Morgunblaðið - 22.06.1971, Page 12

Morgunblaðið - 22.06.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1971 r VIÐEYJARFERÐIR Á MOBY DICK Aðstaða til gönguferða, sólbaða, sunds, fugla- skoðunar og fleira, auk veitinga í Sunnuhvoli I>Ó A» VIÐEY sé við bæjar- dyr Ixirgarbúa er aðeins iítill hluti borgarbúa, sem hefur komið út í þessa skemmtiieg'ii eyju. í fyrrasumar var fólki gert auðveldara með að komast þangað, þegar Hafsteinn Sveinsson á Moby Dick hóf daglegar ferðir út í eyjuna, en í því skyni byggði hann stóra flot- bryggju, sem er við eyjuna. Hafstcinn hefur nú hafið Viðeyjarferðir sínar aftur og fer hann þangað alla sólar- Hafsteinn Sveinsson við stýrið á Moby Dick. daga og aðra góðviðrisdaga, en ferðirnar eru frá Sunda- höfn eftlr kl. 13 alla daga nema sunnudaga, en þá er byrjað kl. 10 á morgnana. Hafsteinn hefur nú reist veitinigaskála í Viðey og þar er hægt að fá kaffi, mjólk og meðleeti, m. a. heitar pönnu- kökur. Er veitingaskálinn byggður úr timbri, en klædd- ur með gegnsæju næloni. Eru þar sæti fyrir um 60 manns í vinafegum, björtum húsa- kynnum og þegar sólin baðar geislum sínum Um húsið er þar hlýtt og notategt inni. Veitingaskálinn er kaliaður SunnuhvoH, en hann ris upp úr túninu eins og lítiítl hóll. Hafsteinn bauð blaðamönn- um út í Viðey sl. laugardag í bezta veðri, en þó sólarlausu og voru kannaðir þeir mögu- leikar, sem fölk getur haft þar til að stytta sér stundir. Víða er góð aðstaða til þess að baða sig og synda í sjón- um og þar sem aðgrunnt er hitnar sjórinn talsvert og á einum stað í fjörunni er hitaveitusvæði og þar hitnar sjórinn meira en annars stað- ar. Þá er hægt að fara í göngu- ferðir um Viðey og skoða landslagið, gróðurinn og fugla líf, sem er þar fjöiskrúðugt. Talsvert er einnig af húsdýr- um í eyjunni og því tiilvalið fyrir borgarbúa að fara þang- að til þess að sýna börnum Haldið ti! lands á Moby Dick. f r!í- - Hafstcinn Svcinsson og Þórarinn Ragnarsson, scm cinnig starfar við Viðcyjarfcrðir ásamt starfsstúlknnum í vcitinga- skálanum. sínum kindur, hesta og geit- ur, sem þar eru. Ferð með Hafsteini út í Viðey tekur um tvær miínútur og kostar ferð- in frarn og til baka fyrir börn 25 kr. og 75 kr. fyrir full- orðna. Á Sunnuhvoli starfa 3 starfsstúlkur við pönnuköku- bakstur og meðlætisgerð og kostar kökuskammtur þar og kaffi eða mjólk hr. 75. Einn- ig er í bígerð að hafa á boð- stölum gosdrykki, en Haf- steinn tók það skýrt fram að iögð yrði áherzla á að ekki væri farið með neitt út úr Sunnuhvoli til þess að ekki yrði hætta á að pappír og ann að setti leiðintogan svip á skemmtitogt úmhverfi. Ferðum Hafsteins verður háttað þannig að siglt verður Séð frá Viðey til höfnðborgar innar. Fiotbryggjan i Viðcy sést á miðri mynd. — eftir þörfum á fyrrgreindum tímum og dvalið fram eftir degi eins og veður og áhugi Stúlkan hddur vciðibjöll iiunga, scm var á ráfi fyrir utan Sunnuhvol. (Ljósm. Mbl. á.j.) fólks býður upp á. 1 fyrrasum ar sitóð Hafs>teinn fyrir þvi að prédikað var í kirkjunni í Við- ey og er áformað að halda því áfram i sumar. Með til- komu Viðeyjarferðanna hefur áhuigi fölks fyrir ferðum úit í eyjuna aukizt miikið, enda er stuitit að fiara í hreinan sjó og ail'ur skarkali borgarlífsins er á bak og burt þótt ekki sé lengra farið. Fólk sem fer út i Viðey fær bæklinig, sem í eru ri'tuð nokkur helztu atriði um sögu eyjarinnar og þann húsaikost sem þar er að sjá. Nokkuð hefur verið um það að féiags- samtök og hópar hafi pantað ferðii’ út í eyjuna og sagði Hafs'teinn að það hefði geng- ið mjöig vel. Ástæða er till þess að beina því til þess fóllks, sem út í eyjuna fer að ganga snyrti- lega um og gæta þess jaifn- framt að skaða ekki fjölskrúð ugt fuglaltf eyjarinniar með áganigi á varpstaði. Með Við- eyjarferðunum opnast nýir möguteikar fyrir borgarbúa á skemmtilegum ferðum i ná- grenni borgarinnar og í Við- ey eru tún og grösugar brekk ur, góðar fjörur tiil að synda í og auðviitað baða sig einnig í söLinni og auðvitað þarf ekki að taka það fram að eng- in véliknúin tæki eru þar og er það eitt, ef tiffl viffl eklki sizta tiibreytinigin, sem fö'k getur fundið í Viðey. — á.j. í -V r : : Scð inn í vcitingaskálann Siinnuhvol í Viðcy, cn þar cru sæti fyrir 64 í 100 fcrm. sólbjöriu húsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.