um kommúnismans að ná sem mestu af heiminum undir veldi sítt. Bandaríkin standa í erfiðu hlutverki í Suðaustur-Asíu, en vilja gjarnan reyna að semja við Norður-Víetnama, enda set ið á fundum í nokkur ár, án þess að nokkur sjáanlegur ár- angur sé enn um samninga. Stórveldin Kína og Sovétríkin kynda undir í Suðaustur-Asíu að vísu hvort á sína vísu. Þetta vandamál er flóknara en menn halda og bezt fyrir íslendinga að eyða meiri tíma í að tryggja tilveru sína og forða íslenzku þjóðinni frá sams konar örlög- um og þeim löndum, sem hafa orðið kommúnismanum að bráð og sum vegna þess að treyst var á samninga við kommún- ista, sem þeir sviku. Kommún- istaforkólfarnir í Austur-Evrópu tala mikið um að koma á öryggis sáttmála við Vesturlönd. En fylg ir hugur máli? Vilja þeir láta Austur-Evrópuríkin, sem þeir undiroka, fá frelsi, þar sem fólkið velur sér það stjórnar- form, sem útkoma frjálsra kosn inga ákvarðar hverju sinni og stuðla að sameiningu Þýzka- lands og leggja fram fjármagn og tækniaðstoð hinum vanþró- uðu ríkjum til hjálpar? Ekki er það sennilegt. Allir valdaræningjar og of- Tilboð óskast í smíði og uppsetningu loftræsikerfis í skóla- hús Verkfræði- og raunvísindadeíldar Háskóia Íslands. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 2.000,— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 20. apríl n.k., kl. 1100 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS . BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 beldismenn vilja semja, þegar þeir finna andúðina heima fyr ir. Þess vegna má ekki treysta kommúnistaforkólfana í sessi með samningum, sem ykju á veldi þeirra og ógnarstjórn. Slíkt mega Vesturlandabúar ekki láta sig henda, heldur reyna með jákvæðu starfi að vinna að því að þjóðir, sem búa við einræði og kúgun fái aftur frelsi sitt og lífsham- ingju. Enda eiga þær ágætu þjóðir, sem byggja Sovétríkin og önnur ríki Austur-Evrópu annað skilið en búa við ógnar stjórn og einræði kommúnism ans um aldur og ævi. Lesendur Morgunblaðsins hafa sennilega kynnt sér innihald kenninga þeirra manna, sem nefndir eru hér að framan. En eitt hafa menn kannski ekki áttað sig á, að í öllum þeirra umþenking- Einar Örn Björnsson um virðist það vera hálfgert bannorð samskipti íslendinga og Bandaríkjamanna, sem skipta mestu máli fyrir íslendinga og einnig stöðu Atlantshafs- bandalagsins í heild. Nú eru 20 ár liðin siðan vamarsamning urinn var gerður og hann upp- segjanlegur hvenær sem er. — Þess vegna er rétt við þessi tímamót að staldra við og íhuga vel stöðu Islands, og hvað rétt er að gera til að treysta hana i samstarfinu við Bandaríkin og þýðingu NATOS í heild fyrir vamir og Öryggi Vesturlanda. Ég hef áður skrifað um þau mál margar greinar í Morgun blaðið, sem fyrst og fremst voru ætlaðar til að fá betra veður og skilning í þeim mál- um. Þeir sem stóðu að „Fjór- blöðungsskrifunum“ í Morgun- blaðinu, standa á sjónarhóli, sem ekki gefur íslendingum rétta innsýn í þau mál er þeir fjölluðu um, og er alls ekki sjónarmið þess fólks, sem styður Sjálfstæðisflokkinn í næstu Alþingiskosningum. Þetta eru úreitar skoðanir, um mál sem eru tiltölulega einföld og auðskilin, ef menn vilja leggja það á sig að skilja, að þær þjóðir, sem búa hér við norðan vert Atlantshaf verða að hafa með sér öflug samskipti og Uyggja tilveru sína. Þar eru Bandaríkin, hinn mikli máttur bezta tryggingin eins og áður, er þau komu Evrópu til hjálpar í tveimur heimsstyrjöldum til að sigrast á ofbeldis- og ein- ræðisöflum sem óðu um Evr- ópu með bál og brandi. Sá skuggi sem grúfir yfir Austur- Evrópu og annars staðar, þar sem kommúnisminn og önnur einræðisöfl eru ráðandi í skjóli hervalds, leynilögreglu, yfirráða yfir fjármagni og athöfnum fólks í andlegum og veraldleg- um efnum verður ekki yfirunn- inn, nema fólkið í þeim löndum rísi upp gegn kúguninni. Flokksþing tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna verða haldin í næsta mánuði. Eftir því verður beðið, hvernig samskiptamálum þjóðar innar reiðir þar af. Það er vilji allra ábyrgra manna að skapa festu og einingu um utanríkis stefnu, sem miðast við nútíma aðstæður. Svo lífsnauðsynlegt, sem það er til að tryggja vel- gengni þjóðarinnar í framtíð- inni, ef rétt er að farið. Þeir sem búa hér við Faxaflóa, ættu að skilja hve geysilega þýðingu það hefur að íslendingar séu sér meðvitandi að hafa góð og vaxandi samskipti við Banda- ríkin. Flugfélögin og flugvell- imir bera þess vitni og hin miklu viðskipái, sem skapazt hafa á milli þessara þjóða. — Stjóm Bandaríkjanna var fyrst til að viðurkenna stofnun lýð veldis á íslandi 1944. Og ekki verður vart við, að fslendingar þurfi að eyða löngum tima í fundahöld og ráðstefnur um þessi samskipti. Þeir sem búa úti á landsbyggðinni verða að vera sér meðvitandi um utanrikis- og öryggismál þjóðarinnar og minna frambjóðendur í Alþing iskosningunum á að gefa skýr svör í þeim málum. Sama þurfa íbúar þéttbýlisins við Faxaflóa að gera. Það verður ekki mál íslendinga einna, ef þeir vilja vera í hópi vestrænna þjóða um öryggis- og varnarmál, að breytt verði um stefnu og starfsaðferðir, ef öryggi á að haldast hér á Norður-Atlants- hafi. Varnir íslands eru sam- tvinnaðar vörnum Vesturlanda. íslendingar eiga að segja upp þeim samningum sem í gildi eru, eða æskja endurgkoðunar á þeim og umfram allt að kveða niður þann söng, sem klingt hefur í eyrum, að vera Bandaríkjamanna hér á landi sé fyrir íslendinga eina gerð og jafnvel að þeir greiði með sér umfram það sem þeir lána land undír varnarstöðvar. Við nýja samningagerð er rétt að hafa í huga, að þær varnarstöðvar, sem hér yrðu áfram væru vel búnar og staðsettar svo, að þær gætu talizt varnir fyrir allt land ið. Varnarstöðin á Keflavikur- flugvelli leysir ekki þann vanda. Þess vegna væri ekki úr vegi, að vel búin varnarstöð yrði komið upp við Austfirði. Þar eru einhverjar beztu hafn ir landsins, þar sem fjöldi skipa gæti athafnað sig og sett lið á land, án þess að við yrði ráðið, Þess vegna eru þær varnir, sem hér eru, alls ófullnægjandi. — Minna má á nokkur atriði í sambandi við nýja samninga- ge*rð. 1. Varnarstöðin á Kefia- víkurvelli verði vel við haldið og alls öryggis gætt, svo sem um almannavarnir og samgöng ur. íslendingar vinni þar þau störf önnur en gæzlu og með- ferð hernaðartækja eftir því sem við verður komið. Varnar liðið skipti við íslendinga og kaupi matvæli og aðrar vör- ur að svo mikiu leyti, sem aðstæður leyfa. 2. Vega- kerfi landsins verði byggt upp úr varanlegu efni frá þéttbýlis svæðinu við Faxaflóa á milli landsfjórðunga og með strönd um landsins og verði liður í framlagi Bandaríkjanna vegna varna landsins og gæzlu á Norð ur-Atiantshafi og áætlun gerð um að Ijúka því verki á sem stytztum tíma. Vegurinn á milli Keflavíkur og Reykjavík ur falli inn í þá framkvæmd. 3. Flugvellir verði byggðir í öll um landshlutum úr varanlegu efni, sem þjóni nútímaflugi með tilheyrandi öryggisútbúnaði og falli inn í varnarkerfi landsins. Efla verður almannavarnir, sem teljast liður í vörnum landsins og öryggi borgaranna tryggt með þeim hætti. Viðskipti íslands við Banda- ríkin með fiskafurðir og land- búnaðar- og iðnaðarvörur verði aukin og nýjum iðngreinum ■koimið á föt. Tækiniiliegrar aðstoð- ar verðd leitað til ramnsóikna á dýpri jarðlögum. Leitað verði leiða um byggingu stóriðjuvera, sem fái orku frá stórokuverum, sem unnt er að reisa bæði sunn an og austan Vatnajökuls og gerð áætlun næstu 15 ár um þær framkvæmdir. Það verður að vera meginkrafa íslendinga, að þeir sem sjá um varnar- stöðvar hér á landi, taki sam göngumálin með í þær fram- kvæmdir í fullu samráði við ígler.dinga, svo unnt verði að komast um landið eftir örugg um samgönguleiðum. Þetta hef ur verið vanrækt í þeim samn- ingum, sem í gildi eru. Væri ekki réttara að ná samvmsu við Bandaríkin um skynsam- legar aðgerðir og leiðrétta það misrétti, sem íslendingar hafa ve'ið beittir í þessum efnum, sem bæði er að kenna íslenzkri skammsýni og ef tii vill óraun hæfu mati valdamanna Atlants hafsbar.dalagsins á gildi íslands fyrir varnir Vesturlanda hér á Norður-Atlantshafi. Með þessum hætti ykist samvinna Islend- inga og Bandaríkjamanna á eðli legan hátt og væri þá áfram- hald á þeim góðu samskipt- um, sem verið hafa um árabil. Islenzkir ráðamenn þurfa ekki að hrökkva við, þó að það sé minnzt á að endurskoða sam- skiptamálin vegna breyttra við horfa. Það þarf engan að undra þótt vestrænar þjóðir vilji halda vöku sinni, vegna þeirrar ógn- ar, sem hvílir yfir öllu mann- kyni, ef ofbeldisstefna komm- únista fær meiri framgang en nú er. Þess vegna er eina leið- in að láta ekki undan síga. Það er ráðið til að styðja þau frjáls ræðisöfl, sem hvarvetna eru að verki í hinum austræna heimi, sem munu um síðir geta átt drjúgan hlut að því að velta af heimsbyggðinni ofbeldi og. kúg un, sem víða er beitt en van- sæmandi er öllu siðuðu fólki. Hinar voldugu þjóðir, sem eru uppistaðan í Atlantshafsbanda- laginu og ekki sízt Bandaríkin, sem hafa þar stærstu hlutverki að gegna verða að skilja, að á íslandi verður að gera marg- háttaðar ráðstafanir til að skapa þjóðinni það öryggi, sem unnt er i þeim vopnaða heimi, sem við búum í, og ekki er fyrirsjá anlegt, að breytist um sinn. ís land hefur mikilvæga þýðingu, sem hlekkur í vörn Vesturlanda. Ef nann brestur, þá hefur rofh að skarð í varnir Bandaríkj- anna hér á Norður-Atlantshafi og þeirra aðstaða veikzt til mik illa muna til að gæta allra átta á því hafsvæði. Dettur nokkr- um í hug, sem á annað borð skilur eitthvað í samskiptum þjóða og utanríkismálum, að Bandáríkin muni hafna nánari samvinnu við íslendinga. Þáð eru skammsýn öfl hér á landi og óraunsæ afstaða, sem komið hefur i veg fyrir að hér væru gerðar þær ráðstafamr, sem á er minnzt hér að framan. Frum kvæðið verður að koma frá okk ur íslendingum, það er burðar- ásinn, sem á verður að treysta um tilveru þjóðarinnar í íram- tíðinni, að réttum samskiptum sé beitt við þær þjóðir, sem við erum í samfélagi við. Vilja hinir áhugasömu ungu menn, sem gerðu vart við sig í Morgunblaðinu um daginn í- huga utanríkismálin og öryggi íslands frá þessari hlið. Það hafa þeir áður séð og lesið í þessu blaði. Það þýðir ekki að loka augunum í mannheimi og haida, að hánn sé öðruvísi en hann er. Ungir menn skapa sér ekki skil- yrði til trúnaðar- og mannafor- ráða með þeim hætti. Nýjar hugmyndir eru ekki framkvæm anlegar ef þær eigi ekki stoð í veruleikanum eða þegar þær eru notaðar til að viðhalda því sem er úrelt og óheillavænlegt fyrir íslenzku þjóðina, eins og ég tel að skrif nefndra manna séu, eins og þau eru fram borin. Þá verður að stinga við fótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.