Morgunblaðið - 05.05.1971, Síða 20

Morgunblaðið - 05.05.1971, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971 ! Verzlunarhúsnæði í Kópnvogi Verzlunarhúsnæði um 50 fm á Miðbæjar- svæði í Kópavogi til sölu. Signrður Helgason hrl. Sími 42390. Framtíðarstarf Trésmiður eða laghentur maður óskast 1 uppsetningu á bílskúrshurðum. GLUGGASMIÐJAN, Síðumúla 20. Tómar funnur Óskum eftir að selja talsvert magn af tóm- um tunnum á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 38690. Olíufélagið hf. Hjúkrunnrkonur óskost Hjúkrunarkonur vantar ! Landspítaíann til atleysinga í sumarleyfum. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðukona Landspítalans, sími 24160. Beykjavík, 3. maí 1971. Skrifstofa ríktsspítalanrta. <§> MEUVÖLLUR í kvöld klukkan 20.00 leika KR - Þróttur Mótanefnd. H. BENEDIKTSSON, H F. Suöurlandsbrauf 4 Rauði kross íslands, Reykjavíkurdeild Sumardvalir Þeir sem ætla að sækja um sumardvalir fyrir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands, komi í skrifstofuna, Öldugötu 4, dag- ana 5. og 6. maí klukkan 9—12 og 13—18. Tekin verða börn fædd á tímabilinu 1. janúar 1963 til 1. júní 1965. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast nú þegar, ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar ! verzluninni (ekki í síma) klukkan 2—3. BIERINE Laugavegi 6. AÐALFUNDUR ISLENZK - SPÁNSKA FÉLACSINS veðrur haldinn í Leikhúskjallaranum, hliðarsal, sunnudaginn 9. ma! klukkan 21 00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Viggó Jónsson spjallar um Valle De Los Caidos og sýnir myndir þaðan. Vinsamlega maetið stundvíslega. STJÓRNIN. Laus staða Staða hjúkrunarmenntaðs fulltrúa í heil- brigðisráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu fyrir 20. maí nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. apríl 1971. Hf. Hampiðjan — Aðalfundur Hf. Hampiðjan heldur aðalfund laugardag- inn 15. maí 1971 í húsi félagsins að Stakk- holti 4, Reykjavík, og hefst hann kl. 10 f. h. Dagskrá: Venjleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. ISAL Úskum eftir ai taka á leigu Frá 15. maí eða 1. júní, 2ja til 3ja herbergja íbúð í Reykjavík, helzt í nágrenni við Háa- leitisbraut/Kringlumýrarbraut. Tilboð sendist í síma 52365. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ IIF. — Athugasemd Framh, af bls. 18 ir á eömu slóðum. Þetta á fyrst og fremst við um sitkagreni (Picea sitchensis), við sjávar- síðuna á Vesturlandi og í Norð- ur-Noregi, eftir að það við margra ára tilraunir hefir sýnt sig vera öllum öðrum trjá- tegundum miklu fremra. (Á réttum stöðum. Þetta eru hrein Strandlengjutré, sem engan rétt eiga á sér í meginlands- loftslagi). Á gróðurmarkasvæð- um skógar og háfjalla hefir (englendings)-blágreni (Pica engelmanni) gefið mjög góða raun og tilraunir með fjallaþin (Abies lasiocarpa) benda einnig til þess að það eigi sér framtíð við sérstakar aðstæður hér á landi, og gildir hið sama um stafafuru (Pinus contorta), síberíulerki (Larix sibirica) og jafnvel serbíugreni (Picea om- orika). í mörg ár hefir fjalla- fura og fleiri afbrigði sýnt til- verurétt sinn til skjólgróður- setningar og til varnar upp- blæstri. Jú — reyndar gróðursetjum við framandi trjátegundir hér og þar í Noregi. Hvemig til tekst um gróðursetninguna er undir því komið hve okkur hefir tek- izt að velja á hvern stað réttar trjátegundir af réttum uppruna — með öðrum orðum: þekkingu okkar á vaxtarmöguleikum á hverjum stað og vaxtarkröfum hverrar einstakrar trjátegundar. Vissu er aðeins hægt að fá með tilraunum og reynslu og það tekur sinn tíma. Ekki get ég ímyndað mér að slæmur árang- ur komi ekki ætíð í ljós við slík ar tilraunir, allt frá miður góðu til þess algjörlega misheppnaða. Á landsvæði, sem vaxin eru skógi með góðum áfrakstri og heppilegum trjátegundum, kom- um við að sjálfsögðu ekki með framandi tegundir. í algjöru til- raunaskyni hefir slíkum verið plantað og tilraunir yfirleitt sýnt að heimategundir hentuðu á allan hátt bezt. Þá gróðursetj- um við norskt greni, furu og birki. Það liggur væntanlega í aug- um uppi að innfluttar trjáteg- undir eru aðskotahlutir í upp- haflegri og óspjallaðri náttúru lands. Þar með er ekki sagt að þær þurfi að vera af hinu illa (kartöflur munu einnig rækt- aðar á íslandi Solanum tuber- osum er ættað frá hlíðum And- esfjalla eftir því sem ég bezt veit. Þessi „útlendingur“ hefir bjargað lífi manna oftar en einu sinni hér í Noregi). Gróðursett- ur skógur er ekki óspjölluð nátt- úra, hann er ræktun. Ef til vill tekst ekki ætíð vel í fyrstu. En hinir fyrstu kornakrar voru e.t.v. heldur ekki nein fyrir- myndarræktun. Barrtré eða enginn barrtré í íslenzkri skógrækt, það er atriði sem íslendingar sjálfir verða að kveða á um. í byrjun þessa máls taldi ég mig óhæfan og réttlausan til að blanda mér í slíkt. En ef gróðursetja á skóg á skóglausum svæðum íslands, verð ég þó að segja að menn svipta sjálfa sig mikilsverðri hjálp, ef ekki eru notaðar þær dýrmætu náttúrunnar tegundir, sem lifðu af ísöld í öðrum hlut- um heims. Mér þykir mjög fyrir því að algjörlega tilviljanakenndar við- ræður, sem ég taldi að í aðal- atriðum hefðu fjallað um sam- eiginleg sjónarmið á almennri náttúruvernd, skyldu valda slík- um misskilningi. Það var þó sannarlega ekki ætlun mín. Hvaða skoðanir sem menn annars kunna að hafa á tilgangi og meðulum til íslenzkrar skóg ræktar, virðist þó eitt ljóat: Þeir, sem axla slíkar byrðar, hafa færzt í fang svo erfitt verkefni til svo langs tíma að hver sem tilgangur þeirra kann að vera, getur hann a.m.k. ek_ki verið persónuleg ábatavon. Eg tel þetta hugsjónamennsku og virði þessa menn hennar vegna. Oslo, þann 17. april 1971, Per Öien

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.