Morgunblaðið - 16.04.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐHÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971 Brandur Þorsteinsson - Minningarorð 1 dag verður til moldar bor- inn Brandur Þorsteinsson, Brandssonar fyrrverandi vél- stjóra. Brandur var Vesturbæ- ingur, fæddur 1925. Stúdent varð hann 1945 og átti því 25- ára stúdentsafmæli í júní síðast- liðnum. Brandur er sá þriðji úr þeim árgangi er látizt hefur á þessu ári. Brandur átti æskuláni að fagna og var góður námsmaður. Bar hann um margt af jafn- öldrum sínum, söng ágætlega og lék í skólaleikritum. Var hann jafnframt umsjónarmað- ur bekkjar síns. Líkamlega var Brandur vel á sig kominn, stóð flestum framar í hvers kyns leikjum og íþróttum. Hafði Brandur lifandi áhuga á vanda- málum okkar kynslóðar og stundaði nám sitt af kappi. Tók hann að nema læknisfræði og stóðst þar próf öll með prýði. Ef spá hefði átt fyrir um örlög þeirra stúdenta sem útskrifuð- ust 1945 hefði víst engum dottið annað í hug en að fyrir Brandi lægi björt og gæfurík framtíð. Það var á síðari hluta námsins í læknadeild að sjúkdómur náði tökum á Brandi. Ágerðist sjúk- dómur hans, og varð að lokum ekki við ráðið. Hvarf Brandur af sjónarsviðinu fyrir um átján árum, og hefur honum verið hjúkrað á ýmsum stöðum síðan. Langt er síðan Ijóst varð, að Brandur ætti ekki aftur- kvæmt til lífs og starfs. Allt um það kom dauði hans nú á óvart. Munu þó flestir unna honum hvíldar að lokinni langri og þungbærri sjúkdómsþraut. Að leiðariokum verður fátt sagt sem megnar að bæta harm þeirrar fjölskyldu sem lostin var svo átakanlega á vori lífs- ins. Við skólasystkin Brands sendum gömlum föður hans, bróður og systrum fátæklegar kveðjur okkar og þökkum þeim liðna tíð. Þetta sómafólk umbar okkur á unglingsárunum og sýndi okkur vinsemd og hlýju. Sá kross sem það hefur borið er þungur, þann kross báru fleiri, sem hugsað er til 1 dag. Vonandi gefst þeim mikið sem mikið er frá tekið, aðrar óskir kunnum við engar, þegar Brandur er kvaddur. Örlög þessa vinar okkar munu lifa með okkur siðari helming æví- skeiðs. j Brandur verður lagður til hinztu hvíldar i kirkjugarðinum gamla við Suðurgötu. Þar í ná- grenninu lék hann sér drengur og þar áttum við skólabræður hans skemmtilegustu stundirnar við umræður og framtíðarsýnir. Þegar Brandur hverfur að lok- um í móðurskaut minnumst við RÚNAR HAFDAL HALLDÖRSSON Kveðja frá deildarbróður Kæri vinur! Þar sem ég veit ekki hvenær við munum hitt- ast aftur, vil ég þakka þér fyr ir þína allt of stuttu samfylgd. Hún veitti mér gleði og mun geymast mér í minni. Oft virð- ist heimurinn grimmur og snögg ir sviptibyljir dauðans rífa upp t Eigimmaður minn, Jón Ólafsson, Hringbraut 111, andaðist að kveldi hins 14. þ. m. Fyrir mína hönd og bama minna. Aldis Ósk Sveinsdóttir. fegurstu lífsins tré, en þessi er leið mannsins, hvort sem hún er stutt eða löng. Þitt líf var bjart. Það er fyr- ir mestu. Við, sem eftir lifum, verðum að reyna með Guðs hjálp að gera þínar glæstu von ir um betri jarðneskan heim að veruleíka. Frammi fyrir alvöru lífs og dauða verðum við þögul, lítum til himins og biðjum um styrk. Boðskapinn um það, að dáinn lifi, Guð sé til og um bjartari heim áttir þú í hjarta þínu. Þú ætlaðir að helga Drottni líf þitt hér á jörðu og færa heiminum fagnaðarboðskap inn um Krist, náð Guðs, sem gef ur öllum mönnmn æðra líf, sem þiggja vilja. Þú yrkir ekki fleiri ljóð hér í heimi. Nú sem- ur þú Guði himneska dýrðar- söngva. Guð gefi, að sú trúarvissa megi þerra tár ástvina þinna. Frater in Christo. Gunnþór Ingason. t Amma okkar og systir, Þórunn Rögnvaldsdóttir, Hjallavegi 52, andaðist i Borgarsjúkrahús- inu 14. apríl. Þóriuin Axelsdóttir Kvaran, Þórir Ólafsson, ■Jón Rögnvaldsson, Kristinn Rögnvaldsson, Rögnvaldur R. Gunnlaugsson. t Otför eigimmanms mins, Kristmundar Sverris Kristmundssonar, fshússtíg 3, Keflavík, fer fram frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 17. apríl kl. 3,00 e.h. Fyrir mtoa hönd og annarra vandamamna, Sigríður Hjartardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, lézt af slysförum 7. aprll 1971. JÓHANNES ÖRN JÓHANNESSON, Seljavegi 31, Reykjavík, Pyrir hönd ættíngja og vina, Sigríður María Jóhannesdóttir. Magnús Lýdsson — Kveðja Látinn er í Hafnarfirði góð- kunningi minn Magnús Lýðsson, 49 ára að aldri. Er þar horfinn af sjónarsviðinu hinn göfuglynd asti drengur og prúðmenni hið mesta, sem öllum vildi vei, er á vegi hans urðu. Skapgerð hans var þann vag háttað, að hann heiisaði ávallt með brosi á vör, enda maðurinn léttur i lund, þótt veiklynöur viæri og ýmislegt hon glæsilegs ungs manns með bjart ar vonir, gáfaðs og glaðs drengs sem varpaði birtu á líf okkar í menntaskólanum. Við drúpum höfði í þögn. K.P. um andstreymt i lifinu. Og aldrei vissi ég til hann reiddist nokíkru. sinni. Slíkum mönnum, þar sem góðmennskan ræður ríkjum, er gott að kynnast. Hins veigar Magnús V.Magnússon sendiherra - Minning April er mánuður vorsins 1 Washington D.C., þegar grænk- andi gróður jarðar ber vitni um árstíðaskipti. Eitt fegursta merki vorkomunnar eru kirsu- berjatrén, sem standa i röðum meðfratm Potomacánni, þar sem springa út í leiftrandi blómum fyrri hluta apríl. Fyrir þá sem séð hafa er erfitt að ímynda sér hugnæmari dýrðaróð til lífsins en fegurð þessara blóma. Það er því með trega í hjarta sem að við horfum á kirsuberjablómin fölna, og feykjast í burtu fyrir vindi eða falla til jarðar innan tveggja vikna. Trén stóðu í full um blóma sunnudaginn 4. apríl, þegar einn mætasti fulltrúi Is- lands á erlendri grund, Magnús V. Magnússon sendiherra í Was- hington Iézt. Lát hans bar að höndum I Arlingtonkirkjugarði við Potomacána, þar sem trén loguðu í fögrum blómalitum. Nú þegar Magnús er lagður til hinztu hvildar í íslenzka mold, þá hafa blómin á trjánum föln- að og óður þeirra til itfsins hljóðnað. Við erum minnt enn einu sinni á hina eilifu hringrás, þar sem skiptast á skin og skúr- ir, upphaf og endir einstaklings ins, en þar sem lífið heldur áfram. Magnúsi V. Magnússyni hlotn- aðist sú gæfa að falla frá góðu dagsverki sem fulltrúi Islands í ábyrgðarmestu embættum lands- ins erlendis. Þó að hann væri enn á bezta starfsaldri þegar hann féll frá, þá stendur þjóð hans í þakkarskuld við hann fyr ir ævistarfið, sem aðrir munu vafalaust gera gleggri skil. Við íslendingar og vinir íslands í Washington og nágrenni fengum mörg tækifæri til að kynnast þeim hjónum Magnúsi og Guð- rúnu eftir að Magnús tók við embætti sínu hér fyrir tæpum tveimur árum. Voru þau kynni öll hin ánægjulegustu, hvort sem var á heimili þeirra eða utan. í heimboðum þeirra hjóna var veitt af heilum huga, og mátti þá glöggt sjá hversu mikil stoð Magnúsi var í sinni glæsilegu eiginkonu, frú Guðrúnu. Stuttu eftir að Magnús flutti með fjölskyldu sina til Washing- ton, var stofnað íslendingafélag fyrir íslendinga og vini lands- ins í Washington og nágrenni. Á stofnfundi félagsins, 9. október 1969, voru þau Magnús og Guð- rún kosin heiðursfélagar, og lögðu þau hinu nýstofnaða félagi lið sitt í hvívetna. Þegar leiðir skilja, þá er okkur ljúft að minn ast góðra samverustunda á heim ili sendiherrahjónanna og utan. Ein slik stund var aðeins þrem- ur vikum fyrir fráfall Magnúsar, þegar þau hjón voru heiðursgest ir á þorrablóti Islendingafélags- ins. Þar hélt Magnús ræðu und- ir borðum og tók fullan þátt I gleði kvöldsins. En á skammri stundu skipast veður í lofti, blómin fölna og lifsþráðurinn brestur. Fyrir hönd íslendinga- félagsins í Washington D.C. kveð ég Magnús V. Magnússon og færi frú GuÖrúnu, dætrum þeirra og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Tómasson. skiptust á skyn og skúrir i lítfi Magnúsar, eins og reyndar flestra annarra, sem vafalaust hafa haft sín áhrif á hans við- kvæmu liund og skapgerð. Hann var maður hrekklaus með öllu og litt fyrir að láta á sér bera eða trana sér fram í lífimu, eins og kaiiað er. Og vafalitið hefur hann liðið eittJhvað fyrir það. En hjartalagið var gott, og góðhug bar hann til allra, sem er ekki minna virði. Magnús varð fyrir þvö mikla áfalli og sorg að missa fööur sinn þegar hann var drengur að aldri, en hann var einkasomir foreldra sinna. Var það mikil harmur, sem efalaust faefur haft mikil áhrif á ungan dreng með viðkvæma lund. Hann kvæntist aldrei og bjó hjá móður sinni, Guðrúnu, þar til hann lézt. Voru þau einkar samrýmd, enda Magnús hennar eina barn og augasteinn. Hann varð bráð- kvaddur að heimili þeirra við Ölduigötu og var jarðsunginn fré Hainarfjarðarkirkju s.l. þriðju- dag. Magnús Lýðsson átti heima í Hafnarfirði alla tið og gekk þar í Flensborgarskóla þegar hann hafði aldur tö. Þá stundaði hann nám í píanóleik nokkur ár, enda hafði hann næmt eyra fyrir mús- ík. Var hann undirieikari fyrr á árum og lék á píanó við hin ýmsu tækifæri. Þakka ég honum nú að ieiðarlolkuim vdnátt una oig ánsegjustundimar við píanóið. — Og loks votta ég móð ur Magnúsar og öðrum ættingj- um mina innilegustiu samúð. — Blessuð sé minning hans. Guðm. Eyþórsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG er í söfnuði, þar sem notaður er „bænabekkur". En ég hef horft á yður í sjónvarpi og tekið eftir, að þér notið ekki „bænabekk". Er svo að skil.ja, að þér hafið ekki trú á því, að menn krjúpi á kné í návist Drottins? ÉG trúi á sanna iðrun og á að krjúpa á kné í návist Drottins. En á hinum stóru samkomum okkar eru þeir afar margir, sem koma fram, og það yrði erfið- leikum bundið að koma fyrir svo stórum „bænabekk", sem nægði öllum þeim þúsundum. Aðalatriðið er, að við beygjum „hjartans kné“, og ég trúi því, að það sé unnt, þó að við séum ekki beinlínis á knjánum. Á hinn bóginn trúi ég því líka, að menn geti kropið við altari úr tré, án þess að þeir beygi „hjartans kné“. Þegar áheyrendur mínir eru hæfilega fáir, bið ég þá oft að krjúpa. Þannig var t.d. á Heimstrúboðsþinginu í Eerlín á dögumnm, á lokasamverunni, að ég bað fulltrúana tólf hundruð að breyta stólum sínum í „b3enabebk“, játa syndir sínar og helga sig Jesú Kristi að nýju. í>að var hrífandi sjón — og minnti á hvítajsunnuna — að sjá kristna leiðtoga frá hundrað þjóðum, krjúpandi (suma grátandi) saman og biðja þess, að Guð fyllti þá af anda sínum, svo að þeir mættu vera hæfari vott- ar Krists í þurfandi heimi Jó, ég hef trú á „bæna- hekknum“, en það er afstaða hjartans, sem alit veltur á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.