Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐrÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1971 31 ■i Framhald af bls. 30. Frem 8 5 1 2 15:12 11 Hvidovre 8 4 2 2 20:14 10 B-1901 8 3 3 2 20:16 9 K.B. 8 4 1 3 18:21 9 Köge 8 4 0 4 15:18 8 B-1903 8 2 3 3 13:12 7 B-1909 8 2 3 3 13:12 7 Brönshöj 8 3 0 5 11:16 6 A.B. 8 1 1 6 12:18 3 Alborg 8 0 2 6 7:19 2 2. B-1913 deild 8 5 2 1 14: 8 12 Horsens 8 5 2 1 15: 9 12 A.G.F. 8 5 1 2 21: 9 11 Slagelse 8 5 1 2 26:12 11 Fuglebakken 8 5 1 2 15:11 11 Næstved 8 4 2 2 15:13 10 Silkeborg 8 3 1 4 8:17 7 O.B. 8 3 0 5 13:14 6 Esbjerg 8 2 2 4 11:17 6 Kolding 8 2 1 5 9:15 5 Ikast 8 1 2 5 9:19 4 Holbæk 8 0 1 7 5:17 1 JUVENTUS OG UEEDS Juventus og Leeds leika til úr- slita í Borgakeppni Evrópu (European Fairs Cup) og eru leiknir tveir úrslitaleikir í þeirri keppni. Fyrri leik liðanna, sem háður var í Torino í fyrrakvöld, var frestað á 7. mínútu síðari hálfleiks vegna gífurlegrar úr- komu, sem gerði leikvanginn að einu svaði. Hvorugt liðið hafði skorað mark, er dómarinn ákvað að hætta leiknum, og leika liðin að nýju í Torino i kvöld, ef veð- ur leyfir. Síðari leikur liðanna verður háður í Leeds eftir viku. Goit 80U metra hlaup Bezti tími, sem danskur hlaup ari hefur náð í 800 metra hlaupi í ár, náðist á íþróttamóti í Ris- vangens fyrir skömmu, er Tom B. Hansen hljóp á 1:51,1 mín. — Annar i hlaupinu var John Fogt á 1:53,2 mín, og þriðji varð Egon Jensen á 1:54,5 mín. í 100 m grindahiaupi kvenna sigraði Pia Lund á 14,6 sek., sem einnig er bezti tíminn, sem dönsk stúlka nær í þessari grein í ár. Knut Kvalheim A iþróttamóti sem fram fór í New York hljóp Norðmaðurinn Knut Kvalheim enska mílu á 4:04,6 mín. 62,10 metrar í kringlukasti Á íþróttamóti í Tallin kastaði Veljo Kuusenmáá kringlunni 62,10 metra. Ör þróun heimsmetanna Um fátt hefur verið meira rætt og ritað að undanförnu en hið glæsilega og næstum ótrú- lega heimsmet Jay Silvester í kringlukasti — 70,38 metra. — Komið hefur í ljós, að vindur var bæði mikill og hagstæður er hann setti metið, en mótið hafði þó verið ákveðið með lög legum fyrirvara, þannig að heimsmet Silvester verður stað- fest. Ricky Bruch hefur haft hægt um sig eftir að fréttist um met Silvesters, en þeir kappar munu mætast í keppni 5. júní n.k. Þróun heimsmeta í kringlu- kasti hefur verið mjög ör síð- ustu áratugina, eins og reyndar í flestum greinum frjálsra íþrótta. Hér á eftir fer metaskrá in frá 1949—1971: 56,46 F. Gordien, USA 1949 56,97 F. Gordien, USA 1949 57,93 S. Iness, USA, 1953 58,10 F. Gordien, USA 1953 59,28 F. Gordien, USA 1953 59,91 E. Piatkowski, Pól. 1959 59,91 R. Babka, USA 1960 60,56 J. Silvester, USA 1961 60,72 J. Silvester, USA 1961 61,10 A. Oerter, USA 1962 61,64 V. Trusenjev, Rússl. 1962 62,45 A. Oerter, USA 1962 62,62 A. Oerter, USA 1963 62,94 A. Oerter, USA 1964 64,55 L. Danek, Tékkósl. 1964 65,22 L. Danek, Tékkósl. 1965 66,54 J. Silvester, USA 1968 68,40 J. Silvester, USA 1968 70,38 J. Silvester, USA 1971 FYKSTA TARTANBRAUTIN Hlaupabrautir iþróttavaliar- ins i Aarhus i Danmörku hafa nú verið lagðar tartanefni, og er það fyrsti íþróttavöllurinn á Norðurliöndum, sem lagður er slíku efni. Tiltölulega er skammt síðan farið var að leggja tartanefni á hlaupabrautir og má segja, að fyrsta verulega reynslan sem fékkst á ágæti þessa hafi verið á Olympiuleikj unum i Mexikó. EVRÓPUMET JAFNAÐ Nýlega jafnaði Manfred Kokot, A-Þýzkalandi, Evrópu- metið i 100 metra hlaupi, er hann hljóp á 10,0 sek., á móti í Erfurt. Fyrsti Evrópubúinn sem hljóp á þeim tíma var VÞjóð verjinn Armin Hary árið 1960. Fyrstur til að hlaupa á 9,9 sek. varð hins vegar Bandaríkjamað- urinn Jim Hines. TVÖ DÖNSK MET 1 sundkeppni sem fram fór í Nörre Allé-sundhöliiinni í Dan- mörku voru sett tvö ný dönsk met. Kinsten Knudsen, 16 ára stúlka, synti 400 metra skrið- sund á 4:54.0 sek., og bætti þar með met sem Kiirsten Campell átti um 1,6 sek. Campell varð önnur í sundinu á 5:02,6 min. Hitt metið setti sveit USG i 4x100 metra skriðsundi og synti á 4:23,4 mín. Eldra metið var 4:23,4 mín. - Slysið Framhald af bls. 1. heiðinni og var mikil iða í þeim og skyggni mjög slæmt. Þegar Guðgeir var kominn inn að vegamótunum inn að sjónvarps- stöðinni að Gagnheiði, var færð orðin svo þung, að hann hugsaði sér að snúa við til Seyðisfjarðar | aftur. En um það leyti kom Val- ge:r Daviðsson á jeppa sinum þar að. Samdist þeim þá um að þeir reyndu að brjótast áfram og hjálpa hvor öðrum. Festust bilarnir ti.l skiptist, en þó gátu þeir dregið þá upp Lengi vel, en lauk svo að þeir voru báðir fast- ir i snjógöngunum. Guðgeir tók þá þá ákvörðun að ganga að sæluhúsi Slysavarna- félagsins á Fjarðarheiði, en það var nokkru austar á heiðinni. Ætlaði hann að ná simasam- bandi við byggð og fá aðstoð. Þegar hann hafði gengið no-kk- urn tíma í hríðiinni, mætti hann áætlunarbifreiðinni frá Seyðis- firði, sem einnig var á leið til Héraðs. í þeirri bifreið var tai- stöð og hafði bílstjórinn sam- band við Seyðisfjarðarradíó og sagði þeim ,þar að Fjarðarheið- in væri orðin ófær og bað um að sendur yrði veghefill til að ná bílunum af heiðinni. Fór hef- iLIinn af stað frá Egilsstöðum um kl. 21. Brauzt áætlunarbifreiðin áfram nokkurn spöl enn, en emdaði með því að hún sat einnig föst. Bilaði þá og talstöðin i áætlunar bifreiðinni svo að hún gat ekki haft samband við Seyðisfjarðar- radíó, né veghefilimn, sem einmig var með talstöð. Um kfl. 23 var talið útséð um að veg- hefiiiinn myndi ekki kom- ast að bílunum á heið- inni vegna ófærðar og illviðris og var þá ákveðið að senda snjó- bíl frá Seyðisfirði til að taka fólkið, sem var í áætlunarbíln- um og jeppabifreiðunum. Um klukkan 24 sneri veghefiiiinn til Egilsstaða aftur og var hann þá ekki kominn nema skammt upp fyrir Fjarðarhei,ð- arbrún. Um hálfeittleytið kom snjóbílJinn að áætlunarbif- reiðinni og tók ökumanninn og farþegann, sem var kona, og Guð geir ag hélt svo áfram að jeppa- bifreiðunum. Þegar þangað kom, hafði bíl Valgeirs að mestu fennt í kaf og fóru Guðgeir og annar maður og mokuðu frá hurðum, en þá yar augljóst að kolsýringur var mikill í bifreið- Lnni, Var bifreiðin ekki í ganigi, en kveikjuiásinn á. Ekki tókst að vekja mennina. Hafði snjóbílstjórinn þá þegar samband við Seyðisfjarðarradíó og sagði hvernig komið var og fóru þegar af stað tveir læknar frá Egilsstöðum með súrefnis- tæki og annan útbúnað ásamt fimm björgunarsveitarmönnum. Jafnframt var snjóbílstjórinn beðinn um að taka mennina og flytja þá til móts við læknama á Fjarðarheiðárbrún. Var fært þangað frá Egilssitöðum á jepp- um. Þeir menn, sem voru í snjó- bilnum byrjuðu þegar Líígunar- aðgerðir, en lifsmark virtist ekkert vera með mönmunum. Um kiufkkan hálftvö mættust svo snjóbillinn og björgunarsveitin ásamt lækmunum og var haldið áfram lífgunaraðgerðum, en þær báru engan árangur. Þess má geta, að slysstaður- inn á Fjarðarheiði, er nærri því á sömu slóðum og tveir sænskir menn og Hrölfur Ingóifsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyð- isfirði voru hætt komnir af kol- sýringseitrun fyrir þremur ár- um. 1 dag var náð í bifreiðarnar og var áætiliunarbifreiðin 140 metra frá j'eppanum, en engin leið hafði verið að gera sér grein fyrix því í óveðrinu, sem var í nótlt. — ha. — Gyðingar Franihald af bls. 1. arnir, sem vorú kveðnir upp, eru mildustu dómarnir, sem hafa ver- ið felldir í nokkrum réttarhöldum að undanförnu gegn nokkrum Gyðingum, sem hafa verið ákærð ir fyrir að dreifa zíonista-ritum eða hafa tekið þátt i misheppn- aðri ílugvélarránstilraun í Len- ingrad i júní í fyrra. Búizt er við enn einum réttarhöldum vegna flugvélarráns í Kishinev í Moldaviu. Tass segir að dómarinn, Luka Lotko, hafi „tekið tillit til mann- úðlegs eðlis sovézkra hegningar- laga“ er dómarnir voru felldir. Mafster hafi verið sýnd „mildi“ vegna „einlægrar játningar“ og „hreinskilinnar iðrunar" og tillit hafi verið tekið til aldurs og heilsu sakborninga. Tass tengdi Riga-málið aðeins lauslega mál- um tveggja hópa Gyðinga, sem dæmdir voru í Leningrad, og sagði, að „rógsritin“, sem fjór- menningarnir hefðu dreift, hefðu búið i'haginn fyrir flugvélarrán- ið. „Ættingjar og nánir vinir“ sakborninganna voru viðstaddir réttarhöldin, sem hafa staðið í fjóra daga, en blaðamönnum var meinaður aðgangur eins og I rétt arhöldunum i Leningrad. 1 New York hefur frú Rivka Alexandrovich skorað á U Thant, aðalframkvæmdastjóra SÞ, að liðsinna dóttur sinni, Ruth Alex- androvich, sem er ein sakborn- inganna. Bandaríska utanrikis- ráðuneytið kallaði í dag dómana „viðurstyggilega" og kvað þá jafngilda sviptingu grundvallar- mannréttinda. - Bilak Framhald af bls. 1. noita urnmæli hans til að stefna umbótaleiðtogum íyrir rétt. Janos Kadar, leiðtogi ung- versikra kommúniata, sagði á flakksþimginiu í dag að Ungverj- ar heifðu verið þess fulivissir þegar innrásiin var gerð 1968 að stjómin í Prag gæti sjáif ráðið fram úr vándamálum sinum nema ef vera kynni að mögu- leikinn á vestrænni íWufun yrði að veiruleiika. Þessi yfirlýsing Kadans stingur í stúf við þá fuli- yrðingu Rússa og núverandi vald hafa í Prag. að íhlutuinin hafi ver ið nauðsynlegt til að bæla niður gaigmbyltingu. Yfiriýsingin srtað- festir einnig að Umgverjar voru mjög tregir til að taka þátt í innrásinmd. — Fákur Framhald á bls. 2 um í gær, að hún vonaðist til þéss að kappreiðarnar yrðu vel sóttar, til að hægt yrði að halda áfram uppbyggingu svæðisins fyrir tekjur af þeim og af veð- banka, sem verður að venju starfræktur þarna. En nú þarf að snúa sér að þvi að fegra svæðið og bæta aðstöðuna. Mjög mikið er byggt á nýja svæðinu, en þar er orðið rými fyrir 500—600 hesta, bæði í Fákshúsum og hj'á „sjálfseign- arbændum“ svokölluðum. Stjórn Fáks skipa nú: Svein- björn Dagfinnsson, formaður, Örn O. Johnson ritari, Einar G. Kvaran, gjaildkeri, og með- stjórnendur Sveinn K. Sveins- son og Guðmundur Ólafsson. Varamenn eru Gurnnar Eyjólfs- son og Benedikt Björgvinsson. Karlakór Akureyrar Akureyri, 27. maí. KARLAKÓR Akureyrar efnir til þriggja samsöngva í Borgarbíói á föstudag, laugardag og sunnu- dag. Söngstjóri er Jón Hlöðver Áskelsson og undirleikari Dýr- leif Bjarnadóttir. Einsöngvarar verða Eirikur Stefánson, Hreiðar Pálmason og Ingvi Rafn Jó- hannsson. Á söngskránni eru 8 lög eftir innlenda höfunda, þar á meðal söngstjórann og allmöt’g erlend lög. — Sv. P. LEIÐRÉTTING í FRÁSÖGN Mbl. í gær frá Suð- ureyri, misritaðist starfsheíti þess er við var rætt. Þar átti að standa skrifstofumaður en ekki skrifstofustjóri Fischer vinnur 4. skákina Vancouver, 27. maí — NTB , BOBBY Fischer hefur unnið fjórðu skákina gegn Taimanov. Taimanov gaf síðustu skákina eftir 71 ieik. Síðasta skák i.arsens og Uhl- mans fór í bið. Larsen er með 4(2 vinning en Uhlinan 2 . — S H Í Framhald af bls. 3 Framleiðsluhæstu frystihúsirt innan S.H. 1970 voru: Smálestir Fiskiðjan h.f., Vestm. 4.253 Hraðfrystist. Vestm. h.f. 3.631 Vinnslustöðin h.f., Vestm. 3.393 Otg.fél. Akureyringa h.f. 3.268 ísfélag Vestm. h.f., Ve. 3.225 Framleiðslan á árinu 1971 til mánaðamóta april—'mai var 28.794 smálestir sem var 12.6% minna en á sama tima i fyrra. Mestur varð saimdrátturinn á framlei'ðsílu hraðfrystihúsa í Vestmannaeyjum, 2.710 smálest- ir, sem var 32.5% minna en á sama tíma í fyrra. Á Austfjörð- um jókst framdeiðslan úr 514 smáiestum í 1.296 smádestir. Otflutningur á árinu 1970 frá S.H. nam 80.658 smálestum, sem var 19.2% meira en árið áður. Að verðmæti var útflutninigur- inn 4.131 milljón króna (cif). Af verðhækkunum hraðfrystra sjávarafurða 1970 greiddi S;H. i Verðj öfnunarsjóð fiskiðnaðarins 241.7 mi'Llj. króna. Eftir helztu mörkuðum skipt- útlflutningurinn r: sem Bandaríkin 43.280 Sovétríkin 19.700 Tékkóslóvakía 2.461 Bretland 2.937 V-Þýzkaland 1.546 Að magni jókst útflutningur- inn til Bandaríkjanna um 22.5% og til Sovétríkjanna um 9.1%. Fryst fiskflök og fiskblokkir voru megin uppistaðan í út- flutningsverðmætinu, og fór svo tiil öll þessi framleiðisla til Banda rikjanna og Sovétrikjanna. Heilfrystur fiskur, en I þeim afurðaflokki er einnig heiifryst- ur flatfiskur, fór einkum til So- vétríkjanna og Bretlands. Aðalmarkaðir fyrir humar, rækju og skelfisk voru í Banda- rikjunum, Bretlandi, Italiu og Sviss. Rekstur fyrirtækis S.H. í Bandaríkjunum, Coldwater Sea- food Corp. gekk vel árið 1970. Heildarverðmæti seLdra afurSa var 4.086 miillj. króna, sem var 47.8% meira en árið áður. Að maigni jókst vörusala fyr- irtækisins um 27.9% og var 48.896 smál. Undirbúningur er hafinn að stækkun fiskiðnaðarverksmiðju Coldwater í Cambridge, Mary- land, og er um að ræða tvöföld- un á stærð þeirrar, sem nú er fyrir. Nokkur söiuaukning varð til Bretlands og Vestur Evrópu frá árinu áður. Fyrirtæki S.H. í London, Snax (Ross) Ltd., rek- ur 27 „Fish and Chips“-búðir i Ixjndon og var heildarveita þeirra á s.l. ári 57.9 millj. króna. Verðlag hiraðfrystra sjávaraf- urða fór hækkandli á ölllum helztu mörkuðum á árinu 1970 og er þess vænzt að verðlag hald- ist stöðugt á yfirstandandi ári. I stjórn S.H. fyrir starfsári’ð 1970 voru kjörnir: Einar Sigurðs- son, Einair Sigurjónsson, Finn- bogi Guðmundisson, Gisli Kon- láðsson, Guðfinnur Einarsson. Gunnar Guðjónsson, Ingvar Vii- hjálmsson, Sigurður Ágústsson. Tryg'g'vi Ófeigsson. Á fundinum voru samþykktar ýmsar tillögur, sem snerta hags- muni sjávarútvegsins ag fisk- iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.