Morgunblaðið - 05.05.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971
19
'
:
Kórskólinn:
Síðustu tónleikar Pólýfónkórsins og Kórskólans
í kvöld — Litið inn á æfingu hjá söngglöðu fólki
Björg: Jakobsdóttir
(Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)
Smári G. Snædal
Helga Sveinsdóttir
Gnnnar Steinþórsson
EINS og- sagt var frá í Morg-
unblaðinu í fyrstu viku þessa
árs efndi Pólýfónkórinn til
Kórskóia fyrir almenning og
stóð nántskeiðið i 10 vikur.
Mjög mildl aðsókn var að Kór-
skóianum og innrituðust um 160
manns i hann. í fyrra tók Pólý-
fónkórinn þátt í evrópsku söng-
móti við ntjög góðan orðstír og
imt þessar ntundir heldur kór-
inn, ásamt Kórskólanum, tón-
leika í Kristskirkju og eru síð-
ustu tónieikarnir í kvöld.
Kennarar Kórskólans voru
Ruth Magnússon, Garðar Cort-
es og Ingóifur Guðbrandsson.
Við fórum á æfingu hjá Kór-
skólanum eitt kvöld fyrir
skömmu, ræddum þar við fólk
og fylgdumst með æfingu, en
eftir að námskeiðinu lauk hef-
ur söngfólkið komið saman
einu sinni i viku til þess að æfa
kórsöng.
Það var mikil sönggleði ríkj-
andi á æfingunni í Vogaskóla
og stef úr heimskunnum tón-
verkum ómuðu um ganga og
stofur. Yfir 100 manns sungu
af hjartans lyst.
Ingólfur Guðbrandsson söng-
stjóri sagðist vera mjög ánægð
ur með árangurinn af Kórskól-
anum. Sagði hann að það hefðu
ekki verið margir, sem hefðu
haft trú á þessari hugmynd
hans, enda borgin full af alls
konar námskeiðum og öðrum
tómstundamálum, ekki sízt á
þessum tima árs. En hann sagð
ist hafa haft trú á þvi að ef lyft
yrði undir músíkáhuga fólks al-
mennt með þessum hætti, þá
myndi það bera árangur.
Sagði hann að 80—90%
þeirra 150—160, sem innrituð-
ust í Kórskólann, hefðu stund-
að námskeiðið og æfingar af
fullum krafti og reglulega.
Ingólfur sagði að þetta starf
væri með þvi ánægjulegra sem
hann hefði unnið.
Margir kórskólanemar létu í
ljós áhuga á að syngja með
Pólýfónkórnum og að nám-
skeiðinu loknu var þessu fólki
gefinn kostur á að koma sam-
an einu sinni í viku.til þess að
æfa kórsöng. Margir úr þessum
hópi syngja nú með Pólýfón-
kórnum og fyrir umrædda tón-
leika í Kristskirkju urðu að-
eins 6 æfingar. „En það er
undraverður árangur, sem hef-
ur náðst,“ sagði Ingólfur. Ing-
ólfur sagði að áformað væri að
halda Kórskólanum áfram, en
áður hefur kórstarfsemi ekki
verið byggð hérlendis á slíku
skipulögðu starfi. „Fólk hefur
verið tekið inn í kóra, ef það
hefur haft einhverja náttúru-
rödd,“ sagði Ingólfur, „en með
þessu starfi vona ég að kór-
starfsemi í landinu komi til
með að eflast.“ Þeir sem sóttu
kórskólann voru á aldrinum frá
16 ára tii 40 ára. Áframhald-
andi kórskóli verður væntan-
lega með svipuðu sniði og þessi,
þar sem tekin var fyrir öndun,
losun raddar og rétt beiting,
jafnframt þjálfun eyrans, takt-
æfingar og nótnalestur.
Við spjölluðum stuttlega við
nokkra kórskólanema um starf
ið í vetur:
Helga Sveinsdóttir, húsntóðir,
sagðist hafa haft mjög mikla
ánægju og skemmtun af þessu
starfi. Það væri hressandi að
hitta þetta fólk og syngja með
þvi og auk þess mjög lærdóms-
ríkt. Helga hafði einu sinni áð-
ur sungið í kór, en það var í
Þykkvabæ þar sem hún ólst
upp, en nú býr hún i Reykja-
vík. Hún syngur nú með Pólý-
fónkórnum.
Gunnar Steinþórsson, bíl-
stjóri, býr í Mosfellssveit, en
hefur ekki látið sig vanta á kór
æfingar þrátt fyrir það. Hann
byrjaði með kórnum í janúar,
en hafði áður sungið i tvö ár í
kirkjukórnum á Lágafelli.
Hann sagði að sér líkaði stór
vel að starfa með kórnum og
Kórskólanum. Það væri upp-
byggjandi og félagsandinn
væri skínandi. Létt yfir öllu þó
að það væri strangt, enda veitti
ekki af góðu aðhaldi til þess að
árangur næðist.
Björg Jakobsdóttir, nentandi
í 5. bekk MR, byrjaði einnig í
janúar og syngur nú með
Pólýfónkórnum. Hún hafði áð-
ur verið í MR-kómum, en fór á
námskeið Kórskólans og eftir
að því lauk söng hún bæði með
Kórskólanum og Pólýfónkórn-
um þar til nú er prófin í MR
hefjast og þá þýðir lítið að
sinna öðru með. „Ég hefði ekki
tekið þátt í þessu hvoru
tveggja," sagði Björg, „ef það
væri ekki mjög skemmtilegt."
Þá gat hún þess að henni
hefði fundizt sér fara mikið
fram vegna þeirrar kennslu,
sem hún hlaut í Kórskólanum
í öndun og söngtækni, en Björg
leiikur á píanó og þurfti því
ekki að læra nótnalestur. Þá
tók Björg það fram að sér
fyndust verkefni kórsins mjög
skemmtileg, bæði væru tekin
fyrir kirkjuleg tónverk og önn-
ur mjög falleg tónverk. Hvatti
hún ungt fólk, sem hefur áhuga
á söng, að kynna sér þetta
söngstarf.
Sntári G. Snædal, verzlunar-
maður, sagðist aðeins hafa
sungið í gagnfræðaskólakór og
kvartett áður en hann fór í
Kórskólann, en hann syngur nú
með Pólýfónkórnum.
Áður safnaði hann frímerkj-
um og hafði áhugamál í einu
og öðru horni, en nú sagði
hann að ekkert annað en kór-
starfið kæmist að og likaði hon-
um það vel. Sagði hann að það
væri mjög skemmtilegt að
vinna með kórnum og því leng-
ur sem hann starfaði, því meiri
áhugi. Sagðist hann vilja hvetja
fólk sem hefði snefil af söng-
áhuga til þess að taka þátt í
sliku starfi. Kostnaðarhliðin
væri engum óhagstæð, en
ánægjan margföld.
Orgelleikari Pólýfónkórsins
og Kórskólans á tónleikunum í
Kristskirkju er Árni Arinbjarn
arson. Á efnisskrá eru m.a.
verk eftir Hándel, Bach, Franz
Schubert og Monterverdi, en
Monterverdi, sem var uppi á
ofanverðri 16. öld og fyrri
hluta 17. aldar hefur ekki verið
sunginn á Islandi fyrr en sið-
asta ár er Pólýfónkórinn flutti
verk eftir hann. Monterverdi
var hins vegar tímamótamaður
á sínum tima og margir hafa
viljað kalla hann upphafsmann
óperunnar og raddaðs söngs.
Meðal þekktra verka á tónleik-
unum má nefna Hallelújakór-
inn úr Messíasi, Jesús mein
freude eftir Bach og Canticor-
um Iubilo eftir Hándel.
— &