Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 1
8. JÚNÍ 1971 BLAÐ II jf Bjorn Sigfússon háskó) abóka vörður: Einangr- un mundi glata s j álf - stæði voru Næsta ríkisstjórn þarf að vera 2 flokka stjórn með meira atkvæðafylgi en sú, sem sit- ur. Það verður Sjálfstæðis- flokksins að mynda hana með öðrum og vera flokka ábyrg- astur við að efna heit sin til hagsældar. Ef á hinn bóginn færu í stjóm saman Alþýðu- bandalag og Framsókn, haga þau núna kosningaslag Sínum svo, að 1. sept. í sumar yrði ljúft með þeim, en við fall landhelgisstríðsvíxils þeirra réttu ári síðar spryngi sú stjórn, ef ekki fyrr, og hvor aðilinn mundi reyna að meiða hinn til örkumla í fahinu. Þeir vantreysta hvor öðrum meira en Sjálfstæðisflokknum, sem kunnugt er, og þvi ber mér, sem ábyrgum þegni það eitt að kjósa D-listann nú. Sú vissa m'in, að 1971—75 verði öli úrtslit stónmála und-. ir einhverjum af 3 stærstu flokkum komin, svo mér beri að kjósa hinn fyrrnefnda, táknar ekkert vanmat á hugs- anlegri seinni tima þýðingu 3 annarra framboðslista í þess- um kosningum; ég hefði kosið Hannibal hér syðra, en nú gera Vestfirðingar það upp við sig. Sem utanflokksmaður lengst um síðan 1951, — þjóðvarnar- maður nokkur ár, — á ég skoð- anabræður, sem vita, að lang- tímasjónarmið fara ekki saman nema um sumt með kjósandan- um B.S. og þorra Sjálfstæðis- ffakksins. Ég skulda eflaust þeim mönnum betri skýringar á atkvæði rnínu, sem fylgdi 1937 og óbrigðult síðan þeim fram- boðslistanum, sem beitt var skýrast hverju sinni fyr- ir myndun víðtækari vinstri- flokks en hér hefur náðst sam an, málsvara sömu miðstéttar- og fagfélagsafla og norrænir sósíaldemókrataflokkar hafa verið. Sögulega séð tel ég tæki færið til þess flokks liðið hjá, og lofsvert framboð Hanni- bals fyrir afmarkaðan lands- hluta er í engri mótsögn við nýjan söguskilning minn. Auk ið launþegafylgi við D-listann er einnig merki um spor í þró- un. Ekki rengja heldur díalekt- ísku kommúnistarnir það. Mat mitt á nauðsyn EFTA- inngöngu og iðnvæðingarþörf- inni er vinstristefnueðlis, og því mislikar mér einangrunar- hneigð, sem með hægfara að- draganda (t.d. í Framsókn og þvi næst innan „Þjóðvarnar") nærir nú einkum isl.-kúbansk- ar þjóðernis- og náttúrunytja- hugsjónir lengst „til vinstri“. Dulmáislykilinn að nýjum snjailræðum kommúnista tii að einangra Island er hvergi að finna í marx-leninismanum, heldur í (þýzk-)amerískum af- brigðum nýmarxismans (sbr. líka Maó) og í sálfræði minni- máttarkennda, sem reynt er að æsa með því að daðra við þær sem göfugustu skynjun manns- ins, einnig sem líftaug ástar á íslandi. Lenín hefði sveiað því- líku. Þa’ð geri ég líka af öðrum ástæðum en hann. Þó viðhorf fyrstu 60 ára af öld vorri úreldist nú óðum, er ég sem gamall Héðinsliði Sam- einingarflokksins (1938—51) samanburðarfær og stundum dómbær á vaxandi hagsýni- skort bæði hjá nýmarxistum og sakleysingjum í leifum flokks- ins (þingseta hefur ögn vitkað þá suma). NÝMAKXISMI HBÖBNAB OG STINGUB STBÚTSHÖFÐI f SAND Nefnt skal eitt málefnasvið: Evrópuviðhorfið, einmitt vegna þess, að 13. júní er ekki um þau efni kosið. Sameining- arflokkurinn frá 1938 var allra flokka opnastur fyrir hverju, sem kom frá Vesturlöndum, sérlega þó þeim ríkjum, sem lögðu siðan nasismann að velli, ráðstjórnarlönd öll meðtalin. Fagnað var þingræðisleg- um vinnubrögðum, o.s.frv. Nú er Þjóðviljinn fjær þessu viðhorfi en meirihluti fs- lendinga er, og hreinskiln- ir nýmarxistar þó enn fjær. Hvar endar sá flótti? Um nauðsyn þess, að Island leiti hófanna um stóran og la,ng vinnan viðskiptasamning við EBE, þegar Bretar séu í banda lagið komnir, ræddi ég 28. júní 1962 i Tímanum, 144 tbl. (og hafði fyrr ummæli i sama anda í Frjálsri þjóð). Sambærilega Evrópuhyggju og hagsmuna- gæzlu viðskipta vorra var mér áður skylt að tjá og styðja sem blaðamanni um stund við Þjóð- viljann, að ósk manna eins og Héðins og Sigfúsar Sigurhjart- arsonar. En næst liðinn áratug hefði áminnzt Tímagrein mín eða þessleg skrif annarra Vest- urlandasósialista ekki rúmazt í Þjóðviljanum og þess vegna ekki heldur í Tímanum, eftir að viss flokkur gerðist miðjumjór, en útvíkkaður til endanna. — Varúðar tel ég þörf við EBE. en einangrun er vond. Einfald ari dæmi en þetta um vaxandi áráttu vinstriafturhalds til að slíta sambönd við umheim (eða velja furðuleg sambönd úr) má ugglaust finna. „Flokkurinn má ekki ánetj- ast þingræðislegum vinnubrögð um og hugsunarhætti um of . . . Vitanlega hlýtur sósíal- ískur verkalýðsflokkur að starfa utan ramma þingræðis- ins að fjölmörgum verkefnum og stefna að þeirri almanna- þátttöku sem er langt handan við allt hugsanlegt fulltrúalýð ræði . . . Þetta er hins vegar óviðkomandi þvi máli, hvort til verður i sósíalísku skipulagi samkunda sem heitir Alþingi eða hvort hún verður ekki til.“ Með þessum hreinkommúniska stúf úr stefnuskrá Alþýðu- bandalagsflokksins, óstaðfestri (Réttur 1971, 98—99: „Að sprikla í neti þingræðisins“), er að vísu ekkert sagt nema þaulkunnur boðskapur, lof- sungin er t.d. ósvífni gegn hverri stéttarfélagsstjórn og þingi. En nýmarxisminn vill með þessu algert strið. Og það er nýrra og lakara. Splundrun hvers verkalýðs- félags, hverrar þingræðis- studdrar stofnunar og hvers rikis á þvl nú að reynast fram kvæmanleg (eftir pöntun ekki- þingræðiskjarnans að baki flokks) með þvi að fylgja ráð- um mareúsismans í stað fróm- legri ráðlegginga Leníns (Riki og bylting, ný útg. Rvk. 1970). Það fæst ég ekki um í dag nema að því háskalega leyti, sem rík isstjórnaraðild í slikum spiundrunartilgangi kynni að tortíma, óviljandi eða jafnvel að vilja einhvers flokksmanns,' lifsmöguleikum þessa smáríkis meðal siðaðra þjóða. — Engin fórn þykir ofstór til að greiða fyrir byfltingu. Vægari beiting ráða en svo er það, sem vakir fyrir Hjalta Kristgeirssyni í greinar góðum Hugleiðingum um stefnuskrá [Alþýðubandalags- hreyfingarinnar] (Réttur 1971, 96—102), og hann er allt ann- að en týplskur einangrunar- sinni. 1 greinarkaflanum: „Varúð — tengslin út á við eru við ráðandi öfl“, virðist honum þó islenzkt sjálfstæði mest und ir þvl komið að afneita því, sem stjóm og þjóðmeirihluti hvers hvitramannaríkis aðhyll ist (þar með talin ráðstjómar- ríki), en undirskilið virðist, að u ppr eisnargjörnuim beisk jiu- hópum og þjóðminnihlutum þyrftum við hvarvetna að tengj ast, ef finnanlegir væru. Hjalta farast þannig orð: „Af stjórnmáiatengslum stafar hins vegar, að sá lægra setti tileinkar sér lífsstil og lífsskoðun hins æðra setta, þetta mótar semsé félagstengsl ákveðinnar gerðar. Og sá flöt- ur félagslegra tengsla sem nefnist hugmyndafræði orkar á margvíslegan hátt á stjórnmála leg og efnahagsleg tengsl . . . Utanríkisverzlun og gjaldeyris hreytfingar inn og út úr land- inu tengja efnahag okkar við efnahag annarra þjóða. Is- lenzka rikið skiptist á sendi- mönnum við önnur ríki, það á fulltrúa á ýmsum fjölþjóðleg- um samkundum og færir stjórn málatengsiin þanníg út fyrir landstednana, auk þess sem hér situr erlent herlið, svo sem til að auka á fjölbreytnina. Á sviði félagslegra tengsla eru samböndin meðal annars I formi daglegs fréttaflutn- ings frá útlöndum, þýddra bóka, innflutts lesefnis auk persónulegra samskipta. Fyrst og fremst orka þessi sambönd á hver kyns hugmyndafræði- legum vettvangi. — Það sem gerir samböndin út á við sér- staklega varhugaverð er það, að þau eru yfirleitt við ráðandi öfl erlendis á hverju sviði fyr- ir sig. 1 því liggur hætta fyrir sjálfsforræði okkar og þjóðlegt áhrifavald (leturbr. min). Með sömu rökum leggjast hin er- lendu sambönd yfirleitt á sveif með þeim sem meira má sin heima fyrir og hjálpá honum við að halda minnimáttar í * skefjum." Þó mér þyki félagsfræðitúlk un Hjalta fremur gagnleg og vilji kynna ofanrituð orð, mót- mæli ég fastlega þeirri álykt- un hans og annarra kommún- ista, að'svo hundflatir og gagn rýnisljóir séu nútímamehn hér, að ekki dugi neitt minna en að varast fiestöll þessi Evrópu- og Ameríkutengsl, svo efla megi „sjálfsforræði okkar og þjóðlegt áhrifavald." Stundum vantar mann dulmálslykil til að skilja undirferli slíkrar firru. Vesalings Kristinn E. Andrés son og Einar Olgeirsson að hafa orðið fyrir svo miklum Evrópu áhrifum að þeim tókst vist ekki að verða nógu harðir kommún ^ istar — eða hvað? Nei, íslendingar hrista höf- uðið yfir fáránleik nýmarxist- anna, við viljum margfalt frem ur Kristin og Einar óbreytta! — Og gæsalappaða „sjálfsfor- ræðið" í meðhöndlun „marcús- istanna" vekur það andóf, að menn skipa sér fremur en áð- ur í fylkingu með Sjálfstæðis- flokknum. Þjáning vanmáttarkenndar og hugsjónahrörnunar neyðir nýmarxistana á þann flótta, sem hræðsla þeirra við sið- menningu og fjölþjóðaáhrií sýnir í átakanlegu Ijósi: Ein- angnum Island! hugsa þeir, ef hér skyldu finnast nægur upp * blástur og þeir landshættir, að í sandi megi fela innflutt um- skiptingshöfuð sitt, höfuð hrörnandi strúts. Með díalektískri bróður- kveðju,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.