Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 10
10 MOP.GUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUP. 27. JÚNÍ 1971 „AD 2. hluti Páll Líndal: — Samtekt um þró- un skipulagsmála, unz sett voru skipu- lagslög 27. júní 1921, gerð með sérstöku tilliti til Reykjavík- ur. EINAR BENEDIKTSSON OG BENEDIKT GRÖNDAL RÆÐA SKIPULAGSMÁL Þróun Reykjavíkur var ákaf- lega hæg nær alla 19. öld. Árið 1900 var íbúafjöldinn innan við 6000. Síðasta áratuginn hafði þó fjölgunin verið nokkru örari en áður, svo að sumum þótti nóg um. í Dagskrá, blaði Einars Benediktssonar, er t.d. komizt svo að orði á miðju ári 1898: „Aðsóknin að Reykjavík hefur aldrei verið ákafari en nú,“ og talið er, að þetta sé ekki neinn „hverfull fyrirburður, heldur, að hann muni halda áfram, óstöðv anlega svo lengi sem bærinn tekur við.“ Eins og áður segir, var skipu lagning bæjarins um þessar mundir í höndum byggingar- nefdarinnar og bæjarstjórnar að vissu leyti. Ekkert heildarskipu lag var gert, en við það látið sitja að leysa úr aðkallandi þörf um, ákveða legu einnar og einn- ar götu í senn. Bókun í bygg- ingarnefnd frá 18. janúar 1902 gefur e.t.v. hugmynd um, hvern ig mál gengu fyrir sig. Þar seg ir: „Kom nefndin saman í erfða- festulandinu Miðvelli og Suður- velli til þess eftir beiðni eigand ans, Sveins Jónssonar snikkara, að ákveða, hvar vegur eða veg- ir mundu verða lagðir yfir erfðafestulandið. Voru skiptar skoðanir um það, hvort vegur skyidi lagður yfir blettinn frá N-S samhliða Þingholtsstræti, eða 1 eða 2 vegir frá A-V milli Þingholtsstrætis og Lauíasveg- ar. Eftir nokkrar umræður var samkvæmt beiðni Jónu landrit- ara Magnússonar, sem var við- staddur fyrir lóðareigaridann; frestað að útkljá málið í þetta sinn.“ Þá voru lóðir látnar til eign- ar án endurgjalds, og var svo allt til 1903, er sett voru lög, er heimiluðu bænum lóðasölu. Þetta fyrirkomulag gerði það að verkum, að mikil ásókn var í ókeypis lóðir, en af því leiddi að bærinn þandist óhóflega út. Þetta er mjög gagnrýnt í Dag- skrá. í grein, sem birtist í blað inu snemma árs 1897 segir: „Þegar maður kemur til Reykjavíkur utan af sjó og lít- ur yfir bæinn, sýniat hinn ís- lenzki höfuðstaður fullt svo mik ill ummáls eins og margir aðrir bæir, er byggðir eru af 30—40 þúsund manns.“ Síðan er gerð grein fyrir þeim kostnaði, er hljóti að fylgja svo dreifðri byggð. „Reykjavík hefur verið byggð af fátæku fólki, og reglurnar fyr ir skipulegri húsabyggingu komu ekki til greina, þegar hin elztu hús bæjarins voru reist. En þó má segja, að hin núver- andi byggingarlöggjöf og fram- kvæmdir á henni eigi mestan og helztan þátt í henni. Það er sýnilegt í einu orði að segja, að hér er byggt af hverj um einstökum manni, hvar sem vill út í bláinn, reglulaust, smekklaust og fyrirhyggjulaust, án þess að nein valdatjórn hafi eftirlit með því, að byggingin sé samrýmileg við sameiginlega framtíðarhagsmuni bæjarmanna. Hér er ekkert hugsað um það í hverja átt bærinn eigi helzt að vikka út, eftir landslagi, hafn- arlegu og öðrum atvikum, og hér er ekki tekið minnsta tillit til þess, til hverg konar bygg- inga lóð eða grunnur er mæld- ur út.“ Kunnur Reykvíkingur, Bene- dikt skáld Gröndal, ritaði bráð- skemmtilega grein, „Reykjavik um aldamótin 1900“, í 6. ár- gang Eimreiðarinnar. Munu ekki margar fjörlegri og skemmti- legri lýsingar Reykjavíkur til en þessi grein Gröndals, þótt ekki kynnu allir að meta hana, enda gengu þar gusur í marg- ar áttir. Gröndal virðist ekki sama sinn is og Dagskrá um meðferð skipu lags- og byggingarmála í Reykja vík. Að eðlisfari var hann enf- in loftunga, en um þessi mál segir hann: „Bæjarstjórnin og byggingar- nefndin hafa látið sér annt um, að regla kæmist á húsasetningu, og göturnar yrðu beinar og breiðar, því að það er áríðandi fyrir þrifnað og heilsu manna, og er nú stranglega eftir þessu gengið; svo stranglega, að þegar Benedikt sótari byggði sér hús, sem munaði svo sem einum þumlungi frá beinni stefnu, þá varð stæla út úr því, en ókunn- ugt er, hvort Bensa hefur tek- izt að ýta húsinu til um þuml ung eða ekki.“ „EINS OG KOFFORTIN PÓSTSINS" RÖDD AÐ NORÐAN I þessari samantekt eru þess ekki tök að gera grein fyrir skipulagsmálum utan Reykja- víkur. Hér vérður um stund vik ið ögn til hliðar. í blaðinu Norð urlandi birtist i febrúar 1904 grein eftir Pál amtmann Briem á Akureyri (1856—1904), og nefndist greinin „Um skipulag í Akureyrarbæ og öðrum bæj- um hér á iandi.“ Þar er rætt nokkuð um skipulagsmál al- mennt og skipulag Reykjavík- ur, auk þess sem fjallað er um skipulag Akureyrar Greinin hefgt á þessa leið: „Þessa dagana hefur verið full- gert plan yfir Akureyrarbæ. A1 menningur hefur, ef til vill, eigi tekið mikið eftir þessu verki, því að það snertir eigi svo sér- lega mikið hvern einstaka-n bæj arbúa. En það er þeim mun mik ilsverðara fyrir framtíð bæjar- ins, þvi að undir planinu er all mjög komin fegurð hans, greið ar og haganlegar samgöngur og mörg önnur þægindi. Auk þess er afar mikils um það vert fjár hagslega fyrir bæinn, sem bæjar félag, að hafa ákveðið plan, til þess að hann afhendi eigi lóðir sínar í fyrirhyggjuleysi. Þetta plan er margra ára verk. Eng- inn annar kaupstaður hér á landi hefur neitt plan fyrir bygg ingum sinum i framtíðinni. Ak ureyri er í þessu efni á undan öllum öðrum kaupstöðum hér á landi. Byggingarnefnd og bæj- arstjórn eiga ekki aðeins þökk fyrir verk það, sem unnið hefur verið, hjá bæjarbúum, heldur og öðrum bæjum hér á tandi, því að hér er þeim gefið dæmi til fyrirmyndar og umhugsunar. í öðrum löndum er farið að skipa mönnum með lögum að búa til plan yfir bæi. Þetta er af því, að nálega allir eldri bæ ir í Norðurálfunni eru byggðir pianlaust eða að minmsta kosti planlítið. Meðan bæirnir hafa verið litlir, hafa menn smíðað þeim rúm eftir sér, en þegar þeir hafa stækkað, þá hefir rúm ið orðið nokkuð lítið. Það hefur kostað bæinn ótrúlega mikið að fá sér stærra rúm.“ Síðan gerir höfundur grein Giiðmundiir Björnsson fyrir þeim skipulagsvandamál- um, sem riaið höfðu í Kaup- mannahöfn, London og ýmsum bæjum í Noregi, þar sem ekki hafði verið höfð næg fyrir- hyggja. „Fyrirhyggjuleysi forfeðranna hefir lagt þunga skatta á eftir komendurna. Nú eru menn farnir að sjá, hvernig á að hafa húsaskipun og fyrirkomulag á götum. Dýr keypt reynsla hefur fært mönn- um í öðrum löndum heim sann inn um, að það þarf að hafa fast og ákveðið plan til að fara eftir. í Ameríku eru stræti og torg ákveðin, áður en borgin er byggð. og í Norðurálfunni er farið að setja iög um að eigi megi reisa hús í borgum nema eftir ákveðnu plani. Hér á landi vanfar þetta. Ég hefi komið í alla kaupstaði og flesta verzlunarstaði hér á land.i. í flestum þeirra er húsum og götum svo illla fyrirkomið, að það er beinlínis raunalegt. Þess ir ungu uppvaxandi bæir hér á landi geta beðið af því ósegjan legt tjón í framtíðinni, að menn búa eigi til neitt plan yfir húsa- skipun og götur. Það getur stað ið bæjunum fyrir þrifum í fram tíðinni og kostað þá mikið fé að bæta úr því, sem misgert hefir verið, ef annars verður unnt að gera það. Sums staðar ber húsa- skipunin vitni um hálfgerðan skrælingjahátt. Einu sinni var ég staddur upp í fjalli fyrir ofan einn kaupstaðinn og leit yfir húsin. Þau stóðu sitt á hvað mörg þeirra. Þegar pósturinn er nýbúinn að taka ofan í snatri, þá er vanalega ekki mikil regla á koffortum hans. Skipulagið á húsunum var nokkuð l'íkt eins og á koffortum póstsins.“ Þessu næst er vikið að skipu lagi Reykjavíkur. „Á síðari ár- um hefur Reykjavik tekið mjög miklum þroska, en það lítur ekki út fyrir, að menn hafi bú- izt við því, að hún yxi svona mikið, hvað þá meira. Strætin í Reykjavík eru svo mjó, að nú þegar er orðinn hnekkir að því . . . Það er eigi hægt að 3já, hvar' Reykvíkingar hafa hugsað sér að hafa sporvagnabrautir." Gagnrýnd eru ýmis atriði, er snerta skipulag Reykjavíkur, en síðan rætt allýtarlega um skipulag Akureyrar. Greinarhöfundur leggur rnikla áherzlu á, að garðar séu hafðir við hús, en lítið hafði verið lagt upp úr slíku. „Ef bæjarbú- ar hafa þar blóm og runna og tré eins og menn eru byrjaðir á í Aðalstræti (á Akureyri), þá eykst fegurð bæjarins ósegjan- lega.“ í greinariok segir höfundur: „Planið yfir Akureyrarbæ byggist á því, að hann eigi vænlega framtíð fyrir sér. Skipakvíin á að tryggja fiski- veiðarnar, en Akureyri getur einnig orðið iðnaðarbær.“ Má segja, að það hafi mjög komið fram. Páll Briem er sennilega fyrsti maður í valdastöðu, sem fjallar opinberlega um skipulagsmál. Hann átti sæti í bæjarstjórn Ak ureyrar um skeið og hefur vafa laust átt ríkan þátt í því, að gert var áðurnefnt „plan yfir Akureyrarbæ“, sem er sennilega fyrsta heildarskipulagið, sem gert er yfir bæ hér á landi. Sam tíða Páli Briem á Akureyri var Guðmundur Hannesson síðar prófessor og voru þeir nánir vinir og samherjar á mörgum sviðum. Guðmundur var mesti brautryðjandi skipulagsmála hér á íslandi fyrr og 3Íðar og þykir mér ekki ósennilegt, að greinin sýni einnig skoðanir Guð mundai Hannessonar, m.a. um nauðsyn löggjafar um skipu- lagsskyldu hver sem á nú upp- tökin. Frá Guðmundi segir gerr hér á eftir. HORFT ÚT UM LAND. ÍTREK- UÐ NAUDSYN SKIPULAGS- LAGA Vegna vanþekkingar minnar og skorts á heimildum er eins og áður segir ekki rætt, svo að heitið geti, um skipulagsmál ut an Reykjavíkur. Elztu kaupstað irnir fengu hver um sig sérstök lög um byggingarmálefni, svip- uð og Reykjavík hafði fengið. Akureyri fékk byggingarneínd, samkvæmt Opnu bréfi frá 6. janúar 1857, ísafjörður 26. jan- úar 1866 og Seyðisfjörður með lögum nr. 14/1897. Hið mikla aðstreymi, er varS til sjávarsíðunnar um síðustu í greininni Dagskrá 1897, sem áður getur, er einkum fundið að þeirri þróun, sem orðið hafi við Laugaveg, þar sem „rís upp kofi við kofa.“ Þótt „einstakir menn hafi ef til vlll haft hag af því að fá sér mælda út lóð við Laugaveginn undír slíkar bygg ingar, var ekki rétt að leyfa bygginguna, nema hún gæti samrýmzt yið framtíðarhag bæj arins alls.“ Vorið 1898 er enn rætt um „byggingarpólitík þeirr ar stjórnar, sem refsidómur for laganna hefur úthlutað oss.“ Sérstaklega er þó veitzt að „lundakofunum við Laugaveg.“ Er rækilega undirstrikað, hversu afdrifarík glappaskot í skipulagsmálum geti orðið og kostnaðarsamt úr að bæta. Mér þykir allt benda til þess, að Einar Benediktsson sé höfundur þessara greina, en þær birtust nafnlausar. Séð yflr Miðbæinn 1898

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.