Morgunblaðið - 05.05.1971, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAl 1971
1. kafli.
Nancy Ross leit yfir stóra sal-
inn með neonljósunum og loft-
hreinsitækjunum, þar sem voru
fimmtiu ritvélar í gangi, án þess
að gera nokkurn hávaða, enda
þótt fingurnir á öllum stúlkun-
um væru á hreyfingu. Hún var
að velta þvi fyrir sér, og ekki
1 fyrsta sinn á þessum mánuði,
sem hún var búin að vera þarna,
hvar væru öll þessi tækifæri til
að hækka í tigninni, sem starfs-
mannastjórinn hafði gert svo
mikið úr.
Henni varð litið á ungfrú
Litchgate, og grúfði sig niður í
rafmagnsritvélina, sem henni
fannst svo erfið viðureignar
fyrst, enda þótt hún furðaði sig
nú orðið á því, hvernig hún
hefði nokkurn tíma getað notað
venjulega ritvél. Hún vissi ekki,
að ungfrú Litchgate hafði í
rauninni ekki verið að horfa
á hana, enda þótt hún gerði það
stundarkorni seinna.
Ungfrú Litchgate var í vanda
stödd. Elaine Barnes, einkaritari
Lloyd Llewellyns, hins þriðja
með þvi nafni, hafði hringt og
sagzt vera með smitandi kvef
(líklega lygi), og Joybelle
Thomas, sem var varaskeifan
hennar hafði haft sömu sögu að
segja (líklega sanna). Ungfrúin
var stundum að furða sig á
þessu bágborna heilsufari hrað-
ritunarstúlknanna hjá Llewell-
yn-verksmiðjunum h.f. Þær
voru svo oft veikar og fjarver-
andi. Sjálf var hún aldrei veik
og aldrei fjarverandi.
Nú leit hún yfir salinn og at-
hugaði andlitin, sem þar voru,
sum átján ára að reyna að sýn-
ast tvítug, önnur fertug og
reyndu að sýnast þrítug, og loks
staðnæmdust augu hennar við
Nancy Ross. Hún getur komið til
greina, hugsaði hún, og hún
kann stafsetningu. Já, svei því
ef telpan kann ekki raunveru-
lega stafsetningu.
Svo sneri hún sér að Nancy,
eftir að hafa tekið ákvörðun,
sem Frank Dillon, starfsmanna-
stjórinn, hefði aldrei lagt bless-
un sina yfir.
Hugmyndir þeirra tveggja um
ungar stúlkur voru gjörsamlega
öndverðar. Hr. Dillon var fyrst
og fremst andvígur mjög ung-
um stúlkum, og í öðru lagi var
honum meinilia við að þurfa að
tala við þær. En hann hafði bara
enga nema ungfrú Litchgate, sem
hann gæti varpað ábyrgðinni á,
skipamálning
allan
fcjól
Framleiðandi á ísfandi:
Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiöjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414
\\
r\
^ \íjj' ,o
og hún var að hans viti alls
ekki ábyrg.
Hans verksvið var meðal karl
mannanna, og þeir losuðu
tvö þúsund. Hann þekkti hvern
þeirra með nafni og þeim var öll
um vel til hans. Hann gerði allt
mögulegt fyrir þá — forðaði
þeim frá stöðumælasekt, sá um
að tengdamæður þeirra væru
skráðar á ellistyrk, og meira að
segja setti hann stundum niður
hjónabandserjur. Og hann sá um
knattleiki og kappleiki fyrir þá.
Hann var lika vinsæll hjá
hluthöfunum í fyrirtækinu, og
embættismönnum verkalýðsfélag
anna. Á árlegum fundum, þar
sem gengið var frá kauptöxtum
fyrir komandi ár, tókst honum
að halda jafnvægi milli samnings
aðilanna, svo að hvor aðili fyr-
ir sig fór af fundinum og taldi
sér hafa veitt betur í samning-
unum. Það höfðu aldrei verið
neinar alvarlegar vinnudeilur
hjá Llewellyn verksmiðjunum
og Frank Dillon krosslagði fing
urna og óskaði þess heitast, að
til þess kæmi aldrei.
Það var því engin furða þó
að Dillon, sem hafði allt þetta á
sinni könnu, þætti það tima-
eyðsla að vera að tala við skrif-
stofustelpurnar.
O OOOOOO OOOOO O
0 OOOOOO OOOOO 0
En deiluefni þeirra ungfrú
Litchgate var það, að hann vildi
hafa þær ólaglegar en hún snotr
ar. Hann hélt þvi fram, að þær
ólaglegu yrðu ekki fyrir ónæði
við vinnuna, af ágengni karl-
manna.
. En hún sagði, að þær snotru
væru ánægðari. Þær hefðu stað-
reynt aðdráttarafl sitt á karl-
menn á ýmsan hátt, allt frá
blistri til blómvanda, og þaar
væru ánægðar. En hinar væru
óánægðar og gæfu sig á vald
dagdraumum, eða þessu sem þær
kölluðu ,,þrá“. Sjálf hafði ung-
frú Litchgate vaxið upp úr ólag-
legri stúlku í ásjálega konu, svo
að hún vissi, hvað hún var að
segja.
Þegar því Nancy Ross kom
inn í skrifstofu hr. Dillons, hafði
hún flest sér til foráttu. Dökk-
blá augun með svörtu augnahár-
unum, mjúkliðað rauðjarpa hár-
ið, fallegur hörundslitur og
munnur — allt þetta sætti tor-
tryggni.
Samt hafði hún tvennt sér til
ágætis. Hún var hávaxin og
mjög snyrtileg. Frank Dillon,
veiklyndur íri, vorkenndi alltaf
Bmávöxnum stúlkum og skammað
ist sín fyrir þennan veikleika
sinn. Hávaxnar stúlkur var aft-
ur á móti hægt að tala við sewi
jafningja. Auk þess fannst hon-
um — og í beinni andstöðu við
ungfrú Litchgate — að stúlkur,
sem þrifu sig vel, væru líka
snyrtilegar og reglusamar i
verkum sínum. Hann hringdi nú
í ungfrúna og sagðist hafa vara-
skeifu handa henni.
Nú stóð hún við borðið hjá
Nancy. — Þú þarft að fara í
skrifstofu hr. Lloyd Llewellyn.
|iór fáió yóar ferð hjá okkur
hringió í sím.i 25544
FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTÍ 5
i
Einkaritarinn hans er veik.
Taktu hraðritunarheftið þitt
með þér og nóg af velyddum
blýöntum.
Nancy stóð upp, steinhissa en
þó hvergi hrædd. Enn var hrað-
ritunarheftið hennar að mestu
óskrifað blað. Einu sinni hafði
hún skrifað upp tveggja tíma
ræðu hjá kærulausum sölumanni,
sem bauð henni svo út að borða,
en oftast sat hún með heyrnar-
tólið á höfðinu og greiddi úr
ræskingunum og drununum, sem
komu úr tækinu og sleppti sum-
um kommunum, sem sumir menn
þurfa að setja, hvar sem þeir
geta komið þeim að.
— Hvar er skrifstofan hans?
Þú gengur gegnum þessar
dyr. Nafnið hans er á hurðinni.
Gleymdu ekki þessu „þriðji“.
Nancy gekk út um dyrnar og
var nú komin í langan gang með
mörgum hurðum og hver þeirra
með nafni á. Sannast að segja
hefði forstjórinn alls ekki farið
að bæta þessari tölu við nafnið
sitt á hurðinnd eða neins staðar
annars staðar, ef ekki þarna í
sama ganginum, og í miklu
stærri skrifstofu hefði setið gam
all maður, afi hans og sonur
stofnanda fyrirtækisins, sem hét
sama nafni.
Nancy fann dyrnar, gekk inn
í litla fremri skrifstofu, sem
hlaut að vera aðsetur Elaine
Barnes. Dyrnar inn í innri skrif
stofuna voru opnar og Lloyd
Llewellyn stóð þarna og beið
hennar, með ofurlitlar gremju-
hrukkur á laglegu andlitinu.
Nancy vissi undir eins, að þessi
gremja var ekki henni að kenna,
heldur ástandinu yfirleitt,
kannski stafaði hún af þessari
tíðu kvefsýki einkaritaranna
hans.
Lloyd Llewellyn, sem var lag-
legur maður og enn ókvæntur,
var draumur meira en annarrar
hverrar stúlku í skrifstofunni,
og auk þess fjölda mæðra með
gjafvaxta dætur í Lloydstown og
þótt víðar væri leitað, því að
alls staðar var eftirspurn eftir
æskilegum tengdasonum. Nancy
hafði aldrei séð hann áður nema
tiisýndar.
— Ungfrú Litchgate sendi mig
hingað.
Nú leit hann á hana brosandi.
Já, komið þér inn, ungfrú . . .
— Nancy Ross, sagði hún.
Ég er hérna bara með fá-
ein bréf, sagði hann, — og lík-
lega ætti ég að nota þetta verk-
færi þarna. Hann leit á hljóð-
ritinn, sem stóð úti í horni, —-
en mér finnst það vera svo
kjánalegt. — Það er eins og
maður sé að tala við sjálfan sig.
Skrifstofan var furðulega
óbrotin að öllum útbúnaði.
Nancy hafði haldið, að í skrif-
stofu aðalforstjórans væru aust-
urlenzk teppi, heljarstórt rauð-
viðarskrifborð, málverk og önn-
ur merki viðskiptavelgengni.
Sannleikurinn var sá, að enda
þótt skrifstoía Lloyds gamla
Hrútiirinn, 21. marz — 19. apríl.
Líttu yflr starf þitt undanfarnar vikur, og reymlu að kippa
smávillum i lag.
.Nautið, 20. apríl — 20. niaí.
Ilugsaðu þig um Ivisvar áður en þú gerir cinliver kaup.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júnl.
Eitthvað gerist i fjölskyldunni, sem þú gctur haft áhrif á eða
kippt i lag Sýndu mikla rækt.
Krabbinn, 21. júní — 22. júií.
I»að er bein tímasóun að hiaupa upp á nef sér við smáertingu.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Nú ættu allir að vera búnir að skipuleggja vorannirnar vel og
þú gætir athugað fráganginn.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Því meiri leynd sem hvílir yfir starfi þínu, þeim mun betra.
\7og:in, 23. september — 22. október.
Góð er samvinnan í dag, ekki vantar það, og árangurinn eftir
því.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
l»ú getur haft geysileg áhrií á umhverfi þitt, og allt, sem þú
gengur frá, opnar þér nýjar leiðir í framtíðinni.
Bog-maöurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Gakktu hreint til verks, og reyndu strax að komast að efninu,
fá sem einföldust svör, og lagaðu þig eftir útkomunni.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Hvarf frá málefnum sem ekki hafa gefið góða raun, eða fengið
nógu góðar undirtektir. Þú sérð vel, hvar hundurinn liggur grafinn.
Vatnsberinn, 20. jantiar — 18. febrúar.
Ef þú hefur sýnt óþolinmæði, eða tekið skyndiákvarðanir,
verðurðu sjálfur að bjarga þér út úr þeim ógöngum.
I'iskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Nú tekur þú hlutina og afgreiðir eftir réttri röð, og reynir að
hespa af eins miklu og þú getur.