Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8, JÚNl 1971
’vestufi"
Pakistan
Eritrea
Súdan
Eþiópia
Ceylon
Mosambiqu*
Portúgaiska Guinea
Guinea
S „,
Aus
Pakis
-AMERIKA
EINS og lieimsfréttir bera með sér er víða ófriðarástand
í heiminum. Sums staðar er um hreinar stórstyrjaldir að
ræða eins og t.d. í Indókína. Annars staðar eru minnihátt-
ar átök, sem ekki eru eins mikið í fréttum, og má þar nefna
Afríkuríkin Angola og Mosambique. Upplýsingarnar, sem
hér fara á eftir, eru engan veginn tæmandi; það er víðar
barizt í heiminum, en þar er í flestum tilfellum um að ræða
slíkar smáskærur, að ekki þótti taka því að hafa þær með.
Upplýsingamar, sem hér fylgja, eru unnar úr „Janes
Weapon Systems“, „World Military Balance“ frá Institute
for Strategic Studies, „New York Times Encycloperdic Alm-
anac“, „Keesings Contemporary Archives“ og „Treaties
and Alliances of the World“. — ót.
Átakasvæði í he
ANGOLA
1 portúgölsku nýlendunni
Angola, eru íbúar um 5,3 mill-
jónir. Þar er enginn her, en
setuliðssveitir frá Portúgal.
Ástandið þar er svipað og í öðr-
um portúgölskum nýlendum, fá-
tækt, sjúkdómar, menntunar-
skortur og enn meiri skortur á
mannréttindum. Þrælkunar-
vinna tíðkaðist þar til 1962
(tíðkast enn í Mosambique og
víðar) þegar Sameinuðu þjóðim
ar fordæmdu það sem þær köll-
uðu nýlendustrið Portúgal í
Angola.
Sú fordæming kom til vegna
uppreisnar sem frelsisfylking
gerði árið 1961, en portúgalskt
herlið bældi niður með misk-
unnarlausri hörku. Síðan hefur
verið háður skæruhemaður
gegn portúgölum, en þar sem
uppreisnarmennirnir eru litt
þjálfaðir og illa búnir vopnum,
eru þau átök sjaldnast það mik-
il að þau komi í heimsfréttun-
um.
CEYLON
Á eynni Ceylon á Indlands-
hafi eru rúmlega tíu og hálf
miM-jóm íbúar og eru flestir
þeirra Búddatrúar, eða um 64%.
Að undanfömu hafa stjórnvöld
átt 1 höggi við vinstrisinnaða
uppreisnarmenn. Þeir eru það fá
mennir og illa vopnum búnir að
mest hefur verið um skæruhern-
að og ekki komið til stór-
orusta, enda virðast átökin
vera að fjara út. Herafli Cey-
lin er samanlagt um 8,600 manns,
þar af 5,300 í iandher, 1.700 í
sjóher og 1.600 i flugher. Ekk-
ert stórskotalið er til, en i flug
hernum eru alls 36 vélar, þar af
12 brezkar Provost æfingaþot-
ur sem búnar eru vopnum. Bret-
ar og Indverjar hafa veitt stjórn
Ceylon stuðning í baráttunni
við skæruliða, og það hafa Sovét
rikin einnig gert, sent þangað
MiG þotur og flugmenn. Talið
er að skæruliðar njóti helst
stuðnings frá N-Kóreu og Kina,
og aðstoð Sovét til komin af því
að þau vilja ekki að þessir aðil-
ar nái of miklum áhrifum á
þessu svæði. Fréttir af bardög-
um hafa verið fremur óljósar, og
ekki er gerla vitað um mann-
fall. Ceylon er í varnarbanda-
lagi við Indland og Bretland.
ETHIOPIA-ERITREA
íbúar Ethiopiu eru um 22,5
milljónir. Samanlagður herafli
er 34 þúsund menn, þar af 30
þúsund i landhernum, 900 i sjó-
hernum og 3000 í flughernum.
Herinn hefur yfir að ráða 4 stór
skotaliðssveitum, nokkrum létt-
um skriðdrekum og brynvörð-
um bifreiðum. Sjóherinn saman
stendur af nokkrum litlum eft-
irlitsskipum og tundurskeytabát
um og yfirmennimir eru flestir
brezkir, franskir eða indversk-
ir. Flugherinn á alls 100 vélar,
að flutningavélum meðtöldum,
en stríðsvélarnar eru flestar af
bandarískri gerð, léttar orrustu
og æfingaþotur. Nokkrar þeirra
eru þó af SAAB gerð, og frá
Svíþjóð.
Ethiopia hefur löngum átt í
erfiðleikum með héraðið Eritreu
sem var ítölsk nýlenda (íbúar
1,8 milljón). 1952 kom það und-
ir stjórn Ethiopiu, en hélt sjálf-
ræði sínu og fána. Ethiopia
seildist þó smám saman til meiri
yfirráða og 1962 varð Eritrea
eitt af þrettán héruðum lands-
ins, og laut algerri stjórn.
Árið 1956 var Frelsisfylking
Eritreu stofnuð og hlutverk
hennar er að fá aukið sjálfræði
eða jafnvel algert sjálfstæði fyr
ir héraðið. Skæruhernaður var
hafinn i litlum mæli, en hefur
haldið áfram að magnast og i
desember 1970 var lýst yfir
neyðarástandi og herlögum i Eri
treu. Uppreisnarmennimir fá
vopn og vistir frá Sýrlandi,
írak, Suður-Yemen, Libyu og
Sudan. Þeir eru þó fámennir og
mega sín lítils nema í minnihátt-
ar skæruaðgerðum. Fulltrúar
frelsisfýlkingarinnar héldu því
fram að flugherinn hefði gert
árásir á þorp og bæi, en stjórn
Ethiopiu neitaði þvi og bauð
fréttamönnum frjálsar ferðir um
héraðið til að kynna sér ástand-
ið. Litlar fréttir hafa borizt af
bardögum í Eritreu að undan-
fömu, en þó eiga sér stað smá-
skærur milli hermanna stjórn-
arinnar og skæruliða frelsis-
fylkingarinnar.
GUINEA OG PORTÚ-
GALSKA GUINEA
1 Guineu búa 3,570 þúsund
manns. Samanlagður herafli er
um 5000 menn, þar af 4,800 i
landher. Hinir 200 skiptast milli
nokkurra . eftirlitsbáta sjóhers-
ins og örfárra MiG véla flug-
hersins. Guinea hefur átt í skær
um við Portúgölsku Guineu, en
það er portúgölsk nýlenda með
rúmlega hálfa milljón íbúa.
Portúgal hefur þar mikið setu-
lið. 1 desember í fyrra var gerð
tilraun til innrásar í Guineu, en
henni var hrundið. Rannsóknar-
nefnd frá Sameinuðu þjóðunum
sem fór á staðinn, komst að
þeirri niðurstöðu að Portúgal
bæti ábyrgð á innrásinni. Síðan
hefur verið heldur hljótt um
þessi lönd, en þó hefur öðru
hvoru komið til átaka. Guinea
er í varnarbandalagi við Sovét
rikin, sem nú eru að styrkja
varnir landsins með því að
senda þangað flugvélar og her-
gögn.
MOSAMBIQUE
1 portúgölsku nýlendunni
Mosambique, eru ibúar rúmar
sjö milljónir. Her er enginn í
landinu nema portúgalskar setu
liðssveitir, en mikil átök hafa
orðið á milli þeirra og Frelsis-
fylkingar Mosambique. Fátækt,
sjúkdómar og menntunarskortur
hrjá mjög ibúa Mosambique, og
portúgalska stjórnin gerir næsta
lítið til að bæta úr þvi. Frels-
isfylking Mosambique hóf
skæruhernað árið 1964, og þótt
Portúgal sendi mikinn liðsauka
til landsins, hefur ekki tekist að
brjóta hana á bak aftur.
Fréttamenn eru illa séðir gest
ir í landinu, og því fréttir það-
an af skornum skammti. Þær
fréttir sem þrátt fyrir það tekst
að smygla út fyrir landamærin,
segja ófagrar sögur af ástand-
inu þar. Höfuðstöðvar Frelsis-
fylkingarinnar eru í Dar-Es-
Salam, í Tanzaníu, og veitir það
land og nokkur önnur afriku
ríki uppreisnarmönnum óopin-
bera aðstoð.