Morgunblaðið - 08.06.1971, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1971
13
Hver einstaklingur verði hlut-
gengur á vinnumarkaðinum
Eftir Tómas Jónsson, skólastjóra á í*ingeyri
Xúmas Jónsson, skólastjóri.
Hér fer á eftir ræða, sem
Tómas Jónsson, skólastjóri á
Þingeyri, fiutti við uppsögn
skóia sins. Fjallar hann þar al-
mennt uim uppelidis- og fræðslu-
mál, en minntist þess í upphaíi,
að skólanum væri nú i fyrsta
sinm siitið í kirkju staðarins.
t>að táknaði þó ekki að um nein
þáttaskil væri að ræða milli
þessara tveggja stofnana. Frá
öndverðu hefði kirkja og skóli
verið nátenigd, stutt hvort ann-
að og staríað saman, „og þykir
mér af þeim sökum vænt um að
hér hjá okkur megi með þess-
ari nýbreytni enn sjá sönnun
þess," sagði skólastjóri, og hélt
síðan áfram:
Má vel minnast hinna fyrstu
skóla á okkar landi í sambandi
við biskupssetrin á Skáiholti og
á Hólum, sem fyigdu í kjölíar
kristninnar og hvarvetna i heim
inum, þar sem kristin trú nem-
ur lönd, risa skólar af grunni.
Allt fágæti er eftirsóknarvert,
en ofhlaðinn markaður minna
▼irði.
Meðan skólavist var ekki al-
menningseign hér á landi var tal
að um að brjótast til mennta.
Nú er það orðasamband ekki
lengur notað, en þess í stað upp
hugsuð ráð til að brjótast und-
an menntun þeirri, er nú stend-
ur öllum opin, og kem ég að því
síðar.
Uppeldis- og kennsiumál eru
alltaf ofariega á baugi og er það
mjög svo eðlilegt, þvi þau eru
engum manni óviðkomandi.
Þau varða líf og starf hvers
einstaklings og samfélagsins i
heild. Þau eru því eðlilega mik-
ið rædd og sitt sýnist hverjum.
Nýjar hugmyndir skjóta upp
kollinum. Tilraunir eru gerðar
um breytt form fræðsiumála, þró
unin virðist sú að sameiginleg-
ar uppeldisstofnanir taki við af
heimilum að stórum hluta.
Skólinn i núverandi mynd,
hinn almenni skóli, er þvi ekki
í samhljóðan við óskir og kröf-
ur f.iöldans.
Því er þess vegna oft fleygt
að hann sé hinn brostni hlekk-
ur i keðju uppeldisins og til
hans gjarnan rakið hvert það
vandamál einstaklingsins, sem
ekki finnur sjálfan sig í um-
hverfi sínu og samfélagi.
Það er talað um mislukkaða
menn, og er þá oftast átt við af-
brigðiiega einstaklinga, sem
ekki semja sig að siðum og venj
um fjöldans, þá, sem af einhverj
um ástæðum hefur ekki tekizt
að móta til samræmis við heild-
armynd þess tíma, sem þeir lifa
4. Vissulega á skólinn hér hlut-
verki að gegna. Honum er ætlað-
ur stærri hlutur í uppeldi ein-
staklingsins.
Hann heíur vaxið frá því að
vera milliliður, sem eingöngu
miðlar vissum þekkingaratriðum
og túlkar reynslu liðinna kyn-
sJóða.
Honum hefur bætzt það verk-
efni að eiga stærri og stærri þátt
i að móta þegna sína til samraam
is við kröfur tímans, sem þó eru
síbreytilegar. Þessi er ósk fjöld
ans.
Þvi til sönnunar má benda á
þaú ákvæði i hinu nýja grunn-
skólaírumvarpi okkar, sem er að
visu í veigamiklum atriðum sam-
íð eftir erlendum fyrirmyndum,
að hvert ungmenni frá 7—16 ára
aldurs skuli vera níu mánuði árs
ins í skóia, stefnt skuli að þvi
að heimanám leggist niður og
nefndum aldursflokkum verði
ekki leyft að taka nokkurn þátt
í atvinnulífi lands sins á þessu
mótunarskeiði. Það kemiur víðar
fram en í þessu frumvarpi, að
okkur finnst þægilegt að vera
þi-ggjendur og þykir gott að
þurfa sem minnsta ábyrgð að
bíra sjálf, hvað snertir liðandi
stund og framtíðarskipan máia.
Ég segi okkur finnst, því að i
iýðræðisriki hlýtur löggjafinn
að vera spegilmynd þjóðarvilj-
ans. Þótt hópur manna vilji i
orði kveðnu hvorki vera bendl
aðir við kommúnur né rauða
sokka, virðast allir sammála því,
að hieimilin varpi fyrir borð
ábyrgð og ahyggjum af uppeldi
nýrra þegna, en skólarnir taki
við.
Það mun ekki skipta máii,
hvort við byggjum eitt hinna
svokölluðu þróunarlanda eða
við teljumst til velferðarríkis,
takmark hins almenna uppeld-
is, hvar sem við annars stönd-
um, er að hver einstaklingur
verði hlutgengur á þeim vinnu-
markaði, sem veitir lífvænleg
laun og hafi þvi skilyrði til þess
mannlífs, sem við bezt þekkjum
hverju sinni.
Fyrrnefndar breytingar á
okkar skólakerfi eru e.t.v. bæði
nauðsynlegar og æskiiegar, en
ennþá verðum við að horfast í
augu við þá staðreynd, að þær
eru ekki komnar trl fram-
kvæmda, og haga okkur sam-
kvæmt þvi. Við verðum enn um
sinn að viðurkenna skerið, sem
okkar öskafley hefur brotnað á.
Við getum ekki leyft okkur
sömu bjartsýni og kemur fram i
þessari stöku Páls lögmanns
Jónssonar:
„Ýtar sigla austur um sjó
öldujónum káta
Skipið er nýtt en skerið hró
skal því undan láta.“
Og það er grunur minn, að
ekki verði kennslustarfið eftir-
sóknarverðara fyrir tilkomu
nýrra laga en nú er, og er þó
ekki úr háum sessi að detta.
Dæmi þess gerðust hér um slóð
ir síðast liðið sumar. Skólastjóra
staða á Flateyri var auglýst
laus til umsóknar. Um hana sótti
einn, eflaust sökum tengsla hans
við staðinn og stofnunina. Vél-
stjórastaða í Mjólkárvirkjun
var einnig auglýst. Um hana
sóttu 14.
En hvernig standa þá skóla-
málin í dag, og hvers vegna er-
um við ekki ánægð? Til þess
liggja margar ástæður og þótt
hún væri ekki nema ein væri
hún ærið tilefni. 1 dag verða
Iiggja margar ástæður og þótt
margir útundan hvað snertir
skólagöngu við sitt hæfi. Hinn
margvíslega hugarheim og mis-
jafna þrosika barna hafa kenn-
arar fyrir löngu séð og viður-
kennt. Þeir hafa þess vegna átt
frum-kvæði að sérskóla, þar sem
nokkur hluti hinna afbrigðilegu
bama fær samastað til náms.
Þessir sérskólar eru að vísu allt
of fáir og stór hluti landsbyggð-
arinnar hefur ekkert af þeim að
segja.
Það er ástæðulaust að hælast
um þótt hugmyndir að þessum
sérstofnunum séu frá kennurum
komnar, þvi í gegnum starí sitt
hafa þeir mun betri aðstöðu til
samanburðar á þroska og hæfi-
leikum nemenda sinna en for-
eldrar þeirra hafa. Allir hljóta
að viðurkenna, að sama meðferð
gildir ekki við mótun allra ein
staklinga. Efnisviðurinn verður
að ráða aðferð þeirri, sem beita
þarf við mótun hans. En hug-
myndir kennaranna i þesisu efni
eru til einskis nýtar séu þær
ekki viðurkenndar af forráða-
mönnum viðkomandi barna, að
minnsta kosti ekki á meðan þess
ir aðilar eiga um málið að f jalla.
Það gefur auga leið, að for-
eldrar hafa ekki sömu saman-
burðaraðstöðu í þessum efnum
og kennarinn og þess vegna er
það kannski, sem foreldrar meta
sin eigin börn oft ranglega (Of
eða van), ætla þeim stunduen
þyngra hlass en þau geta dreg-
ið, vænta stærri hlutar þeim til
handa en þau hafa möguleika
tii að afla sér við þær aðstæður
sem þau búa_
Oft situr óskhyggjan við stýr-
ið, og flytur þá ósanngjörnu
kröfu að hvarvetna fari föður-
betrunigur.
Þegar svo raunveruleikinn,
sem oft er lýst með orðunum
kaldur og grár, blasir við í stað
glæstra hugmynda óskhyggjunn
ar, og mannshugsjónin, sem ekki
fær lengur staðizt, steypist aí
staili, verða viðbrögð manna oft
álíka og Adams og Evu, þegar
þau höfðu etið forboðna epl-
ið og héldu að þau gætu falið
sig bak við tré.
„Hefur þú etið af trénu, sem
ég bannaði þér að eta af?“
Adam svaraði: „Konan, sem þú
gafst mér, gaf mér aí ávextinum
og ég át“
Með öðrum orðum: „Vertu ekki
að skamma mig góði, þvi að þetta
er allt saman þér sjálfum að
kenna, þér hefði verið nser að
gefa mér betri konu.“
Ætli okkur fari ekki mörgum
likt og Adam gamla, að við
finnum einhvern til að varpa
ábyrgðinni 4, enda miklu auð-
veldara fyrir okkur en hann,
þar sem mun íleiri geta komið
til greina.
Hér á Þingeyri er starfrækt-
ur skóli í svipuðu formi og í ná-
grannabyggðarlögum okkar.
Hann hefur svipaða aðstöðu og
þeir og svipuð vandamál
skjóta upp kollinum. Hefi ég nú
sér í lagi i huga eldri deildir
þessara skóla. Enginn þeirra er
sérstaklega i hávegum hafður í
sinni heimabyggð.
Fyrir tæpu ári mátti lesa
þessa frétt i blaði, útgefnu 4
Isafirði:
„Full ástæða virðist til þess,
að athuga um stjórn og kennslu
í Gagnfræðaskóla Isafjarðar.
Það er ekki eðlilegt, að fjórtán
nemendur af tuttugu falli á
landsprófi þ.e. nái ekki tiiskil-
inni framhaidseinkunn. Ekki er
sízt ástæða til að athuga þessi
mál vegna þess, að menntaskóla
málið er nú hvað mest á döf-
inni og ekki er það glæsilegt til
ábendingar, að útkoman úr
landsprófinu hér skuli vera svo
óvenjulega slæm. Það gæti virzt
benda til litils áhuga nemenda
á framhaklsnámi, sem þó skal
fullyrt að er ekki. Hitt er lík-
legra, að einhvers staðar sé pott
ur brotinn í stjórn og aga inn-
an veggja skólans og aðhald
neménda sé ekki sem skyldi.“
Svo mörg voru þau orð.
Álíka ummæli gætu eflaust kom
ið frá hvaða þorpi sem er hér
vestra, eftir þvi sem ég bezt veit.
En mi'klum mun væri það
skemmtilegra að ekki vantaði í
fréttina rökin fyrir þvi að ungl-
ingar á viðkomandi stað hefðu
áhuga fyrir framhaidsnámi og
hvar og hvernig sá áhugi birt-
ist
Ekki finnst mér fráleitt að
likja þessum skólum við gestris-
ið heknili, þar sem kennarinn
verður þá að vera gestgjafinn
og bera fram veitingarnar en
nemandinn gesturinn. Við getum
áreiðanlega vitnað um kennara,
sem hafa veitt nemendum sinum
rikulega og þeir notið sem svang
ir ferðamenn matar sins. En
stundum segir bara gesturinn:
„Nei, takk, ómögulega," eða
„Nei, blessaður vertu það er
nú alveg óþarfi" og vili engar
góðgerðir þiggja til mikiila von-
brigða hinum gestrisna veit-
anda sem þó ekkert fær að gert.
Hinn kunni skólamaður, Einar
Magnússon, fyrrverandi rektor
Menntaskólans í Rvik, kom fram
í þættinum „Maður er nefndur"
í sjónvarpinu nú í vetur. Ýmis-
legt bar þar á góma, eins og að
ldkum lætur, flest að visu per-
sónu- og einstakUngsbundið.
Einu hjó ég eftir og þykist
muna orðrétt hiuta aí svari
hans við einni af nærgöngulum
spurningum viðmæLenda hans.
Einar var spurður um hver væri
honum minnisstæðastur af
kennurum hans frá því hann var
sjálfur nemandi í menntaskóla.
Einar nafngreíndi einn kennara
sinna og taldi upp ýmsa kosti
hans. „Var hann góður kenn-
ari?" var þá spurt „Nei, hann
var ekkert sérlega laginn við að
troða í okkur efni námsbók
anna, en það gerði bara ekkert
til, þvi það lásum við í bókun-
um." Þessi og álika vifBiorf eru
nú áreiðanlega orðim of fátlð.
Þau hafa áreiðanlega horfið með
orðasambandinu „að brjótast til
mennta."
Þess í stað hefur kennaran-
um verið ætlað stóra hlutverk-
ið, hann skal vera aðalpersóna
leiksins, sem ber sýninguma
uppi. Hann má nýta, sem hinn
stóra stofn, sem hægt sé að íel-
ast bak við.
1 þessu sambandi finnst rrtér
rétt að benda á þá staðreynd
að ekki fer það alltaí saman að
kennarinn kenni og nemandinn
læri.
Nemendurnir læra, þeir taka
próf, þeir ná sinum einkunnum,
en kennararnir gefa þeim þær
ekki.
Sumir læra af bókum, en aðr-
ir aðeins af reynslunni, sem í
þessu máli sannar að í hinum al-
menna skóla hefur nemandinn
aðalhlutverkið.
Emginn getur þjónað tveim
herrum, og eru þá oftast nefnd
ir sem andstæður guð og mamm-
on.
Engan hefi ég heyrt lesa upp
úr gaesalöppum „Enginn get-
ur þjónað tveim herrum, fiskin
um og fræðalestri i senn;" þó
hiýtur það að vera augljóet
mál, en sumt af því, sem ekki er
hægt að læra af bókum verður
ekki komizt hjá að læra aí
reynslunni. Til að forðast mi«-
skilning, vil ég taka fram að
hvorugan nefndra herra tek ég
íram yfir hinn, en vil aðeins
benda á, að dýrkun þeirra
beggja samtímis getur ekki stað-
izt. Við Islendingar gortuna
gjarnan af uppruna okkar. Við
dýrkum hugtök eins og feðurn-
ir frægu án þess að spyrja eða
hugsa svo mikið um, hvað írægð
inni oUi. Sömuleiðis frjáisræðis-
hetjurnar góðu. En hugtök eine
og löghlýðni og skylda eiga
ekki sérlega mikinn hljómgrunn.
Hver dáir Kolskegg hinn lög-
Framhald á bls. 21
Stórbrotin saga sem kvikmynduð hefur
verið og hlaut verðlaun sem bezta kvik-
mynd 1969, er sýnd um þessar mundir í
Gamla Bíói.
Bókin fæst nú í bókaverzlunum.