Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐTÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1971 31 ÍJóhannesj Fimleikanámskeið ísbrjótur j fyrir unglinga - segir NTB NORSKA fréttastofan NTB \ sendi út fréttasiseyti um | landslelkinn og er höfundur | I hennar Egii Dietrichs, sá hinn sami og skringilegast ' lýsti landsleik ísiendinga og: | Norðmanna I fyrra — sem | I frægrt varð. Hann segfir að 3:1 sig:ur Nor ' egs hafi verið of lítill. Fimm ( marka munur hafi átt að vera j lágmark, miðað við tækifær- in. Þess vegrna hafi þettaekki verið nein hátiðasýning. Hann telur ísl. liðið það lak | asta sevn leildð hafi gegn ( Norðmönnum um iangt ára- bil. Hann segir Þorberg hafa I verið óákveðinn, hann hefði | átt að ráða við fyrsta mark- ið, og hann hafi ekki sýnt ' nægilega ákveðni í teignum.' „Isbrjóturinn“ var Jóhannes I Atlason fljótur og góður, en i fékk á sig margar aukaspyrn , ur. Miðjumennirnir Guðni og Marteinn (reyndar sagt Ein- »r) skiluðu stnu sómasam-1 lega, en tengiliðirnir höfðu, aldrei tækifæri til að ná völd- uni á miðjunni og þar með 1 fengu sóknarmenn fslands lít | ið að vinna úr. Hermann, Ey- Íieifur og Ásgeir voru góðir ie*n einstaklingar, en máttu sín ekki einir gegn ofuretfli. fyrri og léku bæði liðin þá mun yfirvegaðra. Áttu þau ljómandi fallega leikkafla þar sem knött- urinn gekk stutt og hratt á milli samherja og sárasjaldan bar á leiðinlegu þófi. Strax á 4. mínútu hálfleiksins fengu þrir Norðmenn dauðafæri á markteig íslendinga, en öllum mistókst að skjóta. Þegar mark- skotið loksins kom, varði Þor- bergur ágætlega. fslendingar svöruðu svo þess- ari sóknarlotu strax á næstu mínútu en þá átti Ásgeir skot en framhjá. Á 12. mín. skapað- ist mikil hætta við mark Norð manna, en þá var Hermann kom inn í gott færi en var aðeins of seinn að notfæra sér það. Eftir þetta virtust svo íslend- ingarnir stöðugt sækja í sig veðr ið. Þeir voru yfirleitt fljótari á boltann en Norðmenn og náðu ágætum upphlaupum, án þess þó að fá verulega hættuleg tæki færi. Það fengu Norðmenn hins vegar á 17. mín., eftir að Tom Lund hafði enn einu sinni leik- ið íslendingana grátt. Barst þá boltinn fyrir markið og var Þor- bergur úr leik eftir misheppnað úthlaup. Jan Fuglset átti skot á markið, en Þröstur Stefánsson hafði enn einu sinni verið vel á verði og bjargaði á marklínu. Á 20. miín. endurtók sagan sig svo að mestu. En þá var það Þor- bergur, sem bjargaði glæsilega. Á 25. og 30. mki. áttu þeir Har- aldur og Ingi Bjöm skot á nor.-ika markið, sem bæði fóru framhjá. Var tækifærið, sem Ingi Björn fékk nokkuð gott, em hairun var aðeins of fljótur á sér, ákaut viðstöðulaust í stað þess að taka boltanin niður, sem hann hafði þó tækifæri til. Á 34. mínútu tókst svo Norð mönnnm að gera út um leik- inn, sem fyrr segir, með marki Jan Fuglset. Eftir það var nánast formsatriði að ljúka leiknum. Hættulegasta tækifæri Islend- inga á lokaminútunum var er Guðgeir Leifsson átti sannkall- að þrumuskot að marki úr auka spyrnu rétt utan vitateigs. Skot hans fór utan yarnarmúrs Norð manna og sentimetra uitan stang ar. FIMLEIKASAMBAND íslands, gengst fyrir námskeiðum i fim leikum, fyrir stúlkur og pilta, á aldrinum 12—16 ára, fyrri hluta júnímánaðar. Kennsla hefst miðvikudaginn 2. júní og verður kennt alla virka daga, nema laugardaga til 15. júní. Kenndar verða æfingar á gólfi, svo og ýmiss konar stökk og verða þaulvanir kennarar með hvern hóp. Námskeiðsgjald er kr. 500,00 og greiðist við innritun. Nám- skeið þessi verða á eftirtöldum stöðum: íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson ar, Lindargötu 7, Reykjavík Tímar fyrir stúlkur kl. 5—6. Kennari: Olga Magnúsdóttir, íþróttakennari. Tími fyrir pilta kl. 6—7. Kennari: Þórir Kjartansson, íþróttakennari. Innritun verður í dag, fimmtu daginn 27. maí, kl. 6—8, í íþróttahúsinu Lindargötu 7, simi 13356. íþróttahúsi Kópavogs, Kópavogi. Timar fyrir stúlkur kl. 5—6. Kennari: Sigrún Ingólfsdóttir, iþróttakennari. Tími fyrir pilta kl. 6—7. Kennari: Hörður Ingólfsson, íþróttakennari. Innritun- verður í dag, fimmtu daginn 27. maí kl. 5—7, í íþróttahúsi Kópavogsskóla. ................................................ ..... Mf i— Elias Sveinsson, ÍR, virðist i mikilli framför. Á fyrsta móti vors- ins stökk hann 1,95 m eins og hann náði bezt í fyrra. Hvað ger- ir hann i kvöld? EOP-mótiö í kvöld; Götuhlaup og ótal greinar I KVÖLD kl. 19.30 hefst hið ár- lega EOP-mót KR í frjálsum iþróttum. Mótið fer fram á Mela- vellinum •— og einnig víðs vegar um bæinn, þvi ein keppnisgrein- anna er 25 km götuhlaup. Er þetta skemmtileg nýjung og minnir á Reykjavíkurboðhlaup lR í gamla daga. 25 km hlaupið hefst og lýkur á Melavellinum, en liggur síðan víðsvegar um bæinn og munu margir vegfarendur verða hissa, er þeir sjá hóp manna á harða- hlaupum, léttklædda á götum úti. En dagskrá mótsins er að öðru leyti mjög fjölbreytt og keppt í ótal hlaupagreinum, kast greinum og stökkgreinum. Með- al keppenda eru flestir beztu íþróttamenn landsins, Sundstríðið harðnar Ástralíumenn hyggjast ná fyrra veldi sínu FÓLK er hætt að undrast þótt það fái fréttir af nýjum heimsmetum í hinum ýmsu íþróttagreinum, þar sem slíkar fréttir eru að verða næsta hversdagslegar. Öðru hverju eru þó haldin slík mót, að athygli allra beinast að þeim og menn fylgjast í ofvæni með baráttu íþrótta- fólksins og þeim afrekum er það vinnur. Eitt slíkt mót var haldið fyrir skömimu i Crystal Palace í London og hefur áður verið skýrt frá úrelitum í því hér í Mbl. Þetta voru hinár svoköi uðu „Mini Olym- píuleikar" i sundi, þar sem flest bezta sundfólk verald- arinnar safnaðist saman til keppni. UNGT SUNDFÓLK Á Olympíuleiikunum í Ástralíu komu Ástiralíumenn mjög á óvart með Dawn Frazer í fararbroddi, en hún setti þá heimsmet i 100 metra skriðsundi á 58,9 sek. En síð- an tóku Bandaríkjamenn við og á leikunum í Mexikó höfðu þeir mikla yfirburði. Var talið að þar hefði lofts- lagið haft eitthvað að segja. en örugglega ekki siður að Bandaríkjamenin sendu á hólmdnn mjög ungt sundfólk, sem barðist upp á líf og dauða í lauginni. Og nú hafa Ástra- líumenm tekið upp sama æf- ingakerfi og Bandaríkjamenm notuðu fyrir þá keppni, og má nú segja að þessi tvö lönd séu sannikölluð herraríki í íþróttinni. Á því eru þó nokkrar und- antekningar og nægir að minna - á Gunmar Larsson, Sviþjóð, Hans Fasenacht frá V-Þýzkalandi og Roland Matt- hes frá Austur-Þýzkalandi. En á leikunum í Mexikó tókst eimnig að sanina að þrátt fyrir sitt fullkomna æfiinga- kerfi og aðstöðu, eru Banda- ríkjamenn ekki „yfimáttúr- legir“ í sundinu. Engin kom þar eins mikið á óvænt og Ástralíubúinn Mike Wendens sem sigraði í 100 m skriðsund inu og skaut undrabaminu Mark Spitz ref fyrir rass. Spizt hafði gert sér vonir um sex gullverðlaun á Olympíu- leiikunum en varð fyrir mikl- um vonbrigðum. Og meðan menn voru enn að.ræða um það hyort nokkr- um sundmanmi auðnaðist að synda 100 metra skriðsund á betri tíma en 53 sek. setti Wendens heimsmet og synti á 52,2 sek. Æfiingaprógramm hans, sem gerir ráð fyrir 12 kílómetra sundi á dag, sýndi, að Ástralíumenn höfðu ekki gefizt upp. SHANE GOULD Það sýnia einnig úrslitin í sundmótinu í Crystal Palace, ■>n þar sigraði hin 14 ára gamla Shane Gould, ekki að- eins hina frægu Debbie Meyer, heldur einnig austur- þýzku stúlkuna Wetzko og landa sinn, Karen Moras sem fram til þess tíma hafði ver- ið álitin bezta skriðsund-kona heimsins. Gould jafmaði heimsmet Dawn Frazers í 100 rtietra skriðsundinu 58,9 sek., og einnig heimsmetið í 200 metra sfcriðsundi. Debbie Meyer, sem hefur hlotið þrjú gullverðlaun á Olympíuleik- um, var þátttakandi í þessu sundi, og varð að láta sér nægja sjötta sætið, emda ekki í eins góðu formi og áður. Auðséð þótti að hún tók ósigurinn nærri sér, og því líklegt að hún stundi æfingar með vaxandi þunga á mæst- unni og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún Gunnar Larsson frá Svíþjóð er einn af fáum sem ógnar veldi Bandarikjamanna og Ástralíumanna í sundi. Þess ber þó að geta að allt s.I. ár dvaldi hann í Bandaríkjunum og naut leiðsagnar hins kunna þjálfara Don Gambril sem þaraa er með sundgarpinum á myndinni. gerir tilraun til þess að eign- ast heimismetið í 200 metra sundinu aftur. Úrslitin í Crystal Palace þóttu mjög benda til þess að Ástralíumenn hefðu nú dregið verulega á Bandarákjamemn í kapphlaupinu um bezta sundfólkið, og að Olympíu- leikarnir í Miinchen verði hreint uppgjör milli þessara tveggja þjóða. ANNAÐ AÐ KEPPA Þjálfari hinina frægu Kon- Mynd þessi var tekin á „Mini 01ympíuleikunum“ í Crystal Palace, eftir að hin 14 ára Shane Gould hafði unnið sigur yfir hinni kunnu þýzku stúlku Gabrielle Wetzko, sem er tU vinstri á myndinni. rads-systkina, sem voru um tkna þekktustu nöfnin í sundheiminum, hefur lýst því yfir að Ástralíumenin leggi allt kapp á að vimima stöðu sína í þessari íþróttagrein att nýju. Byggð er hver sundlaugin af anmiarri í Ástralíu og mikill áróður rekinn fyrir íþróttinni. Finnist efnilegur ungliingur, er hano óðar tekinn og veitt sú þjáilf- un og aðstaða, sem freka«t er unnt að veita. En það er samt sem áður talið há ÁstralíufóJkinu nokkuð hverau sjaldan það keppir við út- lendinga. „Að æfa og setja met er eitt, og að þerjast aug- liti til auglitis við andstæðing inn, er annað,“ sagði Gould eftir metsund sitt í Londora. „Það er ekki nóg að hrista ávextinia niður úr tjánum, ef maður veit ekki hversu safa- ríkir þeir eru.“ Ath. Síðan þessi grein var skrifuð hafa borizt fréttir um að Shane Gould hafi bætt heirosmetin bæði í 100 og 400 metra skriðsundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.