Morgunblaðið - 10.08.1971, Síða 14

Morgunblaðið - 10.08.1971, Síða 14
14 MORGUNHLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGÚST 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Svoinaaon. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonrfiS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrasti 6, aími 10-100 Áuglýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. fi mfinuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. AÐVÖRUN TRYGVE BRATTELI Komu púkarnir — sem bitu Júdaí — Með hliðsjón af íslendinga- sögum rekur S. E. Morison ferðir írsku íslendinganna sem hröktust undan norræn- um mönnum F’r það tók að kvisast, að ^ þeir Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson, sem af hálfu Framsóknarflokksins tmnu að myndun vinstri stjómarinmiar, mundu tilleið- anlegir til að fallast á kröfur kommúnista um brottrekstur vamarliðsins, reyndu ýmsir áhrifamemn í Framsóknar- flokknum að beita sér gegn þessum fyrirætlunum. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erf- iði eins og stj órnarsamning- urinn ber með sér, en orða- lag þess ákvæðis, sem um vamarliðið fjallar, er með þeim hætti, að hvarvetna hef- ur verið litið svo á, að herinn ætti að reka úr landi innan fjögurra ára og ísland yrði þar með vamarlaust. Forustumenn Framsóknar- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hafa að vísu að undanförnu leitazt við að draga í land og benda á, að fyrst í stað a.m.k. sé ein- ungis um að ræða endurskoð- un vamarsamningsins, en ekkert liggi fyrir um það, að Honum verði sagt upp. Þessar yfirlýsingar eru góðra gjalda verðar, en þær hefðu gjaman mátt birtast strax og mál- efnasamningurinn sá dagsins Ijós, því að þá hefði ef til vill verið hægt að draga úr þeim áhyggjum, sem ábyrgðarleys- ið í varnarmálunum hefur valdið. ' Hin hvatvíslega yfirlýsing stjómarinnar um vamarmál- in er þeim mun alvarlegri sem þau mál bar lítið á góma í kosningabaráttunni og hinir svonefndu vinstri menn gerðu þau ekki að neinu kosningamáli. Um varnar- málin var því ekki kosið að öðra leyti en því, sem ætla mátti, að menn létu sér sæmi- lega lynda það fyrirkomulag, sem á þeim málum er, úr því að enginn flokkur gerði þetta mál að sérstöku kosninga- máli. Ef til vill má segja, að það sé miður farið, hve lítið hefur verið rætt um varnir landsins á undangengnum mánuðum og raunar áram, svo ríkt tilefni sem þó er til þess, að Íslendingar hafi opin augun í þessu efni. Enn kem- ur það glöggt fram í grein þeirri, sem birtist hér í blað- inu sl. sunnudag um her- styrk Rússa á Norður-At- lantshafi, en þar era t.d. birt eftirfarandi ummæli Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs: „Rússar hafa dregið saman ógrynni liðs við norðurvæng NATO, öflugra herlið en nokkra sinni fyrr, þó að síð- ari heimsstyrjöldin sé hugsan lega undantekning. Það er augljóst, að uppbygging her- afla Sovétríkjanna skammt frá landamærum Noregs er ekki mál, sem aðeins varðar tvíhliða samskipti Noregs og Sovétríkjanna, heldur er hér um að ræða lið í heildarhem- aðaráætlim Sovétríkjanna um allan heim. Staðsetning svona mikils liðsafla jafnnálægt landi okk- ar sýnir okkur ótvírætt. al- vöra hemaðarástandsins í heiminum.“ Allar umræður, sem að undanförnu hafa orðið um hemaðarþýðingu íslands og flotaveldi Sovétmanna á Norður-Atlantshafi, ber að sama branni. Allir eru sam- mála um, að Sovétmenn leggi höfuðáherzlu á uppbyggingu flota síns á höfunum milli íslands og Noregs og um- hverfis ísland. Hinn hernað- arlegi þrýstingur af hálfu Rússa er einmitt í næstu nálægð við okkur, og hemað- arþýðing íslands er þess vegna talin meiri en ekki minni en áður var. Við íslendingar höfum litla þekkingu á hernaðarmálefn- um og vildum auðvitað helzt vera lausir við að þurfa að leiða að þeim hugann. En svo bamalegir getum við þó ekki verið að loka augum og eyr- um fyrir því, sem er að ger- ast í kringum okkur. Varnir á íslandi era nauð- syn, ill nauðsyn getum við sagt, en nauðsyn engu að síð- ur. Auðvitað vildum við öll geta verið laus við það að hafa hér hervamir, og sá tími kemur vonandi að þeirra verði ekki þörf. En sízt er ástæða til að draga úr vörn- unum, þegar ógnir era aukn- ar af hálfu hinna 'austrænu yfirgangsmanna og ásælni þeirra er einmitt í næsta ná- grenni við okkur. Hitt er rétt, að á hverjum tíma á að hafa opin augu fyrir hugsanlegum breytingum á fyrirkomulagi varnanna. Fleiri og fleiri gera sér nú grein fyrir þeirri skammsýni, sem Framsóknarflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna sýndu, er þeir létu undan kröfum kommún- ista um brottrekstur varnar- liðsins. Nú ríður á að forustu- mernn þessara flokka finni hvert almenningsálitið er í þessu efni, því að þá kynni að reynast unnt að koma í veg fyrir fleiri gönuhlaup og standa þannig að vamarmál- unum, að öryggi landsins verði ekki teflt í hættu. Á dögum sæfarans St. Brend- ans var írland þegar orðið hið mesta menningarrlki á evrópsk- an mælikvarða segir Samuel Eliot Morison, og kristin trú blómgaðist. En jafnvel í klaustr- unum gátu menn orðið fyirir freistingum. Því var það al- gengt, að írskir munikar legðu á haf út til að leita að stöðum, þar sem þeir gætu lifað óáreitt- ir og án þess að finna fyrir sín- um mannlegu en holdlegu veik- leikum. Þeir tóku sér bólfestu á klettaeyjum umhverfis Iand sitt eða héldu lengra — og þannig fundust ísland og Fær- eyjcir. Morison bendir á, að fornírsk ar bókmenntir, bæði kristnar og heiðnar, segi frá mörgum slík- um sjóferðum — Imram — eins og þær hafi verið kallaðar, en þeirra merkastar hafi verið ferðir St. Brendans. Þær hatfi lika verið jafn vinsælar á mið- öldum og söngvar Rolands og frásagnimar af Arthur konungi. Til séu a.m.k. hundrað og tuttugu handrit af aðalfrásögn- inni um ferðir St. Brendans." „Navigatio Sancti Brendani Abbatis" og þrjú þessara hand- rita séu frá því snemma á 11. öld. Þar að auki segi ýtarlega 2. grein frá æviferli munksins I ritinu „Vita St. Brendani". SAUÐFÉ OG STORKNAÐUR S.JÓR St. Brendan var frægur kirkj- unnar maður. Hann hafði kom- ið á fót fjórum klaustrum og sig'lt nokkrum sinnum til Eng- lands, Skotlands, Wales og Bre- tagne. Hann var orðinn sjötug- ur, þegar hann hóf könnunar- ferðir sínar og þá vegna frá- sagnar aldraðs vinar, sem sagði, að sonur sinn Mernoc, hefði ekki aðeins fundið dásamlega eyju þar sem byggi fjöldi munka, hann hefði lika íundið hið fyrir- heitna landa dýrlinganna. Kvaðst vinurinn hafa farið þangað með syni sínum og til sönnunar lét hann Brendan lykta af fötum sínum sem ennþá —• eftir fjöru- tíu daga sjóferð þaðan — báru merki blómailmsins frá þessari blessuðu eyju. Þetta freistaði St. Brendans og hann fékk til Mðs við sig fjórtán munka. Þeir föstuðu I fjörutíu daga, byiggðu sér svo skip og ýttu frá landi. Eftir fjörutíu daga ferð voru vistir þeirra þrotnar. Þá sáu þeir fyrir sér háa, grýtta eyju, þar sem fossar féllu atf háum klettum, en hvergi tókst þeim að taka land, fyrr en Drottinn al- máttugur greip í taumama. Á þessari eyju fundu þeir fyrir klaustur, þar sem þeir höfðust við um hríð — og mann nokk- urn, sem sá um það eftirleiðis á sjö ára reisu Brendans og fé- laga hans frá einni eyjunni til apnarrar, að þeir hefðu alltaf nægan mat og drykk. Á einum stað hittu þeir fyrir sauðfé hvítt x stórum hópum og stærra vexti en uxa, á öðrum stað fundu þeir slíka fugla- mertgð, að vart sá í trjágróður fyrir þeim. Einn fuglanna tjáði þeim félögum á góðri iatínu, að þeir væru hinn fallni englaher Liucifers. Eitt sinn er þeir voru að matast, þar sem þeir töldu eyju Mtla, sigldi hún skyndilega af stað með þá — reyndist þá eyj- an hvalur mikiU. Um tíma sigldu þeir í storknuðum sjó — væntanlega ísreki —- og sáu fyr- ir sér dularfulla byggingu með turnurn og giitrandi spírum, sem ÚR HAND- RAÐANUM SAMEININGAR (TIL) RAUNIR „VINSTRI“ FLOKKANNA Öllum er enn í fersku minni keðju- bréfafaraldurinn sem geisaði fyrir rúrnu ári. Mörigum fannst þetta hinn mesti ðfögnuður og eftir nokkurn at- ganig tókst að kveða hann niður. En þó að faraldurinn hyrfi þannig af ytfir- borðinu, þá hafði bakterían komizt und an, myndaði um sig spora og lét ekk- ert á sér bera, en beið síns tírna. Og nú í vor, rétt að loknum kosningunum, tðk sóttin sig upp aftur. Hún hafði reyndar tekið á sig aðra mynd, en glögg ir menn sáu þó fljótt að þar var keðju- bréfafaraldurinn enn á ferðinni. Að vísu var bersýnilega um einangraðra til felli að ræða, en öll einkenni voru hin sömu, Éins og menn muna, þá var eðli keðjubréfann a íyrri, að þau breiddu úr sér með ógnarhraða, og öllum, sem lentu í halarófunni, átti að græðast stórfé. Seinmi keðjubréfin voru hins vegar send fram og til baka og urðu öll svarbréf að hafa þá nátt- úru að vera í axarskaft við það bréf. sem svarað var, það og það sinnið, — því annars var hætta sú að keðjan rofn aði. En eins og margföldunarmöguleik- um fyrri keðjubréfanna voru takmörk sett, þá var því einnig þröngur stakk- ur sniðinn, hversu lengi var fært að hafa síðari keðjubréfin í axarskaft við hvert annað. Og þegar hætta var orðin á, að bréfin færu að eiga saman þá rofnaði keðjan. Aðstandendur þessara bréfa hafa enn ekki Skýrt frá hagnaði þeim er þeir hiutu af fyrirtækinu — en það er eðii keðjubréfa sem rofna, að græði einn, þá hefur annar beðið tjón. En etamitt um þær mundir er bréfa- Skriftum lauk, þá tókst að mytnda ríkis- stjórn Framsóknar — Alþýðúbandalags og Frjálslyndra og vinstrimanna. Kom það sumum spanskt fyrir sjónir, þar sem Hannibail Valdimarsson og Co hafði lýst því yfir, að hann væri að fullu skilinn við fjarstýrðu kommana — en skiilnaðurtan reyndist aðeins hafa ver- ið að borði og sæng og tókst meðal- göngumanni að tala á milli hjónakorn- anna. Hanníbal geta þá yfir flugunni enda vængirnir roðagylltir. Og þannig varð til ríkisstjórn skipuð þremur fram sóknarmönnum, 2 kommum og 2 öðru hvoru kommum og öðru hvoru frjáls- lyndum. Og er gamall maður sá á mál- efnasaimntognuim þeirra, hvað til stæði, þá datt honurn í hug vísa ort 1911 — fyrir 60 árum: „Eru nú allar disir dauðar, dofnað vit og mornað þol, eptir aðeins fól og írauðar, fumið eitt og handaskol, annað tveggja elilimerki eða klaufabragð að verki? Fer þá allt í kaldakol?“ KjóL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.