Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 12
TÍU alþingismenn hafa dregið sig í hlé frá stjórnmálum frá síðasta Alþingi, þar af einn ráðherra. Ástæðurnar eru mismun- andi; í þessum hópi eru ýmsir af eldri þingmönnum okkar, sem nú hafa talið tímabært að víkja fyrir yngri mönnum en aðrir hafa dregið sig í hlé vegna anna í öðrum störfum. Morg- unblaðið hefur rætt við þessa menn um stjórnmálabaráttuna nú á dögum, og sitthvað annað eftirminnilegt frá þingmanns- ferli þeirra. Hér fer á eftir fyrrihluti þessara viðtala: „Og fari að leggja kapal!u — segir Emil Jónsson, utanríkisráðherra „Ég er nú búinn að vera svo lengi í þessu, að það er mál til kjomið, að ég hætti," sagði Emil Jónsson, utanrikisráðherra, en hann hefur setið óslitið á Al- þingi frá 1934. „,Svo er ég eig- inlega alveg kominn á aldurs- markið því þó að engimn bók- stafur finmist þar um, er um það samkomulag, að menn bjóði sig ekki fram, þá sjötugsaldrimum er náð. Og ég verð 69 á þessu ári.“ — Hættir þú öllum stjórn málaafskiptum nú? — Um það hef ég nú ekki tekið neina ákvörðun, en ég býst frekar við, að það verði ekki með öllu. — Hvaða þingmál er þér efst í huga nú þegar þú lítur yfir farinn veg? — Það hefur margt gerzt á þessum 37 árum og ýmis mál komið fram meira eða minna þýðingarmikil. Ég hef alltaf verið mjög áhugasamur um tryggingamál og þróun almannatrygginga hefur mikla þýðingu fyrir alla landsmenn. Ég tel þess vegna trygginga- málin með þýðing&rmestu mál- um, sem Alþingi hefur fjallað um. — Hvað kom til, að þú fórst út í pólitíkina á sinum tíma? — Ég veit nú ekki, hvað segja skal, en sem ungur mað- ur kynntist ég átökum milli launþega og atvinnurekenda. Foreldrar mínir voru bæði virk í þessum átökum og þeg- ar ég kom svo heim frá námi var til mín leitað vegna bæjar- stjórastöðunnar í Hafnarfirði eftir að ég hafði verið þrjú ár þar bæjarverkfræðingur. Ég kynntist þessum málum þá af elgin raun — i þá tið voru bæjarstjómarkosningar tiltölu lega harðari en nú er, og frá sveitarstjómarmálunum leiddi það nokkuð af sjálfu sér, að ég var kominn í framboð til Al- þingis 1934. — Hvaða bosningar eru þér minnisstæðastar ? — Ég held, að ekki sé rétt að setjast um of í dómarasæt- ið, þegar maður er hættur. En ég minnist vel kosninga 1938; til bæjairstjórnar raunar, í Hafnarfirði. Þá munaði 13 at- kvæðum á Alþýðuflokknum og Sj álfstæði.sflokknum, en þá voru viðskipti þessara flokka allt öðru vísi en nú er orðið. Á þessum dögum var bardagi þarna á milli að heita mátti upp á lif og dauða. — Hvernig hefur þessi breyt ing í samskiptum flokkanna mátt verða? — Það er ekki svo, að við Alþýðuflokksmenn höfum orð- ið að snúast meira á hægri hliðina, þó að okkur hafi tekizt að ná betur saman. Pólitíkin í heild er nú minna íhaldssöm en áður var. Og í Emil Jónsson gamla daga var íslenzkt þjóðfé lag fátækt. Margir áttu oft á tíðum ekki málungi matar og slagurinn er allltaf harðastur, þegar neyðin og þörfin eru mestar. — Að þegar ekki þurfti lengur að einblína á matardisk- ana, hafi ylkkur gefizt tóm til — Afskipti mín af stjórn- málum hófust með því að ég byrjaði að skrifa í blöðin upp úr 1940 um efnahagsmál og átti þá á næstu árum sæti fyr- i Sjálfstæðisflokkinn í ýmsum nefndum, sem fjölluðu um þau efni, sagði Ólafur Björnsson, prófessor. — Ég fór fyrst í framboð í kosningunum 1949 og varð þá fyrsti varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og átti sæti á þing- unum 1949 og ’50 um skamm- an tíma sem varamaður, en hlaut fast sæti á þingi 1956 og hef átt það síðan eða þangað til núna, að ég læt af þing- mennsku. — Þú varst prófessor við háskólann allan þennan tíma. Hvernig gekk að samræma þessi tvö störf — þingmennsk una og prófessorsembætið? — Því er ekki að neita, að allmiklir erfiðleikar eru á því að samrýma þetta. Annað hvort verður maður að leggja á sig mjög mikla vinnu eða vanrækja annað hvort starfið eða bæði meira en góðu hófi gegnir. Mér hefur lengi verið þetta ljóst. Ég var í rauninni ákveðinn að sinna frekar öðrum sviðum þjó'ðlífsins? — Það hefur verið hægara að koma ýmsum málum fram eftir að efnahagurinn batnaði. — Hefur Alþýðuflokkurinn orðið að „teygja sig um of“ í stjórnarsamvinnunni við Sjálf- stæðisf lokkinn ? —■ Ég hefi átt sæti í ríkis- stjómum með öllum hinum flokkunum. Ég hef aldrei farið dult með það álit mitt, að bezt felllur mér það samstarf, sem verið hefur upp á siðkastið, þó að skipan hlutanna hafi getað verið öiranur og ákjósanlegri. En málefnum Alþý'ðuflokksins hef- ur að mínu viti þokað betur áfram í samvinnunni við Sjálf stæðisflokkinn en í samstarfi við hina flokkana tvo. —- Hafa ekki einhverjar breytingar orðið á Alþingi þessi 37 ár, sem þú hefur setið á þingi? — Mannaskipti hafa mikil orðið. Nú situr aðeins einn af mínum fyrstu samþingsmönn- um eftir; Eysteinn Jónsson, sem kom fyrst á þing árið á undan mér. Það voru svo margir hagyrð- ingar og skáld á Alþingi í gamla daga. Ég minnist Eiríks á Hæli Einarssonar, Bjarna Ás geirssonar og Skúla Guðmunds sonar, sem allir voru prýðilega hagmæltir og ég vil segja skáld. Að vísu finnast hagmælt ir menn i þingsölum nú, en það er þó minna um þá og allt er öðru vísi en v-ar í gamla daga. Þá vörpuðu menn vissum létt- leika á umhverfið, sem ekki er til í dag. — Má búast við því að þú skrifir nú eitthvað okkur hin- um til lesningar? — Engar fyrirætlanir hef ég um það. Ætli ég geri bara ekki eins og margt eldra fólk og fari að leggja kapal! En ég kvíði engan veginn tómstund- unum. — Viltu spá nokkru um kosn ingarnar i vor? — Nei, Hreint engu vil ég spá þar um. í því strax eftir síðustu kosn- ingar að draga mig í hlé, þar eð ég taldi mig kominn á þann aldur, að ég gæti ekki lengur gegnt bæði þingmennsku og prófessorstarfinu svo að við- unandi væri. Þetta sagði ég ýmsum forustumönnum flokks ins á sl. sumri áður en til þess kom í alvöru að byrjað væri að undirbúa framboð. Um það leyti sem ég ætlaði að birta yfirlýsingu um þetta hér í blað inu kom á sl. hausti dreifibréf, sem ég hef síðar fengið upp- lýst að nokkrir menn úr kjarna flokksins stóðu að, þar sem skorað var á stuðnings- ingsfólk flokksins að velja mig ekki til framboðs. Ég dró þá yfirlýsinguna til baka. Ýmsir forustumenn flokksins skoruðu á mig að vera áfram, og er ég þeim auðvitað þakklátur þeim fyrir stuðninginn. Varð það úr að ég fór til framboðs við próf- kosningarnar, en fékk ekki góða útkomu, sem kannski er ekki von, því að ég háði enga skipulega kosningabaráttu. Það fékkst einnig upplýst á landsfundinum nú, að á þriðja þúsund andstæðingar flokksins kusu í þessu próf- Ólafur Björnsson kjöri og má ljóst vera að þeir voru ekki komnir þarna ótil- kvaddir en tilkoma þeirra hef- ur bitnað harðast á þeim, er ekki ráku neina skipulagða kosningabaráttu. En ég er vel ásáttur með að draga mig nú í hlé þó að ég hef ði kosið að það væri með nokkuð öðrum hætti. — Ert þú andvígur próf- kosningum? — Nei, ég er hlynntur því bæði við undirbúning fram- boða og á öðrum sviðum að leitazt sé við að kynna sér hug almennings til þeirra mála, t.d. hvaða frambjóðendur eiga mest fylgi. Hins vegar er mjög hæpið, eins og var í Reykja- vík og einstaka öðru kjör- dæmi, að fylgt sé reglum, er skapa þeim, sem geta lagt fram fjármagn í baráttuna, sterkari aðstöðu en öðrum. Ég álít, að í hinu sanna lýðræði séu það kollarnir, sem telji en ekki krónurnar. — Hvað finnst þér um stjórn- málabaráttuna nú á dögum? — Mér finnst hún með svip- uðu sniði og verið hefur. Ég dreg þó enga dul á það, að ég hef þungar áhyggjur af því hvað muni gerast næsta haust, þegar verðstöðvuninni lýkur. Um það hafa verið gefin lítil svör og gildir það jafnt um alla flokka, sem nú bjóða fram. Ég harma það, að stjórnmálaflokk arnir skuli ekki marka neina stefnu í þeim efnum, sem hlýt- ur að hafa í för með sér, að sú ríkisstjórn, sem koma mun í sumar og þarf að gera óþægilegar ráðstafanir á sín- um tíma, mun ekki hafa til þess neitt umboð kjósenda. — Hvaða málefni ert þú stoltastur yfir að hafa borið fram á Alþingi á ferli þínum þar? — Það málið, sem mér þyk- Sigurvin Einarsson hefur ver ið aldursforseti á Alþingi nú síðasta kjörtimabil. Hann er nú 71 árs að aldri og hefur ákveð ið að láta af þingmennsku fyr- ir aldurs sakir. — Ég fór fyrst á þing 1956 og þá í framboð fyrir Fram- sóknarflokkinn í Barðastrand- arsýslu. Ég hafði stutt Fram- sóknarfiokkinn allt frá þvi 1919, og jafnan tekið einhvern þátt í flokksstarfi ailit fram að því að ég fór fyrst í framboð 1949, þá 49 ára að aldri. Ég máði þá ek'ki kosniingu. Ég á sjálfsagt lengstan starfsaldur þeirra manna innan flokksins, sem nú sitja á þingi. Næstur ir vænst um að hafa borið fram á Alþingi eru tillögur um aukna aðstoð íslands við þróunarlöndin. Á síðasta Al- þingi náðist sá árangur, að þar kom fram og var sam- þykkt löggjöf um þetta efni, sem er stórt spor fram á við, þó að e.t.v. hefði verið æski- legt að ganga enn lengra. Það var kannski vegna þessa þátt- ar míns, að Sjálfstæðisflokk- urinn kaUs mig í stjórn stofn- unar, sem komið verður á fót í þessu skyni og utanríkisráð- herra sýndi mér það traust að skipa mig _ formann þessarar stofnunar. Ég fagna því að fá að vinna þannig að þessum málum áfram, þó að mér sé ljóst að mikið verk sé hér að vinna. — Kemur þú þá til með að einbeita þér að því starfi nú strax? — Nei, ég hef veigamikið verka að vinna að á sumrinu sem fer í hönd. Ég hlaut styrk úr vísindasjóði Atlantshafs- bandalagsins, og samkvæmt hon um á ég að skrifa bækling eða ritgerð um samanburð á vel- ferðarhugtaki frjálshyggjunnar og kommúnistaríkjanna. Mun ég einbeita mér að þessu í sumar. í sjálfu sér er prófess- orsembætti við háskólann nægi legt starf fyrir einn mann, því að nú verða alltaf miklar breytingar í hagfræðinni og erfiðara fyrir prófessor í hag- fræði að sinna miklu öðru en t.d. fyrir prófessor í guðfræði eða lögfræði, sem byggir á stöðugri grundvelli. Varðandi stjórnmálaþátttöku síðar get ég sagt það sama og í viðtali við Þjóðviljann — það veit enginn sína ævina fyrr en öll er. — En munt þú halda áfram að starfa í þágu Sjálfstæðis- flokksins sem ráðgjafi um efnahagsmál? — Að sjálfsögðu mun ég aldrei neita að segja mínar skoð anir á því hvernig vandamálin ber að leysa, ef , til mín verð- ur leitað, og ég get ekki und- an neinu kvartað í samvinnu við forustumenn Sjáifstæðis- flokksins. Vissulega mun ég gera mínar tillögur, ef þess verðdr óskað, en ég hef áður í vetur og raunar fyrir ári sagt, að ég teldi ekki hægt að halda áfram á þessari sömu braut og verið hefur. Ég vildi svo að síðustu bera beztu kveðjur þvi fólki, sem ég hef unnið með í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ég tel það allt án undantekninga persónu- lega vini mína og sakna þess góða félagsskapar hvað sem öðru líður. mér að starfsaldri ætla ég að sé Gísli Guftm undsson en hann er mun yngri maður en ég. — Þú hefur setið öll Alþingi siðan? -— Ég hef setið á Alþingi öll þessi 15 ár. Ég var þingmaður Barðstrendinga til sumarkosn- inganna 1959 en þá féll ég fyr- ir Gísla Jónssyni. Ég átti því ekki sæti á sumarþinginu 1959, en það hafði það hlutverk eitt að staðfesta kjördæmabreyting una. 1 kosningunum um haust- ið var ég svo að nýju kosinn á þing sem einn af þingmönnum Vestfjarðakjördæmis. — Hefur kosninigabaráttan ekki breytzt mikið á þessum ár- „Kollarnir telji, en ekki krónurnar“ Rætt við Olaf Björnsson, prófessor „Ætí5 andvígur persónulegri baráttu“ — segir Sigurvin Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.