Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 18
MORGCNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1971 Bjarni V. Magnússon (Islenzka umboðssalan) og John Haie. * Islenzka umboðssalan: Tekur umboð fyrir Laitram rækjuvélarnar Fyrir nokkm var hér á ferð John Hale, fulltrúi Lai- tram fyrirtækisins í New Orleans, en það fyrirtæki framleiðir rækjupillunarvél ar sem eru vel þekktar hér á landi. Ifale kom hingað til að ganga frá endanlegum samn- ingum við íslenzku umboðs- söluna, sem tekur að sér um- boð fyrir Laitram, hér á landi. 1 stuttu samtali við Morgunblaðið, sagði John Hale, að eftirspurn eft- ir rækjupiilunarvélum fyr- irtækisins hans hefði vaxið svo mjög hér á landi á síð- ustu árum og þær voru nú orðnar svo margar í notkun hér, að nauðsynlegt þætti að hafa umboðsskrifstofu á Is- landi tii að annast sölu og alla þjónustu. Laitram hefði verið fyrst til að framleiða þá teg- und sjáJifvirkra rækjupill- unarvéla sem mest væru not- aðar á Islandi og hinum Norð urlöndunum og hefði ver- ið aðalframleiðandinn fyirir heimsmarkaðinn, á þessu sviði, undanfarin tuttugu ár. Vegna örrar þróunar síð- astliðin tvö ár, hefði eftir- spurn eftir vélunum vaxið mjög mikið, og Mkuðu þær ved, auk þess að söluskilmál- ar væru hagstæðir. Hale sagði að Laitram bæði leiigði og seldi vélarnar og á Norð urlöndum, væri vélarnar yfir leitt teknar á leigu í fyrstu. Hann sagði að stöðugt væri unnið að því að fuMkomna rækjupillunarvélar Laitram og t.d. hefði árið 1968 komið á markaðinn vélasamstæða sem væri sérstakiega gerð til að vinna rækju af þeirri teg- und sem veiðist við Island og hin Norðurföndin. íægar væri búið að setja upp nokkr ar slíkar samstæður á Islandi, og fleirum yrði bætt við á næstunni. Jöhn Hale minntisit á máls- höfðun Laitram, vegna ann- arrar tegundar rækjupillunar véla sem fluttar voru inn til Islands. Höfðað hefði verið mál þar sem í fyrstu hefði verið talið að um einkaleyfis- brot væri að ræða. Nánari rannsókn hefði leitt i Ijós að svo væri ekki og hefði því verið fafflið frá máSshöfðun. Laitram myndi hins vegar halda áfram að fylgjast með að ekki yrði gengið á einka- leyfisrétt fyrirtækisins. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir Asta friðleifsdóttir Nýhöfn II, Presthólahreppi, andaðist þann 20. júní sl. á sjúkrahúsi Húsavíkur. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 29. júni kl. 3. Guðmundur Kristinsson, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Hreinn Elliðason, Guðrún Magnúsdóttir, Jóna B. Ólafsdóttir, Anna Friðleifsdóttir, Gunnar Friðleifsson, Sólveig Friöleifsdóttir. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGURJÓN SIGURJÓNSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. júní kl. 10,30 Svanhildur Sigurjónsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurjónsson, tengdabörn og bamabörn. Móðlr okkar t BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR Nönnugötu 4, verður jarðsungin frá Dómirkjunni mánudaginn 28. júní kl. 1,30 e.h. Einara Þyri Einarsdóttir, Ragnar Einarsson. Diakonissa vinnur sem þjónn Krists Rætt við Unni Halldórsdóttur FRÚ Unnur Anna Halldórs- dóttir er ættuð úr Reykjavik og ber hinn kirkjulega titil dia konissa, sem jafngildir starfs- heiti djáknans. Frú Unnur er eiginkona séra Tómasar Sveins sonar í Neskaupstað og vinn- ur í sóknum hans, sem diakon issa. — Við skulum þá byrja á því strax, frú Unnur, að biðja þig að skýra starf diakoniss unnar fyrir lesandanum, í hverju það felst og hvernig það er fraimkvæmt. — Grunnnám, sem þarf tit þess að gerast diakonissa ligg ur eftir fjórum meginleiðum, ef svo má segja: í fyrsta lagi það nám, sem snertir uppeldis og kennslumál, i öðru lagi hjúkrunarmál, í þriðja lagi fé- lagsráðgjafarsitarf og svo í fjórða lagi guðfræði. Minn þáttur innan þessara fjögurra leiða er það, sem veit að kennslu og uppeldismálum. Frumn'ám mitt var fóstrunám, en síðan fór ég í sérstakan dia konissuskóla, en um hann er ekki að ræða hér á landi, svo ég nam í Svíþjóð. Annars eru slíkir skólar víða á Norðurlönd um. Að námi loknu er svo þunga miðjan í þessu öllu kirkjuleg vígsla. Ýmiss konar prestleg eða kirkjuleg verk falla undir starfssvið djákna og diakon- issu, eftir því til hvers þau eru vígð, en megin verkefni þeirra eru þó þau, er varðfe ýmislegt sem ekki telst bein- línis prestverk, en er hagrænt starf og þá fyrst og fremst í fjölmennum söfnuðum þar sem presturinn kemst alls ekki yf ir neitt annað en brýnustu prestskaparstörf sín. Djáknar oig diakonissur geta unnið prest leg störf önnur en útdeilingu sakramentis. Diakonissa vinnur því sem starfsmaður kirkjunn- ar og hefir með vígslu sinni helgað sig því að vinna sem þjónn Krists í starfi sínu i hverju sem það er svo fólgið. — Er starfssvið þiitt mikið í Norðfirði? — Nei. Því miður verður t Jarðarför mannsins mins, Skarphéðins Sigurðssonar, Minna-Mosfelli, fer fram frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 14. Katrín Giiðninndsdóttir. Frú Unnur A. Ilalldórsdóttir diakonissa það ekki sagt. Við höfum ekk ert safnaðarheimili, utan kirkj unnar sjálfrar, og eigum því mjög erfitt uppdráttar með alla félagsstarfsemi utan henn ar. Þetta gerir það einnig að verkum, að ég hef ekki getað komið þar upp starfsemi á — Að marka Framhald af bls. 11. hugleiðingar um gerð torga og markmið. Verður í því efni að vísa í greínina sjálfa í Lög- réttu. Mér virðist sem hug- mynda þeirra, sem þarna koma firam, gæta töluvert í tillögu þeirri, er Guðjón Samúelsson gerði 1924 að skipulagi Skóla- vörðuhæðar, „Háborg íslenzkr- ar menningar," eins og þá var komizt að orði. Rétt er að vekja athygli á því, að I greininni er sennilega i fyrsta skipti hérlendis vakin at hygli á nauðsyn og þýðingu barnaleikvalla. Þessi grein Guðjóns Samúels- sonar er eins og áður segir vafa lítið hið fyrsta sem birtist á ís- lenzku um skipulagsmál á fræðilegum grundvelli. Má und arlegt heita, að svo mjög, sem Guðjón hefur verið umtalaður fyrir verk sín, skuli þessa merkilega framlags hans til skipulagsmála hvergi getið, svo að mér sé vitanlegt. Þetta var upphafið af hinum miklu afskiptum Guðjóns Samú elssonar af skipulagsmálum, en þau falla utan marka þeirra, sem þessari samantekt eru sett. RÖDD FRÁ KAUPMANNA- HÖFN í ársriti Hins ísl. fræðafélags í Kaupmannahöfn birtist árið 1916 stutt ritgerð eftir Boga Th. t Útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, TORFHILDAR JÓNSDÖTTUR, Bollagötu 9, fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 1.30. Baldvin Jónsson, Jón Baldvinsson, Jórunn Magnúsdóttir. t Útföi eiginmanns míns, sonar, föður og tengdasonar, SIGURJÓNS SIGURJÓNSSONAR, Stigahlíð 34, sem lézt í Borgarspítalanum 22. þ. m., fer fram frá Dómkirkj- unni mánudaginn 28. júní klukkan 10.30. Blóm eru vinsamtegast afþökkuð, en þeim er vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Hulda Valdimarsdóttir og aðstandendur. sviði fræðslu og uppeldismája, sem ég hefði viljað. Hins veg ar hef ég slika starfsemi og við hjónin raunar bæði, inni i Norðfjarðarsókn og þar taka öil börn sveitarinnar þátt í starfinu. Ég er hiras vegar ekki í neinum vafa um að talsverð starfsemi og sitarf yrði fyrir mig ef við gætum fengið safn aðarheimili og starfsaðstöðu í Neskaupstað. — En þið hjón komið nærri fleiri kirkjulegum störfum en nefnd hafa verið til þessa í samtölunum við ykkur? — Já, Prestafélag Austur- lands rekur sumarbúðir fyrir böm í barnaskólanum að Eið- um, en þessar sumarbúðir eru opnar mánaðartíma á hverju sumri. Við ömvumst umsjón með þvi starfi, sem þarna fer fram. Og þar hef ég mjög gott tækifæri til að vinna að áhuga málum mínum. — En þú hefir verið diakon issa fyrr en fyrir austan? — Já, ég var það í þrjú ár hér í Hallgrímssókn í Reykja vík og þar liggur aðalstarf mitt á þessu sviði, sagði frú Unnur að lokum. — vig. Melsted sagnfræðing. Ber grein in sama heiti og þessi saman- tekt mín, „Að marka tóftir til garða“ og mundi mér ókunnugt um skipulagsframtak Ólafs hins helga, sem vikið er að hér í byrjuin, ef ekki hefði komið til þessi ritgerð Boga. Bogi Th. Melsted (1860—1929) starfaði nær alla sína ævi við fræðastörf í Kaupmamnahöfn, en lét sig mjög skipta ýmis fram faramál á fslandi, þótt ekki verði sagt, að hann hafi haft hér mikla mannahylli. Bogi rit- aði mikið um anmað en sagn- fræðileg efni. Meðal þess vax áðurnefnd ritgerð. Þar segir m.a.: „Það er fróðlegt að fara um lönd á vorum tímum og sjá, hvernig bæir og borgir eru byggðar, sumar skipulega með beinum götum og breiðum, sum ar óskipulega með mjóum göt- um og krókóttum. Það er eins og megi lesa út úr byggingarlag inu, hve mikil fyrirhyggja hefur verið höfð, þá er þær hafa verið gerðar, og hvort þar hefur ver- ið markað fyrir tóftum og göt- um, áður en húsin voru reist eða ekki. í engu landi í Norðurálfunni munu bæir vera jafn skipulega byggðir sem á Finnlandi. Það má heita, að þeir séu allir með beinum götum.“ Því tíl stað- festingar lætur Bogi fylgja rit- gerðinni uppdrætti af fjórum finnskum bæjum, er hann telur mjög til fyrirmyndar. Þessir uppdrættir minna helzt á tafl- borð, svo reglulegar eru götur og byggingarreitir. í lok ritgerðarimnar er vikið stuttlega að skipulagsmálum Reykjavikur og bent á nauðsyn þess, að gerður sé skipulagsupp dráttur. Þar er gerð tillaga um ráðstöfun Landshöfðingj atúnsins, sem hann kallar svo, en átt er við núverandi Arnarhól og svæð ið þar austur af, sem þá var óbyggt að mestu. Lagði hann til, að því yrði ráðstafað til op- inberra bygginga eins og orðið hefur að töluverðu leyti. Við get um þó verið þakklát fyrir, að ein tillagan í hinni tímabæru ritgerð Boga Th. Melsteds komst ekki í framkvæmd. Að visu var hún ekki frá Boga runnin, en hann mælti með hennd. Hún var sú, að nýtt hús handa Lands- bankanum (þetta var rétt eftír brunann mikla í Miðbænum) yrði reist á AmarhóM, beint norður af StjórnarráðshúsLnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.