Morgunblaðið - 08.08.1971, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.08.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1971 r_ 19 Skáld úr strætinu ÓILGAN í bandarísku þjóðlífi getur af sér börn af ýmsu tagrL Eitt þeirra er skáldið Spit (þ.e. ,,Hráki“), öðru nafni Kobert Womack. Reyndar segist hann ekki vera skáld. „Það sem ég skrifa eru ekki Ijóð, það er ekki draumur. Það reynir að komast sem næst raunveru- leikanum.“ Spit er reitt orð og Spit er reiður maður. Hann segist hafa erft þetta nafn frá bróður sínum, sem „hrækti mikið í skóla". Sjálfum gekk honum illa í skólanum, hon- um var ýtt áfram en dróst samt aftur úr. Hann sér eftir að hafa ekki haldið áfram og ráðleggur mönnum að nýta sér skólanám til hins ýtrasta. Ein ástæðan fyrir þvi að hann yrkir ljóð er að hann vill læra Ellsberg fyrir rétt Boston, 6. ágúst. NTB. BK. Daniel Ellsberg, sem hefur játað að hafa útvegað blaðinu The New York Times efni leyni- skjalanna úr landvamaráðu- neytinu, verður leiddur fyrir rétt í Los Angeles 16. ágúst. Hann er ákærður fyrir trúnaðar- brot og ólöglega dreifingu efnis skjalanna. Ellsberg fer frjáls ferða sinna, þar sem honum var sleppt úr varðhaldi gegn 90.000 dollara tryggingu. Ráðstefna guðfræðinga í Zagreb Zagreb, 6. ágúst — NTB UM 150 guðfræðingar frá 22 löndum sitja sex daga ráðstefnu, sem hefst í Zagreb í dag. Er það 1 fyrsta sinn, sem slík ráðstefna — en hún er helguð rannsóknum og kenningum varðandi Maríu mey — er haldin í kommúnísku landi. Guðfræðingarnir eru grísk kaþöiskir, rómversk-kaþólskir, mótmælendatrúar og frá ensku bisíkupakirkjunni. Efni hennar er Maríudýrkun frá 6. til 11. ald- Israelskar Katyusha- eldflaugar Tel Aviv, 6. ágúst — AP ÍSRAELSMENN vinna að smiði Katyusha-eldflauga, sem Kússar fundu upp og hafa orðið frægar fyrir notkun þeirra í Vietnam- stríðinu og baráttu palestínskra skæruliða gegn fsraeismönnum, að því er segir i blaði ísraelska hergagnaiðnaðarins í dag. • 100 DRUKKNA Bagdad, 6. ágúst. NTB. Um 400 Persar drukknuðu í nóitt þegar bátur sem átti að flytja þá ólöglega til Kuwaiit sökk á Perisaflóa í Stórsjó. Um 100 Plersum tókst að synda í land á lftilli eyju um 50 km suðaustur af Kuwait. • MANDTÖKUR ÚT AF SLYSI Belgrad, 6. ágúst. NTB. Séx j á r n bnau tarstairf smienin haifa verið handteknir vegna j árnibrautarslysisina hjá Belgrad á miðviikudagskvöld er kostaði 35 manns lífið. að „stafa“, sem merkir að tjá sig rétt. „Ég er að leita að tjáningarhætti. Einhver verð- ur að mæla fyrir munn fólks- ins á strætinu, hvort sem það er ég eða einhver annar.“ Spit er fæddur í Washing- ton fyrir 24 árum. Hann stundar verkamannsstörf við háskólann í Georgetown og alla tíð hefur hann verið í lausavinnu. En nú er ýmis- legt að gerast hjá honum; blaðið D. C. Gazette birti heila síðu af ijóðum eftir hann; hann kom nýlega fram í sjón- varpsumræðu um listir og nú er Spit að skrifa ljóðabók. 1 viðtali við blaðið Inter- national Herald Tribune seg- ist hann vera að „reyna að lýsa daglegu lífi hversdags- mannsins. Ég er ekki að reyna að ógna neinum. Ég er frjáls. Ef mönnum finnst þeir Robert Womack, skáldið Spit. vera kúgaðir, þá reyna þeir að tjá þá kúgun.“ „Ég er ekki beizkur mað- ur nema varðandi réttindabar- áttu blökkumanna. Maður getur ekki aðeins verið beizk- ur, annars endar það með þvi að maður finnur beizkjubragð sem komu hingað um 1933 af kartöflunum sínum. Fólk- ið, sem ég yil tala við, er ekki hinir herskáu — sérhver sem er blökkumaður hlýtur mig langar að ná til, eru þeir, að vera herskár. Fólkið, sem með nokkur hænsni í vax- pappir og rúman dollara í vas anum; fólkið, sem fer á fætur um dagrenningu, sendir fimm krakka i skólann og fer síðan í vinnuna; fólkið, sem heldur þessari borg og öllum öðrum borgum gangandi og vinnur sér inn 80 dollara á viku eftir 20 ára starf; fólkið, sem er mest annt um að komast af. Síðan getum við talað um þá herskáu." Spit er ekki ánægður með hvernig óeirðir fara fram og fyrir hverju er barizt: „1 stað þess að lúskra á milljónamær- ingnum, þá horfa menn á kadiljákinn hans og segja: Einhvern tima ætla ég að fá mér svona. Að hverju óeirð- irnar beinast: Hverjir eiga húsin, sem brennd eru í óeirð- unum? Ekki ríka fólkið, held- ur okkar eigið fólk. Hverjir deyja vegna ofbeldis, átta, níu, ellefu stykki daglega?, Það eru svertingjar. Hvítir menn deyja ekki vegna of- beldis. Hvítir menn deyja vegna gaiisteina ... Ég skrifa fyrir fólkið á strætinu. Ég vil gera því stöðu þess ljósa.“ Hér á eftir fer eitt ljóða Spits, „hráki“ beint úr bandarískum rennusteini, af- urð götunnar: Day and night Me and my wife We continues To fight But our life is good So I think I work the weekdays and on The weekends I drink. Cause mah wife She understans I'm poor And proud Her Black Man Keeping our beans And bread in the house Is my chore To mah wife ' 1 For It is her To Whom I devote mah life.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.