Morgunblaðið - 27.06.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27, JÚNÍ 1971
19
Að rétta manni allt
upp í hendurnar er
engum hollt
Rætt við séra Tómas Sveins-
son á prestastefnu
NÚ um prestastefnuna náði
Mbl. tali af nokkrum mönn-
um klerklegrar stéttar og
ræddi við þá um málefni
kirkju og trúar. Auk prest-
anna ræddum við við frú
Unni Önnu Halldóx-sdóttur,
diakonissu, en hún hefir
sama stéttarstig innan kirkj
unnar og djáknar. Frú Unn-
ur mun eina diakonissan,
sem stundar það starf hér á
landi í dag. íslenzkt nafn er
raunar ekki til yfir þetta
starfsheiti, en það hefir á
stundum verið nefnt safnað-
arsystir, en diakonissunafn-
ið mun þó algengara í al-
mennri notkun.
—O—
Séra Tómas Sveinsson er
ungur prestur, tæplega þrítug-
ur að aldri, Reykvikingur að
uppeldi, en af skaftfellsku og
skagfirzku íoreldri.
I upphafi samtals okkar snú-
um við okkur að æskulýðsstarfi
og öðru kirkjulegu félagsstarfi,
sem unnið er utan kirkju í kalli
hans í Norðfirði.
— Hvert er álit og afstaða
þín til kirkjulegs féagsstarfs
utan kirkjunnar sjálfi’ar?
— Ég álít að öll starfsemi,
sem fram fer utan kirkjubygg-
ingarinnar, en á hennar vegum
og í tengslum við hana, sé tæki,
við gætum jafnvel kallað það
áróðurstæki, eða aflgjafi til að
laða fólkið að kirkjunni sjálfri
og auka kristna trú. Þannig lít
ég á, að einmitt allt kirkjulegt
starf utan kirkjunnar sé henni
dýrmæt nauðsyn og henni til
uppbyggingar og stoðar og þar
með kristninni í heild til fram-
gangs og blessunar.
— Við teljum okkur vist flest
þekkja unglingastarfið innan
kirkjunnar og það þarf ekki
nánari skýringar, en kæmi ekki
einhver fjölbreyttari félags-
starfsemi til greina i tengslum
við kirkjuna.
— Jú, vissulega. Þar kæmi
ekki síður til greina að halda
uppi einhverri félagsstarfsemi
fyrir gamalt fól'k, eða fólk, sem
komið er yfir starfsaldur og
þarfnast ekki síður félagslegs
samneytis en aðrir borgarar.
Það gæti haldið ýmiss konar
smáfundi sér til skemmtunar
með kristilegu ívafi, sér til fé-
lagslegrar afþreyingar. Og
raunar eru það allir aldurs-
flokkar, sem eru i þörf fyrir
að kirkjan sé í sem nánu'stum
tengslum við þá. Mér var á
skólaárum minum bent á, að
kirkjan vanrækti að koma til
móts við það fólk, sem er hlað-
ið hvað mestri starfsorku og
stendur mest og lengst í önn
dagsins, fólk, sem er á miðj-
um starfsaldri.
í hvaða mynd gæti kirkj-
an í auknum mæli, og i annarri
mynd en guðsþjónustunni,
komið til móts við þetta fólk?
— Það hefir verið rætt um
þetta t.d. á prestastefnu að
aukin samskipti við hið al-
menna sóknarbarn gæti komið
til í sambandi við skh’nina og
raunar önnur prestverk, sem
unnin eru fyrir fólkiö. Sam-
bandið gæti komizt á eða auk-
izt með þvi að afhenda þessu
fóiki baikling um skírnina og
mikilvægi hennar og ræða þá
um bæklinginn og efni hans og
komast jafnvel út fyrir það
efni ef svo vill verkast. Það
væri að sjálfsögðu gott að fólk
læsi þennan bækling, en þó
mundi sambandið og tengslin,
hin auknu samskipti sem hlyt-
ust með þessum umræðum,
ekki verða síður mikilvæg, en
bæklingurinn sjálfur. Þessi
kynni við fólk á miðjum starfs-
aldri má svo auka í hvert sinn,
sem vinna þarf fyrir það prest-
Innilega þakka ég ölium ætt-
ingjum og vinum, sem glöddu
mig með heimsóknum og
gjöfum i tilefni af áttræðis-
afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Katrin S. Vivatson
frá Þorgeirsstaðahlíð.
ÞAKKIB
Stjórn Prestafélags hins
forna Hólastiftis, söfnuðum
mínum í Hálsprestakalli, fjöl-
skyldu minni, frændum og
vinum austan hafs og vestan,
þakka ég innilega auðsýnda
virðingu og vinarhug síðastl.
17. júni.
Friðrik A. Friðriksson,
prestur, Hálsi Fnjóskadal.
Hjartanlega þakka ég þeim mörgu vinum, vandamönnum og
öðrum velunnurm, nær og fjær, sem á margvíslegan hátt sýndu
mér vinsemd sína á 85 ára afmæli minu
Guð blessi ykkur ftH.
Eyjólfur J. Eyfells.
þakka ðllum þeim, sem hafa tekið á móti mér á íslandi.
Sérstaklega þakka ég Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Ásbirni Pét-
urssyni, bræðrunum Sigurði og Ingólfi Guðmundssonum, Ein-
ari Árnasyni, Báru Elíasdóttur, Þórði Þórðarsyni, Stefáni Hall-
dórssyni og Brynhildi Hermannsdóttur.
Óli S. Gíslason.
Árborg, Mariitoba, Canada
verk. Þannig er hægt að fylla
að nokkru i það skarð sem
myndaðist við, að hinar fornu
húsvitjanir og nánu tengsl milli
prests og safnaðar lögðust nið-
ur. Einnig hefir borið á góma
að fylgjast með hinu skírða
barni t.d. árlega, og til þeirra
starfa íengjust menn úr hópi
leikmanna. Barninu yrði siðan
fylgt allt til þess er það væri
komið á sunnudagaskólaaldur.
En hvað, sem gert verður, og
hvemig sem farið verður að,
er það staðreynd, að kirkjan
verður i auknum mæli að koma
til fólksins.
— Hvernig lítur þú á afskipti
prestanna af almennum félags-
málum sem ekki eru kirkjulegs
eðlis, og þátttöku þeirra í fé-
lagsstarfsemi fólks almennt og
jafnvel skemmtanahaldi þess.
Eru ekki mörg tækifæri þar
ónotuð til þess að auka kynni
til samskipta og tækifæri fyrir
prestinn til að hafa holl og góð
áhrif á safnaðarfólk sitt?
— Jú, vissulega. Ég tel að
það sé ekkert eðlilegra en að
presturinn taki þátt i almennu
félagsstarfi fófks og þar eigi
hann sín tækifæri. Fólki hættir
of mikið til að lita á prestinn
aðeins sem embættismann sinn,
en ekki sem sálusorgara sinn,
félaga og trúnaðarmann. Sókn-
arbarnið á að muna eftir því
að það má leita til prests sins
með hvers konar vanda, sem
það þarf kannski eitt við að
glíma, og getur ekki tjáð sig
um, jafnvel ekki fyrir sínum
nánustu. Það er ekki víst að
presturinn geti leyst þann
vanda sem við er að etja, en
hann á að geta létt byrðina og
sumum er tjáningin á vandan-
urri ein saman mikil fróun og
hjálp, en Islendingurinn er
gjarnan dulur og birgir inni
vanda sinn og stríðandi hugð-
arefni, sem kvelja hann. Ef til
vill getur presturinn af þekk-
ingu sinni leiðbeint þeim, sem
á í hugrænum vanda, ef til vill
er það aðeins þekking og leið
beining sem til þarf til að létta
hinum hugkvalda byrði sína.
- - Hjálpsemi og kærleikur
eru dyggðir, sem kristin trú
boðar. Þú hefir sérstakar skoð-
anir í sambandi við þetta.
— Já, ég álit að skilyrðislaus
kærleikur sé engum hollur og
að rétta mönnum allt upp í
hendurnar sé til þess að skapa
ábyrgðarleysi og geti þvi verið
einstaklingnum, sem þess nýt-
ur, skaðlegt.
— Þú hallast að því að gamla
orðtakið sem segir, að æ skuli
gjöf til gjalda, eigi rétt á sér.
— Já, það er skoðun mín. Ég
lit einnig svo á að það sé of
mikið á sig lagt, á bezta tima
ævi hvers manns af alltof mörg
um, að berjast fyrir hinum ver-
aldlegu gæðum og fínu um-
hverfi kringum sig. Þótt ekk-
ert sé nema gott um það að
segja, ef ekki gleymast hin
andlegu verðmætin, í barátt-
unni um lífsins gæði. Þess
munu dæmi að menn hafa lagt
að velli heilsu sina líkamlega í
þessari baráttu, en ég óttast að
menn hafi einnig gleymt and-
legu velferðinni og hinum hug
í’íena þroska.
Hvað segir þú um ræður
prestanna, sem mörgum finnast
um of trúfræðilegar en í minni
snertingu við sjálft lífið og
hugðarefni hvers og eins á
hverjum tíma?
Ég er ihaldssamur í túlk-
un orðsins, en ég álít að
ræðan verði út frá tekstanum
að varpa ljósi á samtimann. En
kannski er það megin vandinn,
sem að er í dag, að við þekkj-
Séra Tómas Sveinsson,
Neskaupstað.
um ekki þann Guð, sem vill
okkur vel og elskar okkur. Mér
finnst að rauði þráðurinn í
starfi prestsins sé samskipti
hans við samborgara sína og
samneyti við þá i auknari mæli
en verið hefir, sagði séra Tóm-
as að lokum.
— vig.
Fljúgið
i sumarleyfíð
vel tryggð
IÐGJ0LD FERDATRYGGINGA HAFA LÆKKAÐ VERULEGA
FERÐATRYGGINGAR OKKAR ERU ÓbtRAR OG VlÐTÆKAR. ÞÆR TRYGGJA YÐUR FYRIR AILS KONAR SIYSUM, GREIOA
DAGPENINGA VERÐIÐ ÞÉR OVINNUFÆR SVO OG ORORKUBÆTUR OG FJOLSKYLDU YÐAR DANARBÆTUR.
MIÐAÐ VIÐ 100.000,— KRÓNA TRYGGINGU I HAlFAN MÁNUÐ ER IÐGJALD NÚ KR. 47.00 EN VAR ÁÐUR KR. 81 00
FARIÐ EKKI ÖTRYGGÐ I SUMARLEYFIÐ. TRYGGIÐ YÐUR HJA AÐALSKRIFSTOFUN Nl EÐA NÆSTA UMBOÐI.
SAMVINNUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500