Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971
5
Tízku sport- og vinnubuxurnar
Sterkar og endingagóðar
Þægileg snið fyrir alla
Fjölbreytt litaúrval
Kynnist Wrangler gæðum
og verði
Fást um land allt
V erkalýðshrey f ingin
einingartákn
launþega
— Kaflar úr ræðu Magnúsar
L. Sveinsssonar, 1. maí
f ræðu sinni á ntifnndiniim á
L.ækjartorg'i 1. maí sagrði
Magnús L. Sveinsson, vara-
forntaðnr Verzlnnarmannafélags
Reykjavíknr ni.a.: „Við fögrnnm
því, að verkalýðslireyfingin l>ar
g-æfn til að standa sameinnð um
þennan liátíðis- og baráttndag
hennar. I»að þarf reyndar engan
að nndra, þó að innan fjölmenn-
ustu f jöldalireyfingar landsins,
þar sem fólk skipar sér í Iiina
ýmsn stjórnmálaflokka, sén ekki
allir á sama máli liverju sinni.
l»að er Jiví ekki óeðlilegt, að
fólk leggi misjafnt mat á gildi
þeirra krafna, sem ha»st lier hér
í dag. En aldrei verður of mikil
álierzla lögð á mikilvægi og þýð
ingu þess, að verkalýðshreyfing
in sé og verði það einingarlákn
launþegfa, sem luin er upphaf-
lega stofnuð til.“
Hér fara á eftir kaflar úr
ræðu Magnúsar L. Sveinssonar:
FRÆÐSLUSTARF VERKA-
LÝ ÐSHRE YFIN GARINN AR
Við heyrum oft deilt á verka-
lýðshreyfinguna fyrir það, að
hún haidi sig við úreltar bar-
áttuaðferðir til að tryggja um-
bjóðendum sínum aukinn kaup-
mátt launa.
Það kann að vera, að sumar
baráttuaðferðir orki tvímælis
eins og svo margt annað i okkar
þjóðfélagi. Og auðvitað verða
forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar að fylgjast með breytt-
um timum, þróuninni, sem oft
virðist svo hröð, að það sem átti
við í dag er úrelt á morgun. Og
forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar hafa einmitt gert sér
grein fyrir þessu mikilvæga at-
riði.
Þeir hafa þvi margsinnis flutt
frumvarp á Alþingi um stofnun
félagsmálaskóla verkalýðssam-
takanna, síðast á nýloknu þingi,
en það hefur ekki enn náð fram
að ganga.
Ég tel að fræðslustarf verka-
lýðshreyfingarinnar hafi verið
mjög alvarlega vanrækt til
þessa, þó að þakka beri lofsverða
viðleitni Menningar- og fræðslu
sambands alþýðu með fræðslu-
námskeiðum sem það hefur stað
ið fyrir s.l. IV2 ár.
Það er mitt mat að í fræðslu-
málunum standi verkalýðshreyf
ingin frami fyrir örlagaríkum
ákvörðunum og hún verði þeg-
ar í stað að beita afli sinu til að
knýja fram samþy'kki fyrir áður
nefndu frumvarpi um stofnun
félagsmálaskóla verkalýðssam
takanna.
Því eins og segir í greinargerð
fyrir frumvarpinu „er það tvi-
mælalaust skylda þjóðfélagsins
við verkalýðsstéttina að veita
henni tækifæri til þeirrar
fræðslu, sem henni er nauðsyn-
leg til þess að geta rækt félags-
legt hlutverk sitt, eflt samtök
sín og þroskað." Þessi skylda
hefur þegar hlotið nokkra við-
urkenningu í verki viða um
lönd, þ.á.m. um Norðurlönd, en
þar hafa um langt skeið starfað
skólar, hliðstæðir þeim, sem hér
er gert ráð fyrir og þó miklu
stærri í sniðum. Þykja skólar
þessir hinar gagnlegustu menn-
ingarstofnanir fyrir félagssam-
tök verkalýðssamtakanna og
sjálfsagður þáttur í skólamálum
þjóðarinhar.
landhelgismAlið
Við Islendingar vorum sam-
mála um, að kvödd yrði saman
alþjóðaráðstefna á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, varðandi rétt-
arreglur á hafinu og verður hún
haldin 1973.
Til þess tíma verðum við að
gera allt sem í okkar valdi
stendur til að nota okkur til
fulls hagstæða þróun íslending-
um í vil varðandi rétt strand-
ríkis og fiskveiðilögsögu á haf-
svæðum þess.
Komið hefur upp ágreiningur
um tímasetningu á útfærslu land
helginnar, og því hvort við eig-
Magnús L. Sveinsson.
um að haida okkur einungis við
50 sjómílur.
Um þessi atriði varð ágrein-
ingur i 1. mai nefndinni og skrif
aði hluti af henni undir með fyr
irvara um orðaiag kröfunnar
„50 inílnr 1973“.
Með því að ég tel rétta þá
stefnu að við færum fiskveiði-
landhelgina út í a.m.k. 50 sjó-
mílur frá grunnlínum eða meiri
víðáttu, sem fara mun eftir á-
kvörðunarreglum um iandgrunn
ið sjálft, tel ég ekki rétta þá
stefnu, sem sumir aðhyllast, að
við höldum okkur aðeins við 50
sjómílur.
Þá tel ég ekki rétt, að slá þvi
nú föstu, að við bindum útfærsl
una við 1. sept. 1972, því ef
kringumstæður breytast svo sem
með verulega aukinni sókn er-
lendra fiskiskipa á íslandsmið,
getur verið nauðsynlegt að út-
færsian komi fyrr til fram-
kvæmda, gæti það þá. skaðað
okkur að hafa bundið okkur fyr
irfram í ákveðnu tímamarki.
Allir eru sammála um að grípa
verður þegar til ráðstafana sem
duga og koma i veg fyrir að
hafið umhverfis Island verði fyr
ir skaðlegum mengunaráhrifum.
I því sambandi ræða sumir um
100 milna mengunarlögsögu sem
við eigum að setja. Enda þótt ég
mæli ekki gegn slíkum ráðstöf-
unum, lít ég á þær sem bráða-
birgðaaðgerðir. Miðað við þá haf
strauma, sem umhverfis landið
liggja, getur það engan vegin
verið nægileg vörn gegn hugs-
anlegum skaðlegum úrgangsefn-
um, sem sett yrðu í hafið utan
100 mílna.
Það verður því að hafa sam-
Franih. á bls. 11
Ve/ varið hús fagnar vori....
VITRETEX
heitir piastmáiningin frá SLiPPFÉLAGiNU.
Hún ver steinveggi gegn vatnsveðrum haustsins
og frosthörkum vetrarins.
ViTRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húð.
Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþo/.
Samt sem áður ,,andar" veggurinn út um V/TRETEX
p/astmá/ningu.
Munið nafnið V/TRETEX það er miki/vægt — þvi:
endingin vex með V/TRETEX
Framleiðandi á íslandi:
Sfíppféfagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi — Símar 33433 og 33414