Morgunblaðið - 22.06.1971, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1971
Fiilltrúarnir frá Narssaq ásamt ba'.jarstjóran11m á Aknreyri,Bjarna Einarssyni.
— Ljósm Mbl.: Sv.P.
Fulltrúar frá Narssaq
VEIDIMENN
Af sérstökum ástæðum eru til sölu nokkur
veiðileyfi frá 23. júní til 11. júlí í
LAXÁ í AÐALDAL
Sex stangir eru á svæðinu og er gisting og
fæði í Veið heimilinu Árnesi, ásamt leið-
sögumönnum og bílum, innifalið.
Upplýsingar í
SPORTVAL, Hlemmtorgi
SÍMI 14390.
Veiðiklúbbunnn STRENGUR.
Síniar 33430 og 30909.
heimsækja
Akureyri
vinabæinn
að sérstöku sveitarfélagi ár-
ið 1951, en áður var allt Suður-
Grænland eitt sveitarféiag. Bæj
arfulltrúar eru 7.
Fyrsta opinbera heinisóknin
*
frá Grænlandi til Islands
Akureyri, 20. júní.
Fjórir fulltrúar Narssaq á
Grænlandi hafa dvalizt á Akur-
eyri no'kkra daga í boði bæjar-
stjórnar Akureyrar, en vina
bæjatengsil eru nú komin á milli
þessara bæja. Jafnframt mun
þetta vera fyrsta opinbera heim-
s<>knin frá Grænlandi til íslands
og fyrstu bein tengsl stjórn-
valda i þessum nágrannalönd-
um.
Fulltrúar vinabæjarins Nars-
saq eru frú Agnethe Nielsen,
bæjarstjóri og forseti bæjar-
stjórnar, eiginmaður hennar,
Kai Nielsen, garðyrkju- og ali-
fuglabóndi, William Wistoft,
bæjarritari, og Erik röde
Firedriksen, bóndi og fuM-
trúi Kagssarssuk, sveitarfé-
lags, sem saimeinaðist Narssaq
fyrir skömrau. Faðir hans kom
frá Julianeháb, settist þar að ár
ið 1924, en þá var engin byggð í
grenndinni, svo að hanin var
fyrsti íbúi héraöisins, svo að vií-
að sé, síðan frændur vor-
h’, Grænlendingar hinir fornu,
liðu undir lok.
Grænlenzku gestimir komu
til landsins 15. júni, og dagimn
eftir var opinber móttaka fyrir
þá í Sj ál'fst æðiish úsinu. Þeir
tóku þátt í hátíðaihöldiUim bæjar-
búa á þ.jóðhát íftardagi.nn og
hafa heimsótt Mývatnssveit,
Reykjahverfi, Laxárvirkjun og
Húsavik. Eiinnig hafa þeim ver-
ið sýndir margir vinnustað-
ir, verksmiðjur, fyrirtsaki og
iþrót tamannvirki á Akureyri og
amnað það, sem helzt er að sjá
i bænum. í gær snæddu þeir há-
degisverð i boði KEA, fóru
fram í Eyjafjörð og skoðuðu
þar helztu merkisstaði og
drukku siðdegiskaffi á Rifkels-
stöðum í boði bóndams þar. í
gærkveldi var svo kveðju-
hóf bæjarstjórmar Akureyrar að
Hótel KEA. Gestirnir flugu til
Reykjavíkur i morgun og munu
halda heiim tiJ Narssaq á morg-
un.
Fréttamönmum gafst i morgun
kostur á að hitta fjórmenning-
ana stutta stund, áður en þeir
stigu upp í flugvélina. Fni
Agnethe Nielsen, bæjarstjóri,
hafði heizt orð fyrir þeim. Hún
og Erik röde Fredriksen eru
grænlenzkrar ættar, en Kai Niel
sen oig William Wistoft eru
danskir innflytjendur. Ibúar í
Narssaq, bæ og héraði, eru
2300, og aðalatvinnuvegirnir
eru fiskveiðar, fLskiðnaður,
landbúnaður (eima landbúmaðar
héraðið á Græniandi) og
vinnsla landbúnaðarafurða, sem
nær eingöngu eru sauðfjárafurð
ir. Sauðféð er af íslenzkum
stofni. 6 kýr eru í héraðinu, og
eru það einu kýrnar í landinu.
No’kkrir þilfarsbátar og margar
trillur sækja til fisk- og rækju-
veiða innfjarðar, en þar eru
rækjumið góð. Konunglega
Grænlandsverzlunin hefir ein
séð um útflutning fram að þessu,
en nú eru nýstofnuð útgerðar-
og fiskiðnaðarhlutafélög. Sel-
veiði er Mtil nema stuttan tíma á
vorin. BarnaskóLi er í bænurn
og undirbúminigsdeild undir
menntaskólanám, en skóla-
skyilda er frá 7 tii 14 ára ald-
urs. 52 km eru til flugvallarins
I Narssasuaq. Narssaq var gert
Frú Agnethe Nielsen, bæjar-
stjóri, kvað heimsóknina tii
Akureyrar hafa verið ævin-
týri libasta, þau hefðu séð og
heyrt margt merkilegt, fall-
egt og lærdómsríkt. Hún kvaðst
hugsa gott til hinna námu
tengsla við Akureyri, þar sem
bygigi fólk, er hefði mikið afrek
að á skömmum tíma. Af
því gætu Grænlendimgar mikið
lært, því að nú þyrftu þeir að
gei’a hið sama, þeir væru ný-
lega vaknaðir af löngum svefni,
eins og frúin komst að orði, og
þyrftu að láta hendur standa
fram úr ermum um margs kon-
ar uppbyggingu. Hún sagð-
ist vera þess fulJviss, að vina-
bæjatengslin yrðu báðum
bæjunum til góðs, ekki sízt
Narssaq. Þá kvaðst hún vera
afar þakklát fyrir aila þá gest-
rismi og vinsemd, sem þau hefðu
notið á Akureyri og hvarvetna,
þar sem þau hefðu komið á
ferðalaginu,
Sv. P.
mi
MALLORCA
Brint }K>hiflug tll Malloroa.
Margir brottfarardagar.
Sunna getur boðið yður
eftlrsóttuslu hótelin og:
nýtizku ibúðir, vcgna mikilU
viðsklpta og 14 ára starfs t
Malioroa.
IIRflASKRIFSTOFAN SUNNA
SSIIAR1B40012070 21555 ÍA
...............-.... ^
Vil kaupa trésmíðavélar
hjólsög, þvingur og fleira.
Upplýsingar í sxma 51574 eftir kl. 8.
VANTAR HÚSNÆÐI
70—150 ferm. í Hafnarfirði, Kópavogi
eða Reykjavík.
Upplýsingar í síma 51574 eftir kl. 8.
ORÐSENDINC
JÓHANNES CEIR
JÓHANNES GEIR biður þá, sem boðskort hafa fengið á sýn-
ingu hans, að athuga að á kortinu á að standa miðvikudag-
inn 23. júní.
SAAB 1968 V4 TIL SÖLU
ekinn 45000 km.
Upplýsingar í síma 12512.
Bechstein-flygill
Til sölu BECHSTEIN FLVGILL, salong, rúmlega 170 sm,
notaður, en I góðu ásigkomulagi. Fæst með afborgunar-
skilmálum — Upplýsingar í sima 14950.
HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUDI
Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum v/ð
RITSAFN JÚNS TRAUSTA
8 bindi í svörtu skinnlíki
Við undirskríft samnings greiðir kaupandi 1000 krónur SÍÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI
Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ
Hallveigarstíg 6a — Sími 15434