Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1971 23 í húsmennsku FYRIRSÖGN forustuigrehiar Þjóðviiljarns 3. maí er: 1 hús- mennsku hjá íhaMinu. Aðaluppi- staðan I leiðaranum er um grein er dr. Gydfi Þ. Gísiaison hafði skriifað í fyrradag og má nú orðið lesa á milli línanna, að Þjóðviljinn sé farinn að verða uggandi um hag sin-na manna. í leiðaranum er tailað um að dr. Gylifi Þ. GisOason haifi sagt i grein sinni í ATþ ýðublaðinu, að vart- ksemi annað til greina en samstjóm Alþýðufiokksins eða Sjálfstæðisflokksins oig Fram- sóknarflokksins. En ekkert sé minnzt á samstjórn með ATþýðu- bandalagimu og mátti þar hálf- gert kenna klökkva hjá leiðara- höfundi og skal þar engan á furða. Svo í niðurttagi leiðarans kemst höfundiur að orði á þessa leið: Þessar Tágkúrulegu hug- myndir um íslenzka stjómmála- baráttu em fjarlægari lands- mönmum en þær hafa verið um lamgt skeið. Æ færri hafa áihuiga á þvi, hvort Ólafiur eða Gylfi verða ráðnir í húsmennstou til ihal'dsinB. Og svo toemur rúsín- an í pyiisuendamum, eins og var við að búast. Leiðarahöifundur segir með svo miklum þunga, að það er eins og hann lernji orðin í leiðaradálkinn: Kosning- arnar I suimar þurfa að hafa í för með sér raunverulegar breyt MORCUNBLAÐSHUSINU inigar. Það er ekki fjarri lagi að gera leiðarahöfundi npp orð, sem yrðu þá eitthvað á þessa leið: Mitoið fjári að það skuli vera svona stutt tH kjördags. Það er útiilokað að stofna nýjan flotok þó að nóg sé efnið, það er að segja. Við eigum nóg af Al- þýðubandalaigsbrotum og gætum byggt úr þeim og liátið flokkinn heita Flökk hinna vinnandl stétta. öreindaflokkur byggður upp úr Alþýð'ubandaTagsbrotum. En því miður nú er ekki tími til neins. Ekki einu sinni til að mála yfir eitthvað ? 3. miaí 1971. Ólafur Vigfússon, Hávafflagötu 17, Reykjaviílk. Þakka auðsýnda vinsemd, kveðjur og gjafir í tilefni af áttræðisafmæli mínu. Finnbogi Finnbogason, V estmannaey j um. Þrösturinn liggur liinn rólegasti á hreiðri sínu utan á Morgunb laðshúsinu. Sjá foi-síðumynd, — Hjartans þakkir færi ég börnum, barna- og tengdabörnum og öllum þeim fjölda mörgu, sem glöddu mig á áttatíu ára afmæli mínu 17. apríl, með heim- sóknum, gjöfum, blómum og góðum kveðjum. Innilega þakka ég Margréti Kristjáns- dóttur sem gerði allt sem hún gat til að gera daginn sem ánægjulegastan. Guð blessi ýkkur öll. Þuríður Guðmundsdóttir, frá Stóra-Knarrarnesi. sokka buxur Vogue sokkabuxur fegra fótleggi yðar. Í Vogue sokkabuxur myndast engin hné. Þær falla þétt að, en gefa þó vel eftir. Silkimjúk áferðin og aðlögunar- hæfnin stafar af því, að garnið í þeim er teygjanlegra, fíngerðara og þéttprjónaðra en almennt gerist. Heildsöludreifing: JOHN LINDSAY. Sími 26400. Gáfu tæki til læknishéraðsins Búðardal, 13. maí. MIÐVIKUDAGINN 12. maí boð aði formaður Lionsklúbbs Búð- ardals <Tón Pétursson og stjórn til fundar og bnðu lækni, sýslu- manni, formönnnm og gjaldker- um sjúkrasamlaga sýslunnar og fleiri gestum. Tilefnið var afhend ing tækja til læknishéraðsins, sem klúbbnrinn er að gefa. Það er smásjá, hita- og ræktunarskáp nr og hjartaritá. Sýslu-maðurinn, Yngvi Ólafs- son tók á móti gjöfunum fyrir hönd sýshinnar og færði fram þakkir. Áður hafði kilúbburinn gefið súrefnistæki og taistöð í sjúkrabifreið. Að afhendingu lokinni lýsti héraðslæknirinn, Gunnar Þór Jónsson, þessum tækjum og þýð ingu þeirra fyrir læknaþjónust- una í héraðinu og bættrar að- stöðu til rannsókna. Enmfremur var gestum boðið að skoða þær breytinigar, sem fram hafa far- ið á lækningastafum og lyfjaaf- greiðs-l-u, sem eru mjög til bóta. Nýlega var ráðin hjúkrunar- kona til aðstoðar héraðslæknin- um, frú Gréta Aðalsteinsdóttir. Að afhendingu og lýsingu loto- inni buðu læknishjónin öllum til toaffidrykkju á heimili sinu. Frá afhondingu tækjamia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.