Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1971 „Sýningin er langt frá að vera frambærileg“ harðir danskir dómar um íslenzku sýninguna á Charlottenborg Fjórtán íslenzkir listamenn sýna nú verk sín í Charlotten- borg við Kaupmannahöfn. Dönsk blöð hafa skrifað um sýninguna og fær hún heldur kléna dóma, þótt farið sé lofsamlegum orðum um verk einstakra listamanna, svo sem Jóhannesar Kjarvals. Fyrirsögn Politikens um sýn- inguna er „Ve, og megen klage“ og siðan segir: „Hópur íslenzkra listamanna, ellefu málarar og fjórir myndhöggvarar hafa opn að sýningu á Charlottenborg. 1 sýningarskrá er vakin athygli á því, að þeir hafi viljað vinna að framgangi fígúratívrar listar. Ef undan er skilinn einn þátt- takendanna, Veturliði Gunnars- son, sem sökkvir sér niður í flúruð abstrakt viðfangsefni, þá verður að viðurkenna að ætl unarverkinu er fylgt eftir með afleiðingum — hræðilegum afleið- ingum. Menn eins og Ásgeir Bjamþórsson og Freymóður Jóhannsson gefa nöturleg dæmi um, hversu málverkið getur kom izt nálægt skreyttum litljós- myndum. Að öðru leyti getur að mestu á að líta einkar léttvæg- ar náttúrulýsingar með akadem- isku sniði. Jóhannes Kjarval er sá eini, sem áhuga vekur, en hann höfum við iengi þekkt sem ágætan málara — hvað i ósköp- únum er hann að gera í þess- um félagsskap: Líkast til geta aðeins æðri máttarvöld gefið okkur svar við þeirri spum ingu, við hin verður »ð láta duga að gleðjast yíir máttugum lands lagsmyndum hans og ófreskri skynjun hans.“ í Berlinske Tidende skrifar Ejgil Nikolajsen og hefur hann mál sitt með því að rifja upp, að íslenzk málaralist sé alls ekki með öllu óþekkt i Danmörku og að fjölmargir islenzkir listmál- arar hafi verið við nám þar í landi og séu félagar í dönskum listamannahópum. „Með þetta í huga,“ segir Nikolajsen „er Ijóst að sýningin „Islandsk figurativ kunst" sem nú er á Charlotten- borg er lemgt frá því að vera frambærileg." Nikolajsen vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að ekki séu ljósir punkt- ar á sýningunni, sérstaklega beri að geta ágætra Kjarvals- málverka á sýningunni og er far ið um myndir hans mörgum lof- samlegum orðum. Nikoiajsen þykist merkja áhrif Kjarvals í myndum Veturliða Gunnars- sonar, sem að vísu taki abstrakt- ari afstöðu til verka sinna en Kjarval. Hann fer og heidur þægilegum orðum um verk Péturs Friðriks Sigurðssonar, Magnúsar Á. Árnasonar, Einars G. Baidvinssonar og síðast en ekki sizt verk Jóhannesar Geirs Jónssonar, sem hann segir að hafi í sér norræna, ekspresslon- iska litaglóð, persónulega mót- aða; og áhrif náttúru og umhverf is séu ótvíræð og verkið hefji sig upp i sjálfs síns krafti vegna skefjaleysis og ofsa i lita- meðferð og afstöðu til lista- verksins. Erik Clemmesen skrifar um sýninguna i Kristeligt Dagblad og er ekki að orðlengja að hon- um finnst fátt bitastætt á sýn- ingunni, utan Kjarvalsverk- anna. Hann segir þvínæst: „Frej'móður Jóhannsson hefur ótviræða arkitektúriska tilfinn- ingu fyrir hinu hrikalega í lands laginu og hann teiknar skilvis- legar dýptarteikningar, en lita- meðferðin er ekki fjairi þvi ljós myndafræðilega. Og í portrett- um er hann beiniínis sargandi veðrið . . . stunchim blíður . . . stundum ofsafenginn, og al- veg tvimælalaust er hann list- málari. Aftur á móti er Magnús Á. Ámason jafnan yfirvegaður og hefur stjóm á sér. Hann er kannski sá, sem lifir sig hvað innilegast í það, sem myndin krefst, þegar svona miklum dýpt um og hæðum skal þrýst inn á takmarkaðan flöt. Hann er ágæta vel skólaður i mati sínu og einn af fáum, sem hefðbund- ið, og með hóglátum aðferð- um heldur áfram að reyna þær leiðir, sem landslagsmyndin gef- ur i sjálfu sér.“ Um Pétur Friðrik segir Clemmesen, að hann hafi lifandi tilfinningu bæði fyrir mynda- uppbyiggingu og eðli litanna. 1 verkum hans sé að finna gaum- gæfilega íhugun og leit eftir þvi, hvað litir geti og hvað ekki . . . i ákefð sinni gleymi hann að lit imir séu oft veikburða verur, getur málað ágæta mannamynd, en honum mistekst gersamlega í myndinni af stúlkunum við ána,“ segir Clemmesen. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé efcki beint húmor, sem svip sinn setji á þessa sýningu. Myndhöggvar- amir fá aftur á móti betri dóma hjá Clemmesen, þau Magnús Á Ámason, Ríkarður Jónsson, Tove Kjaival og Sigrún Guð- mundsdóttir. Um verk Þorbjarg- ar Pálsdóttur segir Clemmesen að hún ráði naumast við viðfangs efni sitt og klyfckir út með setn- ingunni: „Það er fyrir sig að skjóta af fallbyissu, en öliu verra er að hefja algera fall- byssuhrið." Johan Möller Nielsen skrifar í Aktuelt og fjallar í inngangi um „stefnu" listamannanna; þ.e. að sýna að hin natúralistiska kúnst mun bera sigurorð af öðr- um stefnum. Hann segir: Góðu FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SELT J ARN ARNES Sjáífstæðisfélag Seltirninga heldur umræðu- og spilakvöld í Félagsheimili SeKjarnarness, mánudagskvöldið 10. maí kl. 8.30. FUNDAREFNI: Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður, fyrsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, talar um stjórnmálaviðhorfið og svarar síðan fyrirspurnum. Félagsvist. Góð kvöldverðlaun Þriggja kvölda verðlaun. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Sjálfstæðisfélag Seltiminga. Jóhannes Kjarval: Frá Þingvöll um. 1. 2. GARÐAHREPPUR Almennur félagsfundur verður ! Sjálfstæðisfélagi Garða- og Bessastaðahrepps fimmtudaginn 6. maí nk. Verður fundurinn haldinn í Samkomuhúsiriu að Garðaholti og hefst kl: 20.30. Á fundinum munu þeir Oddur Ólafs- son og Axel Jónsson mæta og fiytja þeir stuttar framsöguræður, og svara síðan fyrirspurnum frá fundargestum. Félagar eru hvattir til þess að fjöl- menna og taka með sér gesti. Stjórnin. Kjósarsýsla - Mosfellssveit Félag ungra Sjálfstæðismanna ! Kjósarsýslu heldur almennan félagsfund ! Hlégarði fimmtudaginn 6. mai klukkan 8.30. DAGSKRÁ: 1. Skýrt frá störfum landsfundar. 2. Önnur mál. Oddur Ólafsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, mætir á fundinum. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórn F.U.S., Kjósarsyslu. . . . Jón Jónsson er meðal þeirra sem hefur hvað næmasta lita- skynjun, hann veit hvað litblær er og vakir yfir litastiganum af umhyggju. Hið sama er ekki hægt að segja um hinn skap- mikla og ástríðufulla Jóhannes Geir Jónsson, sem helzt verður líkt við Oluf Höst í breytilegum geðhrifum gagnvart litum. Hann er duttlungafullur sem sem verði að hjálpa til að þær geti gert sitt ítrasta . . . Veturliða Gunnarsson og Einar G. Bald- vinsson kallar gagnrýnandinn ljóðræna og Veturliða megi nán ast kalla abstrakt symbolista, . . og Einar Baldvinsson nálgist að vera ekspressionisti í tjáningu sinni með sterka og lifandi lita- skynjun og sterka komposisjóns skynjun. Ásgeir Bjarnþórsson Óvinur Mafíunnar myrtur á Sikiley Palermo, Sikiley, 5. maí. NTB RÍKISSAKSÓKNARINN í Pal- ermo á Sikiley var myrtur úr iannsátri er hann koni frá gröf konu sinnar í dag. Umferð til og frá Palermo hefur verið stöðvuð og morðið hefur vakið óhug hvarvetna á Ítalíu. Ríkis- saksóknarinn, Pietro Scagli- one, var almennt talinn hættu- legasti andstæðingur Mafíiinnar í Palermo. Scaglione og bílstjóri hans Ný stjórn í Kambódíu PHNOM PENH 5. mai, NTB, AP. Sautján daga stjórnarkreppu í Kambódíu lauk í dag með mynd- un nýrrar stjórnar, sem verður formiega undir forsæti Lon Nol marskálks, en náinn samstarfs- maður hans, Sirik Matak, mun fara með öll raunveruleg völd, að því er áreiðanlegar heimildir í Phnom Penh herma. Stjórnar- kreppan hófst þegar Lon Nol baðst lausnar eftir langa sjúk- dómslegu, og heilsa hans er enn svo slæm að hann getur efcld veitt hinni nýju stjórn forystu nema að nafninu til. voru myrtir er vopnaðir menn hófu skothríð á þá í hundrað metra fjarlægð frá kirkjugarð- inum, en Scaglione fór daglega að leiði konu sinnar í kirkju- garðinum. Lögreglan kveðst ekki hafa hugmynd um hverjir myrtu Scaglione. Vegatálmunum var þegar í stað komið fyrir umhverfis borg ina, sem hefur 585.000 íbúa. Lög- regla leitaði í öllum bilum að grunsamlegum mönnum og vopnum. Emilo Colombo, forsæt- isráðherra fyrirskipaði þegar í stað leit um landið allt að morð- ingjunum. Sumir fulltrúar yfirvaldanna gefa í skyn að Mafían hafi myrt Scaglione. Þingmaður úr flokki kommúnista, sem er varaformað ur nefndar er berst gegn Mafí; unni, segir það ekkert vafamál að Mafían hafi verið hér að verki. Scaglione hafði lífvörð eins og flestir þeir sem berjast gegn Mafíunni, en hann hafði fengið frí í dag. Scaglione stjórn- aði nokkrum réttarhöldum gegn kunnum Mafíu-glæpamönnum. Hann hafði verið dómari og rík- issaksóknari í Palermo írá 1958 og tók sæti í nefnd, sem stjómin skipaði til að berjast gegn Mafí- unni 1963. Islendingar, það er ekkert við natúralismann að athuga, þegar hann er góður. Þið hafið guði sé lof, á þessari sýningu, upp á stór kostlegan, ómengaðan natúral isma að bjóða, en sannarlega lika natúralisma, sem er vitlaus ari heldur en myndavél — flat- ur, sætsúpulegur glerskeralegur natúralismi með Ijósrjóðum fjöll um, og ferðamannabláum sæ. Þar með hef ég sagt þetta og við get um snúið okkur að því að tala um það góða við sýninguna ykk- ar." Nielsen fer lofsamlegum orðum um verk Þorbjargar Páls dóttur og segir að það sé fyrsta sem við augum blasi og veki von ir um að sýningin sé svo góð, að hún hafi sigrað Kaupmanna- höfn. Að vísu er nú ekki svo vel, að dómi Nielsens, en hann fer þó þægilegum orðum um Vet- urliða Gunnarsson og siðan Jóhannes Geir Jónsson. Hann segir að hápunktur sýningarinn ar séu Kjarvalsmálverkin og bæt ir við: „Kjarval og Svavar Guðnason eru sennilega tveir af örfáum íslenzkum myndlistar- mönnum, sem hafa fullkomlega á valdi sinu stórbrotna og tor- ráðna náttúru Sögueyjunnar." Síðar í dómnum segir hann: „Öðru hverju nemur áhorfand- inn staðar við hrikalegar lands- lagsmyndir, svo sem „Foss á Austurlandi" eftir Freymóð Jó- hannsson, þar sem vatnið steyp- ist niður svimandi hæðir frá sjóndeildarhringnum hátt uppi og fellur loks niður í djúpum dalnum. Eða við upplifum hina algeru, hljóðlátu kyrrð, sem einnig er að finna í þessu ofsa- fulla landi. Það gerkst andspæn- is myndum Magnúsar Á. Áma- sonar, þar sem vatnið er svo tært, að fjöllin speglast á flet- inum í sömu mynd . . . Okkur langar að heimsækja þetta land, eftir að hafa skoðað sýninguna og það er allgóður árangur af þessu mikla fyrirtæki."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.