Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLA£>IÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNj 1971 13 Stjórn V-Pakistans miðar markvisst að útrýmingu andstæðinga sinna í A-Pakistan taidir þeir, s«m látizt haía aÆ hunigri, sjúkdómum og hrakn- ingum, sem fylgdu í kjölíar átakanna). En Mascanenhas ted ur starfsemi uppreisnanmanna ekki réttlæta þá afstöðu, sem Vestur-Pakistanstjóm hefur tekið. I-fvað eftir annað sögðu herforingjar við hann, að þeir væru staðránir í því að hreinsa burt ö(H skilnaðarstefnuöffl i A- Pakistan, þó svo það kostaði að drepa svo sem tvær milljón ir manna og stjórna landinu sem nýlendu næstu þrjátíu ár- in. Þeir hetfðu lýst því yfir, að þessar mðstafanir væru nauð- Á sjúkraluisi í Indlandi. Móðir með barn sitt. Það liafði verið skotið í báða fótleggi á flótt «111111 yfir landainærin og faðir þess drepinn. syndegar titt þess að viðhalda einingu Pakistans og þeim hugsjónum, sem ríkið byggðd til veru sína á. En þeir atburðir, ®em gerzt hatfa í A-Pakistan, telur Mascarenhas, að greypist svo óafmáanQega í huga þeirra, sem eftir litfa í landinu, að héð- an S frá verði tómt mái að tala um edningu og hugsjónir. Við verðum að losna við þá... Sutmir herforingjanna héddu því fram, að Hindúarnir hefðu grafið undan efnahagslifi A- Pakistan. Þeir hafi fluitt fó, matvæli og margs konar fram- leiðsduvörur yfir dandamærdn iil Indlands, þeir hatfi verið a)Js ráðandi í stéttum kennara en sjáQfir sent böm sín í sikóía í Kailkútta. Mennitun og menn- ing Bengala hatfi víða verið það sama og menntun og menning Hindúa. Einn sagði: „Við verð- um að tína þá úr og losa okk- ur við þá, til þess að fóilkið geti aftur feng.ið landið sitt og tekið á ný að rækta trú sina — Múhameðstrúna." Annar sagði: „Þetta er styrjöld miidi hinna hreinu og hinna óhreinu. Fólltkið hér kann að játa Mú- hameðstrú en það hefur hugs- unarhátt Hindúa og við hann verðum við að losna. Einungis hinir hreinu og sönnu Múham- eðstrúarmenn eiga að verða eft ir.“ , Mascarenhas segir, að eftir því, sem hann hafi komizt næst, hatfi verið byrjað á áætlunum um hreinsunina í A-Pakistan, þegar Tikka Khan, hershöfð ingi, tók við stjórn Austur- Bengals af Ahsan, flotatfor- inigja, sem hafi verið sýnu mild ari og réttsýnná maður. Það var í byrjun marz, þegar stuðnings menn Mujiburs Rahmans voru tfamir að láta tdl sín taka að ráði etftir frestun þingsins, þar sem Mujibur hatfði fengið yfir- gnæfamdi meirihluta þimgsæta. Senniilega hatfa þeir ráðgert valdatötou, segir Macarenhas, en Ikvöldið 25. marz fóru her- menn V-Pakistans á kreik með lista yfir fjölda manns, er taka skyldi af litfi. Aðailega var áherzía lögð á að útrýma stúdentum, féJagsmönnum AwamibandaJagsins, prófes.sor- um, Maðamönnum og þeim mönnuim nadintoigMðum, er kom- ið höfðu við sögu í kosninga- baráttu Mujiburs. Eftir út- göngubannið i Dacca og öðrum bongum og bæjum A-Pakistans dagana 26. og 27. marz höfðu heilu ibúðéLrhverfin tæmzt atf fólki. Enginn vissd hvað af þvi hatfði orðið, en flestir haJlast að því, að það hatfi verið flutt burt og drepið. Stjórnarherinn átti lengi i höggi við uppreisnarmenn BengaJa í Feni, sem er um 100 km norður af Ohittagonig, og það var ekki fyrr en vika var af maí, sem þeir bröktust burt og fJúðu yfir Iandamærin til Indlands. Flótti slílkra manna, vopnaðra uppreisnarmanna, var herföringjum mikið áhyg'gjuefni. „Takist okfcur ekki að ráða niðurJögum þeirra verða þeir okkur ævarandi hötf uðverkur" hefur Mascarenhas eftir einum herforingjanna. Þar sem uppreisnarmenn höfðu staðið að skemmdarverk- um voru dbúar á stórum svæð- um umhverfis miskunnarlaust drepnir og hús — heilu þorp- in — brennd tii grunna. Þar sem ekki var lagður eJdur í hús Hindúa voru þau eeld „hreinum" Múhameðstrúar- mönnum fyrir llítið fé eða getf- in þeim. Mascarenhas segir frá bæjum og þorpum, sem hann ók um, þar sem hvergi var sálu að sjá en alds staðar blakti fáni Pakistans við hún. Hafði sú saga flogið, að íbúar húsa, þar sem ekki væri fLaggað, væru umisviifalaust drepnir. Vdða höfðu þeir þó ekki tneyst meira á fánana en svo að þeir kusu fremur að flýja og skiJja eftir sig allar eignir. Verkið aðeins hálfnað Þegaæ Mascarenhas fór frá A-Pakistan í maá þóttist hann sjá merki þess, að ógmaröldin mundi ekki ölJ. ÆtJunarverk hersims var ekki nema hálfnað. Tvær herdeildir — 25.000 manns — voru nýkomnar frá V-Pakistan til þess að hreinsa burt uppreisnarmenn. Önnur herdeiddin fékk það hlutverk að loka austurlandamærunum og gæta þess, að þar kæmust hvorki ytfir uppreisnarmenn né vopn þeirra og vistir. Hin her- deildin hafði svipuðu hlutveiiki að gegna í vesturhQuta lands- ins. Þanniig yrði reynt að króa uppreisnanmenn inini og þjarrna að þeim Oengra innd í iandinu. Mascarenhas hefur eftir Bai,g nokkrum höfuðsmanni, að hann hatfi sagt 20. apríl, að hreinsunarstarfið mundi taka tvo mánuði, en sú áætlun hatfi ekki staðizt, uppreisnarmenn hafi veitt harðari mótspyrnu en við var búizt. Þá eru mons- únvindamir og regntíminn að hefjast og má búast við, að það geri a'llar hernaðaraðgerðir ertf iðari. Loks segir Mascarenhas, að í mörgum héruðum landsins sé yfirvofandi hun.gursneyð sökum uppskerubrests. Flutn- ingar matvæla eru erfiðir vegna skemmda á vegum og járnbrautum. Þetta ástand seg- ir hann, að stjóm V-Pakist- ans reyni að fela og hún hatfi verið Mtt hrifin af því að fá fulQtrúa Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í heim sókn, því þá yrðú matvæla.skort inum ekki lenigur leynt — né hjá þvi komizt að þeim bærust til eytrna frásagnir atf hreinsun unum. Frásöginum Masharenhas í „The Sunday TLmes“ ber yfir 'leitt saman við frásagnir ann- ama bJaða, sem oft eru eftir fllóttamönnum hafðar og sendar frá Indlandi. Þeim ber saman um, að Hindúamir hafi ekki einungis tflúið, þeir hafi bein- línis verið reknir úr Jandi — með ýmsum hætti. Þess hefur verið krafizt, að þeir seldu kon ur sínar og dætur í hóruhús V-Pakistansikra hermanna, þeir hafa verið re'knir frá störfum, burt atf jörðum sinum og úr húsum sínum, og þeir hafa ver- ið ofsóttir vegna trúarbragða. Þeir sem ekki hafa verið nógu flljótir að fara hafa fengið kúlu gegnum höfuðið eða hlotið hæg ari en hroðalegri dauðdaga. Fréttamaður OBSERVERs í Kalkútta hefur eftir máQsmet- andi Hindúa, að stjóm Pakist- ans hafi skellt skuldinni opin- berlega á Hindúa í þeirri von, að þá kæmi til ofsókna á hend- ur Múhaimeðstrúanmönnum í Indlandl. Þá mundi umheimur- inn hugsa sem svo, að þatta væri rétt ein trúsirbragðastyrj öldin milli þessara tveggja þjóða, — sem ekkert væri við að gera. Undir slíku yfirskyni gæti stjórn Pakistans hreins að tiQ í A-Pakistan og kúgað íbúana þar til hQýðni. 1 þessari sömu grein segir etftir stuðn- ingstmönnum Mujiburs Raihm- ains að baráittunni fyrir tilvist Bangda Desih verði haldið áfram. 20.000 manna liði hers og lögreglu A-Bengals hafi ver ið komið undir eina stjórn og um 8000 ungmenni séu við þjálf un í skæruhernaði. „Tlhe Econ- omist“ segir ef.tir fréttamanni sínum í Kalkútta, að herstjóm Pakistans brýni fyrir mönnum sinum, að þeir séu að heyja heiQagt stríð. . . því beri þeim skyilda tl að drepa aJJa þá Hindúa og „óhreinu" Múham- eðstrúarmenn, sem þeir nái tál eða hrekja þá burt. Kemur hvarvetna fram, að aðgerðir stjórnarhersins séu margfalt hörkulegri en svo, að þær verði réttlættar með þvi að bæla þurtfi niður uppreisn stuðningsmanna Bangla Desh. Mascarenhas kveðst þeirrar skoðunar, að Pakistan stjóm ætíli sér að gera A-Pakistan að algerri nýlendu V-Pakistana. Herstjórnin hatfi sett sér það takmark að bæla upprei.sn BanigQa Desh manna svo ræki- lega niður, að eklki bóli á and- stöðu næstu áratugina. Til þessa hafa þeir notið hemaðar aðstoðar Kínverja og mjólkað sjóði eriendrar efnahagsaðstoð ar eftir því sem unnt hetfur ver ið, en nú er svo að sjá, sem hvarvetna sé verið að taka fyr ir aðstoð við Pakistan. Hversu þeim verður þá ágengt er enn óséð, en Jjóst er, að aðstoðar- lausuim verður stjórnarhemum róðurinn þungur. Pakistan er fátækt land og ekfci verður endálaust hægt að taka fé frá öðrum framkvæmdum. Mascaemhas segir, að stefna stjórnarinnar sé i þremur meg inliðum. • Það hafi sýnt sig, að BenigaJir séu óáreiðanlegir — því verði þeir að vera alger- lega undir stjóm Vestur-Pak- isíans. • 2. Það verði að endur- mennta BengaQi samkvæmt kenningum M úhameðstrúarinn ar, útiJoka og einangra aðskiJn aðaröfl og koma á steirkum trú ariegum böndum við V-Pakist- an. • Þegar Hindúum hatfi ver ið útrýmt, — þeir annað hvort drepnir eða röknir á flótta — verði eignir þeirra notaðar til þess að vinna fylgi miðstétta Múhameðstrúarmanna og á því fylgi verði í framtiðinni reist- ur grundvöllur stjórnunar- og stjómmá'las.kipunar landsins. Með orð og aðgerðir hersins í huiga kveðst Anthony Mascar enhas ekki í neinum vafa um, að þessari stefnu verði fram- fylgt með oddi og egg. Þúsundir feðra hafa horft á börn sín deyja í hörmungum undanfarinna mánaða, úr hungri, vosbúð, sjúkdómum eða fyr ir hendi hermanna. Hér heldur faðir syni sínum látnum í örm um sér. Hann lifði af flóttann en féll fyrir kólerunni, þegar komið var í áfangastað. Hvar eiga þau von skjóls frá hörmungum og hungri?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.