Morgunblaðið - 05.05.1971, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971
Notið frístundimar
Vélritunar- oej
hraöritunarskóli
Vélrttun — blindskrift, uppsetning og frá-
gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl.
Notkun og meðferð rafmagnsritvéla.
Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn-
ritun í síma 21768.
Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, — sími 21768.
Nú sem fyrr er
ROAMER
bezta
fermingargjöfin
Sigurður Jónasson
úrsmiður, Laugavegi 10.
Andrés kápudeild
Nýkomnar ullarkápur
og terylenekápur
Stuttbuxur — Peysur
Blússur
Þýzkir brjóstahaldarar
OC MARCT
MARCT
FLEIRA KÁPUDEILD
Skólavörðustíg 22 A
Trésmíiavélar
til sölu
Eftirtaldar trésmíðavélar af Trésmíðaverk-
stæði Stefáns Kristjánssonar, Selfossi, eru til
sölu:
Spónlímingarvél, Kuper
Eútsög: Black & Decker Dewalt
Borvél — loftkerfi Maka Typa SM6 P
Sambyggð vél: Afréttari, þykktarhefill,
fræsari, bor, sög: Haombak Typa US: 630
Sög: Altendor
Spónlímingarpressa, pressustærð 300x
135 sm.
Bandslípivél: Ellna — BS
Bandsög — þýzk, Veb Knohoma-Werke
Delta 12: rennibekkur
Kantlímingargrind, hæð 2,85x3,00 m.
Vélarnar eru til sýnis að Eyrarvegi 15, Sel-
fossi, laugardaginn 8, maí kl. 2 til 5.
Tilboð merkt: „IÐNSKÁLI — 7279“ sendist
afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir klukkan 7
þriðjudaginn 11. maí 1971.
Öllum tilboðum verður svarað innan viku.
Per Öien:
Athugasemd vegna blaðaskrifa
Herra ritstjóri.
MÉR til mikillar undrunar hef-
ir mér verið skýrt frá að nafn
mitt hafi dregizt inn í deilur
um notkun barrtrjáa við skóg-
rækt á íslandi, deilu, sem ég
með takmarkaðri þekkingu
minni á íslenzkum aðstæðum
aldrei hefi' talið mig mann til að
taka þátt í.
Enn meiri undrun mina vek-
ur sú afstaða, sem mér er ætl-
uð í þessum umræðum. Mér er
algjörlega fyrirmunað að geta
tekið nokkra slíka afstöðu vegna
þekkingarskorts á raunveruleg-
um aðstæðum.
Þetta ætti í sjálfu sér að
nægja til þess að slá því föstu
að tvær greinar Vigdísar Ágústs
dóttur í Morgunblaðinu, þann
20/2 og þann 10/3, eru byggð-
ar á grundvallarmisskilningi,
sem ber að harma.
(Ekki liggur ljóst fyrir hvern
ig á þessum misskilningi stend-
ur. Samræður okkar, sem vísað
er til, áttu sér stað á ensku, og
þótt ég fram að þessu hafi talið
mig geta gert mig vel skiljan-
legan á þessu máli, má vel vera
að þar liggi hundurinn grafinn.
Ef svo er, þykir mér mjög fyrir
því).
Ef til vill mætti telja þetta
nægilega athugasemd frá minni
hálfu. En þar sem þessar grein-
ar bera á borð svo margar mis-
vísandi eða rangar staðhæfingar
um raunverulegar aðstæður og
álit mitt á sumum þeirra, tel ég
mig þurfa að fara þess á leit
að fá rými fyrir þessa greinar-
gerð.
Það getur flokkazt undir smá
muni og misminni að heimsókn
míh til íslands í fyrra er sögð
hafa átt sér stað í maí, en ekki
frá 9.—18. apríl, sem þó var
reyndin.
Þetta atriði hefir þó getað
valdið því að skógræktarstjóri
var í vafa um — og ekki að
ástæðulausu — við hvaða Norð-
mann væri átt.
Tilgangurinn með ferð minni
og einu forsendurnir var að að-
stoða við að koma skipulagi á
framkvæmd og tækni við kyn-
lausa æxlun barrtrjáa við til-
raunastöðina á Mógilsá. (Með þá
reynslu í huga, sem ég kynni
að hafa eftir sams konar starf
í 23 ár hér í Noregi).
Að „aðaláhugamál væri is-
lenzka birkið og. að finna góða
stofna af því“ hafði hreint ekki
verið orðað í sambandi við ferð
mína til íslands, hvað þá að
það væri aðaltilgangurinn eins
og þarna er haldið fram. Aftur
á móti kom birki, fjölgun birk-
is og kynbætur á birki til um-
ræðu á meðan á dvölinni í til-
raunastöðinni stóð, þar sem
þessi umræðuefni eru skógrækt
armönnum ætíð hugleikin.
Hákon Bjarnason, skógræktar-
stjóri, brást þannig við þessu
að hann sá um að ég kæmist til
Hallormsstaðar (ég hefi ekki
sagt að ég ætlaði með skóg-
ræktarstjóra til Hallormsstað-
ar) til þess að safna þar
ágræðslukvistum af birki með
skógarverðinum á staðnum tíg
koma með þá aftur að Mógilsá
og græða þá þar. Það var mik-
ið í kringum þetta, svo takast
mætti að komast feti framar að
því er varðar kynbætur á sjálfu
íslenzka birkinu, og varð til
þess að dvöl mín á íslandi
lengdist um um það bil helm-
ing. Erfitt á ég með að skilja
að þetta bendi til skorts á áhuga
hjá skógræktarstjóra hvað ís-
lenzka birkið varðar.
Skýrt kemur í ljós að kyn-
bætur á birki voru ekki Skóg-
rækt ríkisins ný eða framandi
hugsun, þar sem Hallormsstaðar-
skógi höfðu fyrir löngu gaum-
gæfilega verið valin kynbótatré.
A tveim stöðum í blaðagrein-
unum virðist rétt eftir mér haft
— hvort skilningur hefir verið
réttur að sama skapi, er svo
önnur saga. Annað atriði er að
ég hafi áhuga á að birki sé
sinn* og beztu trjánum haldið
til haga. Já, ég hefi áhuga á því
jafnt á íslandi sem í Noregi, þar
sem birki ER til að sinna. Enga
ástæðu hefi ég þó talið til þess
að benda skógræktarstjóra á
þetta. Þarna erum við sammála
eftir því, sem ég bezt veit.
Annað atriði, sem eftir mér er
haft, er að ég á að hafa sagt
að innfluttar trjátegundir frá
Alaska og Kanada hafi í Noregi
aðeins náð litlum hluta þess
vaxtar, er þær hafa í sínum
heimahögum. Að þessar erlendu
trjátegundir — eða yfirleitt
nokkrar trjátegundir ■— ættu
að geta sýnt slíka framleiðslu
og slíkt timburmagn sem þær
hafa í Vestur-Ameríku, getur
varla nokkur viti borinn mann-
eskja látið sér til hugar koma.
(Ekki tel ég mig hafa ætlað mér
að leiða skógræktarstjóra í all-
an sannleikann — honum var
hann fullkunnur áður).
Annað mál er það að einstaka
af þessum tegundum vaxa bet-
ur og gefa af sér betra timbur
en nokkrar norskar trjátegund-
Framh. á bls. 20
Óskum eftir að ráða menn vana
bílaviðgerðum
nú þegar.
Bilaverkstæði JÓNS OG PAI.S,
Álfhólsvegi 1, Kópavogi,
sími 42840.
Málmiðnaðarmenn
Okkur vantar nú þegar og á næstunni járnsmiði, rafsuðumenn
og lagtæka menn í járniðnaði.
Vélsmiðjan NORMI,
Súðarvogi 26, simi 33110.
HUflflAIÐJAN KOPAVOBÍ
Útihurðir, bílskúrshurðir í fjölbreyttu úrvali.
Hurðaiðjan sf.
Auðbrekku 63, Kópavogi.
Sími 41425.
SUNDBOLIR
bikini-baðföt,
sólfatnaður nýkomið
í dömu- og telpna-
stærðum.
VERZLUNIN
© tki
Laugavegi 53.