Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 S krifs tofuherbergi til leigu með eða án húsgagna. Upplýsingar í síma 12494 eða 18882. Plymouth Valiant einkahifreið EINKABIFREIÐ, árgerð 1968, ekinn 26 þúsund kílómetra, til sýnis í bifreiðasölu Egils Vilhjálmssonar, Laugavegi 118, þriðjudaginn 18. maí. Matvöruverzlun til sölu. Selur einnig kjöt og mjófk. Tilboð ásamt upplýsingum merkt: „Matvöruverzlun — 5601" sendist blaðinu fyrir 21. þessa mánaðar. Framreiðsl umenn Þeir félagsmenn sem ætla að sækja um vikudvöl i sumar- húsi félagsins fá umsóknareyðublöð afhent í skrifstofu fé- lagsins miðvikudaginn 19. maí frá klukkan 2—4. Umsóknum sé skilað fyrir 22. mai. Tímabil auglýst hjá trúnaðarmönnum. NEFNDIN. Tilboð Tilboð óskast í 2 bogaskemmur, 10,00 m x 27,60 m að stærð hvor. Skemmurnar eru niðurteknar og eru til sýnis á lóð við Kleppsveg, austan við hús Eggerts Kristjánssonar hf. Tilboð óskast í skemmurnar í núverandi ástandi. Heimilt er að bjóða í hvora um sig eða báðar saman. Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 20. maí næst- komandi klukkan 11.00 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími .25800 Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita- leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en ftest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir atlra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST HF. Armúla 44. — Sími 30978. JOHNS - MANVILLf glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manviile glerullareinangrunina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappír með. Jafnvel flugfragt borgai sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. SKÓVERZLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR, sími 14181 — við Ausí iirvöll. Safari- skór úr grófu rúskinni í gráum eða rustrauðum lit. Stærðir: 2, 8 í % nr. Verð: 1.495,00 kr. Póstsendum. Enginn bakreikningur — segir í athugasemd ráðu- neyta um bílatryggingar M ORGUNBLAÐIN U barst í gær eftirfarandi athug-asemd frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og heilbrigðis- og trygglngamála ráðuneytinu: „Dagblaðið „Þjóðviljinm" birti hinn 5. þ.m. frétt umdir yfirskrift inni „43,9% haökkun og bakreikn ingur í haust". Segir þar orð- rétt: „Tryggingafélögin hafa gert samkomulag við rí'knsstjórn- ina um það að fresta þar tii verð stöðvun lýkur hækkun á trygg- ingaiðgjöldum bifreiða um 43,9%. Hækkunin á siðan að koma til framkvæmda þegar er verðstöðv un lýkur, og jafnframt eiga tryggingafélögin að fá bætur fyr ir það tjón, sem þau bíða, með- an verðstöðvunin stendur. Þann jig mega bifreiðaeigendur eiga von á 43,9% hækkun í haust og auk þess verulegum bakreikn- ingi“. Þessar fullyrðingar hafa svo verið endurteknar með ýmsu móti í síðari töiublöðum Þjóð viljans. Fullyrðingar þessar eru með öllu tilhæfulausar, enda styðjast þær í engu við upplýsingar frá ráðuneytum, og hefur þeirra upplýsinga ekki verið leitað. Um sókn tryggingafélaganna var synjað. Gildir sú synjun um verð stöðvunartimabilið, og hefur eng inm bakreikniinigur fyrir það tíma bil komið til mála, né heldur mundi eðli málsins samkvæmt vera unnt að failast á þess kon- ar bakreikning. Um heimild af opinberri hálfu tid iðgjaldahækk- unar siðar mun fara eftir ákvörð unutn, sem þá verða teknar af hlutaðeigandi yfirvöldum. En af þessu tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa nefnd tii þess að endurskoða skipuiag og fram kvæmd ábyrgðartryggingakerfis bifreiða. Skuiu Félag ísl. bifreiða eigenda, Bandalag ísl. leigubif- reiðastjóra og Landssamband vörubifreiðastjóra hvert um sig skipa fuiltrúa í nefndina, auk jafn margra fulitrúa frá trygig- ingaféfflögunum og formanns, er tilnefndur sé af Efnahagsstofn- uninni, sem an.nazt hefur at- huganir máis þessa fyrir hönd rikisstjórnarinnar. Svo sem kunnugt er hafa ið- gjöffld bifreiðatrygginga verið endurnýjuð áriega miðað við 1. maí. Við upphaf verðstöðvunar 1. nóvember sl. var því liðið hálft ár frá þvi að iðgjaldið tók gildi og höfðu á þeim tíma orðið veru liegar breytingar á tjónaverðllaigi, einkum slysatjóna, en mat þeirra breytist í samræmi við almenn- ar launatekjur. Endurnýjuin til heiis árs nú mundi bera með sér óbreytt iðgjöld i tvö ár. Með sérstakri reglugerð ákvað dóms- og kirkjumálaráðuneytið að breyta tryggingariímabiii, þvi sem giidir fyrir ábyrgðar- tryggingar bifreiða, þannig að tímabilið verði framvegis miðað við 1. janúar í stað 1. maí. At- hugun á þessu hafði áður verið til umræðu, bæði hjá ráðuneyt- inu og hjá tryggingafélögunum einkum eftir að farið var að hefja bifreiðaskoðun fyrir 1. mai, en á þessu ári hófst skoðun í Reykjavik í byrjun marzmán- aðar. Við skoðun bifreiða er jafn framt framkvæmt opinbert eftlr lit með því að í gildi sé lögboð- in ábyrgðartrygigimg. Vegna þeirrar ákvörðunar tryggingafélaganna að áskilja sér viðbótargjald fvfir tímabil- ið eftir 1. september n,.k„ þegar verðstöðvunarlögin falla úr giidi, skal tekið fram, að ákvörð- un um það efni hefur ekki ver- ið borin undir rikisstjórnina, hvað þá að hún hafi fallizt á þann fyrirvara af hálfu félag- anna. Reykjavík, 14. maí 1971.“ Kaupfélag Skagfiröinga: Heildarvelta sl. árs um 460,2 millj. kr. Söluaukning fyrirtækisins tæp 36% HEILDARSALA verzlana Kaup- félags Skagfirðinga og þjón ustufyrirtækja nam á árinu 1970 tæpnm 219,9 millj. kr., og hafði aukizt um 35,41% frá 1969. Bú- vörusala félagsins nam á árinu 200,6 millj. kr„ þar af mjólkur- vörur fyrir 104,1 millj. kr. Heild- arsala inniendra og erlendra vara ásamt með söhi verkstæða og þjónustuíyrirtækja var því um 420,5 millj. kr., en það er um 82,8 millj. kr. aukning frá árinu áður, eða 24,51%. — Við þetta bætist framleiðsluverð- mæti Fiskiðjunnar, tæpar 39,7 millj. kr. á móti 67,3 millj. kr. 1969. Varð því heildarvelta kaup félagsins og fyrirtækja þess um 460,2 millj. kr. á árinu 1970. Á vegum kaupfélagsins var sl. ár lógað 47.093 kiindum, þar af 1440 á Siglufirði. Meðalfall- þungi dilka reyndist 14,13 kg., eða 271 gr. hærri en á fyrra ári. Fjárfesting á árimu ásamt með viðhaldi og endurbótum nam 13,7 millj, kr. Afslkiriftir af hús- eignum, vélum og tækjuim 6,6 m-illj. kr., en bókfært verð fast- o.gna var í ánslok 43,3 millj. kr., en bruniabótamat nál. 170 millj. kr. Kom þetta fram á aðalíundi Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldimin var í samkomuhúsi n u Bifröst á Sauðárkróki fyrir skömmu. Félagsmenm eru nú 1353, en fastráðnir starfsmemin 'kaupfé- lagsins voru í árslok 107. Karl Schiller tekur við af Alex Möller Er nú í senn efnahags- og f jár- málaráöherra V-Í*ýzkalands Bonn, 13. maí. AP.-NTB. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Vest- ur-Þýzkalands, Alex Möller, sagði af sér embætti í dag. Hef- ur Willy Brandt kanslari lieðið Karl Schiller efnahagsmálaráð- herra að taka við embætti fjár- málaráðherra. Talið er senniiegt, að afsögn Möllers eigi rót sina að rekja til þess, að hann hafi ekki verlð sammála kanslaran- nm iini þær aðgerðir, seni gerð- ar skuli til þess að hefta verð- bólgu i landinu. Afsögm Möllens karnur beimt í kjöfflfar þesis, að faslri gengis- skráninigiu vesiturþýzika marksins var hætt að sinni og það látið „fljóta". Er Sdhillier, sam er fyrrverandi prófessor í haigfræði nú yfirmiaður alira ©fnaihagis- máia, þegar hann er orðinn I serni efmahaigs- og fjánmiálaráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.