Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAl 1971
5
Mvndin er frú því er íarþegar á norska skipinn „Meteor“ voru
að iara í björgnnarbáta, eftir að mikill eldur kom upp í slcip-
inn skammt úti fyrir Vancouver í Kanada.
Fjölbreytt starf í Tón-
listarskóla Kópavogs
Skólaslit n.k. laugardag
ÁTTUNDA starfsári Tónlistar-
skóla Kópavogs er að ljúka og
munu skólaslit fara fram í
Kópavoffskirkju laugardaginn
29. maí kl. 3. í vetur stunduðu
255 nemendur nám við skólann,
þar af 86 í forskóladeild fyrir
böm á aldrinuni 6—8 ára.
Skólinn hélt sína árlegu jóla-
tónleika í I<öpavogskií'kju, svo
og nemendatónleika og opinbera
vortónleika í byrjun mai og voru
þeir haldnir í Víghólaskóla. í
apríl gekkst skólinn fyrir tónleik
um að Reykjalundi. I>á hafa nem
endur og komið fram i útvarpi
og sjónvarpi, en þar söng skóla-
kórinn sl. sunnudag. Kórinn kom
einnig fram á „Kópavogsvök-
unni“. Stjórnandi hans er Mar-
grét Dannheim.
Nemandi í píanóleik, Arni
Harðarson, var valinn til að
leika á Listahátíðinni sl. sumar.
Árni er nemandi Kristins Gests-
sonar yfirkennara.
Hljómsveit var stofnuð i
haust sem leið og hefur hún
komið fram á tónleikum skól-
ans. Páll Gröndal stjórnar hljóm
sveitinni.
Vornámskeið fyrir börn á aldr
inum 6 til 7 ára hófst 3. maí og
eru nemendur 35 talsins. Kenn-
ari er Elisabet Erlingsdóttir, en
hún kennir við forskóladeildina
og einnig einsöng.
Kennarar við Tónlistarskóla
Kópavogs voru 15 á þessu starfs
ári. Skólastjóri er Fjölnir Stef-
ónsson.
Hoover
hættir
ekki
Washington, 25. maí — AP
.1. IiDGAR Hoover, yfirmaður
baudarísku alríkislögreglunnar
FBI, sagði við fréttamenn i
Wasbington í gær, að hann væri
ekkert farinn að luigsa um að
láta af enibætti og myndi ekki
gera það meðan hann va>ri við
góða heilsu.
Hoover er nú 76 ára að aldri
og hefur verið yfirmaður FBI í
tæpa hálfa öld. Hann hefur ver-
ið mjög umdeildur í Bandaríkj-
unum undanfarið og tilefni mik-
illa blaðaskrifa og umræðna í
Bandaríkjaþingi.
Sumargjöf
til sjúkrahúss
Akureyrar
SUMARDAGINN fyrsta færði
Zontaklúbbur Akureyrar Fjórð-
un gssj ú krah úsi nu á Akureyri 25
hjólaborð að gjöf. Borðín eru
ætluð fyrir rúmliggjandi sjúkl-
inga, þeim má renna yfir rúmin
og nota sem matarborð eða til
að sikrifa við þau.
Formaður Zontaklúbbs Akur-
eyrar, Ingibjörg Bjömsdóttir, af-
benti borðin, með sumaróskum
frá Zontasystrum, en Ólafur Sig-
urðsson, yfirlæknir þakkaði fyr-
ir hönd sjúkrahússma.
Borðin eru smíðuð hjá Stál-
iðn hf.
emkenni þeirra semklœðast
KORÓNAfötum
V1D LÆ KJARTORG X
T"
4
ALKILVSINGASTTOFA KSISTINAS l«s>- 7.14