Morgunblaðið - 05.05.1971, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1971
21
Vorfundur Félags
einstæðra foreldra
FÉLAG einstæðra foreldra held-
nr vorfund í ÞjóðleikhúskjaUar-
anum, fimmtudag’inn 6. mai n.k.
Þar talar formaður FEF, Jó-
hanna Kristjónsdóttir og skýrir
frá helztu störfum félagsstjórn-
arinnar í vetur og ýmsum áföng-
um, sem náðst hafa í liagsmuna
baráttu félagsins. Nína Björk
Arnadóttir, skáld, ies nokkur ný
frumort ljóð og Ríó Tríó skenunt
ir gestum.
Félag einstæðra foreldra var
stofnað í nóvember 1969 og voru
stofnfélagar um tvö hundruð tals
ins. Nú eru meðlimir orðnir hátt
á annað þúsund og fjölgar stöð-
ugt. Flestir félaga eru af höfuð-
borgarsvæðinu, en á síðustu mán
uðum hafa og gengið í FEF fjöl
margir einstæðir foreldrar búsett
ir úti á landi. Þess má geta að
félagið opnaði skrifstofu laust fyr
ir síðustu jól og starfar þar fé-
lagsráðgjafi tvær stundir í viku.
I ráði er að auka stórlega þessa
þjónustu þar sem mikil þörf hef
ur reynzt fyrir slíka skrifstofu.
Langt er og komin yfirgripsmik-
il spjaldskrárgerð yfir félaga og
ætti að þeirri gerð lokinni að
vera kleift að fá heildaryfirsýn
yfir aðstöðu einstæðra foreldra
hér á landi nú.
— Heyerdahl
Framh. af bls. 32
og Skipasmiðinia frá Mið-Afríku.
Var Ra I síðan smíðaður eða
hnýttur i skjóli pýramídanna í
Egyptalandi og loks færður til
Marokkó, þaðan sem haldið var
í hina ströngu sjóferð.
Það kom fram í fyrirlestrin-
um að kunnáttu- og reynisluieysi
sjömenninganna um borð olli
því að Ra I varð djúpsigldur í
sjónum. Haran var tn.a. hlaðinn
eða lestaður á rangan hári og
gjörsamlega andstætt því sem
átti að gera. Heyerdahl sagði og
á blaðamannafundi á eftir, að
hanin hefði ekki haft trú á því
er-hann var að undirbúa balsa-
flekann Kon Tiki fyrr á árum
undir sína sjóferð, að unnt væri
að sigla um úthöf á papírusbáti.
En Thor Heyerdahl sagði, að
rangt væri að álykta að ekki væri
hægt að komas't yfir höf á sef-
báti — vegna þess að efnið væri
ekki til þess fallið. Engum dytti
í hug að halda því fram að
Queem Mary gæti ekki komizt
yfir Atlantshaf, þótit sfálmoli
gæti efcki flotið.
Við síðari Ra-ferðina voru
skipaismiðimir Indíánar, sem
notuðu nokkuð aðrar aðferðir
við starf sitt. Skipið var þá ekki
sett saman úr mörgum litlum
sefknippum, heldur voru tveir
meginstofnar hafðir í kjölinn.
Reyndist þetta mun tryggari að-
ferð og var flotkraftur ósfcertur
og gerð skipsims ósfcemmd er
komið var vestur um haf — til
Bridgetown á Barbados. Ra II
var og minni en hinn fyrri, að-
eins 12 metrar að lengd á móti
15 metrum Ra I, en að aufci var
hann mun mjórri. Var Ra II
minni eingöngu vegna þess að
Indíámarnir, sem hnýttu hann
vildu hafa hann svo og fékk
Thor Heyerdahl ekkert við þá
ráðið í því efni.
Áhöfnin á Ra I var 7 manns
aif 7 þjóðemum og áhöfn Ra II
var hin sarna að undanteknum
tveimur, sem bættust i hópinn,
en einn fór ekki með frá fyrri
ferð. Var það vegna persónu-
legra ástæðna, sem einn sjö-
menninganna frá Ra I hætti við
ferðina með Ra II. 1 Ra II var
áhöfnin því 8 manns. Thor Hey-
erdahl saigði á blaðamannafund-
inum í gær að aldrei hefðu kom-
ið upp stjórnmálaleg eða kyn-
þáttaleg vandamál um borð og
var þar þó fulltrúi frá ölium
kynþáttum. Ef einhver vanda-
mái urðu, voru þau ávaht mann-
legs eðlis — einn var
reglusamur með eigur sínar og
annar lét allt vaða á súðum og
slík mál gátu valdið deilum um
borð. Þær voru þó alltaf leystar
í bróðerni. Stjórnmál bar oft á
góma í viðræðum um borð og
gátu menn ávallt hlustaö á rök
andstæðings síns með sanngirni.
Áhöfnin var Bandarikjamaður,
Rússi, Japani, Gyðingur, Arabi,
blakkur Afríkumaður, Mexikani
og Thor Heyerdahl.
Thor Heyerdahl sagði aðspurð-
ur að fyrir 7 árum hefði verið
framkvæmd könnun í dreifingu
bókar hans um Kon Tiki. Hafði
hún þá verið þýdd á 46 tungu-
mál og verið gefin út í 20 millj-
ónum eintaka. Síðan þessi athug
un var gerð hefur bókin verið
gefin út í mjög stórum ódýrum
útgáfum, m.a. i 2ja milljóna upp
lagi í Sovétríkjunum og Banda-
ríkjunum. Kvaðst hann áætla að
eintakafjöldinn væri ekki minni
en 30 milljónir nú.
Bókin um Ra-ferðirnar var gef
in út í Englandi 29. april síðast-
liðinn og var eintakafjöldinn 90
þúsund. Áður en bókin kom út
var þegar hafinn undirbúningur
að annarri útgáfu, en að auki
hefur bókin komið út í Skandin-
aviu, Þýþkalandi og Frafckliaindi.
Þá hafa verið gerðar tvær sjón-
varpskvikmyndir um Ra-ferðirn-
ar, hvor um einnar klukkustund-
ar löng og var frumsýning nýlega
í BBC. Hafa kvikmyndirnar ver-
ið framleiddar með 30 mismun-
andi tungumálum. Þá er einnig
i smíðuim kvikmynd um Ra-ferð-
irnar og er áætlað að henni verði
lokið í haust.
Gnnnar Eyjólfsson leikari ávar par ballettmeistarann og leikstjó rann,
íslenzka skartgripi til minning ar um koniuna hingað.
leikarar færðu þeim
I.jósm. Mbl. Kr. Ben.
Fjölmennt hóf á
Þ j óðleikhússviðinu
— í boði bandaríska sendiherrans
AÐ lokinni frumsýningu á Zorba
í Þjóðleikhúsinu s.l. föstudags-
kvöld efndi bandaríski sendiherr-
ann, Replogle og kona hans til
hófs á sviði Þjóðleikhússins, fyr
ir leikara og alla þá er unnið
hafa að uppsetningu Zorba og
auk þess var boðið forsætisráð-
herra, menntamálaráðherra og
fleiri gestum. Á 3. hundráð
manns voru í hófi þessu, sem
var hið fjörlegasta og röbbuðu
menn saman og nutu veitinga i
föstu og fljótandi.
Stóð hófið fram eftir nóttu og
héldu menn ræður með ýmsum
tilþrifum eins og vera ber í
faðmi Thalíu. Einn ræðumanna
var Gunnar Eyjólfsson og þakk
aði hann m.a. leikstjóra, ballett-
meistara og Súsönnu hinni
sænsku fyrir samvinnuna og var
þvi kláppað lof i lófa þegar hann
tók það fram að Dania Grupska
ballettmeistari væri bezti erlendi
starfskraftur, sem Þjóðleikhúsið
hefði fengið.
Ekki var annað að sjá en menn
gengju sáttir og saddir til hvílu
eftir vel heppnað hóf bandarísku
sendiherrahjónanna.
LESIÐ
Wða eru bxulþunga-
takmarkanlr a
a vctum;
DRCLEGH
OLAFS
GAUKS
ét> sktiL
)L(Ui IILI
FYRSTU VERÐLAUNAIAGIO
ÚR SÖNGVAKEPPNI EVRÓPU 1971
II! ('l'l IIILIUI
sitldafííKÍRs
FJORuu VtRÐLAUNALAGIO UR SONGVAKEPPNI EVROPU 1971
HÚN ER KOMIN - HÚN ER KOMIN