Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 21 Umdæmisþing Lionsklúbha: 49 klúbbar með 1600 félögum 16. UMDÆMISÞING Lions- klúbba á íslandi verður haldið á Akureyri hinn 15. mai 1971. Þingið hefst með guðþjónustu í Akureyrarkirkju kl. 10.30, en þingið verður sett af Bimi Guð- mundssyni umdæmisstjóra að Hótel K.E.A. kl. 11.15. Búizt er við að Lionsmenn víðs vegar að af landinu fjölmenni til Akureyrar, en 150 þingfulltrú ar eru kjörnir til þingsetu. Venju lega sækja umdæmisstjórar frá Norðurlöndum íslenzka Lions- menn heim þegar umdæmisþing eru haldin og hafa 5 umdæmis- stjórar boðað komu sína. I fyrsta sinn situr íslendingur þing Lionsmanna fyrir hönd Al- þjóðastjórnar Lions Internation- al, er það Þorvaldur Þorsteins- son úr Lionsklúbbnum Ægi, Reykjavik, tm síðastliðið sumar var hann kjörinn til tveggja ára í Alþjóðastjórnina, en í þeirri sitjórn eiga sæti 30 Lionsmenn víðsvegar að úr heiminum. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp í sambandi við umdæmis þingið að allir Lionsmenn sem kosnir hafa verið til stjórnar- starfa fyrir næstkomandi starfs- ár mæta til þings einum degi fyrr og setjast á skólabekk og kynna sér stjórnsýslu Lions- klúbba. Þinginu lýkur kl. 18.00 en kl. 19.00 hefst kvöldskemmtun í Sjálfstæðishúsinu . Mikil gróska hefur verið í starfsemi Lionsklúbba á þessu starfsári og hafa verið stofnaðir 7 Lionsklúbbar víðsvegar um landið með 180 nýjum félögum. Alls eru þá starfandi 49 Lions- klúbbar á íslandi með rúmlega 1600 félögum, og í dag eru stai'f andi 25 þúsund Lionsklúbbar með 950 þús. félögum í 146 þjóð- löndUm. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri tekur á móti gjöf, sem nem- endur færðu Lögregluskólanum. 26 nýir lögreglumenn LÖGREGLUSKÓLANUM var slitið laugardaginn 8. maí sl. í fimmta sinn frá því hann hóf starfsemi sína eftir gildandi reglugerð. Starfaði skólinn í tveimur deildum, byrjendadeild, sem hófst 23. okt. og lauk 11. des., og framhaldsdeild, sem hófst 11. jan. og lauk 8. maí eins og áður er g tið. Kennsla liófst kl. 8 á morgnana og lauk venju- lega kl. 16.00. Nám í byrjenda- deiid hafa alls sótt 213 nemend- ur en frá framhaldsdeild hafa til þessa lokið námi 122. Að þessu sinni brautskráðust 26 lögregiumenn frá framhaids- deild skólans og voru 14 þeirra úr lögregluliðum utan Reykja- víkur. Á skólaárinu voru teknar til afnota nýjar kennslustofur í framtíðarhúsnæði skólans í nýju lögreglustöðvarbyggingunni við Hvérfisgötu. Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri, ávarpaði nemendur við skólaslitin og óskaði þeim far- sældar í starfi. Nemendur færðu skólanum að gjöf hljómfagra skólabjöllu, sem einn þeirra hafði að mestu gert. Nýútskrifaðir lögregluþjónar frá I.ögregluskólanuut. Eilífur friður við Skólavörðustíg Kínverski garðurinn opnaður KÍNVERSKI garðurinn við Skólavörðustig, eða Garður hins eilífa friðar, var opnaður um síð ustu mánaðamót. Hann var mjög vinsæll í fyrra, þótti góð til- breyting, og komu þangað marg ir ferðamenn. „Þeir virðast vera mjög hissa, þegar þeir koma hingað inn“, segir Svavar í Há oæ, „og mynda garðinn ó- spart. Við fengum vínveitinga- leyfi í fyrra, eftir langa baráttu og hjálpaði það okkur mikið. Út lendingar vildu fá létt vín með matnum. Eg veit ekki betur en friður ríki hér í garðinum11, bætti Svavar við, „þótt kannski sé það ekki nákvæm eftirlíking af hinum eilífa friði“. Endurbætur hafa verið gerð- ar á kínverska garðinum sl. vet ur, og í vor, t.a.m. er nú jafnari og betri hiti en áður, hitaveita notuð í stað olíu. í kinverska garðinum starfa m.a. tveir kínverskir matsveinar og framleiða þ ir kinverska rétti auk fjölbreyttra evrópskra rétta, sem eru á boðstólum. Tækifærisveizlur hafa verið vinsælar í garðinum, enda þykir umhverfið vinalegt og frábrugð ið öðru, sem menn eiga að venj ast hér. Létt tónlist og útvarp eru í garðinum. Ennfremur leik ur hljómsveit nokkra daga vik- unnar. MAÐURIIMN SEM HVARF Sifelldir árekstrar á göngum og gangstéttum. Sér fólk mann ekki? Hurðum skellt á nef mannl. Hvað er þetta? Stelpurnar á skrifstofunni alveg hættar að yrða á mann. Konan ekki gefið koss frá því í fyrra. ,,Eru allir hættir að sjá mann eða hvað? Ég er þó hér.“ Líttu í spegil maður. Hvað sérðu? Eitthvað sérstakt? Nú nú. Hvað ætlastu þá til að aðrir sjái? Komdu þér í glæsileg föt. Kóróna-föt. Þau fást bæði í Herrahús- inu og Herrabúðinni við Lækjartorg. Taktu eftir breytingunni. Ekki bara á þér, heldur öllum sem á þig lita. Lyftu huliðshjálminum drengur, klæðstu Kóróna-fötum. LyftiÓ huíidshjáíminum klœóist Kóróna fötum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.