Morgunblaðið - 16.05.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 16.05.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 Hellnakirkja Árið 1882 var kirkja fyrst reist á Hellnum á Snæfellsnesi, en áður hafði kirkja staðið á fornu Laugarbrekku, þar sem Ás grimur Vigfússon, Hellnaprestur bjó. Tvær kirkjuklukkur eru í Hellnakirkju, önnur úr fomu Laugarbrekkukirkju og hin úr Einarslónskirkju. Einnig er í henni ljósahjálmur, 12 arma, úr kopar. Hann er úr fornu Laug- arbrekkukirkju, forkunnar fal- legur svo og 2 veggstjakar tveggja arrna úr kopar. Af öðrum munum kirkjunnar má nefna orgel, keypt árið 1935, þá gamalt, og er það notað í kirkjunni enn og er gott. Altar- istafla, ramminn gefinn kirkjunni árið 1919, af börnum Helga Árna sonar og Kristínar Grímsdóttur, sem bjuggu i Gíslabæ á Hellnum. Ramminn er útskorinn í mahoni, sannkaliað listaverk, gerður af Jóhannesi Helgasyni frá Gísla- bæ, einum af gefendum ramm- ans. Jóhannes dó 31. janúar 1920, varð úti í vonzkuveðri stutt fyrir ofan Hraunsgarð, sem er stutt frá Hellissandi. Hann var þá að færa systur sinni, Kristínu, sem bjó á Hellissandi, kassa eftir sig smíðaðan og út- skorinn. Átti hann að vera af- mælisgjöf til hennar. Altaris- töflumyndin er Kristur í Emmaus. Hún var gefin af Kristínu Ásgrímsdóttur prests að fornu Laugarbrekku, sem bjó þá í Mávahlíð í Fróðárhreppi. Ýmsir fleiri dýrmætir munir eru í kirkjunni og gefendur margir, sem of langt er upp að telja. Upphaflega var kirkjan að Hellnum byggð þannig, að vegg ir voru hlaðnir úr torfi og grjóti, en siðan torfveggir fjarlægðir og kirkjan klædd með timbri og bárujárni og þak og veggir mál- að. En að innan var hún ómáluð alla tíð. Hún var lítil og turn- laus, en vinaleg og rúmaði að mig minnir um 40 manns. Kirkjan var reist á eyðibýli, sem hét Holt og var hjáleiga frá fornu Laugarbrekku, þar sem hún stendur nú, svo hún hefur alla tið verið á landareign fornu Laugarbrekku. Hún var aðeins færð úr stað, þegar hún var endurbyggð, en það var á árunum 1942—1945. Þann 12. ágúst 1945 var sú kirkja, sem nú stendur, vígð af þáverandi biskupi Islands, Sig- rgeiri Sigurðssyni. Séra Þorgrím ur V. Sigurðsson, prófastur að Staðarstað, þjónaði þá Hellna- söfnuði. Hann var kominn í prestakalilið árið 1944 og hefur verið okkar prestur síðan. Þann 12. ágúst siðastliðinn var kirkjan 25 ára, en þótt hún sé ekki eldri, þá hefur viðhald hennar verið söfnuðinum kostn- aðarsamt. Árið 1958 þurfti að endurnýja mikið af grind og klæðningu á suðurhlið kirkjunn ar vegna fúa, og á árunum 1961 —1962 var gagngerð endurbót gerð á henni, bæði á grind og klæðningu, gluggar endurnýjað- ir og sett bárujárn á alla kirkj- una að utan nema á þak í staðinn fyrir slétt asbest, sem áður var á kirkjunni. Var það asbestið, sem olli þessum fúa á kirkjunni, vatnið virtist fara í gegnum það. Síðast var turn kirkjunnar endurbyggður árið 1966, og þar með búið að endurnýja alda kirkj una. Það var erfitt fyrir fámenn- an og fátækan söfnuð að standa undir svona miklum kostnaði við kirkjuna, en kirkjusjóður Is- lands veitti okkur lán. 60 manns greiddu kirkjugjöld, þegar kirkj an var byggð, en nú greiða ekki nema 35 menn kirkjugjöld. Guði sé lof, það hefur aldt far ið vel með guðs og góðra manna hjálp. Kirkjan hefur átt marga vel- unnara, sem hafa stutt hana með áheitum og gjöfum, peningum, munum og vinnu, Ég bið guð að launa þeim öllum, sem stutt hafa kirkjuna. I janúar á síðastliðnu ári vildi það óhapp til að kirkjan færðist til á grunni i ofsaveðri, en vel tókst að færa hana á sama stað aftur, en rífa þurfti úr gólfinu, meðfram veggjum og klæðningu að nokkru leyti af veggjum til að geta fest hana vel á grunn- inn aftur. En þá varð það að ráði að klæða hana að innan upp á miðja veggi með eikarklœðn- ingu. Svo var kirkjan öll máluð að innan. Efnið var dýrt, en öll vinna var gefin, bæði smíða- vinna og málun. Það kom til mín maður til heim ilis í Reykjavík, Árni Einarsson, og bauð mér að hjálpa mér við endurbætur á kirkjunni og vildi ekkert kaup taka annað en fæði og húsnæði, sem hann hafði hjá mér, og kann ég honum miklar þakkir fyrir vel unnið starf. Safnaðarkonur unnu með mér við að mála alla kirkjuna að inn an og lakka gólf. Þær unnu að þessu verki af miklum áhuga og alúð og kostuðu kapps um að leysa verkið vel af hendi, og tel ég að vel hafi tekizt. Safnaðarkonur gáfu mjög faldegan dregil á gólf kirkjunn- ar milli bekkja og við altari, og var hann settur á gólfið, þegar málningu var lökið. Sömu konur hafa áður gefið kirkjunni marga góða muni og sýnt henni sóma. Kærar þakkir séu þeim fyrir allt, sem þær hafa gert fyrir kirkjuna. Þann 23. ágúst síðastdiðinn var fyrst messað i kirkjunni eftir endurbótina. Séra Þorgrímur Sig urðsson, prófastur að Staðarstað, messaði og þakkaði hann safnað arkonum og öllum, sem unnið höfðu við kirkjuna, vel unnin störf og gjafir. Finnbogi G. Lárusson, Laugar brekku, formaður sóknarnefnd ar, fflutti þakkarávarp. Eftir messu var öldum kirkjugestum boðdð til kaffidrykkju á kirkju- staðnum Laugarbrekku. Safnað arkonur' stóðu fyrir þessu kaffi- samsæti og höfðu sameiginlega undirbúið það. Veitingar voru með miklum myndarbrag og kon unum til sóma. Kirkjukór var stofnaður í Hellnasókn vorið 1942 af Sig- urði Birkis, þáverandi söngmála stjóra þjóðkirkjunnar. Stofnend ur voru að mig minnir 16, en nú eru í kórnum 9 manns, 7 konur og tveir karlmenn. Organisti er Finnbogi G. Lárusson. Af stofn- endum kórsins eru 4 eftir. Sig- urður Birkis var mjög áhugasam ur og elskulegur söngstjóri og hvatti fólkið til að syngja. Við höfðum fengið til okkar 4 söng- kennara, sem hafa dvalið nokkra daga í senn, aldir afbragðsmenn og söngkennarar. Þessi fækkun í kórnum stafar af því, að fólkið hefur flutt burtu úr sveitinni. Séra Þorgrimur Sigurðsson, sóknarprestur okkar, hefur ver- ið frá því fyrsta mjög mikill á- hugamaður í söngstarfinu og lagt mikið á sig til að glæða sönginn, Hann hefur verið formaður kóra sambandsins, sem stofnað var á sínum tíma í prófastsdænftsu og staðið fyrir kóramótum. Ég hef setið í sóknarnefnd slð an árið 1934 og sóknarnefndar- formaður síðan 1938. Er ég nú horíi yfir liðið starfstímabil fyr- ir kirkjuna, sé ég að oft hefur verið erfitt að yfirstiga erfið- leikana, en allt hefur farið vel að lokum. Það hefur alltaf greiðzt úr erfiðleikunum fyr- ir guðs og góðra manna hjálp, margir hafa rétt hjálparhönd. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum, sem stutt hafa mig i starfi og styrkt kirkjuna. Blessun guðs hvUi yfir kirkjunni og söfnuð- inum. Firuilxtgi G. Lárusson, ERU MEÐ GULLHUÐ? RAFMAGNI. ÞESS VEGNA NOTAR OLIVETTI GULL í LOGOS. Nýir OLIVETTI skrifandi rafreiknar eru komnir hér á markaðinn. Aliar reiknivélar frá Olivetti skrifa útkomur á pappír. Olivetti reiknivélar sem skrifa. hafa veriö í notkun hér á iandi i 15 ár og alltaf verið í fararbroddi. Nýjustu Olivetti reiknivélarnar reikna og skrifa á miilsekúndum flóknustu dæmi. Oli- verksmiðjanna í að fullnægja þörfum kröfu- harðs markaðar. Þrennt einkennir því þessa vél: Frábært prentverk, nýjasta rafeinda- tækni og hönnun sem gerir fiókna útreikn- inga einfalda. OUVETTI LOGOS 250—270 með 3 vinrislu reikniverkum 2 minn- um (3 fyrir Logos 270) tit söfnunar og geyms.u Tokur 22 stafi í útkomu auk kommu og tákns. Sjálfvirkt kerfi fyrir prósentu- retkning beeði fyrir upphaekkun og afslátt. A LOGOS 270 er sjálf- virkt kerfi fyrir veldi og kvaðratrót. Sjálfvirk upphækkun á út- komu og sjálfvirk stilting á aukastöfum frá 0—15. 0LIVETTI UMBOÐIÐ G. HELGAS0N & MELSTEÐ HF. Rauðarárstig 1. Simí 11644. rSHI 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.