Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971 Ingjaldur Tómasson; Hvernig kjósa skal ÞAÐ er vart hugsandi, að nokk- ur andlega heill íslendingur, sem kominn er á kosningaaldur, þurfi langan tíma til umhugs- unar um það, hvernig kjósa skuli til Alþingis i vor. Allir landsmenn hljóta að viðurkenna, að allt timabilið síðan vinstri stjórnin féll, hafa orðið hér á landi stórstígari efnahagsbreyt- ingar til batnaðar en nokkurn tíma hefir áður þekkzt. Islenzk- ur iðnaður er að verða sam- keppnisfær við erlendan á mörg- um sviðum. Skipasmiðar eru nú að mestu framkvæmdar hér heima. Fallvötn og jarðhiti hafa verið beizluð til framleiðslu á ódýrri orku, svo við getum orð- ið samkeppnisfær við önnur lönd með allan útflutningsiðnað. Allur iðnaður nýtur góðs af þess um dásamlegu ómenguðu hvítu kolum okkar, og -þá ekki sízt frystiiðnaðurinn, bæði sjávarút- vegs og landbúnaðar. Af stóriðju höfum við árvissar fastar tekj- ur, sem fara ört váxandi. Þar að auki höfum við af henni mjög miklar óbeinar tekjur, sem dreifast um allt efnahags- kerfið til stórbættrar afkomu þjóðarinnar. 17. júní íslenzkir fánar, blöðrur, stráhattar, fíltliattar, rysler o.fl. Heildsölubirgðir: FESTI __________ Frakkastíg 13 ■— Símar 10590—10550. Af þessu tilefni langar mig að segja eftirfarandi sögu: Tveir bændur á Suðurlandi bjuggu þannig, að lönd þeirra lágu saman og bæjarlækur skipti löndum. Þessi lækur var vel fall- inn til virkjunar og hefði vel nægt báðum. Annar bóndinn fer þess á leit við hinn, að þeir virki lækinn í félagi, svo að fyr- irtækið yrði fjárhagslega hag- stæðara báðum. Hinn bóndinn tekur þessu fjarri; segir að virkjun læksins verði ekki gróðavegur. Lækurinn sé búinn að renna svo „frá árilstíð" og spurning hvort ekki sé óguðlegt að vera nokkuð að snerta læk- inn. Hinn bóndinn snýr heim vonsvikinn, hugsar mikið um þetta mál, og tekur ákvörðun um að freista þess að virkja að- eins fyrir sig. Þessi virkjunar- framkvæmd gekk jafnvel betur en bóndi hafði þorað að vona. Næsta haust var virkjunin full- gerð. íslenzkt afl lýsti upp hvert einasta hús úti og inni. Öll hús hituð og allar heimilisvélar gengu fyrir sama afli. Þar við bættist, að ekki þurfti að flytja rándýra olíu og kol um mjög langan veg. Það er alveg víst að ég hefði ekki viljað standa i sporum nágrannans, þegar stöðin komst í gang, sitjandi í hálfgerðu myrkri og kulda. Þess skal getið að þessi bóndi, sem vildi frekar nota rándýra er- lenda orku en innlenda, sem var við bæjarvegg, flosnaði bráðlega upp af jörð sinni. Hvorn bónd- ann hefðir þú, lesandi góður, valið til forustu? Ég get ekki neitað því að núverandi stjórn hefur gert ýmislegt sem ég á erfitt með að skilja. T.d. hinn mikli fjáraustur til hinna. væg- ast sagt vafasömu skóla og æskulýðsmála, meðan ellihrumt fólk og öryrkjar, sem ekkert getur unnið, á óhjákvæmilega erfitt að hafa til daglegra þarfa. Vonandi verða þessi mál leiðrétt innan tiðar. En þegar við ber- um saman kosti og galla núver- andi stjórnar, þá eru kostirnir svo yfirgnæfandi, að gallarnir hverfa í skuggann. Hvernig get- ur nokkur maður látið sér detta i hug, að þeir menn og flokkar, sem eru í stjórnarandstöðu, og geta aldrei annað bæði milli kosninga og fyrir kosningar, en staðið í stöðugu stórrifrildi, bæði innbyrðis og út á við, eins og illa vandir rakkar, ættu að koma sér saman eftir kosning- ar um stjórn landsins. Ég er sannfærður um, að Guð vors lands forðar þjóðinni frá því að bíta í svo gallsúrt epli. Það SOL- BRÚN ÁN SÓLBRUNA mm SEA &SKI 3UNTAM LO tiOH John Lindsay hf. SlM! 26400 ætti ekki að þurfa að minna þjóðina á, að þótt sósíalísku flokkarnir reyni með hinum ótrúlegustu tilburðum að draga inn sinar kommaklær nú rétt fyrir kosningar, þá verða þær fljótar að birtast að kosningum loknum. Það getur enginn neit- að því, að siðustu tvö kjörtíma- bil hefir Sjálfstæðisflokkurinn haft stjórnarforustuna og tekizt það með meiri ágætum en dæmi eru til um nokkra aðra ríkis- stjórn. Helzt mætti likja henni við fyrstu stjórn Hannesar Haf- steins. Enda neitar því enginn, að stjórnarforustan hefir byrjað að framkvæma hugsjónir Hann- esar Hafsteins um notkun fall- vatna og stóriðju, og borið þær fram til sigurs með miklum myndarbrag, þrátt fyrir mjög rætna mótstöðu „sósal“-aftur- haldsins í landinu. Þetta nú- tíma „sósíal“-afturhald er í eðli sínu svipað og afturhaldsöflin sem æstu bændur til símamót- mælanna frægu, sem munu hljóma í hugum Islendinga um alla framtíð, sem ljót draugs- rödd aftan úr forneskju. Ég er viss um að Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkari út úr þessum kosningum en hann er nú, enda er það höfuðskilyrði fyrir áfram haldi velmegunar og framfara. Það er líka skylt að þakka Al- þýðuflokknum sinn góða þátt í stjórnarsamstarfinu, auk fjöl- margra góðra mála sem hann hefir komið í framkvæmd fyrir íslenzkt verkafólk fyrr og síðar. Mér finnst margt bénda til þess, að hann eflist í kosningunum. Ingjaldur Tómasson. Brenndir fingur — og brostnar vonir STJÓRNARANDSTAÐAN hefur nú í fáti hent frá sér kosninga- bombu sinni, landhelgismálinu, og má segja að það sé heldur í fyrra lagi, enda er mér ekki grunlaust um að hálf illa hafi tfl tekizt og fingurbruni af hlotizt og hugsjónirnar sviðnað og þar af leiðandi ónothæfar. Og það vil ég ráðleggja ykkur stjórnarandstöðumenn að aðgát skal höfð í meðferð púðurs. Annars bjóst ég við að kosn- ingabomba okkar yrði kröft- ugri. Nú, það kann að vera að þetta sé nóg, þvi að öðrum kosti hefði ávérki ykkar orðið meiri. Ekki gat hjá því farið að manni yrði hugsað aftur í tímann, þeg- ar Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið kynntu sig í sjónvarpinu. Alþýðubandalagið með sinn mikla styrkleika og sönnnu föðurlandsást, já það mikla, að hinn stóri andans jöfur, Magnús Kjartansson, vill nú varlá orðið líta til austurs. Já, tímarnir breytast og menn, irnir meira. Og svo þegar Fram- sóknarmenn fóru að tala um sjómannskjörin. Leyfist mér sem hef starfað sem sjómaður i 29 ár að spyrja: Hver voru við-. brögð ykkar, þegar við sjómenn irnir fórum fram á áhættuþókn- un á stríðsárunum, þegar sigl- ingar með ísvarinn ftsk gjörðust sem ótryggastar. Munið þið eft- ir viðbrögðum flokks ykkar i því máli? Ef svo er ekki skal ég segja ykkur þau. Áhættu- þóknunin, er við sjómennirnir fórum fram-á var svarað á-þann veg, að hræðslupeningar skyldi hún kallast. Og svo komið þið fram fyrir alþjóð og ætlið að telja háttvirtum kjósendum trú um, að þið berið hag sjómanna fyrir brjósti. Nei, því trúir eng- inn sjómaður eða þeirra fjöl- skyldur. Nú, svo er það Alþýðu- bandalagið, eina stoð og stytta' hins vinnandi manns. Ég þori að ÓJafur Vigfússon. fullyrða, að þar er lævi bland- in umhyggja. Að sjálfsögðu nota þeir þessa umhyggjutuggu alltaf fyrir kosningar og ef þarf að koma af stað verkfalli. Og ég leyfi mér að halda því fraiy að landhelgin væri komin i 12 mílur, þótt Lúðvíks Jósefssonar hefði ekki notið við. Ég hef áð- ur skýrt frá því hverja ég telji afstöðu Sjálfstæðisflokksins og mun ég því ekki ræða það frek' ar hér. Nú með raforkuverðið til Straumsvíkur, er Stefán' Jóns- son talaði um, má óhætt telja að hann hafi byggt á heldur völtum forsendum. Svo voru varnarmálin mjög ofarlega i hálsi Alþýöubanda- lagsmannanna. En mætti ég spyrja: Úr hvaða flokki var sá maður, er talaði um það á Al- þingi 1945, að við Islendingar ségðum hinum þá tapandi þjóð- um stríð á hendur? Ég kynni þéim þökk, serrí vildi fræða mig þar um. Ólafiir Vigfússon, llávallagötu 17, Reykjavík. Tilboð óskost í OPEL CARAVAN STATION 1700 .áwj. 1964, skemmdan eftir árekstur. Selst til niðurrifs. Bífreiðin er til sýnis að Bílaverkst. Hlíðartúni, LágaTfelli, Mosfetssveit, sími 66216." Tilboð leggist inn á sama ^stað. Einnig er til sölu. á sama stað SKÓÐA OCTAVIA 1962 og FOPD PICK UP árg. 1967. 4f Fró Gogniræðskólo Keilovíkur Innritun nemenda í 3, 4 og 5 bekk næsta vetur, fer fram í skólanum 7,—10. júní kl. 9—12 og 2—4. Nauðsynlegt er fyrir alla þá sem voru í skólanum á liðnum vétri og hyggjast haida þar áfram námi, að tryggja sér skólavist. FRÆÐSLURAÐ KEFLAVÍKUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.