Morgunblaðið - 16.04.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1971 Dr. Richard Beck: Athyglisvert greinasaf n og gagnmerk skáldsöguþýðing Mér var það ánægjuefni, er mér barst nýlega til umsagnar greinasafn Snæbjarnar Jóns- sonar I>agnarmál og þýðing hans Heimkoma Heimalningsins á hinni víðfrægu skáldsögu The Return of the Native eftir enska ritsnillinginn Thomas Hardy. Báðar eru bækur þessar gefnar út af Isafoldarprent- smiðju hf. haustið 1968. Báðar fjalla þær einnig um efni, er mér hafa verið sérstaklega hug- stæð um dagana, greinasafnið um islenzka menningu, fræði vor og bókmenntir vorar, en þýð ingin af einu af öndvegisritum enskra bókmennta, sem ég hefi alltaf lagt mikla rækt við, eink- um framan af árum, áður en kennslustarf mitt og fræðiiðkan- ir voru aðallega helguð Norður- landamálum og bókmenntum. I. Þagnarmál eru fjórða greina- safn Snæbjamar og kemur hann þar vlða við. Bera greinar þess- ar órækan vott djúpstæðum áhuga höfundar á Islenzk- um menningarmálum og bók- menntum. Þessar greinar hans sverja sig einnig, margar hverj- ar, í ætt við það hispursleysi í skoðunum, er svipmerkt hefir fyrri greinar hans bæði um menn og málefni. Meiri hlutinn af greinum þessum hefir áður verið prentaður, flestar 1 Visi, Morgunblaðinu og Lesbók þess. En gott er að eiga greiðan að- gang að þessum greinum öllum 1 bókarformi. Mikill fengur er sérstaklega að þýðingum Snæbjarnar á fyr- irlestrum Sir William Craigie um „íslenzkar fornsögur" og „Skáldskapariþróttin á íslandi," ritgerð prófessors W. P. Ker „Sagnritarinn Sturla Þórðar- son," og á fyrirlestrum dr. Watson Kirkconnell „Islenzkt skáld 1 Kanada“ (um Guttorm J. Guttormsson) og „Öndvegis- skáld Kanada“ (um Stephan G. Stephansson). Allar eru ritgerð ir þessar hinar merkustu, svo sem vænta mátti frá hendi hinna ágætu fræðimanna og miklu Is- landsvina, sem þar eiga hlut að máli. Og þótt margt hafi verið ritað um þá Guttorm og Stephan G. slðan ritgerðir dr. Kirkconn- ells um þá komu út, standa þær enn fyrir sinu bæði um inni- hald og túlkun þess, að ógleymd- um hinum ensku þýðingum greinarhöfundar á Ijóðum um- ræddra skálda, sem hann felldi inn i ritgerðir slnar um þá, og drjúgum auka gildi þeirra. Þýðingar Snæbjamar af framannefndum ritgerðum um hin miklu merkisskáld vor Vest- ur-Islendinga bera vitni þakk- arverðum áhuga hans á skáldum vorum þeim megin hafsins, er lýsir sér einnig ágætlega 1 greinum hans i bókinni um Gísla Jónsson ritstjóra niræðan, „Eitt ókunna skáldið“ (Kristján S, Pálsson) og „Skáldkonan Undlna,“ Af öðru efni 1 umræddu greinasafni þykir mér ástæða til að draga athygli lesenda að prýðilegum greinum um Is- landsvininn Sir Stanley Unwin og um skáldið William Morris, en, eins og greinahöfundur legg ur réttilega áherzlu á, þá eig- um vér íslendingar Morris ómetanlega skuld að gjalda. Þykir mér því fara vel á þvi að taka hér upp eftirfar- andi ljóðlinur úr hinu mikilúð- uga kvæði séra Matthiasar Jochumssonar um Morris, er Snæbjörn gerir að einkunn- arorðum greinar sinnar um hið mikilhæfa enska skáld og holl- vin Islendinga: Hátt 1 lofti lifi listfagur ástvin Braga — maður kenni þat manni — Morris á foldu Snorra! Eigi verða hér taldar upp fleiri greinar út Þagnarmálum Snæbjarnar, þótt verðugt væri, en ritgerðir þær, sem þegar hefir verið getið, eru ærin sönnun þess, að greinasafnið á erindi til Islenzkra lesenda. n. Snæbjörn Jónsson hefir unn- ið þarft verk með þvl að kynna íslendingum enska skáldsnilling inn Thomas Hardy með ritgerð- um sinum um hann og drjúgum auðgað bókmenntir vorar með þýðingum sinum af tveim önd- vegis skáldsögum hans. Kom hin fyrri þeirra, þýðingin á Tess af D‘UrberviIle-ættinni, út i tveim útgáfum 1942 og 1954, og hlaut ágæta dóma hinna glöggskyggnustu manna i þeim efnum; en slðari þýðingin, Heimkoma Heimainingsins, kom út 1968, eins og að ofan getur. Séð hefi ég hennar vinsamlega getið, en mér virðist hún eiga fyllri umsögn skilið, en komið hefur fyrir mínar sjónir; vera má þó, að einhverjir ritdómar um hana hafi farið fram hjá mér hér 1 fjarlægðinni. Þýðingu sinni af skáldsög- unni Tess fylgdi Snæbjörn úr hlaði með forspjalli, þar sem hann rakti næsta itarlega ævi- feril Hardys, samhliða skilnings rikri túlkun á helztu verkum hans, og vlsa ég lesendum Heim- alningsins til þeirrar prýðis- góðu greinargerðar um skáldið. Jafnframt skal þess getið, að séra Benjamin Kristjánsson hef- ir ritað gagnorðan og ágætan formála að þýðingunni á Heim- alningnum, sem lesendur henn- ar geta einnig lesið sér til glöggvunar á umfangsmiklu efni skáldsögunnar. Eins og aðrar hinar helztu skáldsögur Hardys gerist Heim- alningurinn 1 Wessex-héruðutj- um á Suður-Englandi, þar sem hann var gagnkunnugur frá æskuárum, og er það umhverfi meginþáttur i þeim skáldsögum öllum. Um annað fram, er þvi þannig farið um Egdonheiðina í Heimalningnum, sem er þar hinn mikli áhrifa- og örlaga- valdur 1 lifi sögupersónanna, og má i rauninni skoðast sem mikil- vægust þeirra allra. Svipmikil og litrik náttúrulýsingin i byrj- un sögunnar er gerð af frábærri snilld, enda margdáð. En það er fleira heldur en heiðin sjálf, i öllu ægivaldi sinu, sem tengir fólkið á þessum slóð- um umhverfi sinu órjúfanlegum böndum. Fortiðin, aftur i gráa forneskju, hefir svipmerkt þetta fólk og mótað viðhorf þess til lifsins. Og hið sögulega samband fólksins við umhverfi sitt túlkar Hardy af sama inn- sæi og nærfærni og tengsl þess við sjálfa móðurmoldina. Djúp- ar rætur sveitalifsins á þessum slóðum koma fram með eftirminni legum hætti i frábærri lýsingu Hardys á brennunni á Regn- haugi i 3. kapitula sögunnar. En til þess að njóta þeirrar snilld- arlegu lýsingar til fulls, verða menn að lesa hana gaum- gæfilega i heild sinni, hins veg- ar hefir merkur Hardy sérfræð- ingur kveðið svo sterkt að orði, að skáldið hafi hvergi ritað betri umhverfislýsingu heldur en hér um ræðir. Annars má með sanni segja, að snilld i náttúrulýsingum og mannlýsingum haldist i hendur i Heimalningniun. Engum les- anda verður Eustacia auð- gleymd, enda er hún talin vera meðal fremstu kvenlýsinga i enskum skáldsögum. Um byggingu skáldsögunnar er Heimalningurinn einnig mik- ið snilldarverk. Þungstreym frá sögnin fellur þar að einum ósi i sögulok. Að öllu samanlögðu, á skáldsaga þessi þvl skilið það hrós, sem hún hefir hlotið af hálfu gagnrýnenda og hinar miklu vinsældir, sem hún hefir notið, en hún hefir verið mest lesin af öllum skáldsögum Hardys, komið út i fjölmörgum útgáfum, enda er hún löngu orðin slgillt rit i enskum bók- menntum. Heimkoma Heimalningsins er átakanleg harmsaga þungra ör- laga sögupersónanna, og lifs- skoðun höfundarins er þar ljósu letri skráð. Má i þvi sambandi minna á eftirfarandi orð séra Benjamlns i formála hans að þýðingunni, er hitta ágætlega i mark: „Thomas Hardy likist um margt forfeðrum vorum, er rit- uðu Islendingasögur. Hjá hon- um er að finna sömu örlagatrúna, að enginn megi sköpum renna, og að maðurinn sé eins og leiksoppur i hendi náttúruaflanna. Og ekki liggur fjarri honum sú hugsun, sem Snorri drepur á i formálanum að Eddu, að fornmenn hefðu trú að þvi, „að jörðin væri kvik og hefði lif með nokkurum hætti, og vissu þeir, að hún var furðu- lega gömul að aldurtali og mátt- ug i eðli. Hún fæddi öll kvik- indi og hún eignaðist allt það, er dó. Fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn og töldu ætt sina til hennar.“ Persónur Hardys eru mjög 1 ætt við jörðina. Þó búa með þeim ástriður og draumar, sem stundum ná út yfir hana. Og þvi sterkari sem ástrlður þeirra eru og draumarnir stærri, þeim mun meiri verður harmleik- urinn, þvi að draumarnir deyja alltaf til jarðarinnar, hún eign- ast allt það, sem deyr. Bölsýni Hardys i skáldsögum hans hefir verið mjög á loft haldið, en réttilega hefir einnig verið á það bent, að llfsskoðun hans væri harmræn eigi siður en bölsýn. Grunnt er einnig á samúð hans með sögupersónum sinum, og jafn sálskyggn mað- ur og hann var, sást honum eigi heldur yfir „gullið 1 mannssáí- inni“ i þessari og öðrum hinum meiri háttar skáldsögum sinum. Sannleikurinn er sá, að enginn fær lesið þær, og þá ekki sizt Heimalninginn, með þeirri gaum gæfni, sem slikar sögur eiga skilið, að lesandanum glæðist eigi skilningurinn á sameigin- legu mannlegu eðli, og um leið rlkari samúð með öllum mönn- um, þrautum þeirra og þjáning- um, hvar sem þeir heyja lifs- baráttu sina á jörðu hér. Samanburður við frumritið leiðir það i Ijós, að þýðing Snæbjarnar er gerð af mikilli nákvæmni og vandvirkni, og að sama skapi læsileg vel en ekki hefir það verið auðvelt verk að islenzka þetta' stórbrotna skáld- rit, þvi að hinn jafnaðarlega þróttmikli still Hardys er eigi alltaf léttur i vöfum, en ósjald an samanofinn heimspekilegum hugleiðingum. En svo efnismikil og djúpúðug er þessi skáldsaga, að til þess að njóta hennar og meta snilld hennar, verða menn að lesa hana með sambærilegri athygli. Þar er einnig til þess gulls að grafa, er borgar riku- lega áreynslu lesandans. Með þýðingum sínum á önd- vegisritum Hardys, Tess og Heimalningnum, hefir Snæbjörn Jónsson unnið þakkarverð af- rek, og báðar eru þær mikill fengur islenzkum bókmenntum. Jafnframt þvi og Thomas Hardy skipar heiðurssess með- al allra fremstu skáldsagnahöf- unda 1 enskum bókmenntum, og hefir orðið fastari 1 þeim sessi á undanförnum árum, var hann, eins og séra Benjamln vikur að i formála sinum, hið ágætasta ljóðskáld, en frekari greinar- gerð um þá hliðina á ritsnilld hans liggur utan takmarka þess- arar umsagnar. Þó má geta þess, að til eru á islenzku þýðingar af ljóðum hans bæði i kvæða- bókum Snæbjarnar Jónssonar og í þýðingasöfnum þeirra Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Hálfdanarsonar, og ef til vill víðar, þótt ég muni ekki eft- ir þvi 1 svipinn. Bækur þær, sem hér hafa ver- ið teknar til nokkurrar athug- unar, eru vandaðar mjög að ytri búningi og aftan við meg- inmál þeirra margar myndir, og eykur það gildi bókanna. Verður það eigi sizt sagt um myndir þær, er fylgja þýðingu Heim- ainingsins og bregða birtu á meg inefni skáldsögunnar og persón- ur þær, er þar koma mest við sögu. — Svíar Framhald af bls. 1- unnar, Carl Persson, fund með lögreglustjórum Stokk- hólms, Gautaborgar og Jan- köbing til þess að ákveða sameiginlegar aðgerðir gegn útlendum ofbeldisflokkum, sem aðsetur hafa í Svíþjóð. Ríkisstjórnin hefur brugð- izt þannig við, að lagt hefur verið fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir miklu strang- ari refsingu ef menn hafa óleyfilega vopn undir hönd- um. Verður refsingin fangel3i allt til tveggja ára, eftir því hversu alvarlegt brotið er. Hingað til hefur verið refs að fyrir að hafa óleyfilega vopn undir höndum með sektum. Þá fela lögin í sér sérstaka heimild til handa lögreglunni að gera húsrann sókn og leita á fólki. Þá er einnig kveðið á um enn strangari heimild til þesa að vísa úr landi útlendingum, sem gerast sekir um hvers konar ofbeldi í Svíþjóð. Forsætisráðherrann, Olof Palme, hefur lagt á það áherzlu í samtölum, að þess- um lögum sé ekki beint gegn útlendingum í Svíþjóð og að það sé sáralítdl hópur inn- flytjenda, sem gripið hafa til ofbeldiaverka. Allar fréttir af Ustasi- hreyfingunnl eru mjög óljós- ar og stangast oft á. Lars Ake Berling, fréttaritari Dag ens Nyheter í Júgóslavíu, segir, að sá orðrómur sé ríkj andi þar, að Sovétríkin standi að baki Ustasi-hreyf- ingunni. Hann segir í frétta- bréfi á miðvikudaginn tU Dagens Nyheter: — Orðrómurinn, sem er hér á kreiki, segir, að Sov- étríkin styðji Ustasi-hreyfing una til þess að reyna að auka á klofning á meðal Júgóslava. Stjórnendur í Kreml gætu haft það mark- mið að nota ofbeldisaðgerðir Ustasi sem tylliástæðu til þess að hlutast til um innan- ríkismál Júgóslavíu, sérstak- lega ef tekið er tillit til þeirra aðstæðna, sem skap- ast, er Tító for3eti dregur sig í hlé. Samtímls er bent á, að Bandaríkin hafi hina vegar engan áhuga á að sundra Júgóslavíu. — Það ber þó að leggja á það áherzlu, segir fréttaritari Dagens Nyheter, — að opinberlega hefur því hvergi verið haldið fram, að Soivétríkin styddu Ustasi. Orðrómurinn um það er að- eins mjög sterkur. Aðrar fréttir leggja áherzlu á, að Ustasi njóti stuðnings fasista í Suður-Ameríku og á Spáni. — Við erum stoltir yfir drengjunum okkar, sagði Fabian Benkovic, foringi Ustasi í Svíþjóð í viðtali við Aftonbladet á miðvikudag- inn. Samtímis lagði hann áherzlu á, að Ustasi hefði ekkert með nasisma eða fas- isma að gera og sagði síðan: — Innrásin í sendiráðið í Stokkhólmi var ekki skipu lagt ofbeldi af hálfu Ustasi. Við berjumst fyrir frjálsri Króatíu. Við, þessir gömlu, bíðum enn eftir réttu augna- bliki, sem gæti verið dauði Titós eða heimsstyrjöld, en hinir ungu eru ákaflega óþolinmóðir. Mjög mikil almenn reiði og andúð er ríkjandi í Sví- þjóð út af atvikunum við júgóslavneska sendiráðið og þær raddir gerast æ hærri, sem krefjast harðra aðgerða gegn Ustasi. Lögreglan vinn ur nú að því að 3krásetja alla Króata í Svíþjóð, sem bendl- aðir eru við Ustasi og mun skýrslan síðan send júgóslavn eskum yfirvöldum. - Ping Pong Framhald af bls. T. bandi við Kína, og ræddi hann við sendifulltrúa Breta í Peking, George Barrass. Víða virðist vaxandi áhugi á bættri sambúð við Kina eftir að „ping-pong (borðtennis) þíðan“ — eins og nýja stefnan hjá kín- versku stjórninni hefur verið nefnd — gerði vart við sig fyrir páskana. Þannig hefur austur- íska stjórnin hafið viðræður við kínversk yfirvöld er miða að þvi að rikin taki upp stjórnmála- samband. Sama er að segja um íransstjórn, en stjórnin í Japan hefur í hyggju að senda einn ráðherranna til Peking til að kanna möguleikana á bættri sambúð Kínverja og Japana. Eirmig hafa fréttamenn víða um heim sótt um heimild til að heimsækja Kína, en landið hef- ur að mestu verið lokað vestræn- um fréttamönnum undanfarin 22 ár. Lítið hefur verið rætt opin- berlega um bætta sambúð Kína við vestræn ríki í Moskvu, en Jean Raffaelli, aðalfréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP þar í borg, segir, að yfirvöldin fylgist náið með framvindu mála, og að málið valdi þeim nokkrum áhyggjum. Segir Raffa elli að óttazt sé að nánari sam- vinna Bandaríkjamanna og Kín- verja geti leitt til minni áhrifa Sovétríkjanna á alþjóða vett- vangi. — Alsír Framhald af bls. 1. heimiMir eirlendra ol'íufélaga til þess að vinna olíu í AMr. Það var franski sendistartfei- maðurinn Herve Alphand, sem hiefur dvalizt í Ateír til við- ræðma varðandi olíudeilunia, er skýrði frá afstöðu frötnisbu stjóm aætanar nú. Nú væri það á valtdi alsírtákra yfiirvalda og frönsku olíucfélaganna að leysa mieð við- ræðum og sameigiinlliegum sairm- ingi sín á mili, með hivaða hætti unnt yrði að halda áfiram atanf- seroi o'liíufélaganma í Alisír. Tilkynning frönsfeu stjórmar- innar er túilbuð á þann veg, að PrakkHand hyggiist nú draga mjög úr nániuro tengsllum og samstanfi við Alsír. Þá er jaifin- framit talið, að stefina Pompi- douis Frakfelandsforseta gagn- vart löndunum við Miðjarðar- baf hafii beðið mikinin hnektó. Með minnkaindi áhrifium í Alislír virðast vonir Frakba um for- ystu fyriir þeasum löndum vera úr söguinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.