Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 18
i 18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1971 - Verið Framh. aí bls. 3 AKRANES E5nn eða tveir bátar eru enn með net, flestir tóku þau upp núna í vikunni. Afli var þá orð inn tregur, 5—10 lestir eftir tvær nætur. Höfrungur III. fékk á föstu- daginn 200 tunnur af síld, sem fóru til beitufrystingar. Aflahæsti báturinn á vertíð- iniM er Sigurborg með 600 lest- ir. GRINDAVfK Meira en helmingur netabát- anna er nú búinn að taka upp notin, og eru nú aðeins um 10 bátar með þau enn úti. Undanfarið hefur verið góður afli hjá netabátum, algerigur 10—25 lestir og þá oft 2ja nátta. Afli var sérstaklega góður síð- ari hluta vikunnar og ekki út- lit fyrir annað en að afli hald- ist áfram. Menn muna ekki eftir jafngóðum afla í Grindavík í maimánuði árum saman eins og hann hefur verið undanfarið. Aflahæstu netabátarnir í vet ur fram að þessari helgi eru Al- bert og Arnfirðingur með um 1360 lestir hvor. Það er ekki alveg ljóst enn, hvor verður hærri. í>að hefur verið sæmilegt í troilið, þetta 6—10 lestir eftir daginn og komizt upp í 15 lestir. VESTMANNAEVJAR AHir eru nú búnir að taka upp netin. Afli var orðbm sára tregur, þegar þeir siðustu tóku upp nú í vikunni. Hins vegar hefur afli á línu hjá litlu bátunum verið góður, þetta 3—5 lestir í róðri. 1 trollið hefur verið ágætt, þetta 15—20 i túr og þaðan af meira eins og hjá Viðey, sem fékk á föstudaginn 45 lestir. Aflahæsti báturinn á vertíð- inni er Andvari með 860 lestir. SANDGERÐI Aðeins einn bátur er enn með net, Náttfari. Afli í net var orð- inn sáratregur í lokin. Bátar fóru yifirleitt ekki nema annan hvem dag og fengu þetta 3—5 lestir. Þó kom einn bátur með 16% lest á mánudaginn. Afli á línu hefur farið minnk- andi, en komizt þó róður og róð- ur upp i 6 lestir. Vel hefur aflazt í trollið und- anfarið. Þannig kom Þorgeir einn daginn inn með 19 lestir eftir 2ja daga útivist. Heldur er dauft yfir handfæra veiðunum, þó fékk Báran einn daginn 13 lestir og Vísir 11 lest- ir, mest smáufsa. Aflahæsti báturinn á vertlð- inni, sem alltaf hefur lagt afla sinn á land í Sandgerði, er Berg þór með um 900 lestir. MINNI AFT.I — MEIRA VERÐMÆTI Nú þegar afli hefur minnkað frá árinu áður eins og raun ber vitni, er mjög nauðsyn'legt, ekki aðeins fyrir vinnslustöðv Niðjar Þórarins Þórarinssonar og Jensínu Jóhannsdóttur frá Saxhóli koma saman í efri sal Félagsheimilis Kópavogs í dag, sunnudag, 16. maí klukkan 3. Barngóð og dugleg Stúlka/kona óskast til barnagæzlu og heimilsaðstoðar á heim- ili islenzkra læknishjóna í London i júlíbyrjun. Ráðningartimi eitt ár. Upplýsingar í síma 14039 mánudaga milli kl. 4—7. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar í kjötverzlun. Aðeins vön stúlka kemur til grerna. Upplýsingar í síma 12112 á morgun (mánudag). Útboð ó söfnun og losnn sorps í Njarðvíkurhreppi Hér með er auglýst éftir tilboðum í sorphreinsun í Njarðvíkurhreppi. Sorpilát eru samtals 545 plastpokar og meðalakstursvegalend í einni söfnunar- og losunarferð er um það bii 14 km. Otboðsgögn og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Njarðvikur- hrepps frá þriðjudegi 18. þessa mánaðar. Verkfræðingur Njarðvíkurhrepps. Siglfirðingar í Reykjavik og nágrenni Fjölskyldudagur Siglfirðingafélagsins verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 20. maí nk. (uppstigningardag). Húsið opnað klukkan 3 siðdegis. Kaffi og heimabakaðar kökur og fieiri veitingar. Sérstök skemmtidagskrá fyrir börrv. Siglfirðingar, ungir og gamlir, fjölmennið. 20. MAt NEFNDIN. arnar heldur þjóðarbúið að nýta hann sem bezt. Fara vel með fiskinn á sjó og i landi, svo að fyrir hann fáist sem hæst verð á eriendum markaði. Mjög mikilvægt spor í þessa átt gæti verið til að byrja með, að sjávarútvegsanálaráðuneytið eða Fiskmat ríkisins, ef það hef ur heimild til þess, fyrirskipaði, að allri ýsu skyldi landað í köss um. f Noregi er óheimilt að landa fiski nema í kössum, og ef það hefur verið vanrækt að set.ia fiskinn I kassa á niiðunum, verður að gera það, þegar komið er að landi. Alveg sama er með síldina, sem landað er i Danmörku. Hún fæst ekki lögð á land, nema hún sé í kössum. Fyrir náð og misk- unn fá skipverjarnir undanþágu tiil að kassa síldina við bryggj- una. Þetta á þó ekki við um síld, sem flutt er í tönkum. Henni er landað i trektmyndaða geyma, sem húp er síðan kössuð úr. Nú er verið að setja geyma í tvo báta á Akureyri, Súluna og Eldborgina, einhver stærstu síldarskip íslendinga. Einhvern tima rekur neyðin íslendinga til þess að kassa all- an fisk, a.m.k. þann sem á að vinnast í frystihúsum. Það gæti verið næsta skrefið. En það er allt of lítill verð- munur á kössuðum og ókössuð- um fiski, sem nú eru 50 aurar á kg- AFEAUEYSIÐ OG I KATIPGETAN Það er talið, að miðað við ár- ið í fyrra sé verðmæti þess fisks, sem nú hefur aflazt, minna en þá eða um 500 milljónir kr. Þetta er um 1000 milljónir króna, þegar fiskinum, lifur og hrognum hefur verið breytt í út flutningsvöru. Ef allt hefði verið með felldu og aflazt eins mikið og síðast- liðið ár, hefði kaupmaðurinn keypt vörur fyrir þessar 1000 milljónir króna, greitt af þeim toll og söluskatt og lagt á þær. Ekki er ósennilegt, að við það hefði upphæðin enn vtöfaldazt og væri þá orðin að 2000 millj — Reykjavíkur- bréf Framh. af bls. 17 hafi gerzt síðustu 10 árin í þró- un alþjóðamála og þjóðaréttar, sem gerir það að verkum, að við íslendingar eigum að hverfa frá þessari stefnu okkar og taka upp allt aðra stefnu, þ.e a.s. láta okkur engu varða, hvaða regl- ur séu taldar gilda í samskipt- um þjóðanna. Erfitt verður fyrir (*)laf Jó- hannesson að komast hjá því að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í þessu efni. Að vísu hafa menn getið sér þess til, að hann hafi orðið undir í flokki sínum og beygt sig fyrir þeim, sem þveröfugrar skoðunar eru við það, sem hann setti fram 1960. En varla verður sagt, að það sé stórmannlegt að láta beygja sig, þegar um lifshagsmunamál bjóð- arinnar er að ræða, og þegja síð- an þunnu hljóði. íslenzka þjóðin á heimtingu á þvi, að Ólafur Jóhannesson svari þvi umbúðalaust, hvort hann hafi breytt um skoðun síðan 1960 og telji nú ekki lengur þörf á því að við högum málum okkar svo í skiptum við aðrar þjóðir, að samræmist þjóðarétti. Eftir þvi verður tekið, hverju núverandi formaður Framsóknar flokksins svarar þessari spurn- ingu. • • Onnur spurning En gjarnan mætti lika æskja svars Ólafs Jóhannessonar við annarri spurriingu. Telur hann, að tíminn vinni með okkur eða á móti okkur í landhelgismál- inu? Telur hann þróun þjóðarétt ar að undanförnu hafa verið á þann veg, að nú séu viðurkennd ar heimildir strandríkja til ónum króna, sem viðskiptamað- urinn, hinn almenni kaupandi, hefði þurft að greiða fyrir þessa vöru. En nú er þessi gjaldeyrir ekki til vegna aflabrestsins. Ef kaup getan er óbreytt eða hefur t.d. aukizt hjá öðrum stéttum um það, sem hún hefur minnkað hjá þeim, sem vinna við sjávarútveg, verður að ganga á gjaldeyris- sióðinn, sem því nernur, og er það kallaður óhagstæður verzl- unarjöfnuður. En svo getur það líka verið, að þetta komi niður á minni kaupgetu almennt, sem er þó heldur ólíklegt, eins og i pott- inn er búið. En þá yrði minna flutt inn af bílum, minna byggt, minna keypt af heimilistækjum, minna flogið til Majorka o.s.frv. En ef þessu vandamáli, afla- brestinum, yrði mætt með minni kaupgetu, er hér ekki um neina smáræðis f.iárhæð að ræða, 2000 milljónir króna, sem kæmi við einhveria fleiri en þá, sem eiga allt sitt undir sjávarútveginum. SKOZKUR LANDHEEGISDÓMUR Nýlega er fallinn dómur í Skotlandi yfir færeysku sild- veiðiskipi, sem veiddi með snyrpunót. Af dómi þessum get ur leitt, að hundruð erlendra snyrpubáta geta ekki farið inn fyrir 12 milna landhelgina við Skotland eða leitað þar afdreps, nema eiga á hasttu að brjóta skozk lög. Brotið, sem var að- eins áminning að þessu sinni, virtist vera byggt á „ólögleg- um umbúnaði veiðarfæra," eins og það heitir stundum hér i sam bandi við togaratökur. Það virðist ekki vera gerður greinarmunur á togurum og öðr um fiskiskipum i þessum lögum, þó að upphaflega hafi sjálfsagt verið átt við togara. Nú er verið að athuga hetta mál á hærri stöðum, en þetta getur varðað mikið islenzk sild- veiðiskip i sumar. FRAKKAR auka FISKIFUOTANN Frakkar ætla I ár að auka við fiskisklpaflota slnn 26 nýj- um 9kipum. Af þessum skipum eru 22 togarar og 4 stór frystí skip fyrir túnfisk. Auk þess S að reisa 7 verksmiðjur í landi, og styrkir rikið byggingu þeirra. Þessi aukning á sjávarútvegl Frakka er gerð vegna aukinnar þarfar fyrir fisk og fiskafurðir í Frakkdandi og í öðrum lönd- um Efnahagsbandalags Evrópu. JAPANIR SEDTA BRETUM FISK Tvö af dótturfyrirtækjum Uni lever, Bird Eye og Mac Fisheri es, sem bæði eru þekkt sem kaupendur að íslenzkum fiski fyrr og síðar, hafa nýlega leit- að eftir samningum við stórt japanskt fiskveiðifélag um kaup á 5000—6000 lestum af frosn- um fiski yfir árið í 5 ár. Þetta er svona helmingur af því, sem selt verður af frosnum fis'ki frá fslandi í ár til Sovétrikjanna, en þau eru annar stærsti kaupandi frosins fisks frá fslandi, Banda- ríkin eru stærst. Meðal ástæðnanna fyrir þess um kaupum er tilfært, að þetta sé liður í að vinna á móti núver andi skorti á fiski og fiskafurð- um í Bretlandi. Samt er íslenzk- um togurum óbeint meinað að ianda fiski i Bretlandi með því að láta þeim ekki í té vinnuafl. 210 MIT UJÓNA VERKSMTDJA Macrae fyrirtækið, sem fram- leiðir meira af reyktri sild, Kippers, en nokkurt annað fyrir taski í heiminum, ætlar að byggja niðursuðuverksmiðju i Fraserburgh í Bretlandi fyrir 1 miilljón sterlingspunda. Verk- smiðjan á að geta unnið úr um 100 lestum af hráefni hvem virkan dag. Þegar mikið berst að, er gert ráð fyrir að frysta eitthvað af síldinni til að þiða hana upp til vinnslu seinna. Fyrirtækið segist vera sann- fært um, að geysileg eftirspum sé eftir niðursoðinni sfild, sem er gæðavara, og er þá ekki gert ráð fyrir útflutningi. mikiu viðtækari ákvarðana um fiskveiðitakmörk, landhelgi og landgrunn, en áður var, og tel- ur hann að sú þróun muni halda áfram eða ekki? Hvert mannsbam skilur, að það hefur megin þýðingu fyrir hagsmuni fslendinga, hvort þró- unin gengur okkur í vil eða ekki. Ef sjónarmið okkar eru að vinna á erlendis frá mánuði til mánaðar, þá höfum við vel efni á því að doka við með útfærslu fiskveiðilögsögunnar, ráðgast við samherja okkar og reyna að ýta málum áleiðis. Ef þróunin gengi okkur hins vegar i mót eða um kyrrstöðu væri að ræða, þá væri sjálfsagt nauðsynlegt að taka þá áhættu að gera einhliða ráðstafanir, jafnvel þótt við ætt um á hættu að tapa málinu fyrir alþjóðadómstóli og þannig að ganga nokkru lengra en Ólafur Jóhannesson vildi gera 1960, að því er bezt verður skiilið af orð- um hans sjálfs. Ef formaður Framsóknar- flokksins lýsir því yfir, að hann telji að þróun þjóðarréttar, að því er víðáttu landhelgi og fisk- veiðitakmarka varðar, gangi okkur í mót, er sjálfsagt að taka málið upp til umræðu á þeim grundvelli. Ef hann hins vegar viðurkennir, að um öra þróun sé að ræða í átt til okkar sjón- armiða, þá verður hann að svara þeirri spurningu, hvort hann vilji fremur taka áhættuna af því, að við þurfurn að hopa með ráðstafanir, sem við kynnum að gera nú, fremur en láta tímann vinna með okkur, og ákveða út- færslu landhelginnar, þegar við værum sannfærðir um, að við mundum sigra eða a.m.k. að yf- irgnæfandi líkur væru á þvi. metAr hjA bretum Bretar settu nýtt met i afla- brögðum árið 1970 með því að afla fyrir 76,3 milljónir sterl- ingspunda eða 16 milljarða króna. Var það um 2 milljörðum króna meira en árið áður, 1969. Nokkuð átti þetta mikla verð- mæti rót sina að rekja til hækk aðs verðlags. FÆREYINGAR OG EBE Færeyingar hafa áhuga á áð tengjast Efnahagsbandalagi Evrópu, en hafa sömu áhviggjur og Norðmenn út af landhelginni. Færeyska lögþingið hefúr ekki enn tekið ákvörðun um, hvort hægt sé að fylgja Dah- mörku og Noregi, þegar um er að ræða fulla þátttöku, og virð- ist þar ráða miMu, hvort hægt muni að veita Færeyingum sér- stöðu, hvað fiskveiðarnar varð- ar. Færeyingar leyfa aðeins dönskum ríkisborgurum og þar með að sjálfsögðu Færeyingum að veiða með llnu og handfæri innan 12 miílnanna. Þannig leyfa þeir enga togveiði eða netaveiði innan fiskveiðitafcmarkanna. I.ODNAN TIL MANNEUDIS Norðmenn vinna nú að þvi að framleiða loðnu til manneldis. Eitt aðalverkefnið var að losa haua við sitt sérkennilega bragð og hefur það tekizt. Spá þessar tilraunir góðu um, að takast megi að gera íoðnu almennt að neyzluvöru. Skattfreflsi fyrir sjómenn. í sið asta „Veri“ féll niður orðið ,,skatt“, sem átti að standa fram an við orðið „frjálsa". Setningin átti að vera þannig: En hvað er hægt að gera til að auka að- streymið að sjávarútveginum? Hvað sjómennina varðar, virðist ekkert tiltækara en að gera þá skattfrjálsa. Útgerðarmaðiurinn er ekki afflögufær, og þá veirður i heildin að koma til skjalanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.