Morgunblaðið - 05.05.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1971
17
Ólafur Björnsson alþingismaðu r:
Nokkrar hugleiðingar
skattfrelsi hlutafjár
og sparifjár
Þann 17. f.m. birtist I Mbl. frá
sögn af umræðum, sem fóru fram
á Alþingi um skattafrumvarp
ríkisstjórnar í byrjun fjm., aðal-
lega byggð á ræðu, er Sveinn
Guðmundsson, alþm., flutti við
það tækifæri. Þar sem ég tel að
minnar afstöðu til þessa máls sé
þar getið á viilandi hátt, vil ég
við þetta tækifæri gera nánari
grein fyrir henni og skal þá
jafnframt gert að umtalsefni op
ið bréf til mín frá Jóni Pálssyni,
sem birtist í Mbl. s.l. föstudag,
þar sem það fjallar um skyld
efni.
A ARÐUR AF
HLUTABRÉFUM AÐ N.IÓTA
SKATTFRÍÐIND A ?
Rétt er það, sem fram kemur
í áðurnefndri ræðu Sveins Guð-
mundssonar, að ég tel þá ákvörð
un hæpna, að arður af hluta-
bréfum sé gerður skattfrjáls að
því marki, sem lögin gera ráð
fyrir, og skal ég hér á eftir
færa rök fyrir því. En ekki vil
ég, að af því sé dregin sú álykt-
un, að ég sé andvígur sann-
gjarnri leiðréttingu á Skattamál
um hluthafa og hlutafélaga.
Hlutafélög eiga mikilvægu hlut-
verki að gegna í islenzku at-
vinnulífi og ber að hlúa að þvi
af hálfu löggjafarvaldsins, að
þau megi verða fær um það, að
gegna því hlutverki. 1 skatta
málum hafa hlutafélög og hluta-
bréfaeigendur lengi búið við
mikið ranglæti, sem verið hefur
þessu félagsformi mikill fjötur
um fót. Miklar lagfæringar hafa
þó smám saman fengizt síðasta
áratug eða svo í því efni, og
um sumar þær frekari lagfær-
Ingar, sem gerðar voru í því
efni með nýju lögunum er ekki
nema gott eitt að segja. Á ég
þar m.a. við reglumar um fym-
ingar og útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
Höfuðrökin, sem fram voru
borin fyrir skattfrelsi hluta-
bréfaarðs í greinargerðinni fyr-
ir frumvarpinu, voru þau, að
þannig væri hlutabréfa- og stofn
fjáreign gerð að „nokkru sam-
keppnishæfari við sparifé og
skattfrjáls spariskírteini" eins
og þar er orðað.
Það er nú mál út af fyrir sig,
að jafnvel þótt það væri rétt,
að sparifé nyti betri kjara
skattalega séð en hlutafé, þá
væri atvinnuvegunum ekki séð
fyrir neinu nýju fjármagni með
því að bæta „samkeppnisað-
Stöðu" hlutafjárins. Bankar og
aðrar lánastofnanir, sem taka á
móti sparifé, geta ekki ávaxtað
það með öðru móti en þvi að
lána það út til atvinnulífsins. Til
færslur, sem kytnnu að eiga sér
stað mM kaupa á hlutabréfum
og innistæðna í bönkum hafa því
engin áhrif á það, hvort at-
vinnuvegimir fá meira eða
minna f jármagn til umráða.
En aðalatriðið er þó, að sú
skoðun, að sparifé séu betri kost
ir búnir af stjómarvöldum en
hlutafé, er algerlega röng. Tel
ég mig hafa sýnt fram á það
með rökum, sem ekki hafa verið
hrakin, í framsöguræðu minni á
Alþingi, en auk þess sýna tölu-
dæmi þau, sem Jón Pálsson not-
ar í sínu umrædda opna bréfi til
min, glögglega, hve miskunnar-
laust verðbðlgan hefir skattlagt
allt sparifé, þannig að verð-
bálguskatturinn hefir ekki ein-
vörðungu gleypt alla vextina,
heldur að jafnaði rýrt höfuðstól
inn verulega frá ári til árs. Það
er vissulega rétt, að hlutabréf
gefa oft lítinn eða engan arð
einstök ár, einkum þegar um ný
fyrirtæki er að ræða, en sé um
lífvænlegan atvinnurekstur að
ræða, nýtur eigandi hlutabréfa
þeirra forréttinda umfram spari
fjáreigandann, að hlutaféð er
verðtryggt. Þó að eigandi hluta-
bréfsins greiði þannig alit að
helmingi þess arðs, sem hann
fær, í tekjuskatt og útsvar, fær
hann þó alltaf jákvæða vexti af
höfuðstól sínum, en samsvarandi
vextir af sparifé hafa, miðað við
það verðbólgustig, sem verið
hefur hér á landi s.l. 30 ár, ver-
ið að jafnaði neikvæðir um
5—10%. Skattfrelsi arðs af hluta
bréfum breikkar því þetta bil, í
stað þess að jafna metin. Fyrir
18 árum var sú skynsamlega og
sanngjarna ráðstöfun gerð, að
undanþiggja vexti af sparifé
tekjuskatti og spariféð eignar-
sköttum, og tel ég ekki vafa á,
að engin ráðstöfun, sem gerð
hefur verið af hálfu stjórnvalda
hefir átt jafnmikinn þátt í því
að forða efnahagskerfi okkar
frá öngþveiti óðaverðbólgu.
Þegar um það er rætt í grein-
argerð fyrir frv. að metin milli
sparifjár og hlutafjár séu „að-
eins jöfnuð að nokkru" með
því skattfrelsi hlutafjár, sem þar
var lagt til, og raunar var þó
skert í meðförum þingsins, þá er
þar með gefið í skyn, að betur
megi ef duga skal, eða m.ö.o. að
skerða beri að meira eða minna
leyti þau skattfríðindi, er spari-
fé nýtur nú. Að mínu áliti er
þessi hugsunarháttur ekki ein-
vörðungu rangur, heldur jafn-
vel stórhættulegur með tilliti til
þeirra geigvæniegu vandamála,
sem við blasa á komandi hausti
og lauslega verður vikið að hér
á eftir.
OPNUÐ LEIÐ TIL
SKATTFRELSIS GRÓÐA OG
VINNUTEKNA
hAtekjumanna
Það, sem ég hafði þó einkum
að athuga við ákvæðin um skatt-
frelsi hlutabréfaarðs, var, að ég
fæ ekki betur séð, en að með
því sé opnuð leið til þess að
menn, sem hafa sjáifstæðan at-
vinnurekstur með höndum, geti
fengið toppinn af tekjum sínum
skattfrjálsan, með þvi að stofna
málamyndablutafélög utan um
atvinnurekstur sinn. Vera má,
að mér hafi ekki tekizt nægilega
vel að skýra þetta í framsögu-
ræðu minni og skal þvi gerð
önnur tilraun. Jón Jónsson er
tannlæknir. Hann myindar ásamt
konu sinni og nánum vinum og
ættingjum hlutafélag um rekst-
ur stofu sinnar, án þess þó auð-
vitað að borga nokkurn eyri
sem hlutafé. Síðan reiknar hann
sér hóflegt kaup hjá „hlutafé-
laginu", en afganigurinn af því
sem hann vinnur sér inn verður
„arður" af hlutafé hans og þar
af fær hann samkvæmt lögum
60 þús. kr„ skattfrjálsar, ef
hann er kvæntur. Að vísu yrði
„hlutafélagið" að greiða 15% af
„arðinum" í skatt, þannig að
með því er sett undir þann leka,
að smákarlar eins og skósmiðir,
atvinnubílstjórar og aðrir slíkir
geti leikið þennan leik með
hagnaði. En þeir sem hærri tekj
ur hafa „þéna“ á þessu um það
bil 20 þús. kr. á ári, og það borg
ar vel skrásetningargjald fyrir
„hlutafélagið".
Það skal tekið fram, að ríkis-
skattstjóri benti við meðferð
málsins í fjárhagsnefnd efri
deildar á það, að samkvæmt
sinu áliti væri hægt að beita
ákvæðum í 15. gr. skattfrum-
Ólafur Björnsson
varpsins er fjallar um það, sem
kallað er óeðlileg viðskipti
milli hlutafélags og einstakra
hluthafa, gegn slíkri misnotkun.
Þetta er lögfræðilegt atriði, sem
ég skal ekki reyna að skera úr,
enda verður þess vafalaust
skammt að bíða, að slíkt komi
til kasta dómstöla. Eins tel ég
rétt að það komi fram, að það
var ekki ég, sem fyrstur varð til
þess að kveða upp úr um þá
hættu á misnotkun, sem hér er
um að ræða, heldur var það gert
í bréfi samtaka atvinnureknda
til Alþingis, er málið var til
meðferðar. í neðri deild var sett
inn ákvæði um það, að skatt-
frjáls arður af hlutabréfum megi
aldrei nema meiru en 10% af
hlutafénu (20% samkv. frum-
varpinu), og má vera, að það
sé rétt hjá Sveini, að þetta
kunni að hafa haft áhrif á af-
stöðu atvinnurekenda til þessa
máls, en hvað sem því líður, fæ
ég ekki séð, að það breyti
nokkru hvað snertir hættuna á
misnotkun skattfríðindanna.
ERU LÍKUR A ÞVl, AÐ
VERÐBÓLGAN VERÐI
STÖÐVUÐ?
Sá samanburður, sem hér hef-
ir verið gerður á skattalegri að-
stöðu sparifjár og hlutafjár,
bygigist vissulega á þeirri for-
sendu, að sams konar verðbólgu
þróun og hér hefir verið síðustu
þrjá áratugi, haldi áfram og á
þeirri forsendu er líka byggt í
hinu opna bréfi Jóns Pálssonar
til mín, en meginefni þess bréfs
er að minu áliti orð í tima töluð.
Það myndi auðvitað breýta
miklu í þessu efni, ef gert væri
ráð fyrir því, að stjómvöldum
tækist á næstu mánuðum að
stöðva verðbólguna. Þá verður
lika skiljanlegri greinargerð
embættismannanefndar þeirrar,
er að samningu frumvarpsins
vann. En eru líkur á slíkri þró-
un? Ég hef áður látið i ljós
skoðun mína í því efni og þvl
miður hefir ekkert komið fram
í þeim efnum, sem gefur mér til
efni til þess að taka eitt orð af
þvi aftur. Það hefir að vísu ver-
ið ymprað á þvi, að til mála
komi að halda verðstöðvuninni
áfram einhvern tíma eftir 1.
sept. Slikt kynni að vera vinn-
andi vegur, ef verkalýðssamtök
in fengjust til þess að falla frá
öllum kjarabótakröfum 1. okt.,
og væri þó jafnvel í því tilviki
ærinn vandi óleystur. En ef
nokkur snefill af alvöru er í
kröfum þeim, sem fram voru
bornar af hálfu samtakanna 1.
maí, virðist sú hugmynd dauða-
dæmd með öllu. Að öðru leyti
skal engin hrollvekja vakin hér
upp, ekki sízt með tilliti til þess,
að þegjandi samkomulag mun
hafa tekizt um það milli stjórn-
málaflokkanna að ræða ekki
efnahagsmál nú fyrir kosningar.
um
Að vísu er sá „friður" því verði
keyptur, að þing það, sem
nú verður kosið, hefir þá ekk-
ert umboð þjóðarinnar til neinna
þeirra aðgerða I efnahagsmálum,
sem óumflýjanlegar virðast. En
ekki situr á mér að gerast þar
friðarspiliir og skal því ekki
segja um þetta annað en „den
tid, den sorg.“
„STÖRSYNDADRÖSULLINN"
Ég skil það vel, að þeir, sem
fylllzt hafa réttlátri reiði yfir
meðferð þjóðfélagsins á spari-
fjáreigendum, beini máli sínu
fyrst og fremst til hagfræðing-
anna og I rauninni gerir Jón
Pálsson það á furðu vinsamleg-
an hátt i minn garð a.m.k. Hag-
fræðingar hafa mjög komið við
sögu hinna síendurteknu geng-
isfellinga hér á landi, svo sem
kunnugt er. Enga ástæðu hefi ég
þó til þess að drótta því að
stjórnmálaleiðtogunum, að þeir
hafi skipulagt það, að ábyrgð-
inni af gengisfellingum, kaup-
skerðingum og öðrum óvinsæl-
um efnahagsráðstöfunum væri
velt af þeim yfir á hagfræðinga
þá, er þeir hafa haft sér til
ráðuneytis. En a.m.k. I Sjálfstæð
isflokknum veit ég, að sjálfboða
liðar hafa þar komið til hjálp-
ar, og vafalaust tekizt að varna
því, að flokksmenn, sem ásamt
öðrum stéttarfélögum sínum bíta
í skjaldarrendur 1. maí, yfirgefi
flokkinn við kosningar til Al-
þingis og bæjarstjórna. Það
hlýtur því að vera fagnaðarefni
öllum hagfræðingum, hve lofsam
leg blaðaummæli hin ágæta ræða
Jóhannesar Nordal á dögunum
hefir fen>gið og ætti það ekki
einvörðungu að eiga við um vini
hans, sem ég tel mig vera, held-
ur alla stéttina. Er mér þó mæta-
vel um það kunnugt að öðru-
vísi þaut I skjánum fyrir fáum
mánuðum.
Vestfirzka alþýðuskáldið,
Álfur Magnússon, lýkur gaman-
kvæði um sjálfan sig með þess-
um ljóðlínum, en þar er átt við
komu hans að lokum á fund
Lykla-Péturs.
„Mínum stórsyndadrösli ég
dingla on í geiminn
og dansandi af kæti með Pétri
ég fer.“
Nú var sem betur fór ekki um
himnaríkisför hlutaðeigandi að
ræða á s.l. hausti, en smjúga
þurfti þó i gegnum nálarauga,
sem velviljaðir töldu of þröngt
til þess að hættandi væri á að
stór syndadrösull fylgdi með, og
var honum því varpað fyrst og
fremst á hið breiða bak
Jóhannesar, þótt fleiri fengju
einnig horn af pokanum, og allt
fór vel.
VORBOÐINN LJÚFI
Nú eru þessir rokkar þagnað-
ir, sem betur fer, og þau um-
skipti orðin, að óheillafuglinn,
sem á haustmánuðunum bar höf
uðábyrgðina á því, að vinsælir
stjórnmálaleiðtogar höfðu látið
véla sig til þess að gera lítt vin-
sælar ráðstafanir í efnahagsmál-
unum, var nú orðinn „vor-
boðinn ljúfi," sem ekki boðaði
einvörðungu komu indæls vors,
heldur blés einnig burtu öllum
kvíðboga fyrir hretviðrum kom-
andi hausts.
Ég skal líka fyrir mitt leyti
heilshugar taka undir þau um-
mæli í áðumefndri ræðu
Jóhannesar, að ekki sé rétt að
gera meira úr vandanum en efni
standa til. En ekki get ég verið
svo óhreinskilinn að játa ekki,
að mér finnst vandinn æði stór,
þótt rétt sé að hvetja til bjart-
sýni með hækkandi sól, og
e.t.v. geta kraftaverk gerzt. —■
Hver veit?
Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um:
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar
SEGJA má, að efnisskrá sein-
ustu tónleika Sintfóní'uhljóm-
svei'tar Islands hafi verið I
stíl við alþýðleg „skemmti-
prógröm" sintfóniuMjóimsveita
stórborganna. Lengra náði þó
samanburðurinn ekki. Hótfust
tórÉeikamir á Pólóvetsa-dönsum
Borodins, sem Wodicziko stjórn-
aði með sínum ákveðnu hand-
töikum og góðu skyni á tíma og
Mæbrigðum. Á eftir fylgdi ann-
ar píanókonsert Rachmaninoffs,
og þar lék Rögnvaldur Si'gur-
jónsson einleikinn.
Fyrsti þáttur fór af stað með
marikvissum mynduigleika og
naut Rögnvaldur þar otft góðrar
þátttöku hlj ómsveitarinnar. Há-
punktur konsertsins var í öðr-
um þætti, þar sem einleikarinn
náði megtri ljóðrænni breidd
með fagurlega mótaðri „espress-
ivri“ stígandi og hniígandi. Loka-
þátturinn varð hins vega-r hin
harðasta atirenna, svo að nærri
lá, undir lofcin, að menin genigju
fram aí sér og gæfust upp við
að fylgja einllieikaranium eftir
upp á „siguiihæðir".
Lobaverkið var hinn litríki
hljómsveitarbúninigur Ravelis á
„Myndum á sýnin'gu“ eftir Múss-
orgský. Á köflum er þetta mik-
ið vandaiverk með kröfur til
rnargra einleibara hljóm'sveittar-
innar, en lamgt var frá þvl, að
menn væru allir vandanum
vaxnir, og að verkið kæmist til
skila, sambærilegt við það, sem
hljómsveitin hefur sýnt sig geta
áður fyrr. Þetta bendir ðhjá-
kvæmifega ti'l þess, að hljóm-
sveiltin sé í afturför, og hafa
ýmis teilkn þess verið á loflti nú
um skeið. Henni hefur netfnilega
ekki nægt að fá glæsilega ein-
‘leikara og dugmikla stjómend-
ur. Hún hetfur á sama tíma
misst góða menn og enga fenigið
í staðinn.
Á þessum tónleifcum voru t. d.
ekki nema 6 fyrstu fiðlur, og
önnur dæmi veiMeika má auð-
veldlega taka til úr öðrum rödd-
um hljómsveitairinnar.
Á seinustu árum hefur mikið
verið talað um „hljómsveitar-
dauða" í grónium þéttbýlislönd-
um. Þetta á sér stað, þegar litlar
borgir gefast upp við að reyna
að hallda uppi menningarstarf-
semi í nábýli við stórborgir. Hér
á landi er engu sl'ífcu til að
dreifa, en með saima áfraimhaldi
lognast þessi eina hljómsveibar-
starfsemi í landinu út af. Þar
með hefur ailt uppbyigginigar-
starf seinustu áratuga verið rif-
ið niður og djarfar vonir um
æðra músiiklíif. Yfir rústunum
getur þá dansað sú vofa ábyrgð-
ar- og dugleysis, sem afrekið
vann, nærri óátalið, sbrælinigj-
um ti'l skemimtunar.