Morgunblaðið - 16.04.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 16.04.1971, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUBAGUR 16. APRIL 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BÓKIN UM VEGINN og íslenzki taóisminn i. Það fer vart milli mála að mertn tala um íslenzkan tao- isma. Séra Jón Prímus er setzt ur að í landinu og enn talar hann. íslenzkir menn hafa þýtt bækur um Tao á vora tungu og reynt að varpa nokkurri birtu yfir eina stórfenglegustu hug- mynd mannkynsins. Menn geta nú notið þessarrar birtu án þess að ferðast í fjarlæg lönd. Að Tao er frumspekileg hugmynd, dregur sízt úr gildi hennar. Nátt úruvísindi og reiknistokkar hafa akilið menn eftir í meta- fysisku hungri, þar sem pening- ar eru mælikvarði allra hluta. II. Vegna þess unga fólks, sem enn hefir einhverja ljósglætu í sálinni skal hér stuttlega minnzt á nokkuð af því sem til er urn Tao á íslenzku. Skal þá fyrst fræga telja, „Bókina um Veg- iniT'. Fyrir fáeinum dögum barst hún mér í hendur í ann- arri útgáfu. Höfundur hennar er kínverski fornspekingurinn Lao tze, sem uppi var öldum fyrir Krists burð. Kínverskur titill bókarinnar er Tao-Teh- king (Dao-de-dzing). Þýðing- una á vort mál gerðu þeir Jakob J. Smári og Yngvi Jóhannesson, og þeir rit uðu einnig eftirmála, sem líka fylgdi með fyrstu útgáfu. For- spjall að annarri útgáfu ritaði Halldór Laxness, og varðar það miklu til skilnings á þeim áhrif um sem bókin hefir haft hér- lendis. „Stafafell" gaf bókina út á þessu ári (1971). Bjarni Jónsson listmálari skapaði teikningar þær, sem prýða band og titilsíðu. Frágangur er svo geðþekkur og smekk- legur að menn geta vel verið þekktir að því að gefa bókina vinum og kunningjum. Öld kveranna (rauðra, svartra, brúnna o.s.frv.) er aftur runnin upp. En grunnlitur Bókarinnar um Veginn er hvítur og bamb- usinn bláleitur. Hefði hann að mínum smekk mátt vera grænn. Ljósblái liturinn ber þó með sér svalan, heimspekilegan blæ, enda er innihaldið heimspeki og lífsvizka. III. Annað verk um Tao sem til er á voru máli er „Tao Teh- King“, sem er þýðing eftir S. Sörensen, útg. í Reykjavík 1942. Sjálfur nota ég jafnan þetta heiti á verkinu, og með því að „Bókin um Veginn“ hef- ir lengi verið ófáanleg, hef ég bent stúdentum mínum á þýð- ingu Sörensens. Taoisminn er tekinn tii meðferðar í kennslu almennra trúarbragðafræða við Háskóla íslands. Þótt nú muni vera til talsvert á annað hundr að þýðingar bókarinnar á vest ræn mál, er æskilegra að nota íslenzka þýðingu en erlenda. Síðast en ekki sízt ber að geta bókar einnar um Tao, er ber heitið „Vegurinn og dyggðin“. Skúli Magnússon íslenzkaði hana, en Menningarsjóður gaf út árið 1969. Innihaldið er úr- val úr verkum Zhuang-zi (sem er sami maður sem Kwang-tse, en sumir rita Chwang-tze). — Skúli hefir ritað forspjall að þýðingu sinni og hefír það að geyma þá rækilegustu greinar- gerð um þankagang og hugtök taofræða, sem mér er kunnugt um að út hafi komið á íslenzku. Þar af verður ljóst að sú gerð af taospeki, sem þessir meistar ar fjalla um, er heimspeki, en ekki átrúnaður. IV. Að rekja áhrif taofræðanna í bókmenntum vorum yrði hér of langt mál, en verðugt rann- sóknarefni ungum fræðimönn- um, og allerfitt, ef tekið er til- lit til Tao í heimalandi þess. Sjálft orðið Tao í kínversku verkar líkt og segull. Það dreg ur að sér önnur orð og umbreyt ir þeim í mörgum samböndum. En sjálfur Tao-raunveruleikinn hlýtur að vera eftirsóknarverð ur, ef það er satt sem segir í máltækinu: „Finnir þú Tao að morgni, getur þú dáið glaður að kveldi“. í forspjalli Jóhannesar guðspjalls er LOGOS (orðið) þýtt með Tao og réttmæti þeirr ar þýðingar ekki véfengt. Tao verður í kristinni hugsun kín- verskri sama sem Kristur. Þar með er engan veginn sagt að aðrar þýðingar séu rangar. í mörgum samböndum virðist einmitt rétt að þýða það á mis- munandi vegu. Það Tao sem mönnum er mögulegt að höndla, virðist vera það sem kallað er lífsvizka, sú rétta leið sem ein staklingurinn þarf að finna tii að lifa lífi sínu í þessum heimi. Höndla menn Tao hér á landi? Ef til vill einn og einn maður — um það hef ég mín- ar hugmyndir. Margir hafa þó augljóslega andúð á Tao. Það kemur greini lega í ljós í fjölmiðlunartækj- unum. Ef Tao réði þar einhverju þá styttist og batnaði dag- skráin. Smekkvísin yrði meiri og skvaldrið minna. Lögbrotum og slysum fækkaði, heilsa sálar og líkama breyttist til hins betra. Menn gætu þá fengið sannari, betri og bjartari mynd ir af raunveruleikanum, hljálp til að liía og lausn undan ánauð aroki firringarinnar í stað aug- lýsinga. V. „Bókin um Veginn“ hefir að mínu viti sannað ágæti sitt. Hún var áður orðin hluti af þeirri andlegu sameign sem vér eig- um bezta með öðrum þjóðum. Þess vegna ber að fagna bók- inni og þakka það verk sem í útgáfu hennar hefir verið lagt. Rakhníf gagnrýninnar læt ég liggja óhreyfðan og eigin verk um Tao verða áfram í skúff- unni. Yin tímabilið er ekki á enda og þriðja heimsstyrjöldin ekki skollin á. En er tími Tao og annarra góðra hugsana til að efla friðsamlega sambúð manna. Á páskum 1971. Jóhann Hannesson. Bielefeld-kórinn KAMMERKÓR unglinga frá Bi- elefeld í Þýzkalandi hafði hér stutta viðdvöl um síðustu helgi á leið sinni frá Bandaríkjunuan og hélt tónleika á páskadags- kvöld í Háteigskirkju. Verkefna- valið var vel við hæfi yfirstand- and-i hátíðar, og ósvikin hátíðar- Kammerfóntónleikar Carmel Kaine, fiðla. Philip Jenkins, píanó. Schubert: Dou í A-dúr. Beethoven: Sonata op. 96. Mozart: Sónata K.301. Franck: Sónata í A-dúr. KAINE og Jenkins eru góðir hljóðfæraleikarar og brá víða fyrir góðum leik, þó að tónleik- arnir væru fremur litlausir að yfirbragði, var hvergi illa leik- ið og heildaráhrifin ánægjuleg. Sökum ýmissa vankanta er Duo Schuberts frekar erfitt verk í flutningi. Barnalegur eltinga- leikur stefja og stirðbusalegt hljóðfall er nokkuð sem aðeins verður bætt með glæsilegum leik. Hraða- og blæbrigðamunur ýmissa þátta verksins kom ekki fram í leik þeirra. Það vantaði herzlumuninn. Sama má segja um sónötu Beethovens. Það vantaði Adagio espressivo og eins var Scherzo Allegro kaflinn, sem er ein- göngu leikur að hljóðfalli, án þeirrar áherzlu er einkennir Beethoven. Sónata Mozarts var blíðleg, en svipbrigðalítil og lauk þess- um tónleikum með sónötu eftir Cesar Franck. í því verki kom greinilega fram að hér voru á ferðinni góðir tónlistarmenn. í heild voru þetta vandaðir tónleikar, en helzt til bragð- daufir. .Tón Ásgeirsson. blær ríikti i troðtfuillri kinkjunni. Tónleikarnir hófust á stuttum Mótettum úr „Jahrkreis" eftir það ágæta tónsikáild Hugo Disl- er, og mátti þar strax merkja helztu eiginleika kórsins, sem eru frábær tórumyndun, ágsett jafn-vægi milli radda, léttur og óþvin-gaður sön-gur, og næmt stílsk-yn og virðing fyrir vedk- efnunum. Þ-að s-em ef ti.1 vill mætti helzt finna að er, að dyna misku-r svei-gjanleiiki virti-st ekki mi-kill, en allt flutt al mikil-li nákvæmni, og intónasjón ávallt góð. Auðsætt er að stjómand- inn Friedrich Feld-ma-nn hefur .t'ulilkomið vald á kór s-ínum, o-g er stjórn hans mjög persónule-g. Of langt mál væri að rœða um hvert einstakt venk fyrir sig, en þó get ég ekki s-tillt miig um að nefna fágaðan flutning á köifl um úr „Missa Prima“ eftir Pai- estrina, sem var með ágætum. Auk kórsins lék organisti kirkj- unnar Martin Hu-niger Sálmpart- ítu nr. 2 eftir J. S. Baoh af sm-ekk visi. Það er alitaf femguir að heim- söknum sem þessu-m, og við fær um kórnum og stjórnanda hans okkar beztu þakkir fyrir komu þeirra hingað. E-gill R. Friöleifsson. Kósakkar, hrossa- þjófar og Abraham Polonsky Á ÁRUNUM í kringum 1950 gerð ust hörmulegir atburðir í Banda ríkjunum. Nýr maður hófst til valda, ofstæki-sseggur að nafni McCarthy. Áleit hann landið á barmi glötunar, kommúnistar að ná undirtökunum í m-enni-ngarlíf inu og undirbyggju þeir sem óð- ast byltingu. Var andrúmsloftið líkast því sem gerist í þeim lönd um hvar skoðanfrelsið er virt að vettugi, og var svo komið að Mc Carthy og klíka hans sáu komm únista í hverjum frjálslyndum manni. Þessi „nornaleit“ Mc Carthys bitnaði ekki hvað sízt á li-stamönnunum og mætt-u ófáir þeirra fyrir ó-amerísku nefnd- ina. Sumir settir í fangelsi, öðr- um vísað úr landi og öllum gekk þei-m illa að fá vinnu á ný., Abraham Lincoln Polonsky var einn þessara kúguðu lista- manna. Þótti hann mjög efni-leg ur handritahöfundur og leik- stjóri, en róttækur og gagnrýnin á þá hluti, sem miður höfðu farið í Ameríku. Var hann ófeiminn við að sýna skuggahliðar þjóðfé- lagsins í myndinni „Force of Ev il“, (með John Garfield í aðal- hlutverki), sem reyndar var eina leikstjórnarverk Polonskys áður en hann var bannfærður, af fas- istunum. Þetta var árið 1948. En nú er skuggi Joe McCarth- ys horfinn og óvíða, ef nokkurs staðar, hafa kvikmyndagerðar- me-nn jafn frjálsar hendur og í Bandaríkjunum, það er að segja, ef þeir geta fullvi-ssað fr-amleið- endurna um að þeir m-uni græða á fyrirtækinu og fái þá peninga, Yul Brynner skeninitir þeim Gutowski og leikstjóranum ansky með þjiWViagasöng á milli atriöa. Pol iiMíÍHÍntmiiitiinlHfiw Oliver Tohías og Eli Walloch í yndælnm félagsskap. sem þeir þarfnast. En þrátt fyrir hið aukna frjálsræði var það ekki fyrr en á síðasta ári, sem Polonsky fékk uppreisn æru og komst í sviðsljósið að nýju, en þá var kvikmyndin „Tell Them Willie Boy is Here“, frumsýnd. Það var fyrsta myndin, s-em hann stjórnaði í tvo áratugi. Ekki er að fjölyrða um það að „T.T.W. B.I.H.“ fékk mjög góðar viðtök ur jafnt hjá gagnrýnendum sem almenni-ngi, vakti mikið umtal og athy-gli. Bíða nú allir, sem fylgzt hafa með málum, spenntir eftir næstu mynd hans, „Rom- ance of a Horse Thief“, þar sem hún getur skorið úr um hvort kvikmvncJa- yœbjörn Valaimar//on Polonsky er einn af fre-mstu leik stjórunum nú. „Romance of a Hors-e Thief“ er nú væntan-l-ega að verða fullgerð. Var hún tekin í sumar í Júgóslav íu, og lögðu þá kvikmyndagerða mennirnir undir sig 15 þúsund manna bæ, Vukovar, en þar er myndi-n te-kin að mestu leyti. Um ferðinni var veitt frá bænum og var lögreglan og yfirvöldin mjög hjálpleg. Þar að auki var á fjórða hundrað manns fært í leikbúninga oig notað í aukahlut- ver'k. Þannig hefur samvinnan gengið á milli Polonskys, fram- leiðandans Gene Gutowski og Júgóslavanna. Veðrið hefur einnig verið samvinnuþýtt, því my-ndin var tekin á hinum áætl- aða tírrua, tíu vikum. Þrátt fyrir nafnið, og þá stað- reynd að fimmtíu hross koma fram í myndinni, er þett-a ekki kúrekamynd, heldur gamanleik- ur, sem gerast á í Malava, litlu landamæraþorpi í Póllandi, laust eftir síðustu aldamót. Yul Brynn er leikur foringja kósakkahóps, sem kemur í bæin-n til að taka hross íbúa-nna eignarnámi, og skrá unga menn í rússnesk-jap- anska stríðið. Hrossaþjófurinn Eli Wallach og ,,lærlingur“ hans, Oliver Tobias, eru gerðir út af gyði-n-gasamf élagi bæj ari-ns, til gera kósökkunum lífið leitt, ræna hrossunum og ónýta her- kvaðningarnar. Og til að flækja Eramhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.