Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAöIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAf 1971 23 Jóhann Þorláksson vélsmiður - Minning Fæddur 5. janúar 1898. Dáinn 20. maí 1971. JÓHANN Þorláksson, vélsmiður Framnesvegi 52, Reykjavík, fæddist að Laugalandi í Reyk- hólasveit 5. janúar 1898. Foreldr ar hans voru Þorlákur Guð- mundsson og Guðlaug Dagsdótt ir sem bjuggu að Laugalandi. Ungur fór Jóhann að vinna við sveitastörf og éinnig til sjós. Reri hann fyrst á opnum bátum og seinast á báti sem Hörry hét, sem stundaði bæði fiskveiðar og vöruflutninga. Á þeim árum kynntist hann Ólafi Jónssyni, vél smið, sem þá hafði smiðju á Mýr argötu 3. Þangað leitaði Jóhann eins og margir aðrir sem þurftu að fá eitthvað lagfært i sam- bandi við vélar. Ólafur var fljót ur að sjá hvað í Jóhanni bjó avo hann réð hann til sín í smiðjuna og var hann þar í nokkur ár, þaðan fór hann í vél smiðju Kristjáns Gíslasonar, Ný lendugötu 15. Þar var meiri véla kostur sem Jóhann vildi kynnast og starfaði hann þar um ára- skeið. Á árunum í kringum 1928 var mikill hugur í mönnum að kynn ast flugi, var Jóhann einn af þremur sem sendir voru til Þýzkalands til þess að læra með ferð flugvéla. Þegar heim kom voru tvær flugvélar teknar á leigu til reynslu og var Jóhann fenginn til að vera vélamaður á annarri þeirra, hét hún Veiði- bjalla og var notuð við sildar- leit um sumarið. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni Kristínu Elíasdóttur 1. júní 1935 og eignuðust þau tvo syni, Trausta kvæntan Jestr id Andersen og Þorlák kvæntan Sigríði Guðmundsdóttur, báðir synir þeirra eru lærðir járniðn aðarmenn. Áður en Jóhann kvæntist eignaðist hann eina dóttur, Huldu gifta Baldri Guð- mundssyni. Systkini Jóhanns eru þrjú á lífi, öll búsett í Reykhóla sveit, eru það þau Theodór Þor- láksson, smiður og bóndi að Laugalandi og tvö hálfsystkin, Elísabet Guðmundsdóttir, hús- freyja að Árbæ og Jón Guð- mundsson smiður á Reykhólum. Á sínum yngri árum stundaði Jóhann íþróttir með góðum árangri, fimleika, glímu og sund, var einn þeirra sem fóru til Nor egs til að sýna glímu og fim- leika. Á árunum í kringum 1930 fór Jóhann að vinna sjálfstætt við vélaviðgerðir og vann hann við þær í nokkur ár. En þegar vél- smiðjan Jötunn var stofnuð gekk hann í þann félagsskap og var þar verkstjóri, þar til hann fór að vinna í vélsmiðjunni Héðni árið 1945, starfaði hann þar sem verkstjóri til dauðadags. Jóhann gegndi mörgum trún- aðarstörfum um dagana, var t.d kennari og seinna prófdómari við Vélskólann í Reykjavík, skoðunarmaður hjá Skipaskoðun ríkisins og prófdómari í járn- iðnaði o.fl. Jóhann var tryggur vinur vina sinna, ég sem þessar línur rita var búinn að þekkja hann milli 50 og 60 ár og bar aldrei neinn skugga á okkar vináttu. Attum við mörg sameiginleg á- hugamál, t.d. ferðuðumst við mikið saman bæði á mótorhjól um og bílum víða um landið og betri ferðafélaga hefði ég ekki getað hugsað mér. Að endingu vil ég fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka vini mínum fyrir hans tryggu vináttu og votta fjöl- skyldu hans okkar dýpstu sam úð á skilnaðarstund. Blessuð sé minning míns góða vinar. K. O. Samstarf okkar Jóhanns Þor- látkssonatr varaði í rneir en aildax- fjórðung. Kunnátta hans og manngerð var slík, að i návist hans var gott að vera. Við vinnufélagar söknum nú góðs vinar. Lœrð fóstra óskast til starfa á sumardvalarheimili í 3 mánuði. Upplýsingar gefnar í sima 14658. Reykjavikuideíld Rauða kross islands. Ingibjörg Elísdótti INGIBJÖRG FJlíisdóttir aindaðist 26. þ. m. í sjúkrahúsi í Toronto í Kanada eítir enfiða sjúkdóms- legu. Hún var fædd 21. júní 1924. Foreldrarr hennar voru Heíiga Jóhannisdótitir og Eliís Ó. Guð- ^rniuindsson, fyrrvenaindi sköimimt- lunairstjóri, sem latinn er fyrir noMcruim áruim. Inigibjörg var búsett í Toronto áisaimt manni ainurn Þórði TeitJs- syni, og varð þeim sex bairtna auðið. Inigibjörg var glæsiileg kona og ölllum hugljúifi, er henni kynnt- usst. Er að henini mikill sökniuður, og milkiiM harmiur toveðinn að eiginmanini hemnar, börnum, móður og öðrum ætitmennum. Vinir hennar votta þeim dýpstu siaimúð. V. SIGURDUR ÞOR PÁLSSON - KVEÐJ A Jóhann var dæmigerður per- sónuleiki, hagleiksmaður svo af bar og gæddur slíkum eigin- leikum á sviði véltækni, að eng- inn stóð honum á sporði. Fyrstu kynni af vélum fékk Jóhann heitinn hjá Ólafi Jóns- syni vélsmíðameistara hér í Reykjavík, er nefndur var manna á meðal „Óli galdra". Sið ar hefllaði flugið, og var hann einn þeirra þriggja íslendinga, sem fyrstir voru valdir til náms í flugvélavirkjun. Fór hann til Þýzkalands til náms i þeirri iðn- grein 1928, og var eftir heim- komu við þau störf. Þegar Gísli Halldórsson stofnaði Vélsmiðj- una Jötun h.f., skömmu eftir 1940, gerðist Jóhann meðeigandi í fyrirtækinu, en þegar sá rekst ur hætti, réðst hann árið 1945 sem verkstjóri til Vélsmiðjunnar Héðins h.f. Hjá því fyrirtæki starfaði hann til dauðadags. Jó hann varð strax leiðandi fyrir véladeild fyrirtækisins og tókst honum þráfaldlega með þekk- ingu sinni að leysa vanda, sem ekki var a hvers manns færi. Yfir aldafjórðungs verkstjóra starf i vélsmiðju, sem starfrækir þjónustustörf m.a. við sjávarút- veginn, er mjög erilsamt, enda var ekki ætíð áhyggjulaus frí- tími Jóhanns. Leitað var til hans sem nokkurs konar „lækn is" þar sem hann gat ætíð gefið góð ráð, svo að vélin færi að snúast á ný eða togvindan drægi betur. Góðar gáfur Jóhanns, sam- vizkusemi, samfara mikilli kunn áttu og lífsreynslu á sviði vél- tækni, komu sér vel í daglegu starfi. Teljandi eru dagarnir I 25 ára samstarfi okkar, þar sem ég leitaði ekki til hans með vandamál, sem úrlausnar þurfti við. Jóhann var ráðhollur og skjótur að finna kjarna hvers máls. Það er margs að minnast eft ir svo langt samstarf. Fyrsta og eina íslenzka dieselvðlin, er „Héðinn" sýndi á Iðnsýningunni 1952, sem tákn iðntækni hér á landi, var fyrst og fremst handa verk Jóhanns. Þau urðu mörg handtök hans við alla þá ný- smíði véla, sem smíðaðar hafa verið í Héðni á þessum aldar- fjórðungi, og alltaf var Jóhann jafn nauðsynlegur og ráðhollur, með brennandi áhuga fyrir nýj ungum og endurbótum. Það var uppörvandi að vera undir sama þaki og þessi sóma- maður. Við í Héðni söknum nú vinar og fræðara. Minning um mikinn hæfileikamann lifir, og hún er til uppörvunar fyrir þá, sem hann þekktu. íslenzkur járn iðnaður hefur misst einn af sin- um beztu frumherjum. Stjórn og starfsfólk Héðins færa fjölskyldu hins látna sam- úðarkveðjur. Sveinn Guðmundsson. Fæddur 3. ágúst 1953 Dáinn 23. maí 1971 BROSTINN er strengur. Ver- öldin vakir og bíður framtíðar innar. Straumrás lífsins liður fram með þungum nið. Hún hlíf ir hvorki mannlegum tilfinning- um né skyggir yfir atburði lið- ins tíma. Tilvera einstaklingsins í þjóðfélagi okkar verður aldrei ofmetin. Unnin afrek meðan á jarðvist stendur eru geymd en ekki gleymd. Við þökkum þér, Sigurður Þór, fyrir stutt en gott samistarf. Þú varst að verðleikum til for ystu valinn, en máttur þinn þvarr áður en dagsverki þínu lauk. Ljóð þín munu tala tungu þinni og verk þín sýna hvað í þér bjó. Megi ljós heimains lýsa þér á nýjum vegum og láta leiðir okkar mætast, þegar kall ið kemur. Ættfólki þínu vottum við okk ar dýpstu hluttekningu. Minning þín mun lifa oghvetja okkur til dáða. Með félagskveðju, Félag bókagerðarnema. Hjartanlega þakka ég ykkur, sem glödduð mig með heim- sóknum, blómum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu og gjörðu mér daginn ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. Bannveig' Jónsdóttir, Gröf, Reyðarfirði. Stúlka vön matreiðslu óskast til starfa á sumarvalarheimili í 3 mánuði. Upplýsingar gefnar í síma 14658. Reykjavíkurdeild Rauða kross islands. ¦CLTJARMANNES Húsvörður - Mýrarhúsoskdli Starf húsvarðar ! Mýrarhúsaskóla Seltjarnarnesi er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi trésmíðamenntun og geti unnið sjálfsætt að viðhaldsstörfum. Umsækjandi þarf að hafa gott lag á börnum. Umsóknir ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist sveitarstjóra Seltjarnarneshrepps fyrir 15. júní n.k. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. L0KAÐ milli klukkan 1 og 4 í dag vegna jarðarfarar Jóhanns Þorláks- sonar vélsmiðs, Framnesvegi 52. iíllifllHWSIU) Sigtúni 3. ^bilqsqlq GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Simar: 19032 — 20070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.