Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAl 1971 7 „Mig hefur alltaf langað að gera A- verk um andstæður Islands“ Rætt við Hjálmar R. Bárðar- son um bókina ÍS og ELD „Oft er ísland nefnt land elds og íss. Þessar andstseð- ur hafa jafnan heillað niig, og að gera bók um þetta efni heíur lengi verið ósk mín, og svo lét ég þá verða af því,“ sagði Hjálmar R. Bárðarson, þegar ég hitti hann á förnum vegi stuttu eftir að hin fróð- lega og fallega bók hans: fs og eldur kom út. Bók þessi er útgefin í stóru broti og tei ur 174 blaðsíður, og í henni er ótölulegur fjöldi ljós- mynda., bæði svarthvítra, og í litum, sem teknar eru af þeirri smekkvísi, som jafnan hefur einkennt myndaitökur Hjálm- ars. „Hvenær eignaðist þú eig- inlega fyrstu myndavélina þína, Hjálmar?" spyr ég, þeg ar ha.nn hafði boðið mér 1 heim og við vorum setztir þægilega, „Það mun hafa verið upp úr 1930. Þetta var ósköp venjuleg kassamyndavél, en það fylgdi henni „stativ“, en það þótti merkilegt þá. Ég er fæddur á Isafirði og upp- alinn þar, og ég var upp með mér af myndavélinni minni. Svo var það, þegar ég kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur, að ég tók hana með mér. Mér í bókinni. Á sömu siðu er einnig önnur mynd frá sama stað, tekin 28 árum siðar, og sýnir hún jökulinn á undan- haildi; hann hefur minnkað. Við áttum þá næturgistingu á Hroll'leiísborig. Eitthvað eftir minnilegasta ferðalagið var þó þegar við Hermann Björns son lögðum land undir fót um Hornistrandir. Hermann slas- aðist af lj’á í Aðalvík, og vtarð að flytja hann til Hesteyrar, þaðan sem hann fór með báti heim, en ég hélt einn áfram göngunni. Gekk ég síðan að Horni og aliar götur að Broddanesi, stundum með bát um, stundum með hestum, -það an aftur til Hólmavíikur og síðan yfir heiði að ísaf jarðar- djúpi, og þaðan með báti til ísafjarðar. Ferðin tók 3 vik- ur, og ég á geysilegar endur- minningar eftir þetta ferða- lag mitt, og myndir á ég af ollu þessu ferðaiiagi. Mér þykir nú orðið ekki gott að ferðast með hópferð- um, nema þá helzt m,eð Jökla rannsóknafélaiginu. Ég er oft lengi að taka eina mynd, og þá er iillt að láta samferða- fóllk mitt bíða." „Eitt hefur vakið atihygli mina, Hjálmar, við bók þina, og það er, hve geysknikill og Gtillfoss í klulkabönduiTi. (Ein af niyndumini í bókinfii Is og eldur). er það minnisstætt, að ég fór með hana niður að höfn, setti hana á stativið og byrjaði að taka myndir af kolakranan- um sáluga, sem mér þótti merkilegt mannvirki. Eyrar- vinnukarlarnir ráku upp skellihlátur, þegar þeir sáu þessar tilfæringar í mér. Seinna eignaðist ég svo 6x6 Reflexvél, og lærði að fram- kalla, kopiera og stækka sjálfur. Ég útbjó mér myrkva kompu, en Simson og vinur minn, Haraldur Ólafsson leið- beindu mér með fyrstu hand tökin. Ég var i skátafélags- skapnum og lærði þar að kanna laridið, og Gunnar Andrew skátaforingi var góð- ur leiðtogi okkar, ég hef raun ar alltaf haft yndi af útiveru, og á þessum ferðalögum byrj- aði ég að ljósmynda." „Gætirðu nefnt nokkur minnisstæð ferðalög, þarna fyrir vestan, Hjálmar?" „Þau voru mörg. Eiginlega klifum við öll fjöli í nágrenn- inu. Og viða lá leið okkar. 1936 genigum við á Hrolleifs borg á Drangajökli, og tók ég þá myndina, sem er á bls. 27 fróðlegur texti fylgir henni. Þetta er eiginlega engin myndabók eingöngu, heldur fræðirit öðru jöfnu." „Já, þannig þróaðist gerð hennar í huga mér. Bókin er byggð upp með áframhald- andi stíigandi, eitt tekur við af öðru, ég byrja á ísnum, m.a.s. hafísnum, síðan til íossa, hvera og eldigosa, bæði á sjó og landi. Ég hafði ærin tækifæri til að fylgjast með Surtsey, er félagi í Surtseyj- arfélaginu. Og ég reyni að tengja saman sögu landsins og hafíssins, og set m..a. fram þá tiigátu, að Hrafna-Flóki hafi séð ofan i Steingríms- förð sneisafullan af is, en síð ur firðina á Vestfjörðum." „Hvað hefur bókin verið lengi í smíðu.m hjá þér, HjáJmar?" „Þetta er orðið 8 ára vinna frá því ég fór að hugsa um hana. Hún simám saman þróað ist upp i þetta, en formið heillaði mig. Mig hefur aHtaf langað ti'l að skapa verk um andstæður Islands, og byggi bókina beinMnis á þeim and- stæðum. Mér finnst landið Hjálniar R. Bárðarson. sjálft leggja þetta upp í hend urnar á mér. Efnisyfirlitið sjálft segir raunar mikla sögu, og á því sést samheng ið í bókinni og á milli kafl- anna. Svo er til af henni ensk útgáfa, og i ráði er að bæta við danskri og þýzkri útgáfu. Ég gef bókina út sjálf ur, en hún er prentuð i Hol- landi." „Ekki er nú þetta eina bókin, sem þú hefur gert, Hjálmar?" „Nei, siður en svo. Fyrsta bókin, sem kom út eftir mig hét Flugmál Island, og var hún raunar gullpennaritigerð, sem ég skilaði fyrir stúdents prófið mitt við Menntaskól- ann i Reykjavík vorið 1939. Ég er auðvitað enginn spá- maður, en þó gat ég þess í bókinni, að flugvöllur ísfirð- inga myndi verða reistur á Skipeyri, og sú hefur líka orð ið raunin á. Á stríðsárunum var ég í Danmörku, og þar skrifaði ég á dönsku bókina Table-Top, kennslubók í nær- myndatöku og kyrralifsmynd um oig þar i landi ferðaðist ég m/illi áhugamannaklúbba um lj'ósmyndiun og hélt fyrir- lestra á veguim heiidarsam- taka danskra ljósmynda- klúbba. Einnig hef ég skrif- að fjölda greina og ritgerða í blöð og tímarit. En bókin ísland farsælda frón, er eigin lega mín fyrsta myndabók. í kjölfar hennar fyligdi svo Islandsbókin; Iceland — Is- land sem gefin var út á 6 tungumálum. Og svo kemur þá síðust þessi stóra Is og eldur. Að lokum vildi ég segja, að ég á mörgum skuld að gjalda fyrir margvislega hjáip við útigáfu bókarinnar, einkan lega ferðafélögum minum, sér sta.klega fólögum mínum í Jöklarannsóknaféla.ginu og Surtseyjarfélaginu. Ljós- myndun á náttúru íslands er timafrekt þolinmæðisverk, og það getur stundum verið taf- samt fyrir ferðafélaga manns, að hafa seinvirkan ljósmynd- ara með í ferðinni. En það er einlæg von mín, að bókin verði til þess að opma augu margra fyrir þeim stórbrotnu andstæðum íslenzkrar nátt- úru, sem segja má að séu for senda bókarinnar, og hafa orðið mér að leiðarljósi með hana." Að svo meedtu skiidu ieiðir okkar Hj'áJmars að sinni, og ég óskaði hon.urn til ham- ingu með þetta stórviirki, sem ég trúi að verði til þess að stuðia að náttúruskoðun og náttúruvernd, og á þeim svið um liiggja leiðir okkar sam- an. — Fr. S. Á FORNUM VEGI TELPUREIÐHJÓL millistærð óskast. Uppl. í síma 85896 í dag. SVEIT 13 ára telpa óskar eftir vinnú í sveit í sumar. Uppl. i síma 85956. KEFLAVlK Þriggja herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 7420. IÐNAÐARHÚSNÆÐI ÓSKAST um 200 fm með góðri að- stöðu. Simi 25891 og 42398. ÓSKA EFTIR að ráða barngóða 12 ára stúlku tifl að gæta barns á 2. ári í Vesturbæ í Hafnar- firði. Uppl. í síma 51474 mi-IN kl. 7—8. IBÚÐ TIL LEIGU Ti'l leigu er ný fjögurra herb. íbúð í Hafnarfirði. Uppl. gefnar í síma 50665 eftir kl. 7 e. h. ATVINNA ÓSKAST Ung stúlka hótt á 16. ári óskar eftir emhverri vinnu. Bamagæzla kemur tifl greina. Upplýsingar í sflma 52138. MÓTATIMBUR 1x5 og 2x4 tifl sölu. Upplýsingar í síma 30834. 12 ARA TELPA óskar eftir að ko-mast i vist i Hafnarfirði. Upplýsingar í sima 51658. BARNGÓÐ KONA á Sefltjarnarnesi óskast tifl að gæta 8 mán. gama-ls drengs frá kl. 8—5.30 ménud-föstud frf möguleg öðru hverju. Uppl. í sima 20794. 10 ARA telpa óskar eftir að gæta barns, býr á mótum Hlíða- og Háa- leitishverfis. Uppl. í síma 83178. HEST-TAP Stór grár (hvítur) háreistur hestur tapaðist af túni í Foss vogi sl. sunnud. Ef einhver hefur orðið hans var, vinsaml. látið vita í sflma 32521. KEFLAVlK — SUÐURNES Rifflað flauefl, ódýr buxna terylene, hvít nælonblúnda. Verzlun Sigríðar Skúladóttur sflmi 2061. 12 ara telpa óskar eftir vinnu, helzt í sveit. Sími 40346. TIL LEIGU verzlunarhúsnæði í verzlunar- húsi mínu Strandgötu 4, Hafnarfirði. Jón Mathiesen, s-ími 50101. BROTAMALMUR Kaupi aiian brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsia. Nóatún 27, simi 2-58-91. VIIMNA ÓSKAST 15 *ra stúlka óskar eftir vinnu í s«nar. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síima 31234. EIMSKIP .A næstunni ferma skip vorj ,til Islands. sem hér segir: ^ANTWERPEN: Skógafoss 2. júní Reykjafoss 12. júnií* Skógafoss 23. júní Reykjafoss 1. júlí ÍROTTERDAM: Skógafoss 3. júní Reykjafoss 11. júní* Skógafoss 22. júní , Reykjafoss 28. júrní ; FELIXSTOWE Dettifoss 1. júní Mánafoss 8. júní Dettifoss 15. júní Mánafoss 22. júrw' Dettifoss 29. júnf ÍHAMBORG: Mánafoss 27. maí Dettifoss 3. júní Mánafoss 10. júní Dettifoss 17. júní Mánafoss 24. júní Dettifoss 1. júlí ^WESTON POINT: Askja 10. júní Askja 26. júní As-kja 12. júK ÍNORFOLK: Goðafoss 3. júní Brúarfoss 16. júní Selfoss 30. júní ^KAUPMANNAHÖFN: Tungufoss 5. júní Gullfoss 9. júní Laxfoss 14. júní* Gutlfoss 23. júní Tungufoss 29. júní Gullfoss 7. júK ’ LEITH: Gullfoss 11. júní Gullfoss 25. júnf JHELSINGBORG Laxfoss 12. júrví* Tungufoss 30. júní jGAUTABORG: Tungufoss 3. júní Lagarfoss 8. júnf Laxfoss 15. júní* Skip 21. júní Tungufoss 28. júní ^KRISTIANSAND: Askja 29. mai Suðri 3. júní Askja 14. júní Skip 22. júní Askja 30. júní Askja 16. júlí 9GDYNIA: Lagarfoss 5. júní Skip 14. júní Tungufoss 23. júní Fjallfoss 3. júlí IKOTKA: Fjallfoss 31. maí Tungufoss 25. júní ÍVENTSPILS: Lagarfoss 4. júní. fSkip, sem ekki eru merkt”j f með stjörnu, losa aðeins í' jRvík. Skipið lestar á allar aðal-' -hafmr, þ. e. Reykjavik, Hafn->> arfjörður, Keflavik, Vest-^ ^mannaeyjar, isafjörður, Akur-I 'eyri, Húsavík og Reyðarfj.Sö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.