Morgunblaðið - 01.07.1971, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚL[ 1971
Útgafandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvaamdaatjóri Haraidur Sveinsson.
Rilatjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Aðatoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fráttaatjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstrœti 6. simi 22-4 80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
( lausasölu 12,00 kr. eintakið.
HÖRMULEGT SLYS
au hörmulegu tíðindi hafa
borizt frá Sovétríkjunum,
að þrír geimfarar hafi fundizt
látnir í geimskipinu Sojus-11,
eftir að geimfarið hafði lent
mjúkri lendingu að lokinni
iengstu dvöl manna í geimn-
um til þessa. Sovézku geim-
fararnir í Sojus-11 höfðu
dvalizt í geimnum í 24 daga,
en sem kunnugt er, var geim-
skip þeirra tengt geimstöð-
inni Saljut og var sú tenging
stór áfangi í þeirri viðleitni
Sovétríkjanna að koma upp
varanlegri rannsóknarstöð úti
í geimnum.
Enn er ekki vitað,
hvað valdið hefur dauða
geimfaranna þriggja. Allt til
þess, er geimskip þeirra
kom inn í gufuhvolf jarð-
ar á ný, hafði ferðin gengið
að óskurn, og það kom mjög
á óvart, er geimfarið var opn-
að eftir lendingu og í ljós
kom, að geimfararnir voru
allir látnir.
Það hefur alltaf legið ljóst
fyrir, að mannaðar geimferð-
ir eru mjög hsettulegar, enda
þótt flestar geimferðir til
þessa hafi verið svo vel
heppnaðar, að vitund fólks
um þá áhættu, sem braut-
ryðjendumir í geimferðum
taka á sig hafi nokkuð slævzt.
Vitað er um fjóra geimfara,
sem látizt hafa þar til þetta
hörmulega slys varð; þrír
geímfarar fórust í Apollo-
geimfari, sem brann á jörðu
niðri, og einn sovézkur geim-
fari hefur látizt í lendingu.
Það slys, sem nú hefur orð-
ið, sýnir að enn geta hinir
óvæntustu atburðir orðið í
sambandi við geimferðirnar,
atburðir sem koma vísinda-
mönnum algjörlega á óvart,
þrátt fyrir hinar umfangs-
miklu tilraunir og rannsókn-
ir, sem gerðar hafa verið á
áhrifum geimferða á mann-
inn. En þrátt fyrir þetta sorg-
lega slys, verður geimferðum
haldið áfram, bæði í Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum.
Þessar tvær stórþjóðir hafa
markað nokkuð mismunandi
stefnu í geimferðaáætlunum
sínum. Bandaríkjamenn hafa
lagt allt kapp á mannaðar
ferðir til tunglsins. Sovét-I
menn hafa lagt meiri áherzlu
á að koma á fót varanlegri
rannsóknarstöð úti í geimnum
og geimfararnir þrír létust,
þegar miklum áfanga hafði
verið náð á þeirri braut.
Hinar óráðnu gátur geims-
ins og annarra hnatta munu
halda áfram að freista jarð-
arbúa. Er fram líða stundir
eigum við áreiðanlega eftir
að fá svör við mörgum þeim
spurningum, sem leitað hafa
á um aldir. Þegar saga geim-
ferðanna verður skráð síðar
meir, munu nöfn brautryðj-
endanna, sem fórnuðu lífi
sínu í þágu þessarar viðleitni,
ekki gleymast.
Hveríu svarar Hannibal?
Tj'lokkstjórn Alþýðuflokksins
* hefur nú svarað bréfi
Ólafs Jóhannessonar, for-
manns Framsóknarflokksins,
þar sem Alþýðuflokknum er
boðin þátttaka í viðræðum
þeim, sem nú fara fram
milli stjórnarandstöðuflokk-
anna um myndun nýrrar
ríkisstjórnar. En tilboð Ólafs
Jóhannessonar til Alþýðu-
flokksins kom fram eftir ósk
Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna.
í svari sínu til formanns
Framsóknarflokksins segir
flokksstjórn Alþýðuflokksins:
„Flokksstjórn Alþýðuflokks-
ins telur, að nú að loknum
kosningum sé eðlilegt, að
gerð verði tilraun til þess að
sameina lýðræðissinnaða jafn
aðarm. í einum flokki og lít-
ur svo á, að úrsJit kosning-
anna hafi áréttað mikilvægi
þess máls. Flokksstjórnin tel-
ur, að þessar tilraunir til
sameiningar jafnaðarmanna
eigi að vera undanfari við-
ræðna um stjómarmyndun,
og telur Alþýðuflokkurinn í
ljósi kosningaúrslitanna ekki
fært að ganga til samninga
um stjómarmyndun án þess
að áður hafi verið gerðar al-
varlegar tilraunir til samein-
ingar jafnaðarmanna. . . . Af
þessum ástæðum telur flokks
stjórnin því þátttöku Alþýðu
flokksins í ti'lraunum til
stjórnarmyndunar ótímabæra
nú. . . .“
Af þessu svari Alþýðu-
flokksins er Ij óst, að Alþýðu-
flokkurinn hefur hafnað til-
boði um þátttöku í viðræð-
um þeim sem nú standa yfir
um myndun vinstri stjórnar,
en hins vegar hefur flokkur-
inn lýst sig reiðubúinn til
viðræðna um Sameiningu lýð-
ræðissinnaðra jafnaðarmanna
í einum flokki. Nú er spurt
hver viðbrögð Samtaka frjáls
lyndra og vinstri manna
verða. Halda þau stjórnmála-
samtök áfram þátttöku í við-
ræðum um myndun vinstri
stjórnar eða fallast þau á til-
boð Alþýðuflokksins um at-
hugun á sameiningu þessara
flokka? í kosningabaráttunni
lagði Hannibal Valdimars-
son, formaður SFV, höfuð-
áherzlu á slíka sameiningu og
verður nú fróðlegt að fylgj-
ast með því, hvert svar hans
verður.
Hörmuleg
endalok
Geimfararnir sem fomst: V
lengstu fer
í geimnum
HÖRMULEGUR dauðdagi
sovézku geimfaranna í Soj-
usi 11 hefur ennþá einu
sinni sýnt að mannaðar
geimferðir eru hættulegar
engu síður en fyrstu flug-
ferðirnar á sínum tíma. Op-
inberlega er ekki vitað um
dánarorsök geimfaranna,
þar sem Tass-fréttastofan
hefur aðeins sagt að þeir
Georgi Dobrovolski, Victor
Patsajev og Vladislas Vol-
kov hafi fundizt látnir í
geimfarinu þegar komið var
að þeim eftir lendingu að
loknu lengstu mönnuðu
geimferðinni. Þéir voru alls
24 daga á lofti, lengst af í
geimstöðinni Saljut.
Enginn vafi er á þVí, að um |
fangsmikil rannsókn verður
gerð á dauða geimfaranna, en
þar til henni lýkur geta menn
aðeins getið sér til um hvað
dauða þeirra olli. Skyndileg
endurkoma í aðdráttarsvið
jarðar eftir lengstu dvöl
manna í þyngdarlausu ástandi
kann að hafa riðið þeim að
fullu. Andrúmsloftið í geim-
farinu kann að hafa eitrazt,
eða hitahlífar bilað. Eftir 24
daga dvöl í geimnum í þyngd
arlausu ástandi er það gífur
legt álag á mannslíkamann að
finna aftur fyrir þyngdarafl
inu. Á leiðinni til jarðar verða
geimfararnir skyndilega fyrir
þrýstingi sem samsvarar um
250 kílóum. Þess vegna er það
hald margra sérfræðinga að
þetta skyndilega og mikla álag
hafi valdið dauða geimfaranna.
En hvað sem dauða þeirra olli
er víst að orsökin mun fimn-
ast og að gerðar verða nauð
synlegar ráðstafanir til úrbóta.
Geimferðum verður haldið 1
áfram eins og ekkert hafi í
skorizt — en ekki er hægt að
útiloka fleiri slys í geimnum á
komandi árum.
• FYRRI ÓHÖPP
Fyrri geimferðarslys hafa
ekki bundið enda á ferðir
manna út í geiminin, og senni
lega verður síðasta geimslysið
ekki til þes3 heldur. Fyrsta
geimslysið, sem vitað er um
var dauði bandarísku geim-
faranna af Apollo 1, 27. janúar
1967, þeirra Virgil I. Grissoms,
Edward H. Whites og Roger
B. Chaffees. Þeir létust þegar
geimfar þeirra brann til ösku
við tilraun á geimpallinum á
Kennedyhöfða. Slysið beindi at
hyglinni að ýmsum vankönt
um á Apollo-áætluninni, og
geimferðaáætlun Bandaríkja-
manna tafðist um 18 mánuði
meðan gallar þeir, sem fram
komu við ítarlega rannsókn
voru leiðréttir. Árangurinn
varð sá, að Apollo-áætlunin
Tenging Sojusar 11 og Saljut á braut.