Morgunblaðið - 05.05.1971, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Hyjóifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannssom.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Augiýsingar Aðaistraeti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 12,00 kr. eintakið.
SAGAN SAMEINAR
FJÁRFESTING
MENNTUN
Af heildarupphæð fjárlaganna eiga
18,4% að fara til menntamála. Það er
hægt að líta á slíka fjárveitingu sem
fjárfestingu í hlut sem seinna meir er
ætlazt til að skili arði. 18,4% er hátt
hlutfall og þeim mun grátlegra er, að
á sama tíma eru íslenzkir menntamenn
svo hundruðum skiptir við störf erlend-
is og fær þeirra eigið land í engu notið
ávaxta af þeim fjármunum og því erf-
iði, sem það hefði við menntun þeirra.
Hvernig má það vera, að dýrmætur
vinnukraftur flytur af landi brott? Er
það vegna þess, að Islendingar kunna
ekki að nýta sér þau auðæfi sem
í menntun eru fólgin, eða vegna hins að
framboð er of mikið á menntamönnum?
Má vera, að islenzkir menntamenn séu
svona íégráðugir, að þeir af þeim sök-
um leiti til þeirra landa þar sem starf
þeirra er bæði betur borgað og meira
metið.
Ég álít, að öllum þessum samtvinnuðu
þáttum sé um að kenna. Satt er það, að
margar stéttir menntamanna, t.d. tækni-
og vísindamenn, álíta sjálfa sig ekki fá
nægilega hátt kaup, né viðunandi starfs
aðstöðu. Að mínu mati er þetta að
mörgu leyti rétt.
Ég geri mér fulla grein fyrir því, að
ekki má gera því skóna, að lítið samfé-
lag sem Island hafi greiðsluþol á við
það sem bezt gerist erlendis t.d.
í Bandaríkjunum. En það má heldur
ekki ætlast til þess, að menntunin í
sjálfri sér sé slík hugsjón ungu fólki,
að það láti sig beint fjárhagslegt tap
við öflun hennar sig engu skipta, þrátt
fyrir það, að slíkt er því miður stað-
reynd í dag. Ég veit persónuiega um
dæmi þess, að menn, sem hafa aflað sér
dýrrar menntunar, hafa orðið að flýja
land, beinlínis í þeim tilgangi að geta
staðið straum af kostnaðarsömu námi.
Mér er því spurn: til hvers er verið
að kasta peningum í að mennta fólk,
ef því fólki er ekki skapað
viðunandi lífsviðurværi hér á landi?
Menntunin kemur Islandi ekki til góða,
nema hún sé notuð innanlands eða I
þágu hagsmuna Islands erlendis. Á
sumum sviðum er um umfram framboð
á menntamönnum að ræða. Það vanda-
mál er grein af sama meiði og ein önn-
ur sönnun þess, að Islendingar eru ekki
nógu hagsýnir við nýtingu menntunar
landsmanna. Allar grannþjóðir okkar
hafa haft lag á því að beina námsfólki
sínu inn á þær brautir, sem samfélag-
inu eru hvað hagkvæmastar, en láta
ekki alla hrúgast á örfáar námsbrautir.
Það sem hér vantar er stofnun, sem er
þess umkomin að veita upplýsingar um
það á hverjum tíma, hvar menntunar-
þörfin er helzt. Hvar hægt er að verða
sér úti um viðkomandi menntun, hvað
námið tekur langan tima o.s.frv.
Satt að segja hef ég aldrei áttað mig
á þvi, hvers vegna atvinnurekendur
hafa ekki heimtað að slík stofnun sé
sett á laggirnar hið bráðasta. Þetta
hlýtur þó að vera þeim mikið hags-
munamál.
Ég þori að ábyrgjast, að með tilkomu
slíkrar stofnunar verði þess ekki langt
að bíða, að íslenzkt námsfólk dreifi sér
á fleiri námsgreinar. Það er nefnilega
ekkert gamanmál fyrir námsfólk, ef það
getur ekki notað menntun sína á annan
hátt en sem tómstundagrín að námi
ioknu. Samfélagið aftur á móti
vex aldrei frá þörf sinni á menntafólki
og sérhæfðum starfskrafti. Eitt
égætt dæmi um það sem hér er að fram-
an sagt eru þau orð ráðuneytisstjóra
menntamála, að mikil þörf sé fyrir
sérhæfðan starfskraft til að annast
kennslu vangefinna. Ég leyfi mér stór-
lega að efast um að þorri þeirra manna,
sem nú eru að leita fyrir sér, hvað
þeir eigi að nema, hafi nokkurn tíma
heyrt á þessa þörf minnzt. Hvað þá
heldur, hvaða land er hentugast til
siíks náms.
Stofnun sú, sem með framangreinda
þjónustu ætti að fara, á ekki eingöngu
að vera þess umkomin að segja til um,
hvar menntunarþörfin er helzt á hverj-
um tíma, heldur á hún einnig að geta
gert áætlanir og sagt til um, hvar hún
verður í framtiðinni. Slík stofnun á að
veita öllum þjónustu, sem vilja auka
menntun sína. Vilji Islendingar auka á
fjölbreytni í framleiðsluháttum sínum,'
verður það ekki gert, nema fyrir til-
stuðlan þeirra manna, sem eitthvað
kunna til verka.
Island hefur upp á marga möguleika
að bjóða. Þar við liggur efnahagslegt
sjálfstæði Islendinga, að þeir kunni
sjálfir að nýta sér þá möguleika.
Svo framarlega sem fjárfesting-
unni er ekki skynsamlega varið, gefur
hún lítinn arð. 1
Geir Rögnvaldsson.
au bönd, sem tengja Norð-
urlandaþj óðimar saman,
eru traust. Þó er óhætt að
fullyrða, að Norðmenn og
Noregur hafa jafnan skipað
og skipa enn sérstakan sess
í hugum okkar íslendinga.
Það leiðir af þeirri sögulegu
staðreynd, að land okkar
byggðist frá Noregi, og það
hefur jafnan verið svo, þegar
íslendingar hafa komið til
Noregs, að þeim hefur fund-
izt sem þeir væru komnir
heim.
Hin opinbera heimsókn for-
setahjónanna íslenzku, herra
Kristjáns Eldjáms og frú
Halldóm Eldjárns, staðfestir
þetta sérstaka samband milli
þjóðanna. Sjaldan hefur því
verið betur lýst, sem samein-
ar norsku og íslenzku þjóð-
imar, en í ræðu forseta ís-
lands í Noregsheimsókninni,
er hann sagði: „Mikið haf
skilur að vísu lönd vor og
fjarlægðin milli þeirra hefur
komið í veg fyrir náin sam-
skipti. En hafið, sem er báð-
um þjóðunum sameiginlegt,
sameinar um leið og það skil-
ur. Það hefur um aldir verið
alfaraleiðin milli landa vorra.
Það hefur verið báðum þjóð-
um raunveruleiki og sama
lífsuppspretta og er það enn.
Það er auðvelt fyrir norskan
og íslenzkan sjómann að
skilja hvor annan. Og hnatt-
staða landanna sameinar. Vér
búum í norðlægum og nokk-
uð harðbýlum löndum. Nátt-
úruskilyrðin krefjast þraut-
seigju og harðfylgni við að
afla lífsnauðsynja. Þetta hef-
ur sett sitt mark á þjóðir vor-
ar. Norski og íslenzki bónd-
inn eiga margt sameiginlegt.
Lífsbarátta þeirra að ýmsu
leiti svipuð. Hvomgur þeirra
hefur mátt liggja á liði sínu
í tímanna rás. Og sagan sam-
einar. íslenzka þjóðin er frá
hinni norsku runnin. ísland
byggðist af Noregi. Það vek-
ur oss því aðeins gleði og
stolt, þegar Noregur er nefnd-
ur feðraland íslands. Orðið
norskt og íslenzkt hafa ekki
alltaf haft nákvæmlega sömu
merkingu báðum megin hafs-
ins, þegar um foman norræn-
an menningararf er að ræða.
Stundum er ekki heldur auð-
að er skemmtileg tilviljun,
að á sama tíma og ís-
lenzku forsetahjónin eru í
opinberri heimsókn í Noregi,
skuli einn þekktasti Norð-
maður okkar tíma vera í
heimsókn á íslandi. Thor Hey
erdahl er bezti núlifandi full-
velt að orða nákvæma skil-
greiningu, en einmitt þetta
sýnir, hve samanofinn fom-
menningararfur þessara þjóða
er. í stórum dráttum em lífs-
hættir líkir í löndum vorum.
Vér erum hvorir um sig hluti
af sama menningarsvæði.
Vér aðhyllumst sömu hug-
sjónir um mannréttindi og
lýðræði. Þjóðfélagslega og
stjórnmálalega eigum vér
margt sameiginlegt. Vér eig-
um einnig að nokkru leyti við
svipuð vandamál að etja. Úr
norðrinu er sjónarhomið til
hins stóra heims álíka, hvort
sem er frá Noregi eða ís-
landi.“
Norðmenn hafa hvað eftir
annað sýnt okkur íslending-
um, að þeir bera sömu til-
finningar í brjósti til íslands
og við til Noregs, og þetta
var enn staðfest í ræðu þeirri,
sem Ólafur Noregskonungur
flutti í tilefni af heimsókn
forseta íslands, er hann sagði:
„Hér í Noregi finnum vér, að
Íslendingar standa oss nærri.
Norska þjóðin mun aldrei
gleyma því, að norskir her-
menn, sem voru á íslandi á
erfiðum tímum í sögu lands
vors, nutu góðs af gestrisni
íslenzku þjóðarinnar. Oss til
ánægju höfum við nú um ára-
raðir tekið á móti íslenzku
námsfólki, samtímis því sem
norsku námsfólki hefur veitzt
aukinn skilningur á sameigin-
legri sögu vorri með dvöl á ís-
landi. ísland er land með
langa og sterka lýðræðis-
venju. íslendingar geta verið
stöltir af því. Ekkert þjóð-
þing á svo langa sögu að baki
sem Alþingi íslendinga, sem
1930 hélt upp á þúsund ára
afmæli sitt.“
íslendingar fagna þeim
hlýju móttökum, sem for-
setahjónin íslenzku hafa feng-
ið í Noregi. Slíkar gagn-
kvæmar heimsóknir efla
tengslin milli landanna, hvort
sem um er að ræða heim-
sóknir þjóðhöfðingja eða ann-
arra. Það er mikið ánægju-
efni, að samskipti íslendinga
við Noreg og raunar öll hin
Norðurlöndin hafa vaxið
jafnt og þétt á undanförnum
árum.
trúi norskrar dirfsku og
þeirra manna, sem sigldu
víkingaskipum sínum frá Nor
egi til íslands. Hann hefur
skýrt frá því, að ferðir þeirra
hafi orðið sér í senn hvatning
og innblástur. •
Ferðir Thor Heyerdahl á
Kon-Tiki og Ra I og Ra II
hafa vakið heimsathygli en
með þeim hefur hann sýnt
fram á möguleika á meiri sam
skiptum þjóða á milli fyrr á
öldum en áður var talið.
Heimsókn Thor Heyerdahl
ipyrir nokkrum misserum
" var nýjum stjórnmála-
samtökum hleypt af stokkun-
um með miklu brambolti og
sagt var, að þau væru opnari
og lýðræðislegri en aðrir
stjómmálaflokkar í landinu.
Nú er komið að fyrstu alþing-
iskosningunum, sem þessi
stjórnmálasamtök, Samtök
frjálslyndra og vinstri manna,
bjóða fram til og er bersýni-
legt, að algjört upplausnar-
ástand og alvarlegur klofn-
ingur ríkir í þessum samtök-
um vinstri manna, sem öðrum
slíkum.
hingað til lands hefur verið
sérlega ánægjuleg fyrir okk-
ur íslendinga og þessum
norska sæfara fylgja góðar
óskir er hann lýkur heim-
sókn sinni hér.
F ormaður samtakanna,
Hannibal Valdimarsson, sem
ákveðið var að skipaði efsta
sæti á framboðslista þeirra í
Reykjavík, hefur dregið fram-
boð sitt til bafea og hyggst
fara í framboð á Vestfjörð-
um. Má því segja, að hann
hafi snúið hlutunum við, að
þessi sinni, en 1967, hafði ver-
ið ákveðið, að hann færi í
framboð á Vestfjörðum, en
hann dró það framboð til baka
og fór í þess stað í framboð
í Reykjavík. Slíkur hringl-
andaháttur er með eindæm-
um í stjómmálasögu okkar.
Athyglisverðara er þó, að
öngþvei tisástand ríkir í þess-
um stjómmálasamtökum á
höfuðborgarsvæðinu. Þar er
hver höndin upp á móti ann-
arri og erfiðlega hefur gengið
að koma saman framboðslist-
um í tveimur stærstu kjör-
dæmum landsins. Menn furð-
ar kannski á slífeu ástandi í
svo ungum stjórnmálaflokki,
en sannleikurinn er sá, að
þetta er ekkert anað en það
sem tíðkast hetfur í öllum
st j órnm álasamtökum vinstri
manna, hverju nafni sem
nefnast á undanförnum árum
og áratugum. Þessi sjúkdóm-
ur virðist þó fremur ágerast,
heldur en hitt, því að segja
má, að allir þeir stjórnmála-
flokfear, sem kenna sig við
vinstri, gangi meira eða
minna klofnir til kosninganna
í vor.
Thor Heyerdahl
Upplausnarástand